Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 1
7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR9. APRÍL 1981 — 84. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOI.TI 11.-AÓAI.SÍMI 27022. ' . ■ : , V Hekla rumskaði ínótt: Gos eða gufusprengingar —samdöma álit að umbrotin séu minni háttar, enda koma þau ekki fram á jaröskjálftamælum—lítió öskufall Eldgos hófst um kl. 3 í nótt i norðausturhliöum Heklu, eða á svæðinu frá Skjólkvium að Litlu- Heklu, að því er best var vitað i morgun. „Miðað við mökkinn er gosið ákaf- lega lftið. Venjulegur Heklugosmökkur á að ná 30 þús. feta hæð mjög fljót- lega en þessi er aðeins í u.þ.b. 12 þús. fetum,” sagði Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur. Hann flaug á- samt fréttamönnum yfir gosstöðvarnar snemma í morgun. „Heklugos byrja með miklum krafti, en siðan dregur yfirleitt úr þeim. Það hefur ennþá enginn séð i rautt. Mökkurinn er litill, öskufall lítið. Vel er hugsanlegt að þetta séu aðeins einhvers konar gufu- sprengingar.” Hekia var hulin skýjum ofan við 600 metra hæð og þvi ekki hægt að sjá til gosstöðvanna úr lofti þegar DB-menn flugu yfir í morgun. Gosmökkurinn sást hins vegar greinilega, þar sem hann lagði til norðausturs frá Heklu i átt aö Loðmundi. Aska hafði fallið á hvitan snjóinn norður af fjaliinu og virtist öskufallið hafa verið f minna lagi. Mökkurinn var óvenju ljósleitur: brúngulur, sem bendir til þess aö i honum sé lítil gosaska. Er komið var upp fyrir skýja- bakkann, sem lá yfir öUu Suðurlandi i 10 þús. feta hæð, mátti greina hvar gosbólstrar stigu upp. Um tiuleytið höfðu þeir náð 12 þús. feta hæð. Samdóma áUt jarðvisindamanna var i morgun að hér væri um að ræða óvenjulitið gos, miðað við fyrri elds- umbort i og við Heklu. Jarðhræringar mældust til dæmis alls ekki á jarðskjálftamælum, að sögn Páls Einarssonar jarðeðUsfræðings á Raunvisindastofnun. Af þvf dró hann þá ályktun að hér væri „ekkert stórgos ígangi.” Jón Grétar, vaktmaður í Isakoti, inntaki Búrfellsvirkjunar, sagði við DB á tfunda tímanum að hann hefði séð bólstra stíga upp frá Heklu og miklar drunur og dynkir heyrðust frá umbrotunum. Þau virtust vera í suðausturhlíðum fjallsins. Hann tók fram að snjór hefði ekki bráðnað i fjallinu að því er bezt sæist. Engan eld hafði hann séð en sagði að annar vakt- maður hefði talið sig sjá eldsumbrot ofarlega i Heklu, um kl. 4.15 í nótt. Frá bæjum við Hekiurætur sast ekkert til eldsumbrota í morgun. -KMU/ARH. FLUGMANNAVERKFALL A MIÐNÆTTI —f lugmenn að skera sína eigin mjólkurkú, segir blaðaf ulltrúi Flugleiða „Það er eins og það sé alveg sama hvernig tekið er á þessu, það strandar allt á sömu atriðunum,” sagði Guð- laugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari i morgun. Verkfall flugmanna Flug- leiða, sem eru í FÍ A, hefst á miðnætti náist samkomulag ekki fyrir þann tima. „Mér lízt þunglega á þetta,” sagði Guðlaugur. „Ég get ekki séð annað en það stefni í verkfall. Fundurinn í gær var árangurslítill en nýr sátta- fundur hefur verið boðaður kl. 16 í dag. Flugleiðir höfðu skrifað þeim flug- mönnum FÍ A sem hefja áttu þjálfun á nýja vél en mættu ekki til nám- skeiðs bréf með fresti til að endur- skoða afstöðu sína. Frestur var gef- inn til dagsins i gær. Gunnar Guð- jónsson stjórnarmaður í FÍA sagði í morgun að þeir tíu FÍA-menn sem mæta áttu á námskeiðinu hefðu mætt í gær. FÍA liti hins vegar svo á að fleiri af þeirra mönnum hefðu átt rétt á nýjum stöðum. Líta mætti á þessa mætingu FÍA-manna sem skref í samkomulagsátt. Gunnar sagði að ef til verkfalls kæmi, ætti hann ekki von á þvi að flugmenn Arnarflugs hlypu i skarðið. Þeir væru einnig félgar í FÍA og hann ætti von á samstöðu innan stéttar- félagsins. „Það stöðvast allt innanlandsflug og flug til Norðurlanda og Bretlands, komi til verkfalls,” sagði Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, í morgun. „Arnarflug flaug fyrir okkur í gær og ég á von á að svo verði áfram en geta þess er auðvitað takmörkuð. Verkfall stórskaðar félagið. Staðan er óviss núna en maður vonar það bezta og sér til í dag. Flugmenn gera sér það Ijóst að þeir eru að skera sína eigin mjólkur- kú með þessum aðgerðum.” - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.