Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1981 — 41. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJI.A 12. AUGl.VSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11.—AÐALSÍMI 27022. Strand Heimaeyjar á Hólseyjarfjöru: EKKITALIN ASTÆÐA TIL AÐ ÞIGGJA AÐSTOÐ VARDSKIPS — ekki skyldi síður leita aðstoðar varðskips en annarra, sagði tryggingarfélagið ivið útgerðina ,,í sambandi við sjóslys þarf ekki að leita álits tryggingarfélags. Skrifstofa í landi hefur ekki aðstöðu til að meta ástandið úti á sjó. Skipstjóri ræður að sjálfsögðu og tekur ákvörðun,” sagði Gísli Ólafsson, forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar hf., sem er vátryggjandi ms. Heimaeyjar, sem strandaði við Hólsárósí fárviðrinu í fyrrinótt. í dagbók varðskipsins Þórs segir meðal annars að Ölduljónið hafi verið með Heimaey í togi. Hafi Ölduljónið haft samband við varðskipið kl. 20.15 og skýrt frá því að taugin úr Heimaev hefði þá slitnað. Hafi Ölduljónið farið Heimaey VE-1 á Hólsárfjöru i yær. Skipið virðist óskemmt op enyinrt sjórhefur komizt iþat). DB-mynd Öiafur Stol:en»alJ. „Sindri reyndi allt sem unnt var" — sagði útgerðarmaður Heimaeyjar „Það er venjulegt að hafa samráð við tryggingarfélag, þegar leitað er aðstoðar,” sagði Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Vestmannaeyja, er fréttmaður bar undir hann það atvik sem skýrt er frá í dagbók varðskipsins Þórs, þegar Suðurey kallaði Heimaey upp. Var það ábending til Heimaeyjar að leita ekki aðstoðar varðskips fyrr en haft hefði verið samband við tryggingafélag. „Sindri var þarna nær en varðskip- ið og vel búinn til að veita þá aðstoð sem við varð komið. Ég held ekki að þetta hafi nein áhrif haft á gang mála í þessu tilviki, þótt erfitt sé, ef ekki alveg ómögulegt, að meta það svona eftir á,” ságði Sigurður Einarsson. Ha'nn kvað veðurhaminn þarna hafa verið svo óskaplegan, að erfitt hefði verið um vik. - BS fram á aðstoð varðskipsins við Heima- ey. Þegar þetta var, voru skipin stödd um fjórar sjómílur VSV af Þridröng- um. Er varðskipið hélt í áttina til bát- anna, þ.e. Heimaeyjar og Ölduljóns, heyrðist Suðureý VE 500 kalla í Heima- ey. Virtist Suðurey stödd i Vestmanna- eyjahöfn. Flutt vorit skilaboð um að skipið mætti ekki leita aðstoðar varð- skips nema með leyfi tryggingarfélags Heimaeyjar. Bauðst sá sem kallaði að hringja i tryggingarfélag bátsins. Kl. 20.18 kallaði Heimaey í varðskip- ið Þór og afþakkaði aðstoð þá sem Ölduljónið hafði beði^MÍ?. Stöðvaði þá varðskipið ferð og lét reka. Um þetta leyti var Sindri VE 60 byrj- aður tilraunir að koma taug í Heimaey til þess að draga hana til hafnar, ef þess væri kostur. Veður var um þetta leyti orðið afar slæmt og gengu tilraunir Sindramanna illa. Kl. 23.45 heyrðist, samkvæmt dag- bók varðskipsins, að skipin væru komin 2.7 mílur frá landi en dráttar- laug ennþá ekki komin á milli skip- anna. Varðskipið hélt þá, án þess að það væri sérstaklega til kvatt, i áttina til Heimaeyjar. Fékk það þá ekki að gert og Heimaey strandaði sem fyrr 'segir. Eins og fram kom í DB í gær fór- ust tveir skipverjar Heimaeyjar þar í fjörunni. Milli kl. 20 og 21 hringdi Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Vestmannaeyja og Heima- eyjar VE-1, til Gunnars Felixsonar, deildarstjóra Tryggingamiðstöðvarinn- ar hf. „Ég sagði í viðtali okkar Sigurðar að algerlega sjálfsagt væri að leita eftir allri þeirri aðstoð sem nauðsynleg og fáanleg væri,” sagði Gunnar Felixson, í viðtali við DB. Hann bætti við: „Ég tók alveg sérstaklega fram, að ekki ætti síður að leita aðstoðar varðskips en annarra, ef það væri talið koma að gagni.” -BS/ASt. Tveir menn hætt komnir við björgunaraðgérðimar — sjá nánarbls. 11 Dýri togarinn norski skal til íslands: „Kaupin eru knúin fram með ofbeldi Framsóknar” — segir Karl Steinar Guðnason ,,Ég flutti sljórn Framkvæmda- stofnunar skýrslu um stöðuna í tog- arakaupamálinu fyrir Þórs- og Rauf- arhöfn i gærmorgun. Þegar umræður voru hafnar hringdi sjávarútvegsráö- herra og tjáði mér að málið hefði verið rætt á fundi ríkisstjórnarinnar þá um morguninn. Viðhorf stjórnar- innar væri að það væri að fara úr öskunni i eldinn að hætta við kaup togarans. Áherzlu skyldi leggja á að lækka endurbótakostnað. Kaupverð skyldi skoðast 28 milljónir norskra króna. Hlutur Byggðasjóðs skyldi vera 10°/o af þvi verði en IO°/o mætti taka af sérstöku framlagi sem rikis- sjóður ætlar að tryggja sjóðnum (svökallað sælgætisgjald) og stæði ábyrgð rikissjóös þar að baki." Þannig lýsti Sverrir Hermannsson gangi mála um endanlega afgreiðslu þcssa fræga togarakaupamáls í Framkvæmdastofnun I gær. Þar var samþykkt með 5 atkvæðum (2 sátu hjá) framlag Byggðasjóðs tii kaup- anna með fyrrgreindum hætti. Sagði Sverrir að á fundi hans, sjáv- arútvegsráðherra og fjármálaráð- herra hefði verið ákveðin fyrrgreind ,,lausn” um að taka fé úr „sælgætis- sjóðnum”, eða „mútusjóðnum" sem svo er neíndur, til að leysa málið. Á grundvelli þeirrar hugmyndar ákváðu fimm stjórnarmenn Fram- kvæmdastjórnar, þeir Matthías Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Stefán Guðmundsson, Þórarinn Sig- urjónsson og Geir Gunnarsson, að sættast á úrslit málsins og töldu m.a. að með þessari afgreiðslu væri ábyrgð Byggðasjóös minnkuð en ábyrgð ríkissjóðs á þessum umdeildu kaupum aukin í 90%. ,,Það var ekki verið að greiða at- kvæði um kaupin á togaranum í gær helduj hvernig skyldi fjármagna þau,” sagði Karl Steinar Guðnason í samtali við DB. ,,Ég hef alla tíð lagzt gegn þessari vitleysu og varað við henni. Þetta er alfarið orðið mál Steingríms ráðherra og Stefáns Val- geirssonar og fleiri Framsóknar- manna. Þeirhafa meðofbeldi og hól- unum og nú síðast jafnvel lygum um óformlega samþykkt rikisstjórnar- innar pínt þetta i gegn öllunt til óþurftarog vansæmdar,” sagði Karl. ,,Mér finnst nú tai manna um þetta mál orðið all litilmannlegt,” sagði Sleingrímur ráðherra í morgun. „Kaupin eru fyrir löngu ákveðin af rlkisstjórn og stjórn Framkvæmda- slofnunar. Kaupin voru e.t.v. mis- tök, t.d. hcfði átt að setja í heimild- ina hámark um verð. En úr þvi sem komið er er verra að hætta við en halda áfram. Tiu prósenta ábyrgðar- Irygging fyrir kaupunum rnyndi tap- azl svo og yrði að greiða skaðabætur vegna vinnu sem hafin er við um- bætur togarans. Alls hefðu þvi utn 350—400 milljónir gkr. lent á Fram- kvæmdastofnun þó hætt hefði verið mið. Ég fagna þess vegna að búið er að afgreiða þetta mál,” sagði Stein- grímur. -A.Sl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.