Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 25.02.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1981. 17 ELIN ALBERTSDÓTTIR —eru með 330 ref i nú og eiga von á 1800-2000 hvolpum í maí „Ég sótti fyrst um að fá lóð í Hafnarfjarðarhrauni undir starfsem- ina, þar sem nú er minkabú, en fékk neitun. Síðan var okkur bent á þennan stað. Við sóttum um og fengum,” sagði Tómas Stefánsson refabússtjóri á bænum Krísuvík í samtali viðDB. Tómas keypti ásamt fjórum öðrum gömul en stór gróðurhús sem standa við bæinn Krísuvík. Þar hafa þeir nú komið 330 refum sem allir eru inn- fluttir frá Skotlandi. Af þeim 330 refum eru 80 karldýr. „Við eigum von á fyrstu hvolpun- um í maí,” sagði Tómas ennfremur. ,,Ég á von á því að það verði á bilinu 1800—2000 hvolpar sem við fáum.” Tómas og félagar hans þurftu lítið sem ekkert að gera við gróðurhúsin í upphafi annað en að klæða grindurn- ar svo stofnkostnaður þeirra við búið var ekki svo ýkja mikill. Áður en Tómas setti á §tofn refa- búið í Krísuvík nú i desember var hann með tilraunabú í Grenivik. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir refum. í fyrstu hafði ég hugsað mér minkarækt en hætti síðan við það. Ég fór til Skotlands í fyrsta skipti fyrir þremur árum til að kynna mér refina, en allir refirnir eru þaðan. Þeir eru flestir silfurrefir en nokkrir Shadow.” Er við DB-menn gengum um og skoðuðum refina kom það okkur á óvart hvað sumir voru forvitnir, aðrir hræddir og þriðji hópurinn gjörsam- lega áhugalaus fyrir umhverfinu. En „sætir” voru þeir refírnir, það verðurekki afjteim skafið, enda feld- irþeirraafar vinsælir. mjög dýr, komin hingað til lands' kostar stykkið hvorki meira né minna en 1300 nýkrónur. Tómas Stefánsson er lærður smiður og það kemur honum vissu- lega vel við uppbyggingu búsins. „Ég hafði ekki nógu mikinn áhuga fyrir smiðsstarfinu,” segir hann. Tómas hefur hjá sér einn vinnumann, Jón Valgeir Kristinsen, og starfa þeir við búið alla virka daga vikunnar. „Við Séð inn ganginn i einu „gróðurhúsinu" þar sem nú eru mörg hundruð refir samankomnir. Búrin hafa eigendurnir sjálfir gert eins og flest það sem þurfl hefur að gera. sveltum dýrin á sunnudögum vegna þess að komið hefur í ljós að ef dýrin eru horuð á fengitímanum gjóta þau mun fleiri hvolpum,” sagði Tómas. Búr dýranna hafa þeir eigendurnir sjálfir gert og flest það sem þurft hefur að gera. En ennþá er refabúið í uppbyggingu og á eflaust eftir að verða mun stærra er frá líður. Krísu- vík er líka ákjósanlegur staður fyrir slíka rækt. Einmitt á sama bæ er mikið svínabú sem verið hefur í frétt- um upp á siðkastið, en eigendur eru aðrir. Því leynir sér ekki að Krísuvík er góður staður til hvers konar ræktun- ar. Upphaflega keypti Hafnarfjarð- arbær jörðina og hugðist setja þar á stofn mikið kúabú, en úr þvi varð aldrei. Hins vegar voru þarna mikil gróðurhús á sínum tíma þar sem ræktað var alls kyns grænmeti, enda hiti þarna mikili í jörðu. í gamla daga var líka á bænum sumarheimili fyrir börn og skátar hafa löngum lagt leið sína þangað. -F.LA. Var einhver að tala um að refir væru Ijótir? Neí, það getur ekki verið því þeir eru með fallegri dýrum eins og sjá má á þessari fegurðardís. DB-myndir: Einar Olason. Fegurðardisin i hópnum er hér i höndum eiganda sins, Tómasar Stefánssonar. Allir refirnir eru frá Skotlandi og eru silfurrefir og Shadow. f Aðeins einn ref hafa þeir misst á refa- búinu en hann drapst úr krampa. Að sögn Tómasar er ekki óalgengt að refir fái krampa en oftast lifa þeir það af. Ný mulningsvél sem þeir félagar hafa keypt. Hún grófsaxar matinn en síðan er hann settur i sérstakan blandara. Á myndinni með Tómasi (til hægri) er vinnu- maður hans, Jón Valgeir Kristinsen. Til að taka refina er sett þar til gerð töng um hálsinn á þeim og síðan haldið um skottið. Með því móti er refurinn hjálparlaus gagnvart mann- inum. Refabú eru ekki ýkja mörg á land- inu en áhugi fyrir þessari rækt fer stöðugt vaxandi. í Eyjafirðinum einum eru nú starfrækt fjögur refa- bú. En hvað éta refir? Jú, þeir borða allan innmat, t.d. slátur og lifur, og fisk. Núna éta þeir 100 kíló á dag, en eftir got i maí verður það eitt og hálft tonn á dag. Hver tæfa gýtur að jafnaði fjórum sinnum. Dýrin eru ÍKrisuvíkeruekkiaðeinssvín: KEYPTU G0MUL GROÐURHUS 0G RÆKTA NÚ SK0ZKA REF1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.