Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Dómþing á slysadeildinni að nóttu til
Læknar neituðu
Ibýðu
og sá gruna
íékk sjö stunda
rskot
Miðvikudagur 21. marz 1973 6Ó ?'•
°                      54. arg.
blóðprufu!
FORÐIZT
SLYSIN!
Stúlka þessi er persónugervingur herferðar gegn
slysum iÞýzkalandi, enda skartar hún öryggishjálmi,
hlífðargleraugum og traustlegum vinnugalla, en minni
áherzla virðist lögö á fatnað nær kroppnum. Mynd
þessi hefur verið prentuö i þrem milljónum eintaka,
svo vinnandi menn sem viðast um Þýzkaland megi
njóta hennar.
Dómþing var sett i slysa-
deild Borgarspitalans i
fyrrinótt, eftir að tveir
læknar á vakt, neituðu að
taka bióðprufu af manni,
sem grunaður var um ölv-
un við akstur.
Samkvænit dómsúr-
skurði, sem örn Höskuids-
son, fulltrúi sakadómara,
kvað upp um tvöleytið, var
læknunum lokst gert að
taka blóðprufuna, en þá
hafði staðið i stappi I nær
sjö klukkustundir. M.a.
voru Ásgeir Friðjónsson,
fulltrúi lögreglustjóra, og
Bragi ólafsson, aðstoðar-
borgarlæknir, tilkvaddir
vegna þessa máls, auk þess
sem Iveir lögregluþjónar
viku ekki frá hinum grun-
aða.
Forsaga málsins er sú,
að um kl. 19,30 i fyrrakvöld,
stöðvuðu lögregluþjónar
ferðir þess grunaða, eftir
að hann hafði verið kærður
fyrir óöruggan akstur.
Lögreglumennirnir töldu
hann sýnilega drukkinn og
vildu færa hann til blóð-
prufu, en það vildi
maðurinn ekki. Hann var
þá fluttur á slysadeildina,
þar sem blóðprufur eru
yfirleitt teknar.
Neituðu þá læknarnir að
taka prufuna, sem fyrr
segir, þrátt fyrir uppkveð-
inn hæstaréttardóm i svip-
uðu máli árið 1958, sem
kveður á um, að læknum sé
skylt að taka blóðprufur.
Þess má geta, að læknar
hafa hingað til verið á móti
þeim dómi, þar sem þeir
segja hann brjóta i bága
við siðareglur lækna.
Visuðu læknarnir til 41.
greinar laga um meðferð
opinberra mála. Þar segir
m.a. að mönnum sé skylt
að veita rannsóknardóm-
ara og lögreglumönnum
lið, i þarfir opinberrar
rannsóknar. Einnig segir,
að undanþegnir skyldunni
séu nánustu vandamenn
sökunauts.
Þaö er að frétta af hinum
grunaða, að hann var yfir-
heyrður i sakadómi i gær,
og neitaði þar að hafa ekið
undir áhrifum áfengis,
þrátt fyrir vitni tveggja
lögregluþjóna, um aö hann
hafi sýnilega verið drukk-
inn og óviðkomandi aðili
hafi kært hann fyrir
óöruggan akstur.
Maðurinn hefur nú verið
látinn laus, og er beðið
niðurstöðu blóörannsókn-
ar. Hins vegar er þess að
gæta, aö maöurinn fékk
hátt i siii klukkustunda
„forskot", á meðan deilan
um blóðprufuna stóð. —
Þátturinn
frægi í
Kanasjón-
varpinu á
fimmtudag
Sjónvarpsþáttur Bob
Hope, þar sem Bobby
Fischer kemur fram,
verður á dagskrá Kefla-
vikursjónvarpsins
klukkan 19:00 á
fimmtudag.
Þáttur þessi var tek-
inn upp skömmu eftir að
Fischer kom heim til
Bandarikjanna ný-
bakaður heimsmeistari
i skák frá islandi og
bregður Bob Hope sér i
rússneskt gervi and-
spænis honum við skák-
borðið. 1 þætti þessum
kemur og fram sund-
kappinn Mark Spitz,
sem um likt leyti kom
heim hlaðinn verð-
launapeningum frá
Olympiuleikunum i
Munchen. Spitz sýnir þó
ekki sundhæfileika sina
i þættinum, heldur
tannlækniskunnáttu.
Alþýðublaðið hafði
samband við Jón Þórar-
insson hjá sjónvarpinu.
,,Við spurðumst fyrir
um þennan þátt á sinum
tima", sagði Jón. ,,En
hann var svo óheyriíega
dýr, að það náði engri
átt fyrir okkur. Þessi
þáttur verður þvi ekki
sýndur i islenzka sjón-
varpinu".
LAXARDEILA
ÚR SÖGUNNI
Fulltrúar stjórnar
Laxárvirkjunar og land-
eigendafélagsins á Laxár-
svæðinu komust i gær að
efnislegu samkomulagi um
öll aöalatriði til lausnar
Laxárdeilunni.
Fulltrúar beggja aðila
sátu á stifum fundum i gær
og fyrradag og þeim lykt-
aði með fyrrnefndu sam-
komulagi.
Kmitur Otterstedt, raf-
veitustjóri á Akureyri,
sagði i samtali viö Alþýðu-
blaöið i gærkvöldi, „að ekki
væri endanlega búið að
ganga frá samkomulaginu,
eftir væri að finpússa það
og bera það siðan undir
ýmsa aðila", og bætti við:
„Ég vona, að þessi deila sé
nú raunverulega leyst, og
þessu verði ekki hafnað".
Fulltrúar deiluaðila
undirrituðu samkomulagið
með upphafsstöfum sinum
og með fyrirvara um hugs-
anlega nákvæmara orðalag
og um samþykki stjórna
hvors aðila um sig.
Samkomulagið náðist á
grundvelli  tillagna,  sem
sáttamenn höfðu lagt fram,
þ.e. þeir EgiII Sigurgeirs-
son, hrl., og ólafur Björns-
son, prófessor, en rikis-
stjórnin stóð á bak við til-
lögugerð þeirra.
Enn hækkar
sa guli í
verði
vestra
Bandariskir sérfræð-
ingar spá þvi að sögn
Herald Tribune, að inn-
fluttur fiskur hækki i
verði á Bandarikjamark-
aði um allt að 10% á
næstu vikum, en Banda-
rikjamenn flytja árlega
inn yfir 80% þess fiskmet-
is, sem þeir neyta.
Sérfræðingarnir segja,
að þessi hækkun á næstu
vikum verði aðallega
vegna gengisfellingar
dollarans. Þrátt fyrir
þessa hækkun til viðbótar
miklum hækkunum á sið-
asta ári, mun fiskur enn
um sinn standast sam-
keppni við kjöt, hvað
verðlag snertir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12