Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						6. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1980. — 97. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLAÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMl 27022.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja þríklofin:
Rádning æskulýdsfulftrúa
cgnarmeirihlutasamstarfí
Mikið hitamál er nú komið upp i
Vestmannaeyjum, sem kynni jafnvel
að leiða til þess að slitnaði upp úr
meirihlutasamstarfi vinstri flokkanna
í bæjarstjórn.
Málavextir eru þeir, að auglýst
var staða æskulýðsfulltrúa Vest-
mannaeyja. Átta umsóknir bárust og
var Guðmundur Þ. B. Ólafsson,
bæjarfuUtrúi Aþýðuflokksins, meðal
.þeirra sem sóttu um stöðuna.
Alþýðuflokksmenn leggja allt kapp á
að hann fái starfið.
í tómstundaráði fékk Guðmundur
3 atkvæði vinstri manna en tveir aðrir
umsækjendur fengu sitt hvort
atkvæðið. Þegar málið kom síðan
fyrir bæjarráð gerði Sigurgeir
Kristjánsson,        bæjarfuUtrúi
Framsóknarflokksins,  fyrirvara  í
málinu, svo og fuUtrúi sjálfstæðis-
manná Sigurður Jónsson.
MáUð verður tekið fyrir í bæjar-
stjórn á föstudag og virðist bæjar-
stjórnin þríklofin í máUnu.
Guðmundur hefur aðeins visan
stuðning síns flokks og Sveins
Tómassonar, bæjarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins. Sigurgeir og annar f ull-
trúi Framsóknarflokks eru hins vegar
taldirá nu'ui.
Sjálfstæðismennirnir fjórir gætu
því hugsanlega náð meirhluta í þessu
máU komi þeir sér saman um ein-
hvern einn fulltrúa.
Sigurgeir Kristjánsson, bæjarfull-
trúi Framsóknarflokksins, sagði í
samtaU við DB í morgun að þetta
væri ekki stórmál í sínum augum.
„Þegar margir sækja þá fá ekki
allir," sagði hann og sagði að mál
þetta yrði að ganga sinn gang í bæjar-
stjórn. Hann kvaðst hafa gert fyrir-
vara í bæjarráði en vildi ekkert um
þaðsegja hvern hann hygðist styðja.
Alþýðuflokksmenn virðast hins
vegar lita á máUð sem stórmál og
héldu um helgina fund þar sem meiri-
hlutasamstarfið var til umræðu. Er
jafnvel talið að þeir muni hóta að
slíta meirihlutasamstarfinu, fái þeir
ekkisitt fram.            -GAJ.
Hátíðahöldin 1. maí:
Samstaða um
aukinn kaup-
mátt hinna.
lægst launuðu
FuU samstaða verðuc um hátíða-
höld verkalýðsfélaganna í Reykjavík
hinn I. mai að þessu sinni. Er bæði
kröfuganga og útifundur sameigin-
legur. Er það Fulltrúaráð verkalýðs-
félaganna í Reykjavik, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja og Iðn-
nemasamband íslands, sem stendur
að hátíðahöldunum.
j sameiginlegu ávarpi er lögð mest
áherzla á aukinn kaupmátt og að
réttur og launakjör þeirra sem yið
skarðastan hlut búa verði að hafa al-
gjöran forgang.
v Safnazt verður saman til kröfu-
göngu klukkan 13.30 ít Hlemmi en
síöan haldiö þaðan niður Laugaveg
kíukkan 14. Útifundur verður á
Lækjartorgi.
Rauð verkalýðseining I. maí (Fylk-
ingin m.a.) mun ganga í kröfugöng-
unni en síðan halda sérstakan útifund
við Miöbæjarskólann og að honum
loknum fund i Þjóðleikhúskjallaran-
um.
Sameining (marx/leninistar m.a.)
ganga einnig í kröfugöngunni en
fundur þeirra verðurá Hallærisplan-
inu.                    -OG
Nýbygging Fram-
kvæmdastofnunar:
Núerfaríðeftir
reglumum
öryggisutbúnad,
segir öryggismálastjóri
„Vinna er hafin, enda hefur vertð
farið eftir þeim reglum sem við sett-
um tira öryggisbímað," sag'öi
Eyjólfur Sæmundsson öryggismala-
stjóri þegar við spurðum um ný-
byggingu Framkvæmdastof nunar
ríkisins.
Eins og sagt hefur verið frá í DB
varð vinnuslys þar þegar smiður datt
: ofan af þaki og stórslasaðist. Vinna
var þegar stöðvuð enda kom i Ijós að
öryggisútbúnaður var hvergi nserri í
lagi.
: Eyjóifur sagði að pað kæmi til
greina að breyta þyrfti reglum um
öryggi. Þeir myndu reyna að hafa
sérstakt eftirlit meö byggingum $em
þessi sérstaka byggingaraðferð er
notuð víð.               - EVI
„Þetta er alveg að drepa okkur, bœði magnið og plássið sem það tekur," sagði   innflutta sœlgœtið. Þessar stúlkur voru að raða innfluttu sœlgœtiI hillurnarþegar
Gunnar Hannesson verzlunarstjóri I Sparimarkaðnum IA usturveri I morgun um   DB-menn barþar að I morgun.                     DB-mynd: Hörður.
sælgætisinnflutn-
ingur kostar fjölda vinnuna
Búast má við að um 100 lðjufélag-
ar missi atvinnu sina á næstunni
vegna þess að innflutningur á sæl-
gæti og kexi var gefinn frjáls um síð-
ustu mánaðamót.
Það kom fram á fundi hjá islenzk-
um sælgætísframleiðendum, sem
haldinn var fyrir stuttu, að salan hjá
þe'tm hefði minnkað um þriðjung í
þessum mánuði.
Nærri 80 aðilar hafa fengið leyfi til
innflutnings á þessum vörutegundum
og flytja inn hundruð tonna. Sumar
íslenzku verksmiðjurnar sem fram-
leiða sælgæti hafa sjálfar umboð
fyrir erlent sælgæti.
Uppsagnir  starfsfólks  hjá  verk-
smiðjunum eru þegar hafnar.
-EVI
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24