Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.12.1973, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið skýrir frá efni leyniskýrslu erlendra efnahagssérfræðinga til ríkisstjórnarinndr. Miðvikudagur 19. des. 1973 s^'/rg. alþýðu n RTiTTil Nýjar vaxtahækkanir, niðUr- skurður á opinberum fram- kvæmdum, viðnám gegn launa- hækkunum, tilraun til breyting- ar á hlutaskiptareglum sjó- mönnum i óhag, gengisbreyt- ingar og hækkun á yfirdráttar- vöxtum Seðlabankans ásamt frekari innlánsbindingum eru meðal tillagna, sem fulltrúar Evrópudeildar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafa lagt fyrir röíisstjómina til lausnar á þvi efnahagsöngþveiti, sem hún hefur skapað. I leyniskýslu til stjórnarinnar frá sérfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er ó- fögur lýsing gefin á efnahags- stjórnun ríkisstjórnarinnar og lagðar til harkalegar aðgerðir til þess að vinna bug á ó- fremdarástandinu. □Vaxtahækkanir, afnám vísitölubindingar launa, breyttar hlutaskiptareglur, niðurskurður framkvæmda og minni mannaflanotkun hins opinbera meðal tillagna HENGIFLUGIÐ FRAMUNDAN! Nú á dögunum kom hingað til lands netnd efnahagssérfræðinga, sem starfa hjá Evrópudeild Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, til viðræðna við islenska embættismenn og stjórn- völd um efnahagsmálin á Islandi. Formaður þessar- ar nefndar er Rolf Even- sen, sem er einn af reynd- ustu hagfræðingum Evrópudeildar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og er nákunnugur þróun efna- hagsmála á Islandi s.l. tvo áratugi. 1 lok viðræðnanna við is- ienska embættismenn og ráðherra flutti Evensen yfirlitserindi, þar sem hann gerði grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar — skoðun hennar á efna- hagsvandamálunum og tillögum hennar til lausn- ar. Liggja þær niðurstöður nú fyrir rikisstjórninni i leyniplaggi, sem islensku rikisstjórninni barst fyrir milligöngu Seðlabankans og islenskir ráöamenn gæta eins og sjáaldur auga sins vegna þeirra hroll- vekjandi upplýsinga, sem þar koma fram. Óngþveiti í efnahags- málunum Hluti þessa leyniplaggs fjallar um úttekt efna- hagssérfræðinganna á á- standinu á Islandi undir stjórn núverandi rikis- stjórnar. Eru það ófagrar lýsingar. Þar segir m.a., að engin efnahagsstefna sé mótuð i landinu sem stendur. öll merki bendi til þess, að um mikla umframeftir- spurn sé að ræða i hag- kerfi þjóðarinnar og segja sérfræðingarnir, að sú mikla verðbólga, sem sé á Islandi, sé að mestu leyti af innlendum rótum runn- in — öfugt við alkunnar fullyrðingar stjórnar- flokkanna. Ennfremur segir i leyniplagginu, að ljóst sé, að rikisstjórnin hafi ekki fyllilega horfst i augu við efnahagsvanda- mál ársins 1973, en á- standið hafi samt ekki leitt til verulegra vandræða vegna mikillar verðhækk- ana á útflutningsafurðum landsmanna erlendis og vegna þess, hve „auövelt hefði verið að taka lán er- lendis”. Þá segja sérfræðingarn- ir einnig í leyniskýrslu sinni, að það liggi ljóst fyrir, að „hlutirnir muni ekki halda áfram að bjargast af sjálfu sér, eins og þeir gerðu á árinu 1973”. Verði rikisstjórnin þvi heldur betur að taka sig á. Einnig segir um ástand- ið i leyniplagginu, að lausafjárstaða bankanna hafi versnað á siðasta ári um 1556 m.kr. á meðan út- lán þeirra hafi aukist um 16000 m.kr. „Slikar tölur vekja okkur til umhugsun- ar um það, hvernig slik út- lánaþensla geti átt sér stað samfara stöðugt versnandi lausafjárstöðu bankanna”, segir i leyni- plagginu. Þá segir og, aö rikisstjórnin hafi ekki kunnað að velja á milli einstakra verkefna með tilliti til þjóðhagslegs mik- ilvægis og að erlendar lán- tökur, sem rikisstjórnin hefur notað óspart til þess að halda öllu gangandi, hafi torveldað mjög að- hald i peningamálunum og vakin er athygli á þvi, að greiðslubyrði þjóðarinnar vegna þessara nýju er- lendu lána muni stórkost- lega aukast á árinu 1974 og fara þó nokkuð upp fyrir 11% af verðmæti útfluttrar vöru og þjónustu. Leynitil- lögurnar 1 leyniplaggi þessu setja efnahagssérfræðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins svo framákveðnar lillögur til þess að hamla hinni iskyggilegu þróun, sem þeir þykjast sjá fyrir. Þessar tillögur eru helstar: 1 fyrsta lagi leggja þeir til, að leitast verði við að ná þvi, sem þeir kalla „hóflegum launasamning- um”. Þá telja þeir nauð- synlegt, að visitölubinding launa verði a.m.k. að verulegu leyti afnumin og m.a. ekki látin virka gagn- vart skattahækkunum né hækkunum á oliuverð. Þá vilja þeir, að meginá- hersla sé lögð á takmörk- un á hækkun fiskverðs og gefa jafnvel undir fótinn með það, að rikisstjórnin eigi aö reyna að fá hlut- skiptareglum breytt sjó- mönnum i óhag. 1 fjármálum rikisins leggja þeir m.a. til, aö rikisstjórnin beiti miklu aðhaldi i útgjöldum, skeri niður áformaðar fram- kvæmdir og mannafla- notkun, sem gæti þýtt tals- verðar uppsagnir á starfs- liði hins opinbera. 1 peningamálum leggja þeir til, að vextir verði enn hækkaðir frá þvi, sem nú er, yfirdráttarvextir Seðlabankans sömu leiðis og lánafyrirgreiðsla hans minnkuð gagnvart við- skiptabönkunum. Einnig setja þeir fram hugmynd um árstiðabundna bindi- skyldu á fjármagni hjá Seðlabankanum mánuðina janúar---mai og leggja eindregið til, að aðgangur viðskiptabankanna að er- lendum lánum verði tak- markaðu •. llvað l'járfestingarmálin varðar 1< ggja sérfræðing- arnir til, að mun meira að- hald verði látið rikja i fjárfestingarlánveitingum og ennfremur telja þeir nauðsynlegt, að stefna verði mótuð um val ein- stakra verkefna eftir þjóð- hagslegu mikilvægi þeirra, en slik stefna telja þeir, að ekki hafi verið fyrir hendi. Einnig gefa sérfræðing- arnir undir fótinn með gengisbreytingar og vara mjög alvarlega við stefnu rikisstjórnarinnar um að mæta efnahagsörðugleik- unum með stórauknum lántökum erlendis, sem þeir segja, að hafi aukið skuldabyrði landsins geig- vænlega. Þelta er megininntak þess leyniplaggs, sem rikisstjórnin hefur fengið i hendur frá hlutlausum, er- lendum sérfræðingum Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins og hún gætir nú sem sjáaid- urs auga síns. Eftir lestur þess plaggs þurfa menn ekki að spyrja, hvers vegna það er gert. HVER FÆR HEILSU- VERNDARSTÖÐINA? Mikil átök standa nú i Borgar- stjórn Reykjavikur um ráðningu forstöðumanns Heilsuverndarstöðvarinnar, og þá ekki hvað sist innan Sjálf- stæðisflokksins. Til greina i þessa stöðu hafa komið aðallega þessir menn: Geir Guðmundsson, fulltrúi á Borgarskrifstofunum i fjölda ára, Gisli Teitsson, skrifstofu- stjóri I nnkaupastofnunar Reykjavikurborgar, og Jón Magnússon, lögmaður, fyrrver- andi samstarfsmaður Geirs Hallgrimssonar og Eyjólfs Kon- ráðs Jónssonar á lögfræöiskrif- stofu þeirra, og siöar meðeig- andi ihenni. Geir er aftur á móti gamall Valsmaður og félagi Al- berts Guðmundssonar. A fundi Heilbrigöismálaráði borgarinnar var Ijallaö um þetta mál og hlaut þar þá af- greiðslu, að sýnilegt er, aö meirihluti sjálfstæðisfulltrú- anna þar hefur verið beygður undir vilja Geirsmanna til aö veita Jóni Magnússyni stöðuna, en við atkvæöagreiðslu fékk hann 5 atkv. en Gisli Teitsson 1. Heilbrigðismálaráð heyrir beint undir borgarstjórn, sem ekki ber nein skylda til aö hlita forsjá þess eða umsögnum um stöðu kandidata, sem það kann að forminu til að fjalla um. Ráðning forstöðumanns Heilsuverndarstöðvarinnar er á dagskrá borgarstjórnarfundar á morgun, og þrátt fyrir atkvæði i heilbrigðisráði, og meirihluta- aðstöðu sjálfstæðismanna I borgarstjórn, er allsendis óvist, hver úrslit málsins verða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.