Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 24.04.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL1996 fyfrheyrsla • A Alþingi í fyrradag gagnrýndi Gunnlaugur Sig- mundsson framsóknar- þingmaöur Sverri Her- mannson bankastjóra Landsbankans fýrir um- mæli sem hann iét falla um fjármálaráðherra, og sjávarútvegs- og dóms- málaráðherra. En hvað er það nákvæmlega sem fór svona fyrir brjóstið á þér Gunnlaugur? Svona eera menn ekki „Mig undrar það mjög að þessi húskarl ríkisstjórnar- innar, Sverrir Hermannson, skuli leyfa sér að líkja fjár- málaráðherra við fúaspýtu. Einnig er það með ólíkindum að húskarlinn skuli leyfa sér að væna sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra um að hafa farið illa með fjármuni ríkisins og nánast glutrað þeim út úr höndum sér í tengslum við söluna á SR- mjöli. Ennfremur undrar það mig mjög, að bankaráð Landsbankans skuli líða starfsrnanni sínum að tala þannig um viðskiptaráð- herra, eins og hann hafi ekki vit á bankamálum.“ Nú segir Sverrir Hermanns- on, að þessi ununæli þín séu ekki svaraverð. Hvemig bregst þú við slíkum um- niælum? „Það er í sjálfu sér ekkert við þessu að segja. Þetta er ein- faldlega mat mannsins og ég get engu um það breytt, né læt ég það eggja mig á nokk- urn hátt.“ Telurðu að ummæli Sverris séu það alvarleg að banka- ráði beri að víkja honum úr embætti? „Ég var nú ekki að leggja neinn dóm á það. Ég sagði þó, að mér íyndist það sér- kennilegt ef bankaráðið sem hann starfar hjá — og ber ábyrgð á bankanum — hefur ekkert við það að athuga að yfirmaður í bankanum tali svona um ráðherra í ríkis- stjórn íslands. Hvorki í virt- um lýðræðisríkjum né í ban- analýðveldum myndi það líð- ast að bankastjórar ríkis- banka sendu ríkisstjórn svona skeyti.“ Þannig að þér finnst eðli- legt að bankaráðið aðhafist eitthvað í þessu rnáli? „Já. Mér þætti eðlilegast að bankaráðið talaði við mann- inn og leiddi honum fyrir sjónir, að svona gera menn ekki — líkt og inaðurinn sagði. Ef einhvern tímann hefur verið ástæða til að segja Svona gera menn ekki! þá er það f jjessu máli.“ -EBE Síðastliðinn sunnudag var Guðjón Sverrisson, eigandi nektardansstaðarins Bóhem, barinn til óbóta í hrotta- legri árás tveggja grímuklæddra manna. í samtali við Eirík Bergmann Einarsson sakar Guðjón dyravörð á nýja nektardansstaðnum Vegas um að hafa veitt sér þessa alvar- legu áverka við annan mann. Dan Morgan, framkvæmdastjóri Vegas, segist hins vegar vera með fjarvistarsönnun fyrir sína menn og segist sjálfur hafa orðið fyrir líflátshótunum. Mafíustríð háð á nektardansstöðum? eigandi Bóhem liggur á spítala eftir barsmíðar Eins og sjá má í viðtölum við Samúel Sveinsson skemmtanastjóra á nektardansstaðnum Bóhem og Dan Morgan framkvæmdastóra nektar- danssstaðarins Vegas í HP í dag (á - blaðsíðum 26 og 27) ríkja nú miklar deilur milli staðanna tveggja. Samúel segir, að Dan Morgan og félagar hafi hótað þeim á Bóhem öllu illu, en Dan Morgan vísar þeim ásökunum til föður- húsanna og segist vissulega ætla að koma þeim úr rekstri, en hyggst vinna samkeppnina á heiðarlegan hátt. Fyrr- nefnd viðtöl voru bæði tekin fyrir helgi, en á sunnudaginn gerist það svo að Guðjón Sverrisson, eigandi Bóhem, var laminn það illa að hann var lagður inn á spítala með alvarlega áverka. Allt er þetta tekið illskyggilega að líkjast mafíustríðum þeim sem háð eru í skemmtanabransanum á erlendri grundu. í samtali við HP sagði Guðjón: „Tveir grímuklæddir menn réðust inn á heim- ili mitt um miðjan dag á sunnudaginn og létu barsmíðarnar á mér dynja þar til ég lá máttvana á gólfinu. í átökunum náði ég að rífa grímuna af öðrum mann- anna og sá þá að dyravörður sem ég þekki frá skemmtistaðnum Vegas, var þar að verki. Ég tel mig líka vita hver hinn maðurinn er, en þar sem ég náði ekki grímunni af honum vill ég ekki full- yrða um það að svo komnu máli.“ Samkvæmt heimildum blaðsins fannst Guðjón liggjandi í blóði sínu á heimili sínu í Breiðholti. Þegar lögregl- an kom á staðinn voru árásarmennirnir horfnir á braut. Guðjón var þá fluttur á Borgarspítalann. Hann hafði verið lam- inn með járnhólki í höfuðið og barinn með höndum og sparkaður. Að sögn Sverris Hilmarssonar, frænda Guðjóns og eins rekstraraðila Bóhem, hlaut Guðjón innvortis blæð- ingar, blóðþrýstingur féll og blóð fannst jafnframt í þvagi. „Hann var enn- fremur brotinn á nokkrum tám og með djúpa og langa skurði á enni og hnakka. Bólgur stóðp út úr baki og síð- um og nefið var stokkbólgið," sagði Sverrir. Guðjón kærði árásina og í kjölfarið handtók rannsóknalögreglan umrædd- an dyravörð hjá Vegas og færði til yfir- heyrslu vegna málsins. Hann mun nú hins vegar vera laus úr haldi. Dan Morgan framkvæmdastjóri Veg- as mun einnig hafa verið færður til vitnisburðar til rannsóknarlögreggl- unnar. í samtali við HP sagði Dan: „Um- Bóhem við Grensásveg: Dan Morgan sem nýveríð opnaði nektar- dansstaðinn Vegas var upphaflega framkvæmdastjóri Bóhem, en var rekinn þaðan fyrír nokkru. Síðan hefur allt logað í nektardans- bransanum og útlit fyrír að deilurnar hafi náð hámarki með bar- smíðum á eiganda Bóhem um síðustu helgi. ræddur dyravörður á Vegas var stadd- ur heima hjá mér þegar árásin var gerð og hinn dyravörðurinn hjá okkur, sem bendlaður hefur verið við árásina, var einnig staddur víðs fjarri árásarstaðn- um á þeim tíma. Þessi árás er alls ekki runnin undan mínum rifjum, enda þarf ég ekki að beita slíkum brögðum í sam- keppninni. Ég held hins vegar að aðrir utanaðkomandi aðilar vilji með þess- um aðferðum koma okkur báðum út úr rekstri og hirða markaðinn. í fyrra- kvöld fékk ég til að mynda nafnlausa upphringingu þar sem mér va_r tjáð að það ætti að ganga frá mér. Ég er nú með nokkra menn í að kanna hvað gerðist og ég mun komast að því hverj- ir börðu Guðjón.“ Þeim Dan Morgan og Guðjóni hefur annars ekki verið vel til vina í nokkurn tíma. Fyrir nokkrum mánuðum, þegar Dan Morgan var enn skemmtanastjóri á Bóhem, var greint frá því í fjölmiðlum að deilur hefðu risið milli hans og Guð- sjóns sem endaði með handalögmál- um. Dyravörður, sem þá starfaði á Bó- hem en starfar nú hjá Vegas, segir að Guðjón hafi þá komið með fjölda manns og tekið staðinn yfir. Hjá Bóhem fengust þær skýringar að Dan Morgan hefði upphaflega hirt staðinn ólöglega af Guðjóni og hent honum út. Guðjón hefði neyðst til að bregðast við á þenn- an hátt. í kjölfar þessara atburða fór Dan að leita fyrir sér með að opna nýjan stað og opnaði þannig nektardansstaðinn Vegas um seinustu helgi. Dan Morgan, framkvæmdastjóri Vegas: „Umræddur dyravörður á Vegas var staddur heima hjá mér þegar árásin var gerð og hinn dyravörðurinn hjá okkur, sem bendlað- ur hefur veríð við árásina, var einnig stadd- ur víðs fjarri árásarstaðnum á þeim tíma. Þessi árás er alls ekki runnin undan mínum rifjum ... Ég mun komast að því hverjir börðu Guðjón." Flótti Ernu Eyjólfsdóttur með dætur sínar frá Bandaríkjunum enn Flugleiðir fyrir dómstóla Dómari í New Jersey í Bandaríkjun- um, Allen G. Schwartz, gaf út til- skipun hinn 9. apríl þess efnis að rétt- arhöld skyldu halda áfram innan 30 daga í máli sem Frederick Pittman hefur höfðað gegn Flugleiðum. Félag- inu er gefið að sök að hafa átt aðild að brottnámi á dóttur hans og Emu Eyj- ólfsdóttur frá Bandaríkjunum til Is- lands fyrir fjórum árum. Pittman krefst fimm milljóna dollara í skaðabætur fyrir hönd dóttur sinnar vegna ólöglegs brottnáms frá Banda- ríkjunum þrátt fyrir farbann. Auk Flug- leiða stefndi Pittman Guðmundi Karli Jónssyni, fósturföður Ernu, Helga Hilmarssyni fyrrum unnasta hennar og Ernu sjálfri. Þar sem enginn ein- staklinganna er búsettur í Bandaríkj- unum, en Flugleiðir með skráða starf- semi þar, er fyrirtækið eitt um að halda uppi vörnum í málinu. Frávísun- arkrafa Flugleiða hefur ekki verið tek- in til greina. Mál Ernu Eyjólfsdóttur var mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum á sínum tíma. Hún flúði farbann í Bandaríkjunum ár- ið 1992 og tók báðar dætur sínar með sér. Bandarískur dómstóll hafði dæmt Pittman forræði yfir eldri dóttur Ernu. Brian Grayson föður yngri dótturinn- ar var sömuleiðis dæmt forræði yfir dóttur sinni. Feðurnir réðu síðan Don- ald Feeney til að ná ræna dætrum Ernu hér á landi og koma þeim aftur til Bandaríkjanna. Grayson tók þátt í til- rauninni ásamt Feeney en þeir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli og dæmdir til fangelsisvistar. Pittman heldur því fram að starfs- menn Flugleiða á Kennedyflugvelli hafi laumað Ernu og dóttur þeirra um borð í vél til íslands, vegabréfalausum undir röngu nafni. -SG til rannsóknar. Erna Eyjólfsdóttir: Flótti hennar frá Bandaríkj- unum með dætur sínar vakti ekki athygli fyrr en feðurnir reyndu að ræna þeim hér á landi. Þáttur Flugleiða í málinu er nú til umræðu fyrír bandarískum dómstólum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.