Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Iþróttir 2
tslandsmeistaramótið i judó
fór fram um helgina. Mjög mikil
þátttaka var í mótinu, og
margar glimur mjög snaggara-
legar og spennandi. Svavar
Carlsen JR sýndi þaö að hann er
okkar bezti judómaður. Hann
sigraöi með yfirburöum i
þungavikt, en tók ekki þátt I
opna flokknum vegna meiösla.
Þar sigraði Skoti sem keppti
sem gestur. Hefði verið fróðlegt
að sjá hann glima við Svavar.
Úrslit i einstökum flokkum
urðu þessi:
Opinn flokkur (án þyngdartak-
markana)
1. Edward C. Mullen, Skotl.
2.  Sigurður  Kr.  Jóhannsson,
J.R.
Þungavigt (yfir 93 kg.)
1. Svavar M. Carlsen, J.R.
2. Hannes Ragnarsson, J.R.
Léttþungavigt (81-93 kg.)
1.  Sigurður  Kr.  Jóhannsson,
J.R.
2. Biarni Biörnsson, J.R.
Svavar leggur andstæðing sinn
VALUR OG VIKINGUR UNNU
Vikingur sigraði Ármann 2:0 i
Reykjavikurmótinu I gærkvöld, I
mjög lélegum leik. A laugardag-
inn vann Valur mjög overðskuld-
aðan sigur yfir Þrótti 1:0, og á þvi
enn möguleika á sigri í mótinu.
Veður var heldur bágborið til
knattspyrnuiðkunar i gærkvöld,
súld og hráslagalegt. Vikingar
léku mjög illa gegn Armanni I
byrjun, og átti Armann um tima
betri marktækifæri. í síðari hálf-
leik sóttu Víkingar mjög og tókst
að skora tvisvar. Fyrst var það
Stefán Halldórsson á 54. mlnútu,
eftir undirbúning Eirlks Þor-
steinssonar, og siðan Jóhannes
Bárðarson á 63. minútu. Rang-
stöðulykt var af þvi marki.
Jón Ólafsson og Magnils Þor-
valdsson voru beztu menn Vik-
ings, en I liöi Armanns var Jón
Huddersfield
niður í 3. deild
Cardiff og Sunderland gerðu
jafntefli I 2. deild í Englandi I
gærkvöld 1:1, og þar með er
Huddersfield fallið i 3. deild.
Woodruff gerði mark Cardiff, en
Halom mark hinna nýbökuðu bik-
armeistara, sem var innilega
fagnað.
Þá var Leeds enn I taphugleið-
ingum, tapaði 3:4 gegn Celtic, I
kveðjuleik Jackie Charlton. Ips-
wich vann Norwich 2:1 I úrslitum
Texaco bikarsins, og bar þar með
sigur úr býtum I keppninni — SS.
Hermannsson  I  algjörum
flokki.
Valur átti mjög í vök að verjast
I leiknum gegn Þrótti, og það var
mikil heppni að liðið skyldi vinna.
Eina mark leiksins gerði Þórir
Jónsson á 10. minútu fyrri hálf-
leiks.
I kvöld leika KR og IBV á Mela-
velli klukkan 20, og ætti það að
geta orðið spennandi viðureign —
SS.
GÚÐUR SIGUR YFIR SKOTUM
íslendingar sigruðu Skota
örugglega Mandskeppninni
á skíðum sem haldin var í
Hiiðarfjalli við Akureyri
um helgina. Þetta er í
annað sinn sem við vinnum
Skota í landskeppni á skíð-
um. Það var svigkeppnin
sem gerði gæfumuninn, og
einkum þó islenzku
piltarnir þar, því þeir
röðuðu sér í þrjú efstu
sætin.
Eftir stórsvigið á laugardag
höfðu Skotar nauma forystu,
678,78 sek-gegn 679,24 sek,islenzku
keppendanna. Arni Óðinsson fékk
bezta tima I karlaflokknum, og
Guðjón Sverrisson, Reyk-
vikingurinn  ungi,  varð  óvænt
þriðji, en Skotar unnu þrefalt I
kvennaflokknum.
Sem fyrr segir var svo
Islendinganna að sigra þrefalt i
karlaflokknum i sviginu á sunnu-
daginn, Arni var fyrstur fyrstur
Haukur Jóhannsson annar og
Jónas Sigurbjörnsson þriðji, allt
Akureyringar. I kvennakeppninni
urðu þær nöfnur Margrét
Baldvinsdóttir og Vilhjálmsdóttir
i öðru og þriðja sæti.
ísland hlaut þvi 73 stig en Skot-
land 50 stig, en hætt var við að
láta sekúndurnar gilda þvi
margir urðu úr leik i svig-
keppninni.  —SS.
SU LITLA ER A LOKASTIG
Litla bikarkeppnin er
komin á lokastig. Um
helgina fóru fram tveir
leikir, og þegar úrslit þeirra
lágu fyrir, var Ijóst að
aðeins Keflavík og Breiða-
blik eiga möguleika á sigri
í keppninni. Keflavik vann
Akranes 3:0 og Breiðablik
vann Hauka 3:1.
I leik IBK og IA var staðan i
hálfleik 1:0 og skoraði Jón Ólafur
mark héimamanna. I siðari hálf-
leik bættu Keflvikingar við
tveimur mörkum, fyrst nýliðinn
Stefán Jónsson óg svo Astráður
bakvörður með þrumuskoti af
löngu færi. I leik Hauka < og
Breiðabliks, sem fram fór I
Hafnarfirði, urðu Haukar fyrri til
að skora, Þráinn Hauksson.
Guðmundur Þórðarson jafnaöi,
Hinrik Þórhallsson kom Blikm-
um yfir og siðan bættu þeir við
þriðja markinu. Undir lokin mis-
notuðu Haukarnir vitaspyrnu.
Staðan er nú sú, að ÍBK hefur 7
stig, Breiðablik 6 stig IBH 4 stig,
IA 2 stig. tBK á eftir að leika við
FH, og Breiðablik á eftir að leika
við 1A uppi á Akranesi. —SS.
NÚ URÐU MARGIR
RÍKIR AF LITLU!
Litla Sunderland tókst hið
ótrúlega á laugardaginn, lagði
Leeds að velli I úrslitum ensku
bikarkeppninnar fyrir framan
100 þúsund áhorfendur á Wem-
bley. Og eins og vera ber við
slikar athafnir, héldu nær allir
áhorfendurnir með þeim minni
máttar, Sunderland. Gleðin var
þvi æðisgengin þegar Sunder-
land tókst að skora, og halda
þessu eins marks forskoti til
endalokanna.
Það var sem sagt enginn
minnimáttarbragur á leik-
mönnum Sunderland i þessum
leik. Þeir voru alls óbangnir við
hina frægu leikmenn Leeds, og
Harway  markvörður Leeds réð
ekki við skot Ian Portfield.
þetta kom Leeds úr jafnvægi.
Liðið náði ekki sinu venjulega
spili á miðjunni og það gerði
gæfumuninn. Leeds sótti öllu
meira, en leikmenn Sunderland
voru ætið opnir fyrir sóknarleik,
og það gerði þennan úrslitaleik
að einum þeim æsilegasta i sögu
keppninnar.
Sigurmarkið kom á 31. minútu
fyrir hálfleiks.Skoti að nafni Ian
Porterfield náði að skora eftir
að hafa fengið knöttinn úr horn-
spyrnu. Siðar munum við gera
þessum merka úrslitaleik
nánari skil, og einnig verða þá
gerð nánari skil úrslitaleik
skozku bikarkeppninnar milli
erkifjendanna Rangers og
Celtic, en þeim leik lauk með
sigri Rangers.  —SS.
0
Þriðjudagur 8. maí 1973
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12