Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.12.1972, Blaðsíða 1
ÞAÐ VERÐUR EITTHVAÐ SKÁRRA I DAG 1 gær gekk hið mesta illviðri yfir allt landið. Veðurhæðin komst upp i 10 vindstig hér i Reykjavik, og reýndar viða annars staðar á landinu, svo sem i Skagafirði og viðar á Norðurlandi. Tiu vindstig mældust á Hveravöllum og Nýjabæ. A Stórhöfða mældist vind- hraðinn 12 stig, en mælar veðurathug- unarstöðva mæla ekki meiri veður hæð. Þessu hrakviðri með sunnan- og suð- vestanátt olli kröpp og kröftug lægð, sem gekk norð-austur yfir landið. Þeg- ar kuldaskilin gengu yfir urðu s'nkar þrumur og eldingar að naumast hefur það farið fram hjá nokkrum manni. Nokkuð gekk veðrið niður i gær- kvöldi en var þó viðast hvasst til landsins og þó heldur verra á miðun- um. Heldur fór veður kólnandi með kvöldinu og gerði Veðurstofan ráð fyr- ir slydduéljum og haglskúrum og er þvi liklegt að snjói eitthvað i fjöll, og að gráni i jörð i höfuðborginni. Eitthvað skárra veður verður i dag en áfram sunnan- og suðvestan átt og allra veðra von, þegar liður á nóttina. Ekki verður enn sagt fyrir um, hvort við fáum hvit jól eða rauð þetta árið, en vist munu veður öll válynd næsta dægur að minnsta kosti. LITLU JÚLIN HVER SÍÐASTUR AÐ SÆKJA BÆTURNAR Á morgun er siðasti útborg- unardagur bóta Almanna- trygginga á þessu ári. Þeir sem enn eiga eftir að fá bætur greiddar, verða að koma i Tryggingastofnun rikisins i siöasta lagi fyrir klukkan þrjú á morgun. Að öðrum kosti fá þeir ekki bæturnar greiddar fyrr en i janúar. Háar fjárhæðir hafa farið i gegnum Tryggingarstofnun- ina i desember. Fyrir gærdag- inn höfðu verið greiddar 174,5 milljónir, en ennþá er eftir að greiða um 25 milljónir króna. Ekki er vitaö nákvæmlega hve margir njóta almanna- bóta, en þeir eru yfir 20 þús- und talsins. Það eru ekki bara börnin, sem halda litlu jólin þessa dagana. Við litum inn á Sögu i gærdag, þar sem eldri borgararnir héldu sin litlu jól með skemmtiatrið- um, söng og fleiru. Þessu var svo öllu rennt niður með kaffi og rjómakökum. En þó svo, að litlu jólin hafi i þetta skiptið verið ætluð stóru börnunum, var ekk- ert þvi til fyrirstöðu að þau smærri tækju þátt i gleðinni og hjálpuðu til við rjómaterturnar. Fjöimenni tók þátt i þessum litlu jólum eldri borgaranna, sem erorðinn árlegur viðburður i ört vaxandi félagslifi þeirra. Framhald á bls. 10 Síðustu fréttir i gærkvöldi var gerð sprengju- árás á sendiráð Bandarikjanna i Bcirút i Ubanon. Eru þrjár neðstu liæðirnar af tiu i húsinu gjörónýtar. Ekkert inanntjón varð. Þetta er fyrsta árásin af þessu tagi sem gerð er á sendiráð i Arabalöndunum, og er óttast að fleiri kunni að fylgja i kjölfariö. Árásarmennirnir sluppu. TOSKUÞJÓFURINN FANNST í STEININUM HAFDI SÚAÐ OEniFOSS VISAST DOTTINN ÞYFIHU ÚT AF VIRKJUNARLISTANOM Langþráður draumur Norð- lendinga um virkjun Dettifoss verður liklega aldrei að veru- leika. Jarðfræðilegar mælingar, sem Orkustofnunin lét i sumar gera i nágrenni fossins, benda til þess, að jarðsig á þessum stað nemi árlega 2 millimetr- um. Er þetta sig miklu meira en svo, að hættandi sé á að fara Ut i stórvirkjun fyrir Norðurland, með virkjun Dettifoss i Jökulsá á Fjöllum. Má þvi fullvíst telja, að raf- orkuþörf Norðurlands verði leyst með flutningi rafmagns frá stórvirkjunum sunnanlands, með raflinum norður yfir heið- ar. ,,Ef þetta sig heldur áfram, gerir það virkjun á þessum stað mjög varasama”, sagði Haukur S. Tómasson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, er blaðið hafði tal af honum i gær. Þessum jarðhreyfingum við Dettifoss lýsti Haukur nánar sem ,,mismunahreyfingum inn- an langsniðsins upp á 2 milli- metra á ári”. Þessar mælingar hafa aðeins staðið yfir i eitt ár, og þeim verður að halda áfram i minnst fimm ár, til þess að fá örugga vitneskju um jarðhreyfingar á þessum stað. Ef þessar framhaldsmæling- ar sýna óhrekjandi fram á að sigið nemi 2 millimetrum árlega má afskrifa virkjun Dettifoss. Framtiðarmannvirki upp á þUs- undir milljóna verða varla reist á stað þar sem jarðsig er upp á einn sentimeter á hverjum fimm árum, eða heila 20 senti- metra á einni öld. Það hefur sem kunnugt er lengi verið draumur margra, að stórvirkjun fyrir Norðurland verði reist við Jökulsá á Fjöll- um.Á fyrsta tug þessarar aldar komu fram hugmyndir um slika virkjun, og þjóðþekkt er kvæði Einars Benediktssonar um Dettifoss, þar sem hann sér fyr- ir sér orku fossins breytt i raf- magn. Þá er ekki- siður þekkt Framhald á bls. 10 mann á Rauðarárstig á mánudaginn, og rændi hann tösku með 20 þUsund krónum i peningum, er nU fund- inn, og hefur játað á sig sökina. Maðurinn, sem fyrir árásinni varð, gat gefið lögreglunni all- greinagóða lýsingu á þjófnum og hafði lögreglan i Keflavik upp á honum i gær. Reyndar komst hann undir hendur lögreglunnar vegna ölv- unar, enda hafði hann eytt öllu þýfinu i vin og slark. Maðurinn, sem var rændur, var kallaður til að bera kennsl á þjóf- inn, en áður en hann kæmi, játaði hinn allt á sig. Þýfið er upp urið, sem fyrr segir, og þjófurinn að auki eignalaus, og þvi óvist hve- nær manninum verður bættur skaðinn. Þess má að lokum geta að þjóf- Framhald á bls. 10 10,000 HVELLIR TEKNIR í FIRÐINUM Rannsóknarlögreglan i Hafnar- liröi vonast nU til að geta átt fremur hljóðlát áramót, þar sem hUn gerði 10 þUsund háværa kin- verja upptæka i hUsi einu þar i bæ i gærdag, svo altént verður ekki hávaði af þeim. Tildrög voru þau, að tveir ungir drengir Ur Hafnarfirði voru tekn- ir i Reykjavik i gær, fyrir að vera að kasta kinverjum inn i verzlan- ir, Við ylirheyrzlur játuðu þeir svo aö hafa fengiðkinverjana hjá skipverja á einum Fossinum, sem hafði smyglað þeim inn i landiö nýlega. Við nánari athugun kom i ljós, að fleiri höfðu fengið sinn skammt, og leiddi það til þess, að fyrrnefnt magn var gert upptækt. Sá sem það hafði i förum sin- um, viðurkenndi að hafa selt eitt- hvað litilræöi, en kvaðst hafa ætlað að gefa kunningjum og vin- um afganginn! Telur lögreglan það raunar lé- lega afsökun, þvi sami gaura- gangurinn er af kinverjunum, hvort sem það eru vinir og kunn- ingjar eða vinskiptavinir, sem sprengja þá. — Loftárásirnar á Víetnam 800 SPRENGIU- VÉLAR ENN „AD VERKI” I CÆR um, skipasmiðastöðvum, flutn- ingatækjum og raforkuverum, en almennir borgarar hafi látið lifið i mjög fáum tilfellum. HanoiUt- varpið skýrði hinsvegar frá þvi i gær, að mörg hundruð almennra borgara hafi látið lifið i árásunum og sagði, að fimm B-52 risa- sprengjuþotur hafi verið skotnar niður i gær og fyrradag. Danska rikisstjórnin sendi frá sér i gær yfirlýsingu þar sem sprengjuárásirnar á Norður-Viet- nam eru fordæmdar og Banda- rikjamenn sérstaklega ásakaðir fyrir að bera ábyrgð á áfram- haldandi þjáningum vietnömsku þjóðarinnar. 1 yfirlýsingunni, sem Anker J^gensen forsætisráðherra skrif aoi undir, segir m.a., að danska stjórnin sé eindregið á þeirri skoðun, að Vietnamdeilan verði aðeins leyst á friðsamlegan hátt, en með þvi að-hefja aftur árásir og leggja að nýju sprengjur i hafnar séu þær friðarvonir, sem kviknuðu siðast i október, að litlu eða engu orðnar. DANIR MÓTMÆLA 600 bandariskar B-52 sprengju- flugvélar héldu i gær áfram árás- um á skotmörk mjög viða i N- Vietnam, og samkvæmt fréttum frá Saigon voru þær hinar mestu frá þvi friðarviðræðunum i Paris lauk. Að sögn bandarisku her- stjórnarinnar i Saigon verður loftárásunum haldið áfram, — þetta er aðeins byrjunin. Eftir sömu heimildum er haft, að þriðju B-52 flugvélarinnar frá þvi að árásirnar hófust sé saknað, auk A-7 Corsair orrustufél. Talsmaður varnarmálaráðu- neytisins i Washington fullyrti á blaðamannafundi i gær, að loft- árásunum sé beint gegn herstöðv-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.