Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						4r
10
MORGUNPOSTURINN FRETTIR
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
Islendingar hafa á síðustu þrjátíu árum ættleidd þrjúhundruð erlend börn. Stærsti hópurinn, eða yfir
áttatíu börn, komu frá Sri Lanka fyrir áratug. Hátt í hundrað og tuttugu kjörbörn hafa síðan verið ætt-
leidd frá Indónesíu og Indlandi. Á síðustu árum hafa æ fleiri farið á eigin vegum til Kólumbíu í ættleið-
ingarhugleiðingum eftir að hafa gefist upp á biðröðinni hjá íslenskri ættleiðingu.
- ¦ *
Leiðinjiggur
til Kólumbíu
Mjög hefur færst í aukana að Is-
lendingar fari eigin leiðir í að ætt-
leiða börn frá öðrum löndum. Eins
og kom fram í fréttum MORGUN-
PÓSTSINS nýverið er Össur
Skarphéðinsson umhverfisráð-
herra ásamt eiginkonu sinni, Ar-
nýju Erlu Sveinbjörnsdóttur, um
þessar mundir í Kólumbíu þar sem
þau ættleiddu nýverið stúlkubarn á
eigin vegum.
I kjölfar fréttarinnar um ráð-
herrahjónin kom á daginn að þau
eru eklci einu íslensku hjónin sem
leitað hafa á náðir Kólumbísku fé-
lagsmálastofnunarinnar. Á annan
tug íslenskra hjóna hafa á undan-
förnum árum brotið sér eigin leið
til Kólumbíu í gegnum kunningja-
tengsl og sum leitað þangað oftar
en einu sinni. Stofnun sem haft
hefur milligöngu um ættleiðingar
frá Kólumbíu er staðsett í höfuð-
borginni Bogotá og má segja að
hún sé hattur allra minni ættleið-
ingastofnana í landinu; bæði ríkis-
stofnana og einkastofnana. Tölu-
vert er um að Vesturlandabúar hafi
ættleitt börn frá Kólumbíu á und-
anförnum árum og eru elstu kól-
umbísku börnin á íslandi komin
hátt á tvítugsaldur.
Eftir því sem næst verður komist
eru fyrstu ættleiðingar kólumbískra
barna til Islands raktar til íslensks
námsmanns í Bandaríkjunum sem
í gegnum kólumbískan kunningja
sinn komst í samband við þessa
stofnun fyrir nærri tveimur áratug-
um. Síðan hefur eitt leitt af öðru og
þótt ekki hafí það farið hátt hafa Is-
Íendingar unnið sér traust stofnun-
íslensk ættleiðing
seinvirk og dýr
Þótt haft sé á orði að hjón fari ut-
an á eigin vegum og ættleiði börn
er ekki þar með sagt að þetta sama
fólk fái ekki samþykki íslenskra yf-
irvalda. Ekki er venjan að dóms-
málaráðuneytið úttali sig um ein-
stök mál en engu að síður vildi full-
trúi þess, Áslaug Þórarinsdóttir,
sem sér um ættleiðingamál ráðu-
neytisins, gera undantekningu nú
og koma því á framfæri að ættleið-
ingamál umhverfisráðherra og eig-
inkonu hans séu algerlega í venju-
bundnum farvegi, þrátt íyrir að þau
hafi leitað til Kólumbíu á eigin
spýtur.
Það sem átt er við þegar hjón
ættleiða á eigin vegum er að þau
hafi kosið að leita ekki til Islenskrar
ættleiðingar sem að lang stærstum
hluta hefur haft milligöngu um
ættleiðingar á Islandi til þessa.
Ástæðan er sú að mörgum þykir fé-
lagið í senn seinvirkt vegna langra
biðlista, en 30 manns eru iðulega á
biðlista hjá Islenskri ættleiðingu og
tekur hver ættleiðing allt að hálft
þriðja ár, auk þess sem margir telja
milliliðakostnað of háan. Að sögn
Guðrúnar Sveinsdóttur, starfs-
manns íslenskrar ættleiðingar,
kostar um það bil hálfa milljón
króna að ættleiða barn til íslands í
gegnum Islenska ættleiðingu. I
þeim kostnaði er innifalin pappírs-
vinna, greiðsla til ættleiðingastöðva
erlendis og ferðakostnaðar. Á með-
an benda aðilar, sem Ieitað hafa
milliliðalaust til Kólumbíu á, að
engan kostnað þurfi þar að reiða af
hendi til þarlendrar stofnunar; ein-
ungis þurfi að greiða fyrir pappírs-
vinnu, ef til vill túlk erlendis, lög-
fræðikostnað og ferðakostnað. En
hjón hafa kost á að leita ýmist til
ríkisstofnana í Kólumbíu eða
einkastofnana. Fyrrnefndu stofn-
anirnar taka ekki eyri fyrir viðvikið.
Bent er á að kostnaðurinn sé því
langt því frá hálf milljón. En þó má
geta þess að ferðakostnaður í kring-
um ættleiðingar í Kólumbíu hefur
hækkað töluvert eftir að því var
komið á að nýbakaðir foreldrar
þyrftu að dvelja þar um fimm vikna
skeið í stað tveggja vikna áður.
Uppfylla þarfýmís
skilyrði
Líkt og á hinum Norðurlöndun-
um eru strangar kröfur gerðar til
tilvonandi foreldra kjörbarna hér á
landi sem og til erlendra ættleiðing-
arstofnana. „Þótt það sé að færast í
aukana að hjón ættleiði börn milli-
liðalaust frá öðrum löndum eigum
við enn ágætt samstarf við Islenska
ættleiðingu. Við hjá Félagsmála-
stofnun gerum engan greinarmun á
því hvort fólk fari eigin leiðir eða
nýti sér Islenska ættleiðingu sem
millilið," sagði Hrönn Björnsdótt-
ir, starfsmaður Félagsmálastofnun-
ar, en sú stofnun er umsagnaraðili í
ættleiðingarmálum hérlendis. Sótt
er hins vegar um ættleiðingar til
dómsmálaráðuneytisins sem gefur
svo endanlegt leyfi eftir að Félags-
málastofnun hefur kannað allar að-
stæður.
Þrjú skilyrði þarf að uppfylla til
þess að eygja möguleika á því að
ættleiða barn. Snúa þau skilyrði að
aldri umsækjenda, sambúðartíma
og vottorði þess efhis að viðkom-
andi hjón geti ekki átt börn, enn-
fremur að heilsufari almennt.
Væntanlegir foreldrar verða að að
vera búnir að ná 25 ára aldri og hafa
verið giftir í minnst eitt ár og með
þrjú sambúðarár að baki. Hjón sem
sækja um að ættleiða kjörbarn
mega heldur ekki vera eldri en 45
ára. Einhleypingar koma ekki til
greina. Að jafnaði mega hjón ekki
ættleiða nema eitt barn í einu, auk
þess sem sett eru þau skilyrði að
það barn verði að vera yngsta barn-
ið á heimilinu. Þó hafa verið gerðar
einstaka undanþágur frá fyrra at-
riðinu. Komið hefur fyrir að hjón-
um hafi verið veitt leyfi til þess að
ættleiða tvö börn í einu, einkum ef
um systkini er að ræða.
I kjölfar beiðni frá dómsmála-
ráðuneytinu eru kannaðar aðstæð-
ur tilvonandi foreldra. Er það gert
með nokkrum viðtölum og heim-
sóknum á heimili. Eftir að barnið
er komið til landsins er foreldrum
gefinn að lágmarki þriggja mánaða
reynslutími og íylgist þá Félags-
málastofnun áfram með gangi
mála. Og ef ástæða þykir til eru
læknar einnig látnir fylgjast með
gangi mála. Samkvæmt upplýsing-
um frá Félagsmálastofhun eru eng-
in dæmi þess að börnum hafi verið
skilað til baka.
Hrönn segir vinnu Félagsmála-
stofnunar jafhframt fólgna í því að
gera fólki grein fyrir hvað það er að
fara út í. „Ef hjón ættleiða til dæmis
litað barn leggjum við sérstaka
áherslu á að að þau séu búin að
velta því fyrir sér hvernig á að taka á
þeim máium, til dæmis gagnvart
fjölskyldu. En það sem við gerum
einnig er að aðstoða fólk við að gera
sér grein fyrir því hvort það er að
taka rétta ákvörðun eða ekki, áður
en kemur að sjálfri ættleiðing-
unni."
Ættleiðingarspreng-
ing á síðasta áratug
Samkvæmt upplýsingum frá Is-
Ienskri ættleiðingu hafa alls þrjú
hundruð börn verið ættleidd til ís-
lands á síðastliðnum þrjátíu árum
og eru því elstu erlendu kjörbörnin
á Islandi að nálgast þrítugt. Fyrsti
hópurinn sem Islendingar ætt-
leiddu kom frá Kóreu, en þaðan
komu um það það bil tuttugu börn
á vegum félags sem hét Island/Kór-
ea og eru þau flest komin yfir tví-
tugt. Ættleiðingasprenging varð svo
á fyrri hluta níunda áratugarins er
ættleidd voru yfir áttatíu börn frá
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48