Dagblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 12.09.1981, Blaðsíða 1
7. ARG. — LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER1981 - 206. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI I I.-AÐALSÍMl 27022. Kaupfélagsstjórinn og viðskiptaráðherra tóku tal saman íútvarpsþættí: Viðtal” Vals við Tómas gagnrýnt í útvarpsráði — talið vafasamt fordæmi að birta viðtölá við það sem heyrðist„Á vettvangrf fyrrakvöld sjábaksíðu Hvaladrápið heldur óskemmtileg landkynning — sjáRaddirlesenda bls.2-3 • Mæðgurnar eiga nú splunkuný reiðhjól — sjá vinningshafa íáskrifendaleik DBbls.7 Stöðugir árekstrarí samskiptum Húsavíkur- lögreglu og forstöðu- manns Skúlagarðs — sjá bls. 13 Erlaugar- dagslokun verzlana vitleysa? — sjá DB á neytenda- markaðibls.4 Ilft " i ~íi.mT:ri . ... ■'. .. n ■ i : i i . i ..... Hið alsjáandi auga Hafnir eru lítið þorp á vestanverðum Reykjanesskaga. Þar búa nú innan við 150 manns en með smáheppni hefði þessi staður kannski getað verið stór og myndarlegur bær, kannski byggju þarna yftr 1000 manns eins og í nágrannabæjunum Njarðvík, Sandgerði og Grindavík. En Hafnir urðu útundan.. Náttúrlegar aðstæður gerðu það að verkum að aldrei var lagt út í hafnargerð fyrir stærri skip. Vogurinn var of grunnur. Hafnirnar nutu því aldrei góðs af hinum afkasta- miklu fiskiskipum. Fyrir vikið stóð íbúatalan í stað á meðan fólkinu fjölgaði í nágrannabæjunum. Þeir sem búa þar nú, sækja flestir atvinnu í næstu sveitarfélög, og margir upp á Keflavikurvöll. Kannski er það „Völlurinn” sem þrátt fyrir allt veldur því að enn reisa menn nýtízku' einbýlishús í Höfnunum. -KMU. Valsmenngera New York Cosmos tilboð: Skilyrði að Pelé komi með Mðguleiki er nú á að skærasta knattspyrnustjarna allra tíma, Pelé — öðru nafni Edson Arantes de Nascimento — komi til íslands með bandariska knattspyrnuliðinu New York Cosmos. Undanfarið hafa staðið yfir samningaviðræður á milli knatt- spyrnudeildar Vals og forráðamanna Cosmos og vilja Valsmenn fá liðið hingað til lands verði Pelé með í förinni. Pelé hefur að mestu hætt aðleika knattspyrnu en þiggur engu að síður svimandi há laun fyrir að vera eins konar mbassador hjá liðinu, sem et eignWarner Communications — eins s’.'.rsta fyrirtækis í heiminum á sínu sviði. Valsmenn munu fá endanlegt svar um hvort Pelé kemur til iandsins eða ekki nú á allra næstu dögum ef að líkum lætur. Ekki er aö efa að marga fýsir að sjá pilt í eigin persónu, jafnvel þótt knattspyrnumannsferill hans sé að mestu á enda. -SSv. Allir vegir lokaðirfrá ísafirði — fjallvegiraf snjó, aðriraf vatnsskemmdum Feikilegt vatnsveður hefur gengið yfir Vestfirði samfara miklum stormi. Voru ísafjörður og fleiri staðir að sjálfsögðu algerlega einangraðir um tíma. Eftir hádegi í gær rofaði til. og að minnsta kosti þrjár Flugieiðavélar, og minni vélar, fluttu fóik til og frá sem lengi hafði beðið ferðafæris. Á jörðu gátu menn hins vegar ekki hreyft sig. Allir fjallvegir voru ófærir bílum vegna snjókomu og vegir sem lægra liggja voru ófærir vegna aurleðju og skemmda af skriðuföllum. Varð t.d. ekki komizt út í Bolungarvík né inn í Súðavík á bilum. Fólk sem komst fljúgandi til ísafjarðar átti því sumt endasprettinn eftir — og hann ófæran. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.