Alþýðublaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.09.1971, Blaðsíða 1
Þar er brot- izt inn svo til daglega Innbrcfaalda í Njarðvíkum ■ Q Þrjár undanfarnar nsetur hef ur verið brotizt inn í sömu skreið arReymsluna í Njarðvíkunum og . skemmdarverk unnin þar í hvert skipti. Geymsluna á Karvel Ög- rnundsson og leigir hana útg'erð- armönnum í Njarðvíkunum. Að sögn lögreglunnar á Kefla- víkurflugvelli, sem jafnframt hef ur löggæzlu i Njarðvíkunum, telst vart orðið til tíðinda l>ó að brot- izt sé inn í geymslu þessa, því það hefur verið gert ótal sinnuni á árinu. Stundum skeður það dag lega, eins og nú, stundum líður langur tími á milli og þegar bezt lætur líður vika til 10 dag- ar á milli innbrota. Nokkrar skepimdir .verða í hvert skipti bæði á umbúnaði glugga og hurða og svo skreiðinni sjálfri. Það er traðkað á henni og stæður felldar^ en engu slolið, enda engu að stela nema skreið. Það er ekki einungis þessi eina geymsla sem verður fyrir barðinu á innbrotafaraldrinum í Njarðvíkunum, heldur segir lög- reglan að innbrot af þessu tagi þ. e. a. s. í geymslu- og verk- smiðjuhús séu mjög tíð upp á síðkastið. Lögreglan hefur haft upp á nokkrum unglingum á aldrinum 12 til 14 ára sem hafa viðurkennt á sig nokkur innbrot, en þrátt fyr ir það heldur þetta stöðugt áfra,m Það eru aðallega unglingar sem Framluild á bls. 8. „EINU SINNI..." □ „Einu sinni var“ mætti kalla þessa mynd, sem var tekin niðri í Aijsturstræti áður en hann fór að rigna. í gær var veðrið mjög gott hér í Reykjavík, 10 stiga hiti og logn, en eins og alltaf, þá fáuin við sjaldnast að njóta góða veðursins í nema stutta tíma í einu. En yfir því þýðir ekki að fárast. — NOVO vill rannsókn... □ Danska lyf jafyrirtækið NOVO, sem framleiðir Mira- pront megrunartöflurnar, hef- ur ákveðið að láta rannsaka hvort þær kunni að reynast Iífsliættulegar. Við sögðufm frá því í gær, að þýzkir læknar teldu sig hafa rakið dauða tveggja kvenna til aukaverkana efnisins fent- ermin á lungu, en fentermin; er meginuppLstaðan í Mira- pront töflmium. Q Mirapront megi*unarlyfið er búið að vera Iengi í notkun hér og ég tel ákaflega ólík- legt að það sé skaðlegt nema þess sé lengí neytt í óhófi, sagði Sigurður Ólafsson, for- maður Lyfjaskrárnefndar, er blaðið innti hann eftir, hvort nefndin hygðist banna lyfið Framlh. á bls. 8. Tveggja ára í bílslysi □ Ekið var á tvær ungar telpur á sama hálftímanum í gærdag, en livorug þeii'ra mun vera al- varlega meidd. Fyrra óhappið varð upp á Njarðargötu. Þar varð tveggja ára stúlka fyrir bíl og var hún flutt á Slysadeildina Framliald á bte. 8. Sumt fólk gerir ótrúlegustu hluti í fjáraflaskyni: □ Eins og kunnugt er ganga ýmsir húsmunir, heimilis- tæki barnavagnar, lijól og fleira kaupum og sölum eftir auglýsingum í dagblöðunum, en samkvæmt upplýslngum rannsóknarlögreglunnar gerist það .æ algengara, að þessir hlutir séu illa fengnir. Að sögn Gísla Guðmundssonar hjá rannsóknarlögreglunui komst til dæmis núna nýlega upp um aðila, sem höfðu stol- ið og selt síðan milli 10 og 15 barnavagna í Hafnarfiirði, — Kópavogi og Reykjavik. í þessu tilfelli hefur verð- mæti barnavagnanna numið hátt í 100 þúsund krónur, en þjófurinn seldi vagnana á um það bil hálfvirði. Þeir, sem þessa iðju stunda eru í fæstum tilfellum af- brotamenn sem stunda innbrot heldur oftast óreglu- fólk, sem á þennan hátt verð- ur sér úti nm f jármuni til að kaupa áfengi fyrir. Gísli sagði, að mál af þessu tagi væri alltaf að skjóta npp kollinum, en þau snerust ekki einungis um stolna muni heldur einnig muni, sem sviknir væru út úr verzltin- um. Væri t.d. algengt, að fólk keypti sófasett upp á 40—50 þúsund krónur með afborg- unum, en greiddi aldrei meira en fyrstu afborgun. Síðan auglýsti það sófasett- ið til sölu í dagblöðunum éða seldi það til fornsala, „en það er gott fyrir fólk að hafa þá algildu reglu í huga, að kaupi það hlut, sem er illa fenginn öðlast það ekki meiri elgna- rétt á honum en sá, seim stal honum eða sveik hann út og seldi síðan“, sagði Gísli. Varðandl þá spumingu á hvern hátt svona mál upp- lýstust sagði Gfsli, að oftast væri það þannig, að fólk kannáðist við t.d. barnavagn- Framhald á bls. 8. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.