Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						STJÓRNIN FARIN AÐ HUGLEIÐA
ÞINGROF OG NÝJAR KOSNINGAR
Iþýðu
Miðvikudagur 20. marz 1973 £!: '&.
HUGMYNDIN KOMIN FRA ALÞÝÐUBANOALAGI
i herbúðum rlkisstjórn-
arflokkanna eru menn nú
alvarlega farnir aö hug-
leiða þingrof og kosning-
ar. Heimildir þaðan
herma, að fyrir nokkrum
dögum hafi ráðherrar Al-
þýðubandalagsins lagt
fyrir forsætisráðherra,
Ólaf Jóhannesson, áætl-
un, sem m.a. feli I sér að
rikisstjórnin óski sjálf
eftir þingrofi og nýjum
kosningum. Ástæðan,
sem stjórnin gefi, sé sú,
að vegna ýmissa dfyrir-
sjáanlegra vandamála,
s.s. eins og Vestmanna-
eyjamálsins, þurfi hún að
endurnýja umboð sitt frá
þjóðinni og óska eftir
nýrri  traustsyfirlýsingu.
Hugmynd Alþýöubanda-
lagsins með þessu sé sú
að forða rikisstjórninni
frá að „springa I loft upp"
þar eð með þessu móti sé
það stjórnin sjálf, sem
óski eftir að þingið sé rof-
ið og þjóðin kvödd að
kjörborðinu á nýjan leik,
— sem sé, að með þessu
móti geti hún „bjargað
andlitinu". Er sagt* að
Ólafur Jóhannesson ihugi
þessa uppástungu alvar-
lega, en siðasta orðið
verður nú sem fyrr hjá
Eysteini Jótissyni.
bá er það einnig sagt i
stjórnarherbúðunum,  að
Alþýðubandalagsmenn
hafi lagt fyrir Olaf i bein-
um  tengslum  við þessa
hugmynd ákveðnar til-
lögur i efnahagsmálum
og sé hugmynd þeirra sú,
að rikisstjórnarflokkarn-
ir leggi þær fram sem
„sina lausn" er þeir leita
til kjósenda i kosningum
að loknu þingrofi. Til-
gangurinn með þessu sé
fyrstog fremst sá að setja
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna i vanda —
að fá þá til þess að gera
upp hug sinn með eða
móti rikisstjórninni og ef
þeir veiji síðari kostinn
þa sé hægt að kenna þeim
um að hafa rofið stjórnar-
samstarfið — hvaða hag
svo sem kommar og
Framsóknarmenn sjá sér
i þvi.
ÞJOFURINN
ÞORÐIEKKI
AÐSJA
FRELSARANN
Þú skalt ekki stela,
segir eitt boðorðið, og af
ótta við að heyra á það
minnzt, þorði þjófurinn
ekki að notfæra sér tvo
stolna aðgöngumiða að
óperunni Jesús Kristur
Súperstar, enda koma
boðorðin þar við sögu.
Upphaflega hafði
Akureyringur nokkur
komið gagngert hingað
tíl Reykjavikur til að
sjá óperuna, og hafði
hann keypt miða fyrir
sig og unnustu sina með
góðum fyrirvara.
Kvöidið fyrir sýning-
una, brá hann sér á
skemmtistað, en þar
varð hann fyrir barðinu
á einum vasaþjófanna,
sem hafði af honum
peningaveskið, með
miðunum, talsverðu af
peningum og ávisana-
hefti.
segir Hannibal
um „nefndina"
„Þessi stjórnmála-
nefnd, sem Bjarni
Guðnason beitir þarna
fyrir sig, er pólitisk
dúkka, sem hann hefur
sjálfur búið til. Ég hef
að engu það sem þetta
brúðuleikhús lætur frá
sér fara".
Þannig komst Hanni-
bal Valdimarsson, fé-
lagsmálaráðherra, að
orði, er Alþýðublaðið
bar undir hann ályktun
þá, sem „stjórnmála-
nefnd S.F. í Reykjavik"
samþykkti á sunnudag.
Þar er Hannibal vlttur
„fyrir að ganga I ber-
högg við stefnu S.F.V. f
landhelgismáiinu".
Alyktun „brúðuleik-
hússins" eins og Hanni-
bal nefnir áðurnefnda
„stjdrnmálanefnd"
birtist i heild á 2. slðu
Alþýðublaðsins I dag. —
Olíur o£ eiturefni
ógna vatnsbólum
Suðurnesiamanna
Birta
ogyl
ur
,,Nú verður aftur
hlýtt og bjart um bæ-
inn". Ög með hlýjunni
og birtunni læðist vor-
ið i brjóst fólksins og
það viljum við meina
aðeigi sérstaklega við
þetta unga Reykja-
víkurpar. Myndina
tók Friðþjófur í
Lækjargötunni i gær.
• „Vatnsból Keflvíkinga,
Njarðvíkinga, Sandgerð-
inga og Garðsbúa eru öll i
bráðri hættu vegna olíu,
sem grafin er i jörð á flug-
vallarsvæðinu.
• Olían er I áratuga-
göinlum afskrifuðum
geymum, sem vegna ald-
urs hljóta að fara að gefa
sig, og þvl ekki seinna
vænna að gera eitthvað til
varnar.
• Það er skylda yfir-
valda að hafa strax sam-
band við þá menn, sem vita
um þessa geyma og láta
grafa þá upp".
Þannig hljóðar upphafið
á frétt i nýjasta tölublaði
Suðurnesjatiöinda, þar
sem skýrt er frá mikilli
hættu, sem vatnsból á
Rosmhvalanesi eru i
vegna hugsanlegrar olíu-
mengunar frá ollugeymum
Fógeti nánast fundar-
stjóri  hjá frjálslyndum
Stjórn Samtaka frjáls-
lyndra i Reykjavik lagði
fram í fógetarétti í gær lög-
bannsbeiðni við fundarboð-
unum, sem út hafa verið
gefnar í nafni „stjórnar"
félagsins, sem og útgáfu
félagsskirteina, innheimtu
félagsgjalda og væntanlega
öðrum athöfnum.
Þegar félagsfundur gerði
þá ályktun, að Bjarni
Guðnason, alþm., væri ekki
lengur i félaginu og gæti
þvi ekki gegnt formennsku
I  þvi,  tók  Guðmundur
Bergsson, varaformaður,
við starfi hans. Meðstjórn-
endur, Inga Birna Jóns-
dóttir, Ottó Björnsson,
Torfi Asgeirsson, Brynjar
Viborg og Kristján Jó-
hannsson, neituðu að starfa
með Guðmundi. Kvaddi
hann þá til starfa vara-
stjórnina, Arna Markús-
son, Einar Hannesson,
Harald Henrysson, Ólaf
Hannibalsson og Steinunni
Harðardóttur.
Þessi „stjórn" boðaði til
félagsfundar, sem haldinn
var I gærkvöldi, og annars
fundar hinn 5. april næst-
komandi.
Bjarni Guðnason og aðal-
stjórnin hafa ekki viður-
kennt brottvikningu Bjarna
úr félaginu og formanns-
sæti, og telja gerðir vara-
stjórnarinnar lögleysu.
Hefur sU stjórn, eins og
áöur segir, krafizt lög-
banns við athöfnum henn-
ar, svo sem áðurgreindum
fundarboðunum.
Ekki gekk I gær úrskurð-
ur um lögbann við fyrri
fundinum, sem boðaður
var I Tjarnarbúð I gær-
kvöldi.
Vitaö er, að krafizt yrði
félagssklrteina af þeim,
sem þennan fund vildu
sækja, og þá væntanlega
gildra skirteina.
Fyrir lögbannsbeiðendur
var Höröur Einarsson, hrl.,
en fyrir gerðarþola Logi
Guðbrandsson hrl.
Lögbannsmálinu
frestað í gær.
var
á Keflavikurflugvelli. Eru
geymar þessir sagðir sum-
ir svo gamlir, að þeir geti
gefið sig hvenær sem er, og
ollan geti þar með komizt I
jarðveginn i kring og
mengað vatnsból bæði á
flugvallarsvæðinu og
byggðarlaganna I kring.
Suðurnesjatíðindi vitna I
skýrslu sem nefnd þriggja
manna hefur gert um
ástand þessara mála. Þar
segir meðal annars, að
þegar hafi þurft að afskrifa
sex vatnsból vegna olíu-
mengunar, eitt í Kefla-
vikurbæ, eitt i Njarðvikur-
hreppi og fjögur á Kefla-
víkurflugvelli.
Siðan segir orðrétt i áliti
nefndarinnar: Nefndin
telur sig geta rökstutt það
með f jölmörgum ábending-
um, að ekki mörg hundruð
tonn af olium og benzini og
¦ 28MEÐ
FULLT HÚS
tslendingar reyridust
heldur betur getspakir
um þessa helgi, þvi við
talnitigu hjá knatt-
spyrnugetraununum
!,' fundust 28 seðlar með 12
réttum leikjum.
Þeir gefa I aðra hönd
17,500krónur, en U rétt-
ir leikir gefa ekkert, því
alls fundust 410 slikir.
Fellur amiar vinningur
þvi niður. Meðal þéirra
sem ekkert fengu var
gettaunasérfræðingiir
hlaðsins, Hdan. Hanfl
hafði II leiki rétta á sfn-
: um seðli. Þátttaka i get-
raununum hefur auki/.t
nokkuð upp á siðkastið,
en hún var I lægð eftir
Vestmannaeyjagosið.
ýmsum þrýstiloftsflug-
vélaeldsneytum, heldur
margar þúsundir tonna
hafa runnið Ut i jarðveg
Keflavikurflugyallar á um-
liðnum áratugum frá bygg-
ingu hans, auk mikils
magns af banvænum eitur-
efnum, sem eru flugstarf-
semi nauðsynleg, en er nU
sem óðast að hverfa Ur
notkun hjá menningarþjóð-
um, sem mest verða að
berjast fyrir tilveru sinni af
mengunarástæðum. En
enn þann dag I dag eru
þessi efni I notkun á Kefla-
víkurflugvelli, enn þann
dag I dag streymir ollan i
tugum tonna Ut I jarðveg-
inn af slysni, kæruleysi eða
þekkingarleysi, án þess að
nokkuð sé gert, aldrei skipt
um jarðveg, þar sem slikt
hefur gerzt og reynt að
eyða menguninni, áfram er
haldið á sömu braut".
¦ VEIDI
MISJÖFN
Loðnuveiðarnar
gengu misjafnlega um
helgina. Afbragðsveiði
var á laugardaginn,
nærri 13 þúsund lestir,
5.IHHI lestir véíddust á
sunnudaginn, en 1 gær-
kvöldi hföðu bátarnir
aðeins meldað sig með
1500 lestir. Spáð var
góöri veiði i nótt.
Loðnan veiðist nii
vestast við Alviðru, en
austast veiðist hún und-
an Kötlutanga. Þróar-
rými er nú viðast hvar
nægilegt, enda hafa
margir bátar farið til
fjarlægra hafna. en þau
skip sem slíkt gera, fá
riflegan styrk úf flutn-
ingasjóði.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12