Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 59. Tölublaš - Sunnudagsblaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						II
HRINGDANS UM BORÐ í ÞJÚÐARSKÚ1UNNI
Þannig er fariö fyrir þjóöar-
skútunni, hugsar eflaust einhver,
er hann litur á myndina hér að
BJARNI
SIGTRYGGSSON
UAA
HELGINA
ofan. Reyndar eru ýmsir farnir
aö kalla rikisfarkostinn „þjóðar-'
skuttogarann" — en hvort heldur
er, og hvar sem menn i flokki
standa, þá eru flestir sammála
um aö sjaldan eða aldrei fyrr
höfum við verið jafn óheppin með
stjórnarherra.
Það málefni kosningabarátt-
unnar, sem trúlega fleytti þessari
stjórn inn, voru hin stóru og höröu
orö um að hvika hvergi i land-
helgismálinu. Með þvi siðan aö
höfða til þjóðareiningar um það
mál hefur stjórninni veriö fyrir-
gefið margt, sem þeir sömu menn
hefðu aldrei fyrirgefið öðrum.
En það hefur reyndar gerzt,
sem alltaf mátti búast við. Fram-
kvæmd landhelgisgæzlunnar
hefur orðið líkust danskennslu
Heiðars Astvaldssonar: „Styðja,
vinstri, styðja, hægri, tií baka,
snú. Eitt skref fram, snúa döm-
unni (væntanlega maddömunni)
og eitt skref aftur. Endurtaka
þetta siöan með músik..."
Reyndar er það Tango jalousie,
sem er hið rikjandi lag i dans-
skóla Ola Jó, — þvi auðvitaö hefur
Lúðvik Jósefsson aldrei getað
afboriö það að Einar Agústsson
sem utanrikisráðherra sitji i
sviðsljósinu þegar landhelgis-
málið er annars vegar.
Þannig verður það meginverk-
efni forsætisráðherrans að lægja
öldurnar innan rikisstjdrnarinnar
og innan sins eigin flokks — ekki
að sinna verkefnum þjóöarinnar.
Og þeim mæta manni hefur ýmis-
legt annað verið betur gefið en
röggsemi.
En það er langt i frá að það sé
einungis meðferð landhelgis-
málsins, sem gert hefur fólk ósátt
við þessa stjórn. Hins vegar
endurspeglar þaö mál mæta vel
hve óheppilega þessi stjórn er
samansett. Hópurinn á írauninni
aöeins tvennt sameiginlegt. t
fyrsta lagi að fá mann I hverri
nefnd, sem stofnuð er (og þeim
fjölgar Iskyggilega) — og I öðru
lagi að vilja sitja sem lengst. Það
er einnig vitað mál, að I stjórninni
sitja menn, sem eru persónulegir
óvildarmenn. Geta má þvi nærri
hversu gagnkvæmt traust rlkir
þar sem virkilega er þörf trausts,
fulls trúnaðar og samheldni.
Traustið var slikt, að þegar
kom að þvi að brjóta I fyrsta sinn
eitt af stærstu kosningalof-
orðunum („þessi stjórn mun
aldrei fella gengiö") þá gekk á
með leynifundum og makki smá-
hópa innan stjórnarinnar. En úr
þvi sá bláþráður hélt, þá mátti
búast við að svipuð hrossakaup
og þá áttu sér stað, gætu haldið
áfram. Og sú varð reyndin.
Það hefur náðst samkomulag
um aö sleppa verðbólgunni lausri
— og hvar eru nú útverðir spari-
fjár eldra fólksins? I dag eru
blómatimar fasteignabraskara,
og sú aldna dyggð, sparnaður,
nánast guðlast. Hins vegar er
eignaaukning með skuldasöfnun
hið eftirsóknarverðasta.
Það þarf ekki að segja neinum
að það hefi verið eöa sé fullt sam-
komulag meðal aðstandenda
stjórnarinnar að þessi hringdans
óöaverðbólgu haldi áfram með si-
vaxandi hraða.
Þaö er komið að syrpuskiptum.
.1
p-
mm
wmmmmm
ftiiizm
ímw

Sunnudagur 11. marz 1973 58. tbl. 54. árg.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
4-5
4-5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8