Vísbending


Vísbending - 20.01.1993, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.01.1993, Blaðsíða 3
ISBENDING Spilling Dr. Þorvaldur Gylfason Spilling er eins og mengun. Önnur spillir efnahagslífinu auk annars, hin spillir náttúrunni. Hvorugt er gott. Það verður samt aldrei hægt að útrýma spillingu með öllu úr mannlegu félagi, ekki frekar en mengun, þótt við fegin vildum, því að það yrði einfaldlega of dýrt. Þess vegna umberum við spillingu í stað þess að skera upp herör gegn henni alltaf og alls staðar, þar sem hennar verður vart. Og þess vegna þolum við umhverfismengun af ýmsu tagi í stað þess að eyða henni jafnharðan og hún gerir vart við sig. En það er engu að síður hægt að draga ú r spillingu eins og mengun ogmildaafleiðingarhennarfyrirþjóðlífið með ýmsum ráðum, þótt við þykjumst ekki hafa ráð á því að uppræta hana alveg. Um það fjallar þessi grein og önnur til viðbótar og síðan ein enn. Hvað er spi 11 ing? Hér verður eingöngu fjallað um efnahagsspillingu, það er um meðvitaða mismunun í þeim tilgangi að færa verðmæti eða hlunnindi í hendur óverðugra viðtakenda á kostnað annarra. Efnahagsspilling skerðir lífskjör almennings með þessu móti og er þess vegna verðugt íhugunarefni handa hagfræðingum. Hún getur ýmist verið lögleg (eins og til dæmis frænddrægni, öðru nafni nepotismi) eða ólögleg (til dæmis mútur). Efnahagsspilling getur verið af ýmsu tagi: fjármálaspilling, fríðindaspilling, fyrirgreiðsluspilling og útnefningar- spilling. Um þessa fjóra flokka verður fjallað hvern fyrir sig í stuttu máli hér á eftir. Siðspilling verður hins vegar látin liggja á milli hluta hér, þótt hún væri verðugt viðfangsefni á öðrurn vettvangi, enda liggur hún utan við alfaraleið hagfræðings. Fjármálaspilling. Sumir líta svo á, að fjármálaspilling innan vissra marka sé eðlileg og óhjákvæmileg í efnahagslífi, því að hún greiði fyrir viðskiptum — nokkurn veginn eins og olía smyr vél. Þessi skoðun er algeng sums staðar, til dæmis í ýmsum Arabalöndum. Þar gera menn ekki alltaf skýran greinarmun á mútugreiðslum og gestrisni við viðskiptavini. I okkarheimshlutaeru múturhins vegar ólöglegar víðast hvar. Rökin fyrir því að banna mútur með lögum eru efnahagsleg öðrum þræði. Mútur valda ekki aðeins ranglæti, heldur einnig óhagræði. Hugsum okkur til að mynda verktakafyrirtæki, sem mútar byggingarstjóm lil að taka tilboð fyrirtækisins fram yfir önnur hagstæðari tilboð. Með þessu beitir verktakinn keppinauta sína ranglæti og leggur auk þess óréttmætan kostnað á byggjandann og viðskiptavini hans. Lögum gegn mútum er ætlað að vernda almenning gagnvart óréttlæti og óhagkvæmni af þessu tagi og einnig að stuðla að heilbrigðri og eðlilegri samkeppni á tilboðsmarkaði og annars staðar. Hagkvæmnisrökin gegn mútum eru óháð réttlætisrökunum: mútur væru efnahagsvandamál, jafnvel þótt menn hefðu ekkert að athuga við siðferðishlið málsins.Mútuþægnierreyndartvöfaldur glæpur, því að mútur eru ekki gefnar upp til skatts. Lög gegn mútum ná þó yfirleitt ekki tilgangi sínum, ef önnur lög og reglur og innviðir samfélagsins leggja ómót- stæðilegar freistingar fyrir fólk. Tökum Indland til dæmis. Alls kyns höft og skömmtun voru höfuðeinkenni hag- stjórnarháttanna þar í landi um langt árabil, en indversk stjórnvöld eru að vísu nýbyrjuð að bæta ráð sitl og það myndarlega. Menn þurflu leyfi í ráðuneytum til allra skapaðra hluta: útflutningsleyfi, innflutningsleyfi, gjaldeyrisleyfi, byggingarleyfi, rekstrar- leyfi, söluleyfi og þannig áfram endalaust.Það þarfekkimikiðhyggjuvit til að sjá, að slíkir stjómarhættir eru gróðrarstía spillingar, enda hefur raunin verið sú á Indlandi. Þarhafa lágl launaðir embættismenn og stjómmálamenn þegið mútur í stórum stíl fyrir að veita leyfi, sem þeim bar þó lagaskylda lil að veita án endurgjalds. Þeir stóðust ekki freistinguna, sem haftabúskapurinn og nteðfylgjandi skömmtunarvald lögðu fyrir þá. Það liggur í mannsins eðli að falla í freistni. Þetta er segin saga í mörgum þróunarlöndum og víða annars staðar. Haftabúskapur og lág laun eru hæltuleg blanda. Italía er annað dæmi. Þar hafa margir hátt settirstjómmálamenn veriðhnepptir í gæzluvarðhald undanfarnar vikur og mánuði vegna gruns um alvarlegt fjármálamisferli í tengslum við útboð opinberra framkvæmda. Meinsemdin á Ítalíu er að vísu ekki fólgin í höftum og skömmtun eins og á Indlandi, heldur miklu frekar í óhóflegu veldi stjórnmála- llokkanna og misbeitingu þess. Þetta veldi teygir anga sína um allt þjóðlífið þar syðra: hljóðfæraleikari getur til dæmis yfirleitt ekki komizt í óperuhljómsveit, nema hann haí'i komið sér í mjúkinn hjá einhverjum stjórnmálaflokknum fyrsl. Sljórnvöld hafa gætt þess vandlega alla tíð að skilja stjórnarandstöðuna ekki út undan. Flokkarnir hafa skipt stofnunum þjóðfélagsins á milli sín í stóru og smáu eins og þýfi. Þannig hafði kommúnista- flokkurinn í Mílanó tögl og hagldir í strengjasveit óperuhljómsveitarinnar á La Scala til skamms tíma; ég man samt ekki í svipinn, hvemig hinir fiokkarnir skiptu öðrum hljóðfærum t' hljóm- sveitinni á milli sín. ítalskir stjórnmálamenn láta sér fátt eða ekkert óviðkomandi. Þeir deila og drottna yfir öllum útboðum á vegum ríkis og sveitarfélaga til dæmis. Það hefur orðið mörgum þeirra að falli að undanförnu: þeir hafa freistazt til að þiggja fé af byggingarfyrirtækjum í flokkssjóði og jafnvel handa sjálfum sér, þótt hvort tveggja varði við lög. Sjötíu stjórnmálamenn í Mílanó hafa verið ákærðir eða mátt sæla rannsókn fram að þessu; talan heldur áfram að hækka. Sljórnmálalífið í landinu hefur leikið á reiðiskjálfi í marga mánuði af þessurn sökum. Spillingin er ekki bundin við stjórnvöld, ekki frekar en í dæminu af strengjasveitinni í Scalaleikhúsinu að framan. Það var aldeilis ekki stjórnarandstaðan, sem afhjúpaði mútuhneykslið, sem nú er efst á baugi á Italíu, heldur var það strangheiðarlegur héraðsdómari, sem þorði að bjóða stjórnmálamönnunum byrginn við ósvikinn fögnuð meðal alntennings. Svipuð vandamál hafa komið upp nýlega í Frakklandi, á Spáni og í Grikklandi, þar sent stjórnarflokkar jafnaðarmanna hafa tekið við ólöglegum eða að minnsta kosti vafasömum fjárframlögum í kosningasjóði. Og forseti Brasilíu hrökklaðist frá völdum fyrir nokkru, eftir að upp komst, að hann hafði þegið fé úr sjóðum, sem ýmis fyrirtæki höfðu greitt í lil að tryggja sér aðgang að og áheyrn hjá mönnum forsetans auk annars. Japan er kapítuli út af fyrir sig. Þar hafa stjórnarleiðlogar og stjórnar- andstæðingar orðið uppvísir að því að þiggja mútur hvað eftir annað á liðnunt árum.nú síðastfyrirmilligöngujapönsku mafíunnar. Japanar njóta þess, að dagblöð og dómstólar eru óháð stjómvöldum, því að annars er ekki víst, hvort þessi mútuhneyksli hefðu verið dregin fram í dagsljósið. Margir hátt settir stjórnmálamenn í Japan, þar á meðal tveir forsætisráðherrar, hafa neyðzt til a-ð segja af sér vegna fjármálaspi 11 ingar á undanfömum árum. Spillingin stafar að nokkru leyti af meingallaðri löggjöf um fjárreiður stjórnmálafiokka, cn kosningabarátta í Japan er óheyrilega dýr og kallar því á mikil fjárframlög til fiokkanna og í kosningasjóði cinstakra frambjóðenda. Ymsum þeirra hefur orðið hált á því svelli. Japan og Italíu svipar saman að því leyti, að í báðum lönclum hefur einn og sami stjórnmálaflokkur eða öllu heldur hagsmunabandalag verið við völd næstum óslitið frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari — ekki fyrir eigin verðleika fyrst og fremst að því er virðist, heldur sumpart vegna andúðar almennings á stjórnarandstöðufiokkum, sem sóttu ýmsar fyrirmyndir sínar til Sovélríkjanna fyrrverandi og í svipuð pláss. Italskir og japanskir kjósendur 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.