Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						GUÐAAUNDUR G.ÞÓRARINS.
FÉKK VÍTURVIÐLAGASJÓDS
Alþýðublaðið hef-
ur áreiðanlegar
heimildir fyrir því,
að á fundi Viðlaga-
sjóðs, sem var hald-
inn í fyrradag, hafi
Guðmundur G. Þór-
arinsson verið víttur
fyrir að láta hafa
eftir sér í Tímanum
þann sama dag upp-
lýsingar um hús þau
sem verksmiðjur á
Norðurlöndunum
hafa boðizt til áð
gefa Vestmannaey-
ingum, áðuren hann
gaf    nefndinni
skýrslu um þau.
Einsog kunnugt er
héldu þeir Guð-
mundur, Bárður
Daníelsson bruna-
málastjóri,  Jóhann
Friðfinnsson kaup-
'maður í Eyjum og
Hafsteinn Stefáns-
son skipasmiður í
Eyjum, til Norður-
landa
Tveir
¦ A
milljonir
tslenzkur markaður hf.
tapaöi fyrir héraðsdómi
málinu, sem Ferðaskrif-
stofa rikisins fór í til aö ná
greiðslum á feröamenn,
sem á leiö út úr landinu
eiga möguleika á ao verzla
hjá íslenzkum markaði.
Dómkrafan hljóðaði upp á
tæpar 3 milljónir króna, en
siöan hún var sett fram
eru liönir einir 10 mánuoir,
sem gætu þýtt um 2
milljónir i viðbót.
Ferðaskrifstofa rfkisins
haföi i ein 20 ár rekið
verzlun á Keflavlkurflug-
velli, þegar tslenzkur
markaður hf. tók þar við á
árinu 1970. Samningar
tókust um, að Ferðaskrif-
stofan fengi 21 krónu af
hverjum farþega, sem um
völlinn færi. Dómsmálið
kom til vegna þess, að ts-
lenzkur markaður taldi sig
ekki eiga að greiða af öðr-
um farþegum en þeim,
sem kæmu og færu sam-
dægurs.
Dóminn kvaö upp Ólafur
Hannesson, fulltrúi hjá
lögreglustjóraembættinu
á Keflavikurflugvelli.
Fyrir Ferðaskrifstofu rik-
isins flutti Óttar Yngvason
málið og Páll S. Pálsson
fyrir  tslenzkan  markað.
SENNILEGA BARA
GRÓÐI AF HEIMS-
MEISTARAEINVÍGI
„Við erum alveg orðnir ofan á fjárhags-
lega i sambandi við heimsmeistaraeinvíg-
ið", sagði Hilmar Viggósson, gjaldkeri
Skáksambandsins/ er við töluðum við hann
í gær í tilefni af því, að nú er síðasta ein-
takið af minjapeningunum selt.
Eins og kunnugt er, voru gefnar út 400
seriur af gull-, silfur- og eirpeningum til
viðbótarþeim, sem áðurvoru gerðar. Hver
sería var seld á kr. 19.500,00, og eins og
áður segir, eru þær allar seldar.
Kvaðst Hilmar þó vilja taka fram, að
ekki lægju allir liðir endanlega fyrir, eins
og greiðslurtil FIDE, kostnaður við bóka-
útgáfuna i Bandaríkjunum og lögfræði-
kostnaður þar. Færi um þessa þætti, eins og
Skáksambandið gerði sér vonir um, ættu
endar að ná saman.
SJO-
menn
farast
Sannaö þykir að lslend-
ingur hafi brotnað I spón I
grennd við Dritvlk á Snæ-
fellsnesi. Tveir ungir
menn fórust með bátnum.
Hétu eir ölafur Þór Ketils-
son, Alfaskeiði 94, Hafnar-
firði, 30 ára gamall, og
Theodór Guðjónsson,
Hvammstanga, 29 ára
gamall. Ólafur lætur eftir
sig konu og fjögur börn á
aldrinum 2-9 ára, en Theo-
dór lætur eftir sig unnustu.
Tómur gúmbátur frá Is-
lendingi HU 16 fannst rek-
inn á fjöru I Beruvik á
Snæfellsnesi skömmu eftir
hádegi I gær. Aöur hafði
brak, m.a. úr bol og inn-
viðum skipsins, og bjarg-
hringar frá tslendingi
fundizt á reki við fjörur I
Dritvlk, nokkru vestar en
gúmbáturinn fannst siðar.
BLAUTT
Eins og þessar myndir
bera með sér voru götur
borgarinnar heldur blaut-
ar I gær og sumar lfktust
reyndar fremur stórfljót-
um en brautum fyrir blla.
Þegar vio vorum að
leggja siðustu hönd á
blaoift I gærkvöldi var
komin hundslappadrlfa
og samkvæmt veður-
spánni má svo búast við
nokkru frosti. t>að er þvl
vissara fyrir ökumenn að
fara hægt I sakirnar I dag.
BJARNI REKINN FRA
FRJÁLSLYNDUM
Tveir formenn
í félaginu
Á fjölmennum fundi,
sem haldinn var I Félagi
frjálslyndra I Reykjavfk I
fyrrakvöld var samþykkt
tillaga, sem m.a. felur I
sér brottvikningu Bjarna
Guðnasonar úr formanns-
sæti I félaginu og úr
félaginu sjálfu. Gerir til-
lagan, sem samþykkt var,
ráð fyrir þvi, að varafor-
maður félagsins,
Guðmundur Bergsson,
taki við formennskunni af
Bjarna og gegni henni
fram til næsta aðalfundar.
Tillaga þessi var sam-
þykkt I fundarlokin með
öllum griddum atkvæðum
gegn fjóruni. Bjarni hvatti
sina menn til þess að
greiða ekki atkvæði og
gekk hann af fundi ásamt
nokkrum sinna stuðnings-
manna. Var þá séð, að
hann væri I minnihluta á
fundinum.
Aður en Bjarni gekk af
fundi og um leið og hann
hvatti stuðningsmenn slna
til þess að greiða ekki at-
kvæði um framangreinda
tillögu, lýsti hann þvi yfir,
að hann teldi fundinn ekki
hafa vald til þess að setja
sig úr formannssæti I
Félagi frjálslyndra I
Reykjavik né vlkja sér úr
féiaginu og myndi hann
þvl áfram telja sig félags-
mann og félagsformann.
Viðurkennir Bjarni þvl
ekki meirihlutaafgreiðslu
félagsfundarins frá I gær
og eru þvl um þessar
mundir tveir starfandi
formenn I félaginu —
Bjarni Guðnason, sem
neitar að samþykkja frá-
vikningu slna, og
Guðmundur Bergsson, en
á honum var ekki annað að
skilja I gær, en að hann
samþykkti fyrir sitt leyti
afgreiðslu fundarins og
tæki þar með að sér að
gegna   formennsku   I
Félagi frjálslyndra I
Reykjavik fram til næsta
aðalfundar.
Fundurinn I Félagi
frjálslyndra, sem haldinn
var I fyrrakvöld, átti sér
langan og strangan að-
draganda. Andstæðingar
Bjarna Guðnasonar I
félaginu höfðu þráfaldlega
óskao eftir þvi við hann
sem formann félagsins, að
hann boðaði til fundar I
félaginu um brotthvarf
hans úr þingflokki Sam-
3. SIÐA
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12