Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Helgarpósturinn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Helgarpósturinn

						FlMIVmJDAGUR 13. FEBRUAR1997
Starfsfólk Sundhallar
Reykjavíkur sa&iar
imaii^kiiftum gegn for-
stöðumanni
Starfsfólk     Sundhallar
Reykjavíkur vill að yfir-
manni þeirra verði vikið úr
staiii. Undirskriftalisti var í
gær sendur til framkvæmda-
sljóta ÍTR, sem ber fyrir hönd
borgarinnar ábyrgð á rekstri
Sundhallarinnar.
Bjarni Kjartansson, forstöðu-
maður Sundhallarinnar, var
borinn þungum sökum síðast-
liðið sumar af starfsmanni, sem
hafði áður leitað til Stígamóta.
Bjarni fór í frí meðan ÍTR kann-
aði réttmæti ásakananna, m.a.
með því að kalla starfsfólk til
skýrslutöku. Málið fór ekki
lengra og töldu borgaryfirvöld
ekki ástæðu til að aðhafast frek-
ar. Bjarni kom aftur til vinnu
fyrir áramót.
Stefán Jóhannsson, trúnað-
armaður starfsfólks, segir að
allir starfsmenn utan einn hafi
skrifað undir áskorun til borg-
aryfirvalda um að enduskoða
þá ákvörðun að Bjarni skuli
áfram starfa sem forstöðumað-
ur. Stefán sagði málið á við-
kvæmu stigi og hann vonaðist
til að hægt væri að leysa það
með atbeina ÍTR og borgarkerf-
isins. Aðspurður sagði Stefán
að mikillar gremju og óþolin-
mæði gætti meðal starfsfólks.
Fæstir starfsmanna sem HP
ræddi við vildu koma fram und-
ir nafni. Linda Arvich baðvörð-
ur, sem starfað hefur í Sund-
höllinni í átta ár, sagði þó að
málið væri mjög alvarlegt og
klögulisti starfsfólks langur.
„Við höfum þagað of lengi og
höfum jafnvel „kóað" með þess-
um manni til að halda friðinn
og vonað að þetta lagaðist af
sjálfu sér. Ég get nefnt einstök
tilvik en vil ekki gera það nú,
okkar eina von er að borgar-
stjóri eða borgarstjórn bjargi
þessum vinnustað okkar," segir
Linda.
Yfirmaður sér-
sveitar lögregl-
uimar klipptur
úr sairihengi í
byssuffraftt
Stöðvar2
Starfsfólk Sundhallar Reykjavíkur segir klögulistann vegna forstöðu-
mannsins langan og vill liaim burt. Forstöðuiiiaðurinn segir kröfu starfs-
fólks koma sér í opna skjöldu.
Bjarni Kjartansson forstöðu-
maður sagði að undirskrifta-
söfnuríin kæmi sér í opna
skjöldu og hann tryði því ekki
að það væri einbeittur vilji alls
starfsfólksins að losna við sig.
Að öðru leyti vildi Bjarni ekki
tjá sig um málið.
DV/Stöðuar 2-veldið
gleypw Alþýðublaðið
- skýr skilaboö til vinstrimanna, segir Margrét Frímannsdóttir,
formaður Alþýðubandalagsins
Alþýðuflokkurinn gaf
vinstrimönnum langt nef
með því að leggja mál-
gagn flokksins til fjöl-
miðlasamsteypu DV/
Stöðvar 2. Alþýðubanda-
lagið lýsti yiir áhuga sín-
um á samstarfí við Al-
þýðuflokkinn um blaða-
útgáfu þegar það var gef-
ið út að Alþýðublaðið
myndi ekki koma áfram
út í óbreyttu formi.
- Við fengum éngin viðbrögð
frá Alþýðuflokknum, segir
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins.
Hugmyndir Alþýðubandalags-
manna gengu út á þaðað finna- -
samstarfsgrundvöll á milli Al-
þýðublaðsins og Vikublaðsins,
sem Alþýðubandalagið gefur
út.
- Eitt stærsta skrefið sem
hefði verið hægt að stíga í sam-
einingu vinstrimanna hefði
verið samvinna eða sameining
þeirra blaða sem flokkarnir
standa að. Alþýðuflokkurinn
vildi ekki taka þátt í slíku verk-
efni og það eru skýr skilaboð
til vinstrimanna um vilja AI-
þýðuflokksins til samvinnu
stjórnarandstöðuflokkanna.
Margrét Frímannsdóttir er
einn fárra þingmanna sem
gengið hafa fram fyrir skjöldu
og gagnrýnt valdasamþjöppun
á fjölmiðlamarkaðnum. Hún
telur að með innbyrðis eigna-
tengslum á milli Stöðvar 2,
sem á 30% í útgáfufélagi DV, og
Frjálsrar fjölmiðlunar, sem aft-
ur á Dag-Tímann og hlut í Við-
skiptablaðinu, sé verið að færa
fjölmiðlavaldið á alltof fáar
hendur. Nú fækkar enn þeim
fjölmiðlum sem standa utan
fyrirtækjasamsteypunnar.
Frjáls fjölmiðlun leysti til sín
Alþýðublaðið á föstudag en
blaðið hafði verið þrentað í
prentsmiðju Frjálsrar fjölmiðl-
unar og safnað þar skuldum,
enda reksturinn verið erfiður
Margrét: Alþýðuflokkurinn hafði
ekki áhuga á samvinnu A-flokk-
anna í útgáfumálum.
undanfarin ár. Össur Skarp-
héðinsson, þingmaður Alþýðu-
flokksins, hefur verið ráðinn
ritstjóri til bráðabirgða. Af
hálfu Frjálsrar fjölmiðlunar og
Alþýðuflokksins stóð til að
blaðið yrði sameinað Degi-
Tímanum en vegna harðrar
andstöðu flokksmanna var
hætt við þá ráðstöfun.
Jón Bjartmarz, yfirmaður
sérsveitar lögreglunnar, telur
frétt Stöðvar 2 um að lögreglan
hafi selt einstaklingum skamm-
byssur ranga og kannast ekki
við að ein slík sé í eigu geð-
truflaðs manns, eins og haldið
var fram. Hann hefur fjölmargt
við fréttaflutninginn að athuga
en hefur ekki fengið að koma á
framfæri athugasemdum þrátt
fyrir óskir um slíkt. Páll Magn-
iisson, fréttastjóri Stöðvar 2,
segir hins vegar að hann sjái
enga ástæðu til að birta leið-
réttingu því öll efnisatriði frétt-
arinnar hafi verið rétt. Aðalat-
riði fréttarinnar hafi komið
fram, sem var að byssurnar
voru seldar á almennum mark-
aði.
Stöð 2 flutti um síðustu helgi
frétt þar sem sagt var að ein-
staklingum hefðu verið seldar
skammbyssur til að fjármagna
kaup á nýjum byssum fyrir sér-
sveit lögreglunnar. í fréttinni
var ennfremur sagt að Stöð 2
hefði upplýsingar um að ein
slík byssa væri í eigu manns
sem ætti við geðræn vandamál
að stríða.
Jón Bjartmarz, yfirmaður
sérsveitar lögreglunnar, sagði
i samtali við HP að gömlum
byssum hefði verið skipt út
fyrir nýrri tegund hjá löglegum
byssusala árið 1991, en það
hefði mátt skilja á fréttinni að
þeir hefðu selt byssur um borg
og bý. „Það gilda strangar regl-
ur um það hverjir mega kaupa
byssur og við bárum öll kaup
undir ráðuneytið. Fréttastofa
Stöðvar 2 sagðist hafa ábyggi-
legar heimildir fyrir því að ein
af gömlu byssunum hefði kom-
ist í eigu manns sem á við geð-
ræn vandamál að stríða. Ég
kannast ekki við það."
Jón Bjartmarz segir að
fréttastofa Stöðvar 2 hafi í upp-
hafi málsins sent tilkynningu
til lögreglunnar um að hún
vildi fá upplýsingar um byssu-
viðskiptin í krafti nýju upplýs-
ingalaganna. „Við sendum
þeim upplýsingarnar samdæg-
urs og fréttin var flutt þremur
dögum síðar, þannig að frétta-
stofan hafði fullkomnar upp-
lýsingar um að viðskiptin
hefðu átt sér stað árið 1991.
Það kom fram í máli mínu við
fréttamanninn, en sá hluti við-
talsins birtist aldrei. Síðan var
fréttin sett fram með þeim
hætti að viðskiptin hefðu ný-
lega átt sér stað. Ég óskaði síð-
an eftir að koma fram athuga-
semdum vegna fréttarinnar en
ekki var orðið við þeim ósk-
um."
„Aðalatriði fréttarinnar er að
22 skammbyssur, sem notaðar
voru af víkingasveit lögregl-
unnar, komust á almennan
markað. Ég sé því enga ástæðu
til að koma á framfæri leiðrétt-
ingu vegna þessa máls. Ég get
þó verið sammála Jóni um að
við hefðum mátt geta ársins
sem byssurnar voru seldar —
en það var ekki aðalatriði frétt-
arinnar heldur það að þessar
22 skammbyssur fóru á al-
mennan markað. Það kom því
ekkert rangt fram í fréttinni,"
segir Páll Magnússon.
Átak gegn eituriyfj
Þórarinn Tyrfingsson, yfir-
læknir á Vogi, er ekki sáttur
-við -Tiversu" tltið fjarmagn
Reykjavfkurborg og ríkið
ætla að setja í átakið um eitur-
lyfjalaust ísland áríð 2002
„Mitt mat er að ef á að greina
þá, sem eru í hættu á að verða
vímuefnum að bráð, í grunn-
skólum landsins verði það
best gert ekki út frá óljósum
hegðunarvanda sem fólk lend-
.ir Lheldur út frá faglegu rnati á
einstaklingnum, sem enginn
getur séð um nema heilsugæsl-
an í landinu," segir Þórarínn
Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.
„Heilsugæslan hefur miklar
upplýsingar nú þegar um hvert
barn frá því það fæðist. Þess
vegna get ég ekki séð annað en
að þessi greining verði að
koma í gegnum skólahjúkrun
og almenna sálfræðiþjónustu,
sem værj þá tengd heilsugæsl-
unni. Þá værum við með fólk
sem væri alvant að vinna úr
svona vandamálum. Þarna
væri fyrst og fremst hugsað
um hagsmuni skjólstæðing-
anna, meðal annars með nafn-
leynd í huga. Ég get ekki séð
hvernig, ætti að finna þessa
áhættuhópa og sinna þeim
öðruvísi en að heilsugæslan í
landinu hafi frumkvæði að því
og hún verði bókstaflega hluti
af skólanum hvað þetta varð-
ar. Annars hef ég sagt það áður
að mér finnst allt of litlum pen-
ingum varið í þetta verkefni.
Mér finnst bókstaflega hlægi-
legt þegar ríkið og stærsta
sveitarfélag á íslandi taka sig
saman og ætla að setja fimm
milljónir á ári í þennan mála-
flokk. Mér finnst að betur væri
heima setið en af stað farið á
svona máttvana hátt. Ef þeir
hefðu talað um fimmtíu millj-
ónir á ári væri þetta eitthvað
sem er trúverðugt, segir
Þórarinn.
Verða nektardansstaðir bannaðir?
- starfsemin til athugunar hjá rík-
issaksóknara
^¦kannar nú hvort starfsemi
nektardansstaða brjóti í bága
við hegningarlög. Lögreglan í
Reykjavík hefur beðið ríkissak-
sóknara að kanna lögmæti
slíkra staða, en vafi leikur á að
starfsemi þeirra standist lög.
Einkum verður mönnum tíð-
rætt um hvort sýningar á þess-
um stöðum séu ekki hreinlega
klám. Ef ríkissaksóknari kæm-
ist að þeirri niðurstöðu má bú-
ast við að starfsemi nektar-
dansstaða verði hætt. Slík
ákvarðanataka er hins vegar
eingöngu á valdi lögreglunnar,
samkvæmt upplýsingum frá
embætti ríkissaksóknara. Jafn-
framt hefur umræðan um
meintar hliðargreinar á stöð-
unum borist inn á Alþingi.
Hvað leynist á bakvið?
f 210. grein almennra hegn-
ingarlaga er meðal annars
ákvæði um að sá sem útbreiðir
klám eða hefur slíkt til sýnis
skuli sæta sektum, varðhaldi
eða fangelsi allt að sex mánuð-
um. Vangaveltur eru uppi um
hvort starfsemi nektardans-
staða fellur undir þessa laga-
grein, en lögreglan í Reykjavík
hefur haft vakandi auga með
þessum stöðum. Jafnframt hef-
ur hún hreinlega varað við því
að kvillar, sem fylgja nektar-
dansstöðum erlendis, kunni að
spretta upp á stöðum sem
bjóða upp á nejrtardans. Hér er
einkum átt við vændi, sölu
fíkniefna og ýmiss konar fjár-
plógsstarfsemi sem tengist er-
lendum glæpahringum. Lög-
regluyfirvöld hafa ekki sannan-
ir fyrir slíku en munu hafa safn-
að saman upplýsingum um
starfsemi staðanna.
Aðilar sem þekkja vel til inn-
an lögreglunnar segja meðal
annars að þeir titlar sem dans-
stúlkur hafi að yfirskini séu
óralangt frá raunveruleikan-
um. Fjölmargar séu ekki „nem-
ar" eða „fyrirsætur" eins og
þær halda fram þegar þær eru
spurðar opinberlega. Kanad-
ískir  dansarar  hafa  til  að
mynda oftar en ekki tengst
starfsemi Vítisengla.
Umtal um vændi berst
inn á Alþingi
1 samtali við HP sagði Guðný
Guðbjörnsdóttir, þingkona
Kvennalista, að afstaða
Kvennalistans til vændis væri
á þann veg að líta mætti á það
sem ofbeldi gagnvart konum.
„Ef slík starfsemi viðgengst
innan staðanna ætti að draga
eigendur þeirra til ábyrgðar.
Og það er umtalað að vissir að-
ilar sem tengjast lögreglunni í
Reykjavík reki þessa staði, en
ég vil sem minnst fullyrða um
það á þessu stigi," segir Guð-
ný. Haraldur Böðvarsson,
sonur Böðvars  Bragasonar
lögreglustjóra, hefur verið
tengdur rekstri skemmtistað-
arins Vegas.
Guðný sagði að meint vændi
á nektardansstöðum hefði bor-
ist þingkonum Kvénnalistans
til eyrna en benti jafríframt á
að ekkert benti til að slíkt væri
til staðar. „Því hefur verið
haldið fram að þar sé iðkaður
svokallaður „listdans" og ann-
að hefur formlega ekki verið
uppi á borðinu hingað til."

í
f
I

I


					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24