Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						28
MORGUNPOSTURINN MANNLIF
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994
sv	ÞV	Titlll	Flytjandi
01	01	ZOMBIE	THE CRANBERRIES
08	02	BANG AND BLAME	R.E.M.
04	03	SECRET	MADONNA
03	04	About a girl (Urtplugged)	NIRVANA
02	05	INTERSTATE LOVE SONG	STONET. PILOTS
07	06	FAR BEHIND	CANDLEBOX
05	07	FADE IN TO YOU	MAZZY STAR
12	08	WITH THE LID OFF	LUCAS
14	09	MY IRON LUNG	RADIOHEAD
17	10	BUST	BUBBLEFLIES
06	11	WHAT'STHEFREQ...?	R.E.M.
19	12	MAÐUR ÁN TUNGUMÁLS	BUBBI MORTHENS
09	13	CRY MYSELF BLIND	PRIMAL SCREAM
18	14	THE STRANGEST PARTY	INXS
16	15	ENGILL	KOLRASSA KRÓKR.
—	16	GIRL, YOU'LLBEAWOMAN...	URGE OVERKILL
—	17	HERE COMES THE HOTSTEPPER	INI KAMOZE
10	18	CONFIDE IN ME	KYLIE MINOGUE
—	19	STREAM	BONG
11	20	BEERCAN	BECK
kraumandi undir...
FEELING SO REAL
SWEETJANE
HIGHEfí AND HIGHER
SPACE
MOBY
COWBOY JUNKIES
JETBLACKJOE
PRINCE
írarnir í Cranberries sitja semfastast á toppi list-
ansþriðju vikuna í röð. Nirvana eru ekki líklegir til
að veltaþeim úr sessi héðan afen R.E.M. ogMad-
onna eru ekki langt unáan. Þrjú ný lög koma inn á
listann þessa vikuna, þar afeitt íslenskt. Níu lög
sigla upp á viðþessa viku, sjö lög eru á niðurleið en
aðeins topplagið stendur í stað. Tveir íslenskirflytj-
endur deila titlinum „Hástökkvari vikunnar" að
þessu sinni, Bubbleflies og Bubbi stökkva upp um
sjö sœti.
X-Domino's listinn er valinn vikuleya af hlustendum og dagskrár-
gerðarmönnum X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl.
16:00-18:00 og endurleikinn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er
Einar Örn Benediktsson sem sér um'ann!
Pósturínn
íitinur þú til öryggisleysis,
núna þegar Eggert Haukdal er
fallinnútaf þingi?
Já, það er ekki laust viö að maður
leiði hugann til þess tíma að við átt-
um tryggan meirihluta í báðum
deildum.
Ég veit svei mér ekki. Vorum við eitthvað bet-
ur settar þá? Skilaði það okkur einhverju? Þeir
sköffuðu okkur betri fjárhús, upphituð og með
skárri salernisaðstöðu. Þeir redduðu styrkjum
til að ræsta fram túnin
svo fæðið skánaði.
En þeir náðu
ekki fram
neinum
grundvallar-
réttindum.
Sterkir sem aldrei fyrr stíga SSSól fram á sjónarsviðið með enn
eina afurðina. Blóð heitir nýjasta platan og sú sjötta í röðinni.
Maður spyr eðlilega, af hverju Blóð? „Nú, það fór mikið blóð,
sviti
og tár í vinnslu plötunnar," segir foringinn sjálfur, Helgi Björns,
sem sló öllum minni spámönnum rokksins við á sveitaballamark-
aðnum í sumar, enn eina ferðina. Á
meðan hinar hljómsveitirnar
löptu flestar dauðann úr skel fyllti
Sssól hvert félagsheimilið af öðru.
tíelgi fullyrðir að hann
Er.
takast á vi
einsemdina
Helgi segir að upphaflega hafi
Blóð — sem skírskotar til þess er
rennur um æðar okkar og ekki síst
þess sem rennur um holræsi borg-
arinnar — átt að koma út í janúar á
þessu ári. „Undirbúningur plöt-
unnar hófst í nóvember á síðasta
ári á Hótel Búðum. Við vorum ein-
ir með hótelið, dreifðum okkur um
herbergin og komum hljómflutn-
ingsgræjunum fyrir í matsalnum.
Burtséð frá því hvað það er rosalega
gott að komast hjá daglega amstr-
inu skilar þessi einangrun sér nú.
Að vísu sitja ekki mörg lög eftir sem
urðu til á Búðum, en grunnkon-
septið eða andi plötunnar mótaðist
þá. Andrúmsloftið á Hótel Búðum
var eins og Rudolf Nuerev ballett-
dansari lýsti því einhvern tíma. En
honum tókst að ná bestri stjórn á
líkama sínum þegar hann var bú-
inn að æfa dans samfleytt í 24 tíma.
Þá var hann orðinn svo örþreyttur
að hann hafði ekki orku í auka-
sveiflur. Dansinn varð nákvæmlega
eins og hann átti að vera, hvorki of
né van."
Hver er svo þessi andi plótunnar?
„Við ákváðum að vera prógressí-
vari og þyngja tónlistina, leyfa okk-
ur meiri krefjandi tónlist og jafn-
framt að gera meiri kröfur til hlust-
andans. Textarnir eru svolítið ein-
tal sálarinnar. Þeir eru þeir per-
sónulegustu og nærgöngulustu sem
ég hef skrifað hingað til. Ég er ekki
þar með að segja að þeir sé nein
sjálfsævisaga, en í textunum er
meira um tilfinningar og átök. Ég
er að takast á við einsemdina."
Ertu með óðrum orðum að fialla
um einsemd popparans?
„Já, að vissu leyti. Ég viðurkenni
að það getur verið mjög einmanna-
legt líf að vera poppari. Maður er
náttúrlega slitinn úr samhengi við
þetta venjubundna líf. Allar helgar
þegar fjölskyldur og vinir sameinast
erum við að vinna.
Það koma tímabil sem maður
öskrar á níu til fimm-vinnu og
ábyrgð eftir klukkan fimm á dag-
inn. Svo kemst maður alltaf að
sömu niðurstöðu; slík vinna myndi
engan veginn fullnægja manni."
Þú virðist heldur ekki eiga neina
útgónguleið, þvífyrir utan tónlistina
ertu leikari sem er heldur ekki nein
níu til fimm-vinna?
„Þetta er allt sama marki
brennt," játar hann, en bætir við:
„Ég get auðvitað ekki neitað því að
það eru rosaleg forréttindi að fá að
vinna við það sem manni finnst
skemmtilegt og geta séð sér og sín-
um farborða."
Þú segist textum þínum persónu-
legri. Er ástœðan ef til vill sú að þú
áttirþittþriðja barn á síðasta ári eft-
ir langt hlé? Ertu nú á sama tilfinn-
ingafluginu og Bubbi Morthens,
Stefán Hilmarsson og Björn Jör-
undur Friðbjörnsson voru eftir
sömu lífsreynslu?
„Ef þú hlustar á textana færðu
ekki þá mynd. Ég er ekki að mæra
foreldrahlutverkið ef það er það
sem þú ert að spyrja um. Þegar ég á
við að textarnir séu persónulegri, er
það að af því að ég er í leit að ein-
hverjum sannleika. í leitinni að
sannleikanum kemst maður um
leið að einhverju um sjálfan sig.
Maður er sífellt að hækka sársauka-
mörkin. Þó það sé afstætt hvernig
maður fer að því verður, hvað mig
varðar, sumt að því sem mér þótti
sjálfsagt einhvern tíma sársauka-
fullt með aldrinum. Með auknum
þroska leitar maður meira inn á við
og finnur sársaukann einnig þar.
Mér finnst nauðsynlegt að ögra
sjálfum mér og öðrum til þess að fá
fólk til að taka afstöðu. Þá á ég
hvort sem er á fílósófískum nótum
eða bara á einföldum performans
nótum. I tónlistarbransanum og
reyndar listsköpun yfirleitt, er alltof
algengt að menn séu á skrifstofu-
fötum. f forgangsröð er oftar en
ekki að búa til peninga, kaupa jepp-
ann, koma sér vel fyrir og þar fram
eftir götunum. Til þess að búa til
listaverk verður maður að  taka
áhættu."
Finnst þér þú stundum á undan
þinni samtíð?
„Það var til dæmis árið 1989 að
mig langaði að taka rokkið niður í
ræturnar og byrja á núlli. Við
ákváðum að fara á svona kassagít-
artúr með harmonikkur, unplugg-
ed. Fórum í kjallarann heima og
sömdum heila plötu, leigðum rúg-
brauð og keyrðum af stað. Við spil-
uðum á þrjátíu tónleikum á hverju
einasta kvöldi víðs vegar um land-
ið. Þetta er svona einum til rveimur
árum áður en unplugged verður
heitt. Ég er ekki að segja að ég hafi
verið frumkvöðull. Bylgjan hefur
að sjálfsögðu verið byrjuð einhvers
staðar úti í heimi, en þetta var áður
en unplugged komst á forsíður tón-
listartímaritanna. Þetta hefur fyrst
og fremst með það að gera að ég er
opinn fyrir tónlistar- og tísku-
straumum. Ég fylgist með að þörf."
Þú ert að verða með þeim eldri í
rokkinu hér á landi, sérðu fyrir þér
að standa í sömu sporum í framtíð-
inni og Mick Jagger ogfélagar eru í
dag, komnir á sextugsaldur?
„Ég vil byrja að taka það fram að
rokkið er mjög ungt. Frumkvöðlar
þess eru menn á borð við Elvis
Presley og Jerry Lee Lewis og
eitt ártal er 1956. Á sjötta áratugn-
um komu Bítlarnir, Rolling Stones
Diskóið lifir
í Keflavík
Strikið
Hafnargötu 37
••••
Drykkjumaður MORGUN-
PÓSTSINS gerir enn víðreist um
próvinsuna, því síðasta laugardags-
kvöld brá ég mér til Kefiavíkur. Þá
um kvöldið var vitaskuld allt upp-
tekið af prófkjöri sjálfstæðismanna,
þegar Salome var felld og Árni
Matt tryggði sér ráðherrastól.
Hvorugt þeirra var þó á Strikinu í
Keflavík, en þar var hins vegar að
finna fjölmenna sveit ungra stuðn-
ingsmanna Viktors B. Kjartans-
sonar, sem var að fagna sigri síns
manns með stæl. Strikið er óvenju-
vel heppnaður staður, ekki síst þeg-
ar haft er í huga að hann er illa
þjáður af geðklofa. Það er nefnilega
engan veginn á hreinu hvort stað-
urinn er bar eða dansstaður. Salur-
inn skiptist í tvennt — öðrum
megin er gríðarlangur bar og
hinum megin er álíka stórt dans-
gólf. Á milli eru síðan borð fyrir
fótfúna, en þau má reyndar finna
víðar. Barinn er afskaplega vel bú-
inn áfengi, — mun betur heldur en
á fjölmörgum börum hér í bænum
— enda má færa fyrir því rök að
þarna sé gert út á fjölþjóðlega við-
skiptavini. Barþjónninn fipaðist
heldur ekki þó beðið væri um sér-
kennilegustu drykki. Það er
kannski líka ástæða til þess að
nefna hvað barþjónninn, sem af-
A barnum
með
Andrési
greiddi mig, var afar snar í snún-
ingum og var ekki að láta viðskipta-
vinina tefja sig, heldur rak mis-
kunnarlaust á eftir þeim, ef þeir
voru lengi að ákveða sig. Fólkið,
sem sækir staðinn, er á breiðu ald-
urskeiði, en flestir voru þó um 25-
35 ára gamlir. Keflvíkingar — að
minnsta kosti þorri þeirra, sem
sækja Strikið — hafa fyrir því að
klæða sig upp fyrir kvöldið. Það,
sem gerir Strikið þó óvenjulegast,
er dansmenntin. f raun er Strikið
nefnilega diskótek upp á gamla
móðinn í bland við amerískan bar,
en borðin, sem aðskilja þessa tvo
heima, eru rammíslensk. Ekki svo
að skilja að ekki komist annað að á
Strikinu en Sister Sledge, þó þeim
systrum hafi vissulega borið fyrir.
Megnið af tónlistinni var úrvals-
dansmúsík, allt frá hörðu teknói til
Guns 'n' Roses. Og við þetta döns-
uðu Keflvíkingar í iðandi bendu
þvalra mannslíkama, enda þröng á
þingi. Þó svo Strikið sé ekki ævin-
týralega stór staður er samt þar að
finna alls kyns stemmningar við
allra hæfi.
Hið eina, sem ég get í raun kvart-
að undan er að það er ekki bara
diskóið, sem lifir á Strikinu, heldur
líka sá plagsiður að rukka gestina
fyrir afhot fatageymslu og það um
heilar 200 krónur. Áfengi á íslensk-
um börum er of dýrt til þess að
vertarnir eigi að geta rukkað fyrir
jafnsjálfsagða þjónustu og geymslu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32