Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.02.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 1995 Kennararnir ætla bara Nei, ekki aldeilis. Þeir að hætta að kenna. ætla að láta krakkana 16 ára piltur stunginn með hnífi í hjarta borgarinnar Svavar Gestsson Gefur út fram- tíðarsýn sína Svavar Gestsson alþingismaður hefur lokið við að skrifa bók sem Qallar um framtíð íslands í alþjóð- legu samhengi með megináherslu á umhverfís- og efnahagsmál. Það er Iðunn sem gefur bókina út en að- spurður um tildrög þess að hann leitaði frekar til þeirra en Máls og menningar sagðist Svavar hafa vilj- að fá bókina gefna út hjá aðila sem ekki á nokkurn hátt væri hægt að tengja kunningskap eða greiðasemi við hann eða hans nánustu. „Ég veit ekki til þess að nokkur stjórnmála- maður hafi áður gert grein fyrir sér með þessum hætti þó að menn hafi vissulega sent frá sér greinasöfn og ritgerðir." Aðspurður sagðist Svav- ar eiga von á því að bókin yrði lesin víðar en í hópum Alþýðubanda- lagsmanna. -ÞKÁ I fyrsta lagi Nú er liðinn rúmur mánuður síðan þeir komu úr jólafríi og enn er rúmur mán- uður þangað til páskafríið kemur. Það er því kærkom- in hvíld fyrir kennara að taka sér gott frí núna til að hvíla sig eftir törnina frá jólafríinu og safna kröft- um fyrir kennsluna fram að þáskum. í öðru lagi Kennarar hafa lagt fyrir í verkfallssjóð svo þeir geti farið í verkfall. Ef þeir færu ekki í verkfall mundu milljónirnar þeirra aðeins rykfalla í sjóðnum. Þess vegna ætla þeir í verkfall - til að njóta peninganna sem þeir hafa safnað. í þriðja lagi Mörg undanfarin ár hefur aðalmarkmið kennara verið að lengja hjá sérfríin, stytta hjá sér vinnu- daginn, fækka börn- um í bekkjunum og gera sér vinnuna léttari á annan hátt. Launin þeirra hafa setið á hak- anum, Nú er kominn tími til að leið- rétta það. Kennarar vilja fá álíka góð laun og þeir gætu fengið ef þeir ynnu eins og annað fólk. í fjórða lagi Það hefur komið í Ijós að íslensk börn verða seinna læs nú en áður og sum ná því ekki einu sinni á þeim tíma sem þau dvelja í grunnskól- anum. Ef kennarar eiga að kenna þessu fólki að lesa er rétt að hækka fyrst við þá launin. í fimmta lagi Sú var tíðin að kennarar nutu virð- ingar. Síðan fóru þeir að auglýsa hversu illa þeir voru staddir og glötuðu miklu af virðingunni. Því er rétt að hækka launin hjá þeim nú svo þeir geti auglýst hversu vel þeir eru settir. Þá munu þeir endur- heimta virðinguna. „Ég ætlaði að fara að slást við þennan strák og þá kom hann bara með hníf og stakk mig,“ segir Kristján Valsson i6 ára en hann varð fyrir hnífstungu fyrir utan skyndibitastaðinn Nonnabita í Hafnarstræti um kl. 4 aðfaranótt laugardagsins. „Við vorum að rífast og ég sá ekki hnífinn og vissi ekki fyrr en hann stakk mig,“ segir Kristján sem man annars lítið eftir atburðarrásinni. Kristján hafði ver- ið á gangi í miðbænum með félaga sínum þegar þeir hittu hnífs- stungumanninn sem Kristján kannaðist við frá fyrri tíð en hann er árinu eldri en Kristján. Til ein- hverra orðaskipta kom þeirra á milli og endaði það með fyrr- greindum afleiðingum. Hnífurinn fór í síðu Kristjáns og getur hann hrósað happi að hann skentmdi engin líffæri. Kristjáni tókst að komast inn á Nonnabita þar sem hann féll í öngvit en mikið blóð vætlaði úr sárinu. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sár- unt hans og síðan á gjörgæsludeild Borgarspítalans þaðan sem hann losnaði seinni partinn á laugardag. Rannsóknarlögreglan heimsótti Kristján á spítaiann í gær og yfir- heyrði hann en sökum minnisleysis var vitnisburður hans takmarkað- ur. „Hnífstungan skapaði ekki verulega hættu og meiðslin voru ekki alvarleg," sagði Theodór Sig- urðsson læknir á Borgarspítalan- um í samtali við MORGUNP- ÓSTINN í gær. „Hann kemst heim á morgun eða hinn.“ Hnífstungumaðurinn komst undan en rétt undir hádegi á laug- ardag tókst lögreglunni að hafa hendur í hári hans. Beiðni rann- sóknarlögreglunnar unt 45 daga gæsluvarðhald yfir honum var hafnað en hann er enn í gæslu lög- reglunnar því með hnífstungunni telst hann hafa rofið skilorðsbund- inn dóm upp á 109 daga. Kristján reiknar með að leggja frarn kæru á hnífstungumanninn en hann sagðist hafa það þokkalegt og vera að hressast seinni partinn í gær. lae Kristján Valsson á Borgarspítalanum í gær. Kristján er á batavegi eft- ir að hafa verið stunginn með hnífi í síðuna í miðbænum um kl. 4 að- faranótt laugardagsins. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra Sýnist allt stefna í verkfall „Ég hef svo sem eins og aðrir miklar áhyggjur af stöðu mála og mér sýnist allt stefna í verkfall. Það virðist mikil stífni í þessu því mið- ur, en eigum við ekki að halda í vonina um það að menn fari að tala saman eins og siðuðu fólki sæmir. Verkfall er skelfilegur hlutur sem bitnar með miklurn þunga á af- skaplega mörgu, ungu fólki,“ sagði Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra, sem taldi best að tjá sig sem minnst um stöðu mála um samningaviðræður kennara að svo stöddu. Er einhver leikur á borðinu? „Nei, það er enginn sérstakur leikur á borðinu. Ég sé það ekki. Það er ekki hægt að ganga að hverju sem er frá sjónarhóli ríkisins.“ -GK Nágrannar leikskólans Mýrar við Skerplugötu stríði við foreldra „Þetta er búið að vera fjögurra ára stríð og leiðindi án þess að nokkuð hafi verið gert í málinu. Foreldrar barnanna keyra hérna unt ailt án þess að taka tillit til fólks- ins sem býr í götunni. Það er svona 80 prósent allrar umferðar sem er í götunni út af leikskólanum og þetta er þannig að við þorum varla að leyfa börnunum okkar að vera úti við,“ scgir Sigurður Örlygsson listmálari sem greip til þess ráðs á föstudaginn að leggja bíl sínum fyr- ir hlið leikskólans Mýi-ar, sem stendur við Skerplugöru í Skerja- firði, tii að mótmæla ástandinu í götunni. Að sögn Sigurðar eru íbú- ar Skerplugötu orðnir langþreyttir á stöðugri umferð að leikskólanum og þeim óþægindum sem skapast þegar foreldra barna skólans leggja bílum sínum þannig að íbúar göt- unnar komast jafnvel ekki úr bíla- stæðum sínum. Sigurður segir að margoft hafi verið kvartað yfir þessu, bæði við forráðantcnn leikskólans og borg- aryfirvöld en án árangurs. Til að leggja áhersiu á mál sitt hefur Sig- urður 2-3 sinnum neglt aftur hlið skólans. „Það var foreld ra- f u n d u r hérna eitt kvöldið og þeir voru búnir að leggja bíl- u n u nt Á föstudaginn var tók þannig að sigurður til þess róðs við íbúarn- að |eggja bfl sínum fyr- 'r ir h,ið leikskólans til u.mst ekki þess ag rnótmæla yfir- elt! gangi foreldra barna neltV við skólann. akvað eg að negla aftur hliðið til þess að sýna þeim hvernig þetta er. Þetta var auðvitað neyðarúrræði og afskap- lega leiðinlegt að standa í þessu en þegar maður hefur reynt að tala við fólkið og benda því á að þetta er ekki bílastæði hefur það bara hreytt í mann ónotum.“ Að sögn Sigurðar hafa kornið upp hugmyndir um að færa að- keyrsluna að skólanum en lítið hef- ur hins vegar verið gert í þvi að koma því í verk. Þangað til það „Þetta var auðvitað neyðarúr- ræði og afskaplega leiðinlegt að standa í þessu,“ segir Sigurður Örlygsson. verður gert býst Sigurður við að þurfa að halda baráttunni áfram. -jk Hnífsdalur Vélsleðamenn lentu í snjóflóði „Við heyrðum skruðninga og sáum snjóinn koma niður fyri.r of- an okkur,“ segir Sæmundur Guðmundsson, 17 ára Hnífsdæ- lingur, sem lenti í snjóflóði með Ólafi Agnarssyni, 16 ára félaga sínum, í Hraunsgili skammt fyrir ofan bæinn Hraun í vestanverðum Hnífsdal um kl. 5 í gærdag. „Ég náði að keyra af stað niður hlíðina og svo lenti flóðið aftan á sleðan- um,“ segir Sæmundur. Flóðið þeytti honum fram fyrir sleðann sem fór yfir hann og hélt síðan áfram niður hlíðina. Sæmundur segist ekki hafa haft tíma til að vera hræddur og ekki hugsað til harmleiksins í Súðavík. „Ég hugsaði ekki svo langt held- ur bara um að bjarga sleðanum. Ég spriklaði mig lausan og hljóp á eftir honum þar sent hann enda- sentist niður hlíðina.“ Drengirnir voru að leika sér á sleðunum og höfðu stöðvað þá neðarlega í gilinu, rétt áður en flóðið féll, og voru að skipuleggja leiðina til baka. Sæmundur fór beint niður hlíðina en Ólafur sömu leið og þeir höfðu komið upp í gilið. Hann slapp ekki eins vel því flóðið tók hann traustataki og hvarf hann sjónum Sæmundar. Það fór þó ekki eins illa og á horfði því Ólaftir slapp með viðbeinsbrot og var fluttur á sjúkrahúsið á ísa- firði þar sem verið er að huga að meiðslum hans. Sæmundur sagð- ist kenna meiðsla í baki þegar MORGUNPÓSTURINN talaði við hann í gærkvöld en sleði hans slapp að mestu óskemmdur. Sleð- inn sem Ólafur hafði nýlega fest kaup á er hins vegar talinn ónýtur. lae „Vissi ekki fýrr en nann stakk mSg“ segir Krístján Valsson 16 ára sem varð fýrír hríffsstungu í Hafnarstræti aðfaranótt iaugardagsins. l.fyiSta lagi... Hvers vegna eiga CssmeMP skilið að fara í_, >

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.