Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.04.1980, Blaðsíða 1
Áhrif gíslatökunnar í Teheran ná til íslands: 6. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1980. — 89. TBL. » RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSÍMI 27022. r Bandaríkjastjóm vill stöðva íransflug Iscargo —ósk um fastan samning Wð Bandaríkjaher ístaðinn vekur furðu íbandaríska sendiráðinu „Við ætlum ekki að sitja kyrrir á rassinum og verða gjaldþrota. Það erum ekki við sem erum í viðskiptum við írani. Við tökum að okkur flutninga fyrir hollenzkt fyrirtæki sem er að selja lifandi kjúklinga til Íran og ef á að stoppa þá flutninga þá þýðir ekki að stoppa .okkur, heldur hið hollenzka fyrirtæki sem er seljandi varanna.” Þannig komst einn af forráða- mönnum Iscargo að orði við DB í gær, en tilmæli munu hafa borizt til utanrikisráðuneytisins frá sendiráði Bandaríkjanna hér, að ráðuneytið beitti áhrifum sinum til þess að flug- félagið hætti þessum flutningum. Heimildir sem DB telur áreiðan- legar, en fást ekki staðfestar í ráðu- neytinu, herma að háttsettur maður i sendiráðinu hafi komið til fundar við Ólaf Jóhannesson utanríkisráðherra út af þessu áhugamáli Bandarikja- manna. Ráðherrann á að hafa sagt að það væri ekki hægt fyrir ráðuneytið að beita sér fyrir slíku nema til kæmi samningur um aðra flutninga t.d. fyrir varnarliðið milli Keflavíkur og Bandaríkjanna í staðinn. Fulltrúi sendiráðsins á að hafa hrökklazt út, furðu lostinn á þessu svari ráðherrans við tilmælum Bandaríkjastjórnar. Sá forráðamaður Iscargo sem við var rætt kvað það staðreynd að félagið hefði gert samning um flutn- ,jnga lifandi kjúklinga frá Rotterdam til Teheran. Um umfang samningsins vissi hann ekki. Fyrsta ferðin með á annað hundrað þúsund kjúklinga var farin í gær og tókst svo vél að aðeins 3 kjúklingar drápust á leiðinni. Þykir gott ef dauðahlutfall 3 daga kjúkl- inga i slíkum flutningum er undir 10%, frábært ef það er undir 5% og ekki rætt um afföll, ef þeir verða á fingrum taldir. Kristinn Finnbogason dyggur stuðningsmaður Ólafs Jóhannes- sonar gerði samninginn um kjúklingaflutningana og fleiri samn- inga um flutninga, ,,svo nú er bjart- ara framundan hjá flugfélaginu,” sagði forráðamaðurinn. ,,En við erum í þrjú ár búnir að bjóða í samninga um flutning milli Kefla- víkur og Bandarikjanna. Umræður hafa farið fram og það sem kallað er „athugun málsins,” en ekkert hefur gerzt.” -A.St. Regfur um úthlutun olíustyrkja að koma: Hver styrkur 20 þús. krónur —fimmoghálfur styrkurhámarkfyrir sjö manna fjölskyldu Stjórnarflokkarnir hafa gengið frá drögum að þvi, hvernig oliustyrkir eigi að vera. Hver styrkur verður 20 þúsund krónur árs- , fjórðungslega, þó þannig að einhleypingur fær tvo styrki, eða 40 þúsund, og að öðru leyti er farið eftir töflu semhérerbirt. Engin fjölskylda fær meira en ð I '2 ollstyrk, þólt mun fleiri séu i fjölskyldu. Þá verður ákvæði um að svipta megi fólk styrk, ef það á möguleika á aðgangi að hitaveitu, fjarvarmaveitu eða rafhitun. Aðeins þeir sem nota eingöngu olíu við húshitun en ekki aðra orkugjafa I og með frá styrk. Veita má styrk vegna stillingar á oliutækjum. Sveitarfélögum er gert að senda skilagrein um úthlutun olíustyrkja til viðskiptaráðuneytis. Olíufélögum er gert að veita upplýsingar um sölu. Þetta áaðauöveldaeftirlit. Styrkir verða þannig vcittir miðað við ibúafjölda í heimili: 1 ibúi fær 2- styrki, 2 íbúar fá 3 styrki, 3 ibúar frá 3 1/2 styrk, 4 íbúar fá 4 styrki, 5 ibúa fá 4 1/2 styrk, 6 ibúar fá 5 styrki, 7 íbúar frá 5 1/2 styrk og er það hámarkið. -HH. Sigurleifur og tvö ufiömbunum huns. DB-mynd Bj.Bj. FYRSTll REYKJAVÍKURLÖMBIN Þeim fannst hann hálf skrítinn heimurinn svona við fyrstu sýn. Óstyrkum fótum reyndu þau samt að fóta sig í honum og hófu könnunar- leiðangur. Komust meðal annars að því að það var hægt að príla í heyinu. Þessi tvö lömb eru meðal sjö lamba Sigurleifs Guðjónssonar, sent er einn af þeim sem stunda fjárbúskap i Reykja- víkurlandi. Sauðburðurinn hófst hjá honum i vikunni sem leið og gengur bara vel. Börnum Reykiavíþur þykir gaman að heimsækja Sigurleif og lömbin sem þeim gefst ánnars ekki kostur á að sjá nema á myndum. -DS. Starf srnenn í aðalstöð vum Ef nahagsbandalagsins í Brussel sakaðir um sukk og svínarí: „DAUÐADRUKKNIR í VINNU DÖGUM SAMAN” — sjá erlendar fréttir á bls. 6-7 i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.