Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 85
Kisiliðjan hf.: Góð afkoma þrátt fyrir 70% afköst og mikið tjón Kísiliðjunni hf. við Mývatn var ekki spáð glæsilegri framtíð á sín- um tíma, enda settu tæknilegir erfiðleikar og reksturskostnaðar- hækkanir fyrirtækinu stólinn fyrir dyrnar á fyrstu árum þess. Upp- haflega var verksmiðjan hönnuð fyrir 12 þúsund tonna afköst á ári, en gert ráð fyrir að hana mætti stækka. Sú fyrirhyggja reyndist ríða baggamuninn. Með stækkun jukust afköst verksmiöjunnar á ár- inu 1971 í 24 þúsund tonn, og við það gjörbreyttist rekstrarstaðan. Þrátt fyrir mikið tjón á mannvirkj- um vegna jarðhræringa og gliðn- unar í Bjarnarflagi þegar mest gekk á í fyrra, skilar fyrirtækið hagnaði. Mesta tjónið varð á hráefnis- þróm. Fékkst það ekki bætt og ný þró sem fyrirtækið hefur látið gera og er nú tekin í notkun kostar hvorki meira né minna en röskar 300 milljónir. Sú þró er á þeim stað í nágrenni verksmiðjunnar þar sem aldrei hefur áður orðið vart við gliðnun í jarðskorpunni. Þótt hún sé í nokkurri fjarlægð frá verksmiðjunni vegur öryggið á móti þeim kostnaði sem af vega- lengdinni hlýzt. Gufan er forsenda framleiðslunn- ar Þorsteinn Ólafsson annar fram- kvæmdastjóra Kísiliðjunnar hf. leysti greiðlega úr spurningum blaðamanna og fara upplýsingar hans hér á eftir. Hlutafjáreign í fyrirtækinu skipt- ist þannig að íslenzka ríkið á 51%, bandaríska fyrirtækið Johns Man- ville Inc. á 48% og sveitarfélög á Norðausturlandi eiga 1 %. Kísiliðjan er að vissu leyti ein- stakt fyrirtæki í þessari grein iðn- aðar þar sem hvergi annarsstaðar í heiminum er unninn kísilgúr með gufuþurrkun. Votvinnslan, sem er fyrstu liður vinnslunnar í verk- smiðjunni, er algjörlega íslenzk uppfinning og á sér heldur ekki hliðstæðu. Hún gengur þannig fyrir sig í stórum dráttum, að leðju er dælt inn í verksmiðjuna úr hrá- efnisþrónum, hún hituð upp með gufu, sýrð með brennisteinssýru og vatn sogað úr með sogsíum. Þannig eru myndaðar kísilkökur með 25% þurrefnisinnihaldi, en þessi upphitun og sýring auka þykkt kökunnar. Því næst tekur við þurrvinnsla, en þá er efnið þurrkað í sérstökum gufuþurrkara, þar 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.