Vísbending


Vísbending - 21.05.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.05.1999, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 21. maí 1999 20. tölublað 17. árgangur Bankar voru mikið í sviðsljósinu á síðasta ári. Mikill fjöldi einstaklinga nýtti sér rétt sinn til þess að kaupa hlutabréf í Lands- bankanum, Búnaðarbankanum og nýjum Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins (FBA). Uppstokkun varð í Landsbankanum þegar allir þrír banka- stjórar bankans sögðu upp störfum í kjölfarið á almennri hneykslan í tengslum við ferða- og risnukostnað bankans. í kjölfarið var bankastjóra- gildum fækkað úr þremur í eitt. Þá hefur FBA farið mikinn síðan hann varð til, ijárfest víða í atvinnulífinu með það að leiðarljósi að koma sem flestum fyrirtækjum á frjálsan markað. Einkavæðing Bankamál banka úr 3,45 (21.9.1998) i 4,31, sem er hækkun um 24,9%. í þessu ljósi hefúr Búnaðarbankinn verið besta fjár- festingin á þessum timabili. Fljótlega eftir kosningar lýsti forsætisráðherra því yfir að ríkið mundi selja meirihluta sinn í FBA á þessu ári. í stefnumörkun ríkisstjómarinnar er gert ráð fyrir því að meira en 25% af hlutafé Landsbankans verði komið á markað fyrir 1. júní árið 2000. Að öllunr líkindum verður leitað lagaheimildar að hausti til þess að selja hlutafé bæði í Búnaðar- og Landsbankanum. Mynd 1. Ardsemi eigin fjár i bankakerfmu (%) Aoð 7\.Ba Margir fögnuðu því að loks var ákveðið að byrja að selja ríkisbankana á almennum markaði. Landsbankinn bauð út hlutafé að nafn- verði 1.000 milljónir króna í september og þar með hafa verið seld rétt rúm 15% af hlut ríkissjóðs í bankanum. Búnaðar- bankinn bauð út 15% af stofnfé bankans í lok október að nafnverði 600 milljónir króna. I lok október voru 49% af Fjárfestingarbanka atvinnulífsins boðin út, að nafnverði 3.332 milljónir króna. Mikill áhugi var fyrir öllum þessum útboðum, 10.734 aðilar skráðu sig fyrir hlut í FBA, 12.200 í Landsbankanum og tæplega 93 þúsund í Búnaðarbankanum, sem er rúmlega þriðjungur þjóðarinnar. Mikil samþjöppun hlutaljár hefur átt sér stað síðan, 25 stærstu hluthafar FBA eiga núna 84% hlutafjárs. í Lands- bankanum hefur hluthöfum fækkað um rúmlega 5000 hluthafa og hluthöfum í Búnaðarbankanum hefur fækkað um 60 þúsund á sama tímabili. Upphaflegt gengi hlutabréfa í Landsbankanum var 1,9 en er í dag 2,37, sem er hækkun um 34,7% (sjá mynd 4). Gengi Búnaðarbankans var upphaflega 2,15 en er í dag 3,42, sem er 59,1% hækkun. Hlutabréf í FBA voru boðin út á genginu 1,83 en gengið er um þessar mundir 2,50, sem er hækkun um 36,6%. Á sama tíma hækkaði gengi í Islands- Markaðskröfur rðsemiskrafan í Evrópu og 3andaríkjunum í bankakerfinu er á bilinu 15 - 20% sem er í takt við auknar kröfur markaðarins. Á níunda ára- tugnum var arðsemi eigin fjár banka- stofnana í kringum 10% og mest af þessum áratug hefúr arðsemin verið í kringum 14%. Hér á landi er það einungis íslandsbanki sem stendur undir arðsemiskröfum markaðarins. Kröfur samtímans um rekstur fyrirtækja hafa gert það að verkum að bankar verða að taka til í rekstrinum, minnka útgjöld og auka tekjumar, þ.e. að bankar verði reknir eins og fyrirtæki en ekki stofnanir. Það sem hefur gerst er aðallega tvennt, annars vegar hafa bankar útvíkkað starfsemi sína, orðið m.a. verðbréfamiðlarar, fjárfestingar- bankar og tryggingafélög, og hins vegar farið að lána verri viðskiptavinum en áður, þ.e. kröfur um lánshæfi hafa minnkað. Utlán banka og sparisjóða á íslandi voru samtals 327 milljarðar króna í árslok 1998 ogjukust um 31 % á árinu. Það er eðlilegt að útlána- aukning aukist þegar hagvöxtur er mikill og vextir era lágir og það er eðlilegt að bankar Mynd 2. Vaxíamunur af meðalstöðu heildarfjúrmagns (%) Mynd 3. Hagnaður viðskiptahankanna og sparisj. 1995 — 1995 (milljónir) 1 Gerður er samanburður á viðskiptabönkunum og fjallað um nokkur banka- mál. Miklar breytingar 2 voru í bankakerfinu á síðasta ári. Líklegt er þó að framtíðin felií sérenn meiri breytingar fyrir það. 3 Kosningaúslitin líta öðruvísi út ef þau eru skoðuð með hliðsjón af þriggja ílokka kerfi. 4 Ragnar Þ. Guðgeirsson löggiltur endurskoðandi fjallar um breyttar kröftir innri endurskoðunar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.