Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 30.01.1995, Blaðsíða 22
22 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 30. JANÚAR 1995 sku, Guðberqur á frönsku, Thor á dönsku, Kristín Ómars á finnsku og Sjón á sænsku Horfur eru á því að árið 1995 við- burðaríkt í útgáfu ís- lenskra bók- menntaverka erlendis af hálfu Máls og menningar og For- lagsins. Hafa fyr- irtækin þegar gert fjölda út- gáfusamn- inga fyrir hönd höf- unda sinna, aðallega við norræn, frönsk og þýsk útgáfufyrirtæki. Um þessar mundir er verið að gefa út smá- sagnasafnið Bréfbátarigninguna og skáldsöguna Svefnhjólið eftir Gyrði Etíasson í Þýskalandi, auk þess sem einnig er verið að gefa út Svefnhjólið í Danmörku, en sú bók hefur þegar verið gefin út í Svíþjóð og Noregi. Einnig hafa tekist samn- ingar við stærsta útgáfufélag Frakk- lands um útgáfu á skáldsögu Guð- bergs Bergssonar, Svaninum, en hún hefur áður komið út í þremur löndum. Á þessu ári verður svo skáldsaga Guðbergs, Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, gefin út í Svíþjóð. Gulleyjan, skáldsaga Ein- ars Kárasonar kemur út í hinni virtu ritröð „Die andere Bibliothek" í sumar. Þá er skáldsagan Heimskra manna ráð, eftir sama höfund, væntanleg út í mars í Svíþjóð og síðar á þessu ári í Danmörku og Noregi. Þá hafa Finnar hug á að gefa út þá sögu ásamt Kvikasilfri, en þeir hafa áður gefið út Eyjabækur Einars. I nóvember síðastliðnum var ! Náttvíg Thors Vilhjálms- sonar gefin út í Danmörku þar sem hún hlaut af- bragðsdóma. Verið er nú að þýða bókina yfir á frönsku. Grámosinn glóir eftirThor, sem ný- lega kom út í Svíþjóð, er væntanleg á ensku. Að síðustu má geta þess að verið er að þýða Ijóðasafn eftir Stefán Hörð Grímsson yfir á dönsku og þýskt forlag hefur lýst áhuga á að gefa út Ijóðasafn Snorra Hjartarsonar. í byrjun árs kom út safnið Einu sinni sögur eft- ir Kristínu Ómarsdóttur í Finnlandi, Augu þín sáu mig, skáldsaga Sjóns er væntan- leg út I Svíþjóð, en í fyrra kom út eftir hann Ijóðasafn á ensku, og í sömu ritröð var gefið út safn kvæða eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. milli munu kasta yfir gullið sem þessi bók geymir. Þriðji flokkurinn i heildarútgáfu á verkum Sigurðar Nordals geymir glæsileg skrif eins merk- asta fræðimanns okkar. Ómiss- andi i safn þeirra sem unna fornbókmenntum okkar. „Robert de Niro er gjörsamlega fúránlegur og setur nýtt met í ofleik í hverri mynd sem hann leikur í. Hann skemmir allt sem Branagh hef- ur ekki náð að skemma afeigin rammleik. ‘ Egill Helgason Frankenstein er algjör brandari Mary Shelley’s Frankenstein StiörnubIó © Mary Shelley snýst eins og rjómaþeytari í gröfinni. Margt hefur hún mátt þola af hendi kvikmynda- leikstjóra, en þar sem hún liggur á sex feta dýpi veit hún að aldrei hefur hún verið jafh hart leikin og þegar Kenneth Branagh tók sig til og gerði mynd eftir sögunni hennar um Frankenstein. Mary Shelley lét sér í léttu rúmi liggja þegar Mel Brooks gerði grínmynd um Frankenstein. Hún var dálítið fýndin. Frankenstein eftir Branagh er hins vegar algjör brandari. Það kæmi alls ekki á óvart þótt hún væri talin fylla flokk verstu bíómynda allra tíma þegar fram líða stundir. Hún er, satt að segja, óvenjulega vond. Okkur er tilkynnt að þarna hafi tveir miklir listamenn vélað um, Kenneth Branagh og Robert de Niro, og aukinheldur í bakgrunnin- um sjálfur Francis Ford Coppola. Máski fyllast einhverjir lotningu þegar þeir heyra þessi nöfh, en það fer ekki mikið fýrir listfenginu sem þeir eru sagðir vera ávísun á. Því er eins farið með myndina og skrímslið sem Frankenstein læknir setur sam- an úr skynlausum líkamspörtum: úr einum kirkjugarðinum kemur heili, úr öðrum hendi, úr þeim þriðja rass- kinn og úr einhverju pestarbælinu löpp. Þetta er saumað saman í flýti og útkoman er að sjálfsögðu ekki fögur. Bíómyndin tollir ekkert betur saman; líklega hefúr hún átt að hafa einhverja áferð rómantíska tímans, en í reyndinni er hún gersneydd öll- um stíl og öllum þokka. Leikarar þvælast emjandi og veinandi fýrir hver öðrum, oftast nær í botnlausri sjálfsvorkunn, kvikmyndavélin eltir þá á eilífu hringsóli — eins og það sé eitthvað markmið í sjálfu sér að láta kvikmyndavél ekki staðnæmast eitt andartak. Núorðið getur maður yfir- leitt gengið að því vísu í svona myndum að leiktjöidin séu nánast snilld, svo eru góðir hönnuðir á hverju strái; af þeim sökum er ekki laust við að það komi manni á óvart hvílíka viðvaninga Branagh hefur ráðið í leikmyndadeildina. Nú má vel vera að Branagh þess- um sé ágætlega lagið að færa upp Shakespeare á alþýðlegan hátt. Tvær Shaksepeare-myndir hans, Hinrik IV og Ys og þys út af engu, voru að sönnu yfir meðallagi. Samt finnst mér að hann hljóti fremur að eiga frægð sína að þakka einhverjum fýrri afrekum úr leikhúsi en í kvik- myndasal. í hvert sinn sem Branagh hefur ekki Shakespeare og alla þá hefð sér til að hengja sig í lendir hann í vandræðum. Myndirnar Dead Aga- in og Peter’s Friends vekja upp kvala- fullar minningar í huga gagnrýn- enda. Og hérna er það að hann tapar endanlega áttum og sýnir að auk þess að vera hæfileikalaus leikstjóri er hann óvenju vondur leikari. Með tilgerðarlegri leikhúsrödd gengur hann um sífrandi, viðkvæðið er: „Oh my God, what have I done.“ Hann er svo leiðinlegur að maður getur ekki beðið eftir því að hann fái fýrir ferðina. Til að kóróna allt er svo Robert de Niro í hlutverki óskapningsins: Hann er gjörsamlega fáránlegur og setur nýtt met í ofleik í hverri mynd sem hann leikur í. De Niro skemmir allt sem Branagh hefur ekki náð að skemma af eigin rammleik. Líklega er margt hæft í því sem hefúr verið sagt um de Niro að hann leiki aldrei vel nema undir stjórn vinar síns Martin Scorsese. De Niro má þó eiga það að maður skellir upp úr í hvert skipti sem hann birtist í gervi skrímslisins. Frankenstein er algjör brandari. Mary Shelley snýst i gröfinni, Kenneth Branagh er hæfileika- laus og Robert de Niro gjörsam- lega fáránlegur. Hannes Láusson Hvað er ímyndunarafl? Málverk, samsýning Listasafn Köpavogs, 28. JAN.-12. FEB. Listasafn Kópavogs er nú óðum að festa sig í sessi sem einn allra besti sýningarstaður fýrir myndlist í land- inu. Bæði er að safnið er vel staðsett og þægilegt aðkomu, auk þess sem stærð sýningarsalanna virðist heppi- leg fýrir flestar tegundir myndlistar. Það fer því vel um verk þeirra sex málara sem nú sýna í þessum sölum og ætti umgjörðin ekki að trufla áhorfendur við skoðun verkanna. Sú spurning sem fýrst vaknar við skoðun verkanna er einfaldlega: Hvað er ímyndunarafl? - og reyndar ekki að furða því á vettvangi mynd- listarinnar og þá málverksins sér- staklega hefúr ímyndunarafl Vestur- landabúa fundið hvað eðlilegastan farveg á umliðnum öldum. Og það er einmitt á sviði ímyndunaraflsins sem bæði er að finna styrk og veik- leika þessarar sýningar. Mér sýnist flestir listamennirnir vera enn við það heygarðshorn að sýna fram á at- gervi sitt með sífrjórri og síungri ímyndun. Það er í brunni ímyndun- arinnar sem nær allt afl þessara lista- manna virðist fólgið. En ímyndunin verður einnig að búri; menn lokast inn í sjálfum sér við uppsprettur ímyndunaraflsins og á endanum fer eins fyrir (lista)mönnunum eins og lata Geira á Lækjarbakka, þeir hætta að nenna að drekka úr sjálfum sér: aflstöðin bilar. Á sýningu sexmenn- inganna í Kópavogi endurspeglast þessi vandi. Takið eftir nöfnum verkanna: „I hlekkjum hugans“ (Gunnar Örn), „Endurtekin hugs- un“ (Jón Axel), „Heimur málar- ans“ (Sigurður Örlygsson), „Mál- arinn í vinnustofú og módel með hugmyndir“ (Daði Guðbjörns- Bakur Ófölsuð mynt SlGURÐUR NöRDAL Fornar menntir Almenna bókafélagið 1994 ★ ★★★★ Gamli Nordalinn var töfrapenni. Og þar skilur á milli hans og fjöld- ans sem fýllt hefur bókmennta- og íslenskudeild Háskólans. Þekking er vissulega mikils virði en ef menn kunna ekki að setja hana í orð og búa henni heillandi búning þá er jafnvel betur heima setið en af stað farið. Sigurður Nordal skrifaði ætíð eins og sá sem valdið hafði og kunni vart annað því hæfileikar hans voru afburða góðir. Jafnframt bókmenntaáhuga og þekkingu bjó hann yfir innsæi, greind og skarpri hugsun sem þeyttu honum í fremstu röð íslenskra fræðimanna og gæddu skrif hans tímalausum blæ. Skrif hans úreldast ekki því þó menn geti vissulega verið á annarri skoðun en séníið þá mun fæstum nokkru sinni takast að finna hugs- un sinni jafn skáldlegan en um leið sannfærandi farveg. Almenna bókafélagið hefur unnið hinn þarfa starfa að koma heildarverkum Nordals til þjóðar- innar. Að þessu sinni er þriggja binda verkið helgað skrifum fræði- mannsins um fornar bókmenntir og menningu íslendinga. Gamla brýnið er í essinu sínu í þessum bindum, líkt og hinum fýrri. Það eru engin moðhausaskrif sem þekja pappírinn. Samkvæmt stíl og hefð fræði- manna eyðir Nordalinn nokkru rými í að hrekja og andmæla stað- hæfingum kolleganna og ýta nýjum sjónarmiðum (sem þá voru) úr vör. Nordal kunni kúnstina að sannfæra en hún byggist, eins og glöggir menn vita, ekki á því einu að hafa rétt fýrir sér, heldur miklu fremur á hinu að smita lesandann af sann- færingarkrafti höfundar. Þeir sem eyða þreki í að elta Nor- dal uppi til að hanka hann á ódýrri fræðimennsku munu seint geta sveiflað sér í spor hans því þeir hafa ekki vald á töfratónunum sem hann lék sér að því að tralla í skrif- um sínum. Þessi rómantíski áhrifavaldur kemur víða við í skrifúm sínum. Bregður sér í hlutverk sagnfræðings og heimspekings um leið og hann gerir meira en skyldu sína sem bók- menntafræðingur. Hann er aldri fastur í því þunglamalega, hátíðlega og ógn leiðinlega hlutverki sem við tengjum of oft við fræðimennsku. Þarna er maður sem hafði ákafa skemmtun af starfa sínum og text- inn ber það glöggt með sér. Þar er ógrynni skemmtilegra setninga. Eins og þegar Nordal lýsir logandi ást tilfinningamanna til fræðanna og segir að ást þeirra sé „ekki ein- ungis blind, heldur líka skyggn.“ Annað dæmi: „íslendingar vita of mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja.“ Einnig: „Allir vita, að börnum getur lánazt mun betur að ala foreldra sína upp en foreldrunum börnin.“ Og þessi sem oft má vitna til, ekki hvað síst þegar talið berst að bókmenntamati og gagnrýni: ,,[það] er til lítils að vinna að hljóta viðurkenningu þeirra, sem kunna ekki að greina falsaða mynt frá ófalsaðri.“ Þeir sem kunna að greina þar á ■O. O Ríkissjónvarpið Stöð 2 Mánudagur 15.00 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós (74) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Þytur í laufi (19:65) 18.25 Hafgúan (10:13) 19.00 Flauel 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.40 Þorpið (10:12) (Landsbyen) Danskur framhalds- myndaflokkur um gleði og sorgir, leyndarmál og drauma fólks í dönskum smábæ. 21.05 Taggart: Verkfæri réttvísinnar (1:3) (Taggart: Instrument of Justice) Skosk sakamálamynd í þremur þáttum um Taggart lögreglufull- trúa í Glasgow. Seinni þættirnir tveir verða sýndir á þriðjudags- og fimmtudagskvöld. 22.00 Blómasýningin í Chelsea Hallgrímur Helgason þýðir heim- ildamynd um árlega breska blómasýningu. Á ensku er þetta must-see. 23.00 Ellefufréttir og Evrópubolti 23.30 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 17.05 Nágrannar 17.30 Vesalingarnir 17.50 Ævintýraheimur NINTENDO 18.15 Táningarnir f Hæðagarði 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.15 Eirikur 20.35 Matreiðslumeistarinn Siggi kallinn Hall klikkar ekki frekar en fyrri daginn. 21.10 Vegir ástarinnar 22.00 Ellen (12:13) 22.25 Hitchcock Alfred Hitchcock verður leikstjóri febrúarmánaðar á Stöð 2 og í til- efni af því verður þessi heimildar- mynd sýnd. Sjáið snilling að störf- um. 23.15 Barnsrán (In a Stranger’s Hand) Ófræg sjón- varpsmynd með Robert Urich sem einhvern tímann þótti efnilegur leikari. 00.45 Dagskrárlok Þriðjudagur Þriðjudagur 13.30 Alþingi Skemmtiþáttur í beinni útsendingu. 16.45 Viðskiptahornið 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós (75) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Moldbúamýri (9:13) 18.30 SPK Einhver allra skemmtilegast sjón- varpsþátturinn í dag. I rauninni er stórfurðulegt að ekki sé löngu bú- ið að flytja þennan þátt til útlanda, það getur ekki klikkað. 19.00 Eldhúsið 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lagarefjar (3:6) 21.00 Taggart: Verkfæri réttvísinnar (2:3) Einhverjir ofmetnustu sjónvarps- þættir seinni tíma. 21.50 Austur-Grænland Masterpís frá Dr. Sigrúnu Stef. 22.35 Söfnin á Akureyri (4:4) 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 17.05 Nágrannar 17.30 PéturPan 17.50 Ævintýri Villa og Tedda 18.15 Ráðagóðir krakkar 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.15 Sjónarmið 20.40 VISASPORT 21.10 Handlaginn heimilisfaðir Sá allra vinsælasti í Ameríku. 21.35 ENG (2:18) 22.25 New York löggur Frábærir þættir og loksins fáum við að sjá hvernig löggumar vinna. 23.15 Eiginkona, móðir, morðingi (Wife, Mother, Murderer) Undirförul og morðóð kona reynir að koma manni sínum og dóttur fyrir kattar- nef með því að eitra fyrir þeim smátt og smátt. Vá, en gaman. 00.45 Dagskrárlok MlÐVIKUDAGUR 13.30 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós (76) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.30 Völundur (43:65) 19.00 Einn-x-tveir 19.15 Dagsljós 19.50 Víkingalottó 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.40 í sannleika sagt Hinn frábæri og opinskái þáttur litla og stóru. 21.40 Nýjasta tækni og vísindi Allt sem ykkur langaði ekki og þurftuð ekki að vita í boði Sigurðar H. Richters. 22.05 Bráðavaktin (4:24) 23.00 Ellefufréttir 23.15 Einn-x-tveir 23.30 Dagskrárlok son). Innilokunarkennd. Kannski er það einmitt í síðastnefnda verk- inu eftir Daða þar sem lesa má milli línanna hverju þessir málarar virð- ast vera lokaðir frá: hugmyndum og heimi módelsins /áhorfandans eða öllu heldur félagslegum uppsprett- um myndmálsins og um leið nauð- synlegum aflvökum ímyndunarafls- ins. Þessir málarar eru ekki mark- visst að spyrja spurninga sem varða uppruna ímyndanna, né hvaðan þær fá raunverulegt afl sitt. (þó segja megi að Eyjólfur Einarsson, Sig- urður Örlygsson og Jón Óskar daðri töluvert við vandann). Þessi sýning varpar því engu ljósi á hvert innra afl ímyndanna í okkar samtíð eða sögu er eða getur verið. Þessi niðurstaða mín breytir þó auðvitað ekki þeirri staðreynd að sýn þessara sex listamanna býr enn Miðvikudagur 17.05 Nágrannar 17.30 Sesam opnist þú 18.00 Skrifað í skýin 18.15 VISASPORT 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 19.50 Víkingalottó 20.15 Eiríkur 20.35 Melrose Place (27:32) 21.25 Stjóri 22.10 Lífið er list Lokaþáttur í syrpu Bjarna Hafþórs um skoðanir og atferli nokkurra norðlenskra kverúlanta. 22.35 Freddie Starr Breski grínistinn segir skopsögur af sjálfum sér og öðrum fyndnum mönnum. 23.05 Hrói höttur (Robin Hood) (aðalhlutverkum eru Patrick Bergin, Uma Thurman og Edward Fox. 00.45 Dagskrárlok yfir nægjanlegu afli til að þeir hafi enn lyst á að drekka af sjálfum sér, og er þá bara að vona að þorstinn endist. / heildina séð getum við sagt að þessi sýning sé all gott yfirlit yfir það besta sem islenskt málverk hefur upp á að bjóða i dag, út- færsla þeirra og vinnubrögð eru af háum gæðaflokki og sum verkin í þeim hæsta, svo sem verk Sigurðar Örlygssonar „Vatnið sagði“ og myndröð Jóns Óskars. En ég hef óþægilegan grun um að ef til vill séu þessir málarar ekki að spyrja réttu spurninganna, að minnsta kosti þegar til lengdar lætur - og þeirra spurninga verða þeir svo aftur að spyrja sjálfa sig og segja áhorfendum svarið, þegar svc ber undir, með verkum sínum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.