Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 164. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ1981.
Innf lytjendur greiða farmgjöld af vörum sem nú liggja á haf sbotni:
HÖFUM EKKIRUKKAÐ NEINN
EN HÖFUM HEIMILD TIL ÞESS
—segir Kjartan G. Jónsson hjá Eimskip—Berglind fyrsta skip El sem sekkur síðan 1916 að undan-
skildum tveimur sem fórust í stríðinu
,,Það er algjör misskilningur að
við höfum rukkað inn farmgjöldin.
Hitt er annað mál að það er heimilt
að gera það. Við létum eigendur
varanna vita strax að Berglind hefði
sokkið og lásum fyrir þá reglur um
skaðabótaskyldu," sagði Kjartan G.
Jónsson, forstöðumaður hjá
viðskiptaþjónustudeild Eimskips, er
DB spurði hann hvort rétt væri að
eigendur vara með ms. Berglind
hefðu verið rukkaðir um farmgjöld
um leið og vitað var um að skipið var
sokkið. Innflytjandi einn, sem hafði
samband við DB, sagðist hafa verið
rukkaður strax daginn eftir að skipið
sökk og fannst honum það hin mesta
ósvífni af félaginu.
Reglur í sjóflutningum eru þær að
skipafélagið tryggir skipið en
vörueigandi tryggir vöruna. Stundum
semur     vörukaupandi     við
vöruseljanda að tryggja vöruna á á-
fangastað. Þá segir í reglumað skipa-
félag sé ekki skaðabótaskylt gagnvart
vörueiganda ef skipið er sjófært í
upphafi ferðar."
Kjartan sagði að stundum kæmu
upp ágreiningsmál þegar tvö skip
rekast saman, eins og gerðist með ms.
Berglindi. Þá getur það skip sem er í
órétti verið dæmt skaðabótaskylt
gagnvart vörum í hinu skipinu. Þó
eru þau ákvæði ekki eins í Banda-
ríkjunum og á Islandi, sagði hann.
„Við brugðumst mjðg skjótt við
að láta vörueigendur vita, bæði hve
mikið af varningi þeir áttu og
hvernig. Þeir gátu því gert viðeigandi
ráðstafanir strax. Til dæmis var
mikið af bílavarahlutum með skipinu
og þá vantar oft hér heima.
Innflytjendur gátu því strax pantað
nýja sendingu. Margir hafa hringt
hingað til okkar til að spyrja hvert
þeir eigi að snúa sér í þessu máli og
höfum við bent á tryggingafélögin.
Margt af þessum varningi var lítið
sem ekkert tryggt og annar var
tryggður erlendis.
Það er eðlilegt að menn spyrji því
fáir hafa væntanlega lent í slíku aður.
Eimskipafélagið hefur ekki misst skip
síðan 1916 að undanskildum tveimur
sem fórust í stríðinu, Goðafossi og
Dettifossi," sagði Kjartan.
Skýrslur voru teknar af áhöfn ms.
Berglindar í fyrradag. er hún kom til
Sidney. Áhöfnin kemur hingað til
lands í dag og sjópróf fara fram á
þriðjudag. Sjópróf fara nær undan-
tekningalaust fram i heimalandi
skipasemfarast.
Árekstur skipanna átti sér stað um
60 sjómílur fyrir utan Sidney. Taug
var þegar sett í skipið að aftan og er
það hafði verið í togi í nær fimm
klukkustundir sökk það skammt frá
landi. Þá hafði mikill sjór verið
kominn í skipið. Urri 120 gámar voru
í skipinu og voru 70 aðilar eigendur
þeirra. Fyrst í stað verður skip tekið
á leigu í stað Berglindar.
-ELA.
Starfsfólk á skrifstofum OLIS er allt komið á sinn stað, a.m.k. um stund, en 30 manns
á skrifstofunum hafa sagt upp störfum, en uppsagnarfrestur er þrfr mánuðir.
DB-mynd Einar Ólason.
Allt komið í eðlilegt horf hjá OLÍS:
STARFSFÓLKINU
FINNST NÓG KOMK)
AF UMTALI
segirÖrn
Guömundsson
„Hér er allt komið í eðlilegt horf og
núna eru 27 eða 28 manns við vinnu en
nokkrir eru í sumarfrii," sagði örn
Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá
OLÍS, í samtali við DB í gær.
— Við munum halda áfram okkar
vinnu eins og ekkert hafi í skorizt en
starfsfólkið er leitt yfír því mikla
umtali um þessar deilur sem hefur verið
í blöðunum og finnst nóg komið, sagði
örn.
, ,Meðan mótmælaaðgerðirnar stóðu
yfir voru öll brýnustu störf unnin og
gjaldkeri, bókari, innheimtustjóri og
símastúlka voru alltaf við vinnu,
þannig að fjármagnsstreymi var alveg
eðlilegt í fyrirtækinu. Það var aldrei
ætlun starfsfólksins að vera með neinar
skemmdaraðgerðir og það tók alltaf
ábyrga afstöðu," sagði örn Guð-
mundsson skrifstofustjóri.
-SA.
Margt líkt með tungl-
inu, Hawaii og íslandi
Michael C. Malin heitir hann, próf-
essor við jarðfræðideild Arizonahá-
skóla í Bandaríkjunum. Malin og Dean
Eppler, stúdent í jarðfræði í sama
skóla, voru önnum kafnir við að skoða
gervitunglamyndir af öskjusvæðinu og
nágrenni í Amtsbókasafninu á Akur-
eyri þegar Vigdís forseti heimsótti
safnið um daginn. Þeir félagar sögðust
eiga von á rannsóknartækjum að
sunnan daginn eftir og ætluðu síðan að
dvelja við rannsóknir við Jökulsá á
Fjöllum, I Ásbyrgi og áÖskjusvæðinu í
sumar. Malin sagðist vinna á stjörnu-
rannsóknarstöð í heimalandinu og vera
sérfræðingur í jarðfræði tunglsins og á
Hawaii. Nú ætlaði hann að glöggva sig
betur á jarðfræði íslands, enda væri
hún eigi ólík því sem gerist á Hawaii og
tunglinu. Loftmyndirnar sem Banda-
rikjamennirnir höfðu meðferðis voru
ótrúlega skýrar og nákvæmar. Þær
voru teknar á vegum bandarlska flug-
hersins árið 1960. Þá var allt landið
myndað en árið 1945 var fsland fyrst
myndað á þennan hátt úr lofti.
-ARH/DB-mynd: Sig. Þorri.
Fáum við farþega-
skip næsta sumar
;,Við höfum áhuga á og erum að
kanna, ásamt fleiri aðilum, hvort
grundvöllur sé fyrir farþegaflutningum
til og frá fslandi og þá yfir sumar-
mánuðina," sagði Hörður Sigurgests-
son, forstjóri Eimskipafélagsins, á
fundi með blaöamönnum í fyrradag.
„Ef svo reynist munum við taka skip á
Ieigu en hugmyndin stendur og fellur
með því hvort slikt skip fæst. Það
yrði þá að öllum likindum bilferja sem
tæki ca 600 farþega og 250 bíla, þó
hugsanlega stærri," sagði Hörður.
Hann sagði jafnframt að Eimskipa-
félagið væri reiðubúið til samstarfs um
slíka bílferju við erlenda eða innlenda
aðila. Hörður vildi þó ekki tjá sig um
hverjir væru að kanna þetta mál með
Eimskip. „Þetta mál hefur verið lengi i
athugun og þetta gætí hugsanlega orðið
næsta sumar ef viðunandi samningar
nast. Hins vegar er ekki grundvöllur til
að kaupa slíkt skip og reka það allt árið
— i rauninni hefur Eimskip ekki fjár-
ráð til þess," sagði Hörður.
-ELA.
Kaupfélag Hcfnfirdinga
ALOAF
ÍLEIÐINNI
HagstæÖustu innkaupin
FRJÁLS VERSLUN 9. tbl. 1980 segir:
- Nýjasti og líklega fullkomnasti
stórmarkaðurinn á
Stór-Reykjavíkursvœðinu —
-á*i
Ksmii hhh*swiiLin.-ks'wrI'ik;*':iiilih
t't Mifywhiwi i'ijjmit. iivi ivmmykjíiiiivui
l\irscii:j'ii:icnr!:iiíis:u.\ti::i!:;:!k.r:riii
G^ÐA
hiÖtidnaöarvörur
Vörukynning
í dag frá kl. 2
20-40%
kynningarafsl..
WMXML
VERSIIJMRMIÐSIÖÐ
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
12-13
12-13
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32