Alþýðublaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.03.1972, Blaðsíða 1
HÆRRI HITA- VEITUGJÖLD - EN DUGfl ÞO HVERGI, SEGIR HITAVEITUSTJÓRI Hitaveitukostnaöur i Keykjavik hefur hækkáð um fimm prósent frá og með 5. marz, og kemur þessi hækkun fram á reikningum til fólks i april og mai. Jóhannes Zoega, forstjóri Hitaveitu Reykjavikur, fullyrti þó i viðtali við blaðið i gær, að þetta væri allt of litil hækkun fyrir Hitaveituna, og sagði að farið hefði verið fram á mun meiri hækkun og rök færðfyrir henni, en hækkunin nú þýddi 30 milljón króna tekjumissi fyrir Hita- veituna, miðað við fjárhags- áætlun hitaveitunnar fyrir árið. Hingað til hefur verðlag hita- veitunnar fylgt byggingavisitöl- unni, en hún hefur hækkað um rúm 25% á siðustu tveim árum, en hitaveitan aðeins um fimm prósent. Jóhannes sagði að þetta riðlaði áætlanagerð Hita v eitu nna r talsvert, þótt ekki yrði dregið úr fyrirhuguðum framkvæmdum fyrst um sinn, þar sem Hitaveitan fengi mismuninn af þvi 132 milijóna króna láni, sem borgin tók nýlega hjá Hambrosbanka i London. Þótt framkvæmdir Hitaveitunnar verði eftir áætlun, sagði Jóhannes að þær yrðu að sjálfsögðu mun dýrari, þar sem unnið yrði fyrir lánsfé i stað ið- gjalda frá neytendum, enda kæmi þetta örugglega niður á fjár- hagsáætlun næsta árs.— Sjór í lestina Þessa dagana vinna dómk- vaddir matsmenn að þvi að meta tjón, sem varð á áburöarfarmi Mælifells, þcgar skipið var á leið frá Evrópu til islands fyrir skö- mmu. Tjónið varð með þeim hætti, að sjólag reið yfir skipið og komst einhver sjór i lestarnar og getur tjón hafa orðið nokkuð, þar sein um viðkvæman farm er um að ræða og áburð. Enn berast slæmar fréttir úr umferðinni 1971 VAR MESTA SLYSA- ARIÐ Siðasta ár virðist hið lang- versta hér á landi, hvað slys og óhöpp i umferðinni snertir, auk þess scm i fyrra varð mesta aukning slysa og óhappa á ári sem oröið hefur, frá þvi farið var að gcra heildar samantekt þeirra árið 1!)«G. Blaðið leitaði i gær, nánari upplýsinga hjá Pétri Svein- bjarnarsyni, fram- kvæmdastjóra umferðaráðs, og sagði hann að enn lægju ekki endanlegar tölur fyrir yfir slys og óhöpp allra umdæma lands ins. Hins vegar liggur vfirlits- skýrsla lögreglunnar i Keykja- vik fyrir, og samkvæmt henni urðu 3660 óhiipp i umferðinni i Keykjavik i fyrra á móli 3005 óhöppum árið áður, og er það aukning um «65. Þarna eru talin þau óliöpp þar sem lögreglan er kvödd til og gcfur skýrslu um, cn nokkuð er um óhöpp, þarsem aðilar scmja um bætur á staönum. — Ekki er endanlega vitað um fjölda slysa, en alls slösuðust 612 manns í umferðinni i fyrra, en sambærileg lala frá árinu 1370 var 40«. svo að aukning fjölda slasaðra er gffurleg. Einnig fjölgaði banaslysum i umferðinni á siðasla ári og urðu þau 13 i Keykjavik á inóti átta árið áður. AO LIKINDUM FER LODNAN AD KVEDIA „Loðnuvertiðin hefur nú staðiö i tvo mánuði, og mér kæmi það ekkcrt á óvart, þótt það færi aö styttast i henni úr þessu”, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur i viðtali við blaðið i gær. Iljálmar var þá staddur um borð i rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni við Stokknes. Hjálmar sagði, að þcir á Arna hefðu leitað loönu síðasta sólar- hringinn austur með landinu, og orðið varir við dreifða loðnu, einkanlega fyrir vestan Ingólfs- höfða. Loðnan væri ákaflega ill viðureignar, og þeir bátar, sem köstuðu á þriöjudaginn, fengu litið sem ekkert. i fyrrakviild þétti loðnan sig nokkuö, og fengu þá 7 bátar um 1500 tonn. Gisii Arni hafði mestan afla, 370 tonn. AUs munu 15 bátar vera við veiðar á þcssum slóðum, „blandaður kokteill” aö sögn Hjálmars, Austfjarðabátar og stærri bátarnir. Hjálmar sagði, að svo virtist scm loðnan, sem bátarnir væru að veiða þarna, væri alvcg kom- in að þvi að gjóta, og hluti hennar væri þegar gotinn. Það bentí til þess að nú færi að styttast i þaö að loönan yrði veiðanleg. Arni Friðriksson mun fljótlega halda á iniðin útaf Austfjörðum, og gcra þar rannsóknir á ung- loðnu, ókynþroska loðnu. Verður Árni viö þær rannsóknir fram að páskum. Af 69 fulltrúum, sem áttu seturétt á «. þingi Land- ssambands islenzkra verzlunar- manna, sóttu 62 þingið, sem var háð dagana 25. - 27. febrúrar. SALTFISKUR FYRIR 1752 MILUÖNIR Á siðasta ári fluttu islcnd- ingar út saltfisk að verðmæti 1752 milljónir króna. Voru á árinu fluttar út 31,500 lestir af verkuðum og óverk- uðum saltfiski. Heildarverömæti verkaðs og óverkaðs saltfisks nam hins vegar 1865 milljónum króna 1971. Að sögn Tómasar Þor- valdssonar, stjórnarformanns Sölusambands islenzkra fisk- framleiðenda, var árið hagstætt framlciðendum, og reyndar þjóðinni allri. Langstærsti kaupandi is- lenz.ks saltfisks er Portúgai, sem kaupir nær helming af öll- um saltfisk. Þá eru Spánn, Grikkland, Brasilia og italia einnig stórir kaupendur. Þegar hafa vcrið gerðir samningar um sölu á fram- lciðslu ársins 1972, samtals 20 þúsund tonn af saltfiski verk- uðum á vetrarvertið. Samkvæmt samningum á af- skipunum að Ijúka fyrir 1. júli. Er verðið að meðaltali 15% hærra cn á sama tima i fyrra. — Myndin er tekin i Sænska frysti- húsinu. Það er saltfiskspakki sem maöurinn er með.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.