Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.07.1943, Blaðsíða 1
7.-8. TBL 5 ARG. 19 4 3 VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVIKUR FRJALS VERZLUN Tuttugu og fimm ára fullveldisafmœli íslendinga er nú hjá liðið nýlega. Þann dag árið 1918 var það viðurkennt af sam- bandsþjóð okkar, að ísland vceri fullvalda ríki. Af hálfu lands- manna var því haldið fram að þjóðin hefði aldrei afsalað sér fullveldi sínu og cetti því réttindi sín óskert. Þetta var svo viður- kennt af Dönum eítir harða baráttu og langa og nú er aðeins eftir að stíga síðasta skrefið til slita á þeim óheillatengslum, sem bundið hafa ísland við Danmörku um iangar aldir hörmunga og óáranar. Það mun óhœtt að fullyrða að ekkert varð íslend- ingum til slíks óláns, sem hin danska verzlun. í verzlunarfjötr- unum fólst sárasta ófrelsið. Eins varð það líka mesti sigur íslendinga í sjálfstceðisbar- áttu þeirra, þegar verzlun og siglingar komust á innlendra manna hendur og fjármagn ti! framfara tók að vaxa í landinu. íslenzk verzlunarstétt þarf ekki að fara í felur á hátíðis- dögum þjóðar sinnar þegar minnst er hinnar hörðu baráttu fyrir sjálfstœði landsins. Verzlunarmenn eiga sinn kafla í þeirri sögu — langan kafla og dýrmœtan. Eins munu verzlunarmenn hér eftir standa á verði um heill síns lands og skerast hvergi úr leik. Þeir munu cetíð verða í þeirra tölu, sem hœstar kröfur gera fyrir íslendinga hönd um frelsi þeirra inn á við og út á við.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.