Alþýðublaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.04.1973, Blaðsíða 1
SNYRTIVORUR SEM VflLÐfl ÚTBROTUM! Nú um nokkurt skeið hafa verið á markaðn- um ódýrar snyrtivörur, sem i mörgum tilfellum hafa reynzt hættulegar. Konur sem keypt hafa þessar snyrtivörur, hafa fengið útbrot á andlit, og i sumum til- vikum hafa þær fengið allt upp i annars stigs bruna. Snyrtivörurnar eru norskar og eru seldar undir nafninu Oraflame og eru i bleikum umbúðum. Þær fást ekki á almennum mark- aði, heldur eru þær kynntar i saumaklúbb- um, og þar geta konur gert pantanir. Sam- kvæmt þeim upplýsing- um sem blaðið hefur aflað sér, hafa 20 konur starfað að þvi á Reykja- vikursvæðinu að kynna þessar vörur og taka á móti pöntunum. Notkun snyrtivaranna hefur breiðzt óðfluga út, þrátt fyrir litið notagildi, og hefur innflytjandinn stórgrætt. ,,Við sem störfum við snyrtingu höfum fylgzt með hryllingi hvernig þessar vörur flæða inn i landið, og það að konur skuli nota þetta fær okk- ur til aö halda að þær hugsi minna um andlit sitt en gólfin heima hjá sér”, sagði einn þekkt- asti snyrtisérfræðingur landsins er blaðið ræddi við hann i gær. Þessi snyrtifræðingur sagðist annað slagið fá á sina stofu konur sem hefðu orðið illa úti vegna notkunar á um- ræddum snyrtivörum. Konurnar hefðu veriö með útbrot á andliti, og i sumum tilfellum með bruna, jafnvel annars stigs bruna. Væri full ástæða til að vara konur við notkun snyrtivar- anna, sem eru svo illa úr garði gerðar að engin snyrtivöruverzlun vill hafa slikt á boðstólum. MENGUNIN FRfl MflLNINGU H.F. NÆR LANGT ÚT Þannig lekur málning og hvers kyns kemisk úrgangsefni frá Málningu hf. í Kópavogi niöur í Fossvoginn, litar fjöru og sjávarbotn. I frétt á baksíðu er sagt nánar frá hvernig umhorfs er viö þessa verksmiðju, sem ekki notar hreinsitæki fremur en flest islenzk iðnfyrirtæki. Varið ykkur á .Oraflame’! alþýðu IH RTiTTil UMFERÐIH HEffl FOR SIIÍKRA- BÍLSIHS 06 MAB- URINN VAR LATINN Það verður stöð- ugt erfiðara og erfiðara fyrir sjúkra- og slökkvi- liðsbíla að komast i gegn um umferð- ina, þrátt fyrir að þeir noti ljós- og hljóðmerki, þvi ökumenn virðast hreint og beint hættir að virða þessi merki, sagði Hjalti Benedikts- son, varðstjóri á slökkviliðsstöð- inni, i viðtali við blaðið i gær. Þetta kom berlega i ljós i gær, þegar sjúkrabill var kvaddur að heimili einu i Reykjvik. Okumað- ur sjúkrabilsins notaði ljós- og hljóðmerki við- stöðulaust, en allt virtist koma fyrir ekkii menn þráuðust við að fara út í kant og vikja, og töfðu þannig mjög ferð sjúkra- bilsins. Þegar sjúkrabill- inn komst loks á leiðar- enda var maðurinn, sem hringt var vegna, látinn. Hjalti sagði að þetta væri þvi miður ekkert einsdæmi og færðist þetta virðingarleysi ökumanna i vöxt. Samkvæmt um- ferðarlögunum eiga menn aö vikja þegar i stað á þann kant, sem þeir eru næst hverju sinni, þegar þeir heyra hljóðmerkin, enda sagði Hjalti að þau væru ekki notuð nema þegar mikið lægi við. — Tillitsleysi í garð sjúkrabíla áberandi í borgarumferðinni Klámið taldist ekki til bók- mennta Tveir menn voru ný- lega dæmdir i fjársektir isakadómi Reykjavikur fyrir að gefa út klámrit til almennrar sölu hér, en umrædd saga var þýdd úr dönsku. Dómurinn taldi að sagan sem heild, helgaðist ekki þeim til- gangi að skapa bók- menntaverk, heldur virtist hún skrifuð og út- gefin með það eitt fyrir augum að gera marg- vfslegar kynlifslýsing- ar, oft með klúru orð- bragði, að söluvöru. Akærðir voru dæmdir til að greiöa 15 þúsund krónur hvor i rikissjóð. Dóminn kváðu upp Þórður Björnsson yfir- sakadómari. oe með- dómendurnir Björn Th. Björnsson listfræðingur og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor FJARAN EINNA LÍKUST RISA- STÓRU MÁL- VERKI Sjá baksíðu Sportið er dýrt Reksturskostnaður hins frjálsa iþrótta- starfs i landinu er áætlaður rúmlega 123 milijónir á þessu ári. Þetta kom fram á fundi með forráðamönnum iþróttasambands islands i gær. Fyrrnefnd tala er fengin frá skýrslum og reikningum fyrir árið 1971, að viðbættri 5% fjölgun iþróttaiðkenda og 12,5% hækkun rekstrarkostnaðar árin 1972 og 1973. IVIeð hinu frjálsa íþróttastarfi er átt við tþróttasamband tslands og sambandsaöila þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.