Dagblaðið - 29.04.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 29.04.1980, Blaðsíða 1
6. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1980. — 97. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Bæjarstjóm Vestmannaeyja þríklofin: 'K V Ráðmng æskulýösfulhrúa ógnar meiriNutasamstarfí Mikið hitamál er nú komið upp í Vestmannaeyjum, sem kynni jafnvel að leiða til þess að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi vinstri flokkanna í bæjarstjóm. Málavextir eru þeir, að auglýst var staða æskulýðsfulltrúa Vest- mannaeyja. Átta umsóknir bárust og var Guðmundur Þ. B. Ólafsson, bæjarfulltrúi Aþýðuflokksins, meðal .þeirra sem sóttu um stöðuna. Alþýðuflokksmenn leggja allt kapp á að hann fái starfið. í tómstundaráði fékk Guðmundur 3 atkvæði vinstri manna en tveir aðrir umsækjendur fengu sitt hvort atkvæðið. Þegar málið kom síðan fyrir bæjarráð gerði Sigurgeir Kristjánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, fyrirvara í málinu, svo og fulltrúi sjálfstæðis- manna Sigurður Jónsson. Málið verður tekið fyrir í bæjar- stjórn á föstudag og virðist bæjar- stjórnin þríklofm í málinu. Guðmundur hefur aðeins visan stuðning síns flokks og Sveins Tómassonar, bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Sigurgeir og annar full- trúi Framsóknarflokks eru hins vegar taldirámóti. Sjálfstæðismennirnir fjórir gætu því hugsanlega náð meirhluta í þessu máli komi þeir sér saman um ein- hvern einn fulltrúa. Sigurgeir Kristjánsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins, sagði í samtali við DB í morgun að þetta væri ekki stórmál í sínum augum. „Þegar margir sækja þá fá ekki allir,” sagði hann og sagði að mál þetta yrði að ganga sinn gang í bæjar- stjórn. Hann kvaðst hafa gert fyrir- vara í bæjarráði en vildi ekkert um það segja hvern hann hygðist styðja. Alþýðuflokksmenn virðast hins vegar líta á málið sem stórmál og héldu um helgina fund þar sem meiri- hlutasamstarfið var til umræðu. Er jafnvel talið að þeir muni hóta að slíta meirihlutasamstarfinu, fái þeir ekki sitt fram. -GAJ. / Hátídahöldin 1. maí: Samstaða um aukinn kaup- mátt hinna _ lægst launuðu Full samstaða verðuc um hátíða- höld verkalýðsfélaganna i Reykjavík hinn 1. maí að þessu sinni. Er bæði kröfuganga og útifundur sameigin- legur. Er það Fulltrúaráð verkalýðs- félaganna i Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og lön- nemasamband Islands, sem stendur að hátíðahöldunum. í sameiginlegu ávarpi er lögð mest áherzla á aukinn kaupmátt og að réttur og launakjör þeirra sem við skarðastan hlut búa veröi að hafa al- gjöran forgang. Safnazt verður saman tii kröfu- göngu klukkan 13.30 á Hlemmi en síöan haldið þaðan niður Laugaveg klukkan 14. Útifundur verður á Lækjartorgi. Rauð verkalýðseining 1. mai (Fylk- ingin m.a.) mun ganga i kröfugöng- unni en síðan halda sérstakan útifund við Miöbæjarskólann og að honum loknum fund i Þjóðleikhúskjallaran- um. Sameining (marx/leninistar m.a.) ganga einnig í kröfugöngunni en fundur þeirra verður á Hallærisplan- inu. -ÓG Nýbygging Fram- kvæmdastofnunar: Núerfarideftir reglumum öryggisútbúnaöy segir öryggismáiastjóri „Vinna er haftn, enda hefur verið farið eftir þeim reglum sem við sett- um um öryggisbúnaö,” sagði Eyjólfur Sæmundsson öryggismála- stjóri þegar við spurðum um ný- byggingu Framkvæmdastofnunar ríkisins. Eins og sagt hefur verið frá i DB varð vinnuslys þar þegar smiður datt ofan af þaki og stórslasaðist. Vinna var þegar stöðvuð enda kom I ljós að öryggisútbúnaður var hvergi nærri i lagi. Eyjólfur sagði að það kæmi til greina að breyta þyrfti reglum um öryggi. Þeir myndu reyna að hafa sérstakt eftirlit með byggingum sem þessi sérstaka byggingaraðferð er notuð viö. - EVI „Þetta er alveg að drepa okkur, bœði magnið og plússið sem það tekur, ” sagði innflutta sœlgœtið. Þessar stúlkur voru að raða innfluttu sœlgœti I hillumar þegar Gunnar Hannesson verzlunarstjóri I Sparimarkaðnum í Austurveri í morgun um DB-menn barþar að Imorgun. DB-mynd: Hörður Hömlulaus sælgætisinnf lutn- ingur kostar fjölda vinnuna Búast má við að um 100 Iðjufélag- Það kom fram á fundi hjá íslenzk- Nærri 80 aðilar hafa fengið leyfi til fyrir erlent sælgæti. ar missi atvinnu sína á næstunni um sælgætisframleiðendum, sem innflutnings á þessum vörutegundum Uppsagnir starfsfólks hjá verk- vegna þess að innflutningur á sæl- haldinn var fyrir stuttu, að salan hjá og flytja inn hundruð tonna. Sumar smiðjunum eru þegar hafnar. gæti og kexi var gefinn frjáls um síð- þeim hefði minnkað um þriðjung í íslenzku verksmiðjurnar sem fram- -EVI ustu mánaðamót. þessum mánuði. leiða sælgæti hafa sjálfar umboð

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.