Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 80. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						„Það verður að vekja konuna til vit-
undar um skyldur hennar i þjóðfélag-
ínu'
I
OPNA
alþýðu
MIÐVIKUDAGUR
« maí 1974 - 74. tbl. - 55. árg.
Hvað segir
stýrimaöur
O-flokksins
um kosning-
arnar núna
>3
HVAÐ ER AÐ GERAST
í ÁHALDAHÚSINU?
Undanfarið
hefur farið fram
rannsókn á rekstri
Áhaldahúss
Reykjavikur-
borgar.   Tekur
þessi rannsókn til
efniskaupa og sölu
og  varðar  veru-
legum f járhæðum,
sem   þarfnast
nánari  skyringa.
Áhaldahúsið  er
umfangsmikið
fyrirtæki,   sem
m.a.   annast
viðhald  á  hús-
eignum
borgarinnar svo
sem skólahúsum.
Ennfremur hefur
það með höndum
smiði og útvegun
húsgagna til
þessara   húsa.
Fjöldi manna
vinnur að stað-
aldri hjá Áhaída-
húsinu að þessum
verkefnum.
Einnig hefur
Áhaldahúsið
umsjón með ýmiss
konar vinnuvélum
i ei gu
borgarinnar, en sú
deild hefur ekki
verið nefnd i sam-
bandi við rann-
sókn þá, sem hér
er um að ræða.
Enda þótt endur-
skoðun og rann-
sókn á fjárreiðum
hafi nú staðið yfir
um nokkurt skeið,
hefur ekki þótt
ástæða til að gera
neina opinberlega
grein fyrir henni,
enda ekki öll kurl
komin til grafar,
Ólafur beitir einræðisvaldinu:
Kjarasamningar ógiltir — engin vísitölukauphækkun
Þá er ólafur Jó-
hannesson, for-
sætisráöherra/ tek-
inn til við að beita
því valdi/ sem
meirihluti þing-
manna þjóðarinnar
vildi svipta hann, en
han tryggði sér
áfram m'eð þvi að
senda þingmenn
heim. I gær lét hann
gefa út bráða-
birgöalög, sem að
megininntaki eru
ógilding  á  kjara-
samningum þeim,
sem nýlega voru
undirritaðir milli
a ð i la v i n n u-
markaðarins. Með
þessum bráða-
birgðalögum er af-
numin vísitölu-
binding kaupgjalds
allt      fram   til
ágústloka í haust og
því komið í veg f yrir
þær hækkanir, sem
koma áttu til fram-
kvæmda á kaup-
gjaldi þann 1.  iúní
n.k. til þess að bæta
launþegum upp óða-
verðhækkanir
síðustu mánaða..
Þær verðhækkanir
eiga launþegar því
að bera óbættar og
þar með hefur for
sætisráðherra með
stuðningi Alþýðu-
bandalagsins ógilt
með lögum þá
kjarasamninga,
sem verkalýðs-
hreyfingin gerði í
vor.
Þá segir einnig i bráða-
birgðalögunum, að
frekari hækkanir á vörum
og þjónustu, en orðnar
eru, skuli ekki leyfðar
fram til ágústloka, nema
að fengnu leyfi réttra
yfirvalda og með sam-
þykki rikisstjórnarinnar.
Þetta mun vera það, sem
rikisstjórnin ætlar að
kalla verðstöðvun, en
sams konar fyrirkomulag
hefur þó gilt um flestar
verðákvarðanir i landinu
undanfarna mánuði og
hefur það þó ekki komið i
veg fyrir einhverjar
mestu verðhækkanir  i
allri tslandssögunni.
í þriðja lagi ákveða
bráðabirgðalögin, að laun
bænda skuli haldast
óbreytt til 1. ágúst n.k. á
sama hátt og laun
annarra launþega.
í fjóðra lagi ákveða
bráðabirgðalögin svo
það, að bann verði sett við
hækkun fiskverðs og skuli
það verð, sem ákveðið
var um s.l. áramót.,
gilda áfram til ágústloka.
t fimmta lagi er svo
ákveðið    i
bráðabirgðalögunum,  að
fjárfestingarlánasjóðir,
sem fjármagnaðir eru
með kaupum á verð-
tryggðum skuldabréfum
— en þar er einkum um að
ræða Byggingasjóð rikis-
ins er fjármagnar hin
svokölluðu húsnæðis-
málastjórnarlán — skuli
taka upp visitölubindingu
á lánveitingum sinum. Er
sem sé ætlunin að inn-
leiða visitölubindinguna
aftur inn i húsnæðislána-
kerfið, en þá framkvæmd
töldu núverandi stjórnar-
flokkar eitt mesta mis-
yndisverk Viðreisnar-
stjórnarinnar i siðustu
þingkosningum.
--------STOFNUÐ „SAMTOK JAFNADARMANNA—
Makka við Magnús
Torfa og Möðruvellinga
ÞRIR ALÞÝDUFLOKKSMENN IFRAMKVÆMDANEFNÐ
//Ég verð nú að
segja eins og er, að
mér fyndist það dá-
litið hart/ ef ekki
getur farið saman
að vera félagi í Al-
þýðuflokknum og
aðstandandi   að
„Samtökum
jafnaðarmanna"/
s a g ð i Helgi
Sæmundsson í við-
tali við Alþýðublaðið
i gærkvöldi, en Helgi
er einn fimm-
menninga  í  fram-
Ófarsælt skref
Um stofnun Samtaka
jafnaðarmanna sagði
Benedikt Gröndal, vara-
formaður Alþýðuflokks-
ins, i gærkvöldi. „Ég tel,
að það skref, sem þessi
hópur hefur stigið muni
ekki reynastfarsæltfyrir
framgang jafnaðar-
mannastefnu og vinstri
stefnu á tslandi.
t Alþýðuflokknum hef-
ur ávallt verið rúm fyrir
mismunandi skoðanir i
þeim málum, sem nú
virðast valda ágreiningi.
Reynsla siðustu ára hefur
tvimælalaust sýnt, að ár-
angursrikast er fyrir
jafnaðarmenn að starfa
lýðræðislega saman í ein-
um flokki, en kljúla ekki
fylkingu sina i æ fleiri
hluta".
Aðspurður um það,
hvort aðild að Samtökum
jafnaðarmanna og fé-
lagsskapur i Alþýðu-
flokknum færi saman,
sagðist Benedikt ekkert
vilja segja um það, enda
hefði „ekki á það reynt"
og enginn rætt það sér-
staklega.    /
kvæmdanefnd/ sem
kosin var á stofn-
fundi „Samtaka
jafnaðarmanna" í
gær.
Þessi nýju samtök hafa
samþykkt samvinnu við
SFV og Möðruvellinga i
alþingiskosningunum og
tilnefnt Kristján Bersa
fulltrúa sinn i fram-
kvæmdanefnd þeirri, sem
SFV og Möðruvellingar
hafa sett á laggirnar
undir forystu Magnúsar
Torfa ólafssonar, en
hann hefur lýst þvi yfir,
að hvers konar kosninga-
samstarf við Alþýðu-
flokkinn i alþingis-
kosningunum sé dauða-
dæmt.
Helgi sagðist ekki vilja
láta hafa það eftir sér að
hér væri um „klofning i
Alþýðuflokknum" að
ræða og sagðist hann ekki
hugsa sér að ganga úr
flokknum, þótthann hefði
lengi velt þvi fyrir sér að
segja sig úr flokksstjórn-
inni, sem hann á sæti i.
Helgi Sæmundsson
sagði i viðtali við Alþýðu-
blaðið, að það hefði lengi
staðið til að stofna
jafnaðarmannafélag á
„idealiskum grundvelli".
Kappsmál þess félags er
herstöðvarlaust land,
sameining islenskra
jafnaðarmanna,
sósialismi og kjörorðið:
Frelsi, jafnrétti, bræðra-
lag.
Auk Helga eru i fram-
kvæmdanefnd hinna nýju
samtaka: Haraldur
Ólafsson, lektor, Njörður
P Njarðvik, lektor og
formaður útvarpsráðs, en
það varð hann sem full-
trúi SFV, Kristján Bersi
Ólafsson, skólastjóri og
fyrrverandi ritstjóri Ai-
þýðublaðsins, eins og
Helgi er lika og Sigvaldi
Hjáímarsson, fyrrver-
andi fréttastjóri Alþýðu-
blaðsins.
Alfélagið vill ekki
borga meira fyrir
rafmagnið og þess
vegna liggja viðræður
um stækkanir niðri
„Við setjum sem skilyrði, fyrir stækk-
un álversins i Straumsvík, að raforku-
verðið til þess verði endurskooað og sett
ný endurskoðunarákvæði inn í samning-
inn, sem kveði á um reglubundna endur-
skoðun þess framvegis. En sem kunnugt
er, á verðið að vera óbreytt til ársins 1997
án tillits til orkuverðs í heiminum, skv.
samningnum, sem gerður var 1966/"
sagði Magnús Kjartansson, iðnaðarráð-
herra, í viðtali við blaðið í gærkvöldi.
„Það vilja ráðamenn islenska Alfé-
lagsins h/f hinsvegar ekki sættast á, og
hafa viðræður við okkur um hugsanlega
stækkun þvi legið niðri um tima, þótt ég
telji ekki að þeim sé þar með endanlega
lokið," sagði ráðherra.
Magnús kvaðst þegar i upphafi, að samningurinn
var gerður, hafa talið raforkuverðið alltof lágt, og
teldi það enn.
Þá tilkynnti iðnaðarráðuneytið i gær, að það hefði
falið alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtæki að endur-
skoða reikninga tslenska álfélagsins, i samvinnu
við islenska endurskoðendur, skv. grein i aðal-
samningnum þessefnis,að isl. rikisstjórninni sé það
heimilt, en þetta hefur ekki verið gert, siðan ISAL
hóf starfsemi sina.
Magnús sagði, að ekki lægi,, nein sérstök ástæða"
fyrir þessari endurskoðun nú. Hún hefði hinsvegar
aldrei verið framkvæmd fyrr, og það eitt væri ærin
ástæða. —
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12