Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6 ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 23. APRlL 1980. — 93. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl ll.-ADALSÍMI 27022.
„EKKIMOGULEIKIA  ,
SKATTALÆKKUNUMNU"
- segir forsætisráðherra við tillögum Verkamannasambands og vinnuveitenda
„Það er auðvitað ákaflega
æskilegt að geta lækkað skatta, en
það er ekki möguleiki á því nú,"
sagði Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra í viðtali við DB i morgun.
Verkamannasambandið og Vinnu-
veitendasambandið mælast til þess,
að hnúturinn i kjarasamningunum
verði leysturmeðskattalækkunum.
Forsætisráðherra sagði, að á þeim
nauma tíma sem rikisstjórnin hefði
haft til að ganga frá fjárlögum, hefði
ekki verið unnt að koma við miklum
niðurskurði. Að því yrði unnið í
sumar, Þá sagði forsætisráðherra, að
hann  teldi  eitt    meginatriðið  í
stjórnarstefnunni vera að koma ríkis-
sjóði á réttan kjöl og að hann yrði
rekinn hallalaust.
Um þrihliða viðræður i kjara-
máluni sagði forsætisráðherra, að
ríkisstjórnin hefði enn ekki tekið
ákvörðun um, hvenær hún kæmi inn
í. Rikisstjórnin hefði talið eðlilegast,
að vinnuveitendur og launþegar
ræddu rækilega saman fyrst. Rikis-
valdið yrði vafalaust að koma til sögu
síðar eins og oft hefði verið.
Tómas Árnason viðskiptaráðherra
sagði í viðtali við DB í morgun, að
mikilvægt væri að ræða vandamálin
við aðila vinnumarkaðarins á breið-
um grundvelli. Þar væri ekki æskilegt
að taka einn þáttinn út. Viðskipta-
ráðherra sagði, að sér teldist til að
skattheimtan yrði í ár 28,1% af
þjóðarframleiðslunni, sem yrði
minna en hefði verið á árunum
1975—78, þegar skattheimtan hefði
aðmeðaltali veriðyfir 29%.   -HH
„Ferslysið
líkaáokkar
reikning?"
— segja smiðir þeir sem
fyrstirvöktuathygli
á siæmum aðbúnaði
viðhúsFramkvæmda-
stofnunarinnar
,,Við erum óhressir með að Grétar
Þorsteinsson hjá Trésmiðafélaginu
skuli segja að ekkj hafi borizt kvört-
un vegna aðbúnaðar áþessum vinnu-
stað. Grétar vissi ve! um það, bæði
vegna þess að við vorum búnir að tala
við hann og eins eftir að frétt um
aðbúnaðþarnabirtist i Dagblaðinu,"
sögðu þeir Eyvindur Bergmann
Reynisson, Ragnar Kristjánsson og
Þorgeir Már Einarsson í samtali vjð
DB. Þeir þrír, ásamt fjóröa manni
sögðu frá aðstæðum við hús Fram-
kvæmdastofnunarinnar í Dagblaðinu
sl. fimmtudag.
,,Við erum mjög hissa á að eftir
þessi skrif skyldi ekkert vera gert í
öryggisrnálum á staðnum. Það þarf
alltaf að verða slys til að eitthvað sé
gert. öryggiseftirlitið kom á þennan
vinnustað þegar fyrsta hæðin var í
smíðum. Það er ekki ennþá búið að
lagfæra það sem þá var sett út á.
Okkur er því spurn hvort öryggis-
eftirlitið fylgist ekki með þvi sem á að
gera.
Eins erum við óhressir meö svar
það sem Þórir Haraldsson hjá Bygg-
ingarfélaginu Reyni gaf blaðinu. En
hann sagði aö það yrði að fara á
okkar reikning ef við segðum að
öryggi væri þarna i lágmarki. Hvað
segir hann núna? Okkur finnst það
lika hálf furðulegt að formaður okk-
ar félags skuli rengja okkaririálstað,
en það gerir hann tvímælalaust i
greininni. Við höllumst helzt að því
að hann hafi einhverra hagsmuna að
gæta hjá þessu byggingarfélagi. Það
virðist vera að atvinnurekendtir* geíi
komizt upp með hvað sem er og þeir
láti líf manna sig engu skipta. Kann-
ski þetta vinnuslys fari lika a okkar
reikning," sögðu smiðirnir þrír,
Eyvindur.Ragnar og Þorgeir..ELA
Dagblaðiö sendir lesendum sínum óskir um
gleðilegtsumar
ogþakkarfyrirveturinn
Aðalf undur Flugleiða
ámánudag:
Tap Flug-
leiða nær
6,9 millj-
arðar kr.
Bókfært tap Flugleiðaásl. ári nam
tæpum 6,9 milljörðum króna, eða
nákvæmlega 6.896.140.000 króna.
Að sögn Björns Theodórssonar, f jár-
málastjóra Flugleiða, í morgun liggur
þessi tala fyrir i reikningum félagsins
fyrir aðalfund sem verður á mánu-
dag.
Svo sem landsmönnum er kunnugt
hefur félagið átt við mikla rekstrar-
örðugleika að stríða að undanförnu,
sem leiddu til stórfelldra uppsagna
starfsfólks og fækkunar ferða. Með
ttlkomu sumaráætlunar hafa þó all-
margir verið ráðnir aftur til Flugleiða
og ferðum fjölgað. Mest tapið hefur
verið af N-Atlantshafsflugi Flug-
leiða.
Til samanburðar við hið mikla tap
nú má nefna, að útkoma ársins 1978
var hagstæð og nam hagnaður þeas
árs 369.727 milljónum króna. Þess
ber þó að geta í sambandi við þessa
tölu, að félagið missti það ár DC-8
•þotu og komu tryggingabætur á móti
tapi.semellahefðiorðið.      -JH
Útvarpsum-
raeðunum
enn f restað
Að ósk stjórnarandstöðunnar
hefur útvarpsumræðum um
tekjuskattinn verið frestað til
mánudagskvölds.
Stjórnarandstæðingum leizt ekki
á þann tíma, sem útvarpið ætlaði
fyrir umræðurnar, sem var milli hálf-
fimm og hálfsjö, í dag. Stjórnarand-
stæðingum þótti þetta Iélegur
hlustunartimi.
Þeim leizt heldur ekki á hugmynd
um að hafa umræðurnar t kvöld, þar
sem menn gerðu sér gjarnan daga-
mun á kvöldi síðasta vetrardags.
Föstudagskvöldið var ekki talið
mögulegt, þar sem ekki stóð til að
hafa þingfundi þann dag.
Fulltrúar þingflokkanna urðu
sammála um að hafa umræðurnar á
mánudagskvöld. Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra var veikur i gær en
reiddist, þegar hann frétti um
frestunina.               -HH.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24