Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš

						7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER1981 - 213. TBL.
RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022.


Banamaðurinn sakar
Þjóðverjann um nauðgun
Tuttugu og átta ára gamall iðnverka-
maður í Reykjavík, Gestur Guðjón
Sigurbjörnsson, Skálholtsstíg 2a, var
handtekinn nokkru fyrir hádegi á
laugardag vegna láts Þjóðverjans Hans
Fritz Joachim Arnold Wiedbusch að-
faranótt fimmtudags siðastliðins.
Að kröfu rannsóknarlögreglu ríkis-
ins kvað Ingibjörg Benediktsdóttir,
fulltrúi yfirsakadómarans i Reykjavik,
upp úrskurð þess efnis að kærða, Gesti
Guðjóni, verði gert að sæta gæzluvarð-
haldi vegna rannsóknar málsins til 2.
desember næstkomandi, svo og sæta
rannsókn á geðheilbrígði sinu og sak-
hæfi.
Gestur Guðjón hefur játað við yfir-
heyrslur að vera valdur að dauða Hans
Wiedbusch.
Hans Wiedbusch, 45 ára gamall
starfsmaður við blómaskreytingar í
Blómavali, hraðaði sér sem mest hann
mátti við að ljúka verkefni á vinnustað
síðastliðinn miðvikudag. Ástæðan var
sú að hann átti von á gestakomu. Þrátt
f yrir að ljóst er að Hans Wiedbusch var
ekki ,,upp á kvenhöndina" í venju-
legum skilningi, mun hann reyndar
34dekkjum
stoliðúrToll-
vörugeymslu
Þrjátíu og fjórum MicheHn hjól-
börðum af stærðinni 155x13, sem
eru algengustu fólksbílahjólbarðar,
var stouð úr gámi hjá Tollvðru-
geymslunni í Keflavík aðfaranótt
laugardags.
Gámurinn stóð i porti tolivöru-
geymslunnar, sem er afgirt. Á föstu-
dag var farið í gáminn og reyndist þá
allt með felldu þar, að sögn starfs-
manna. Á laugardag kom í ljós að
hengilás fyrir gáminum hafði verið
sprengdur upp og vantaði 34 dekk í
gáminn.
Rannsóknarlðgrcgla Suðurnesja er
að rannsaka málíð og óskar hvers
konar upplýsinga sem ieitt geta til
þess að þjófar og þýfi finnist.  -A.SJ.
Dagblaðs-
bikarnum
ímótocross
hampað
Þorkell Agústsson sigraði i
fjórðu og siðustu mótocross
keppni sumarsins. Fyrir það af-
rek hlaut hann Dagblaðsbikar-
inn. Um hann var keppt í gær í
fjórða sinn. Nánar segir frá
keppninni og mótocross íþrótt-
inni í blaðinu í dag.
¦DB-myndSig. ÞorrL
— sjá bls. 6.
hafa  átt  von  á  heimsókn  tveggja
stúlkná.
Vegna forfalla annarrar varð ekkert
úr hinni væntanlegu gestakomu. Má
segja að með þvi hefjist hið ófyrir-
sjáanlega samspil tilviljana sem síðar
þróast í meðvitaðan ásetning Hans
Wiedbusch og hörmulegar afleiðingar
hans.
Þegar gestirnir komu ekki og frá leið
fór Hans á skemmtistaðinn Óðal. Þar
var þá meðal gesta Gestur Guðjón.
Munu þeir ekki hafa þekkzt en tóku tal
saman. Fór svo á með þeim að Hans
Wiedbusch bauð Gesti Guðjóni heim
til sín. Leigubifreiðarstjóri hefur gefið
sig fram og kannast við að hafa ekið
þeim tveim að Grenimel 24, heimili
Hans Wiedbusch, aðfaranótt fimmtu-
dagsins.
Þegar þangað var komið neyttu þeir
báðir afengis, sem húsráðandi bauð.
Ennfremur reykti Gestur Guðjón að
hanntelurmarijuana sem hann þáði af
Wiedbusch.
Kveðst Gestur Guðjón hafa orðið
veikur af áfengis- og vímuáhrifum,
sljór og utan við sig. Mun hann hafa
minnzt á að fara heim en meðal annars
fyrir fortölur Hans Wiedbusch lagðist
hann fyrir i íbúðinni og sofnaði.
Segist hann síðan hafa vaknað við
það að húsráðandi var að hafa við
hann kynmök. Kveðst hann hafa orðið
ákaflega hræddur og þá einnig gripinn
þeirri hugsun að hann yrði að ganga frá
manni þessum.
Komst hann frá honum undir því
yfirskyni að hann þyrfti að fara á
snyrtiherbergi. Með skæri að vopni,
sem hann fann þar, kom hann svo fram
aftur og réðst að Hans Wiedbusch og
rakskærini brjósthans.
Til átaka kom nú á milli þeirra og
mun Hans hafa tekizt að snúa skærin
úr höndum Gests Guðjóns.
Náði Gestur Guðjón þá að grípa til
annarra skæra og hnífs. Lagði hann
með þessum eggvopnum til Hans unz
yfirlauk.
Þegar litið er til lokaatlögu Gests
Guðjóns verður þeirri ályktun ekki
bægt frá að algert æði hafi runnið á
hann. Gestur Guðjón er sagður sjúkl-
ingur. Hefur hann átt við vanheilsu að
stríða um hríð. Hefur hann af þeim
sökum, meðal annars um skeið, fengið
meðferð á geðdeild Landspítalans.
-BS.
11 björguðust naumlega er
Tungufoss sökk við England
—bjargað um borð í þyrlu og björgunarbát í mannskaðaveðri
Tungufoss, skip Eimskipafélags Is-
lands, sökk laust fyrir miðnætti í
fyrrakvöld út af vestasta odda Eng-
lands, Land's End, sem er á Corn-
wall-skaga. Skipverjar, ellefu menn,
björguðust allir.
Tungufoss var á leið frá Avon-
mouth, hafnarborg Bristol, á vestur-
strönd England til Le Havre í Frakk-
landi með 1900 tonná lausan hveiti-
farm. Af einhverjum ástæðum mun
farmurinn hafa kastazt skyndilega till
í skipinu með þeim afleiðingum að
það tók strax á sig 30 gráðu halla.
Var þetta um kl. 20.30 að staðartíma
en kl. 19.30 að íslenzkum.
Neyðarkall var þegar sent út. Dreif
fljótlega að nærstödd skip og björg-
unarsveitir voru sendar af stað.
Veður var þá mjög vont á þessum
slóðum, 10—11 vindstig og sjólag
erfitt.
Stöðugt gaf yfir Tungufoss sem
hallaðist æ meira. Eldur kom upp í
vélarrúmi. Mikil mildi reyndist því að
björgun barst svo fljótt sem raun
varð á. Björgunarbátur, sem kom frá
landi, náði sjö af áhöfn skipsins af
gúmbjörgunarbáti og þyrla frá
brezka flotanum hífði upp fjóra. Var
öll áhöfnin komin í land aðeins tveim
tímum eftir að neyðarkall var sent en
, þegar þeir slðustu fóru frá borði var
kominn 90 gráðu halli á skipið. Það
hvarf siðan í hafið.
Fleiri  skip  lentu  í  erfiðleikum
vegna oveoursms a þessum slóðum.
Fregnir hafa borizt af 3—4 öðrum
skipum.sem sukku og munu ein-
hverjir hafa farizt. Tungufossmenn
mega þ 'í teljast heppnir því þrír
þeirra munu hafa lent í sjónum.  -
Brezka útvarpið, BBC, skýrði frá
þessum atburðum. Var fyrsta frétt
útvarpsstöðvarinnar af þessu mann-
skaðaveðrí en Tungufoss mun hafa
verið stærsta skipið sem sökk.-KMU.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32