Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1974, Blaðsíða 3
h.f. fær ið 1965 og hét Osteclipp- er. Skipið er 73 1/2 á lengd og 11 1/2 m á breidd og 1310 tonn dwt. Skipið er ætlað til al- nýtt skip mennra flutninga og er skráð á Akranesi. Skip- stjóri á Hvítá er Steinar Kristjánsson. Hafskip Nýtt skip kom til landsins í fyrradag. Það heitir Hvítá og er eign Hafskip h/f. Skipið er smíðað í Þýskalandi ár- Margir urðu óvænt ríkir í gærdag 1 gær var dregið i 7. flokki Happdrættis Háskóla Islands. Dregnir voru 4.200 vinningar að fjárhæð fjörutiu milljónir króna. Hæsti vinningurinn, fjórir milljón króna vinningar, komu á númer 18.134. Tveir miðar af þessu númeri voru seldir i umboði Valdimars Long i HAFNARFIRÐI, sá þriðji i AÐALUMBOÐINU i Tjarnargötu 4 i Reykjavik og sá fjórði á NESKAUPSTAÐ. 500.000 krónur komu á húmer 46.998. Voru allir fjórir miðarnir af þvi númeri seldir á AKUREYRI. 200.000 krónur komu á númer 52.589. Tveir miðar voru seldir á AKUREYRI og hinir tveir i umboðinu á TALKNAFIRÐI. Iðnemasam- bandið flutt Iðnnemasamband Islands hefur flutt starfsemi sina i rúmgott eigið húsnæði að Njálsgötu 59. Skrifstofan verö- ur opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.30 til 20.30 og fer þar fram venjuleg þjón- usta við iðnnema og aðra, sem til INSI þurfa að leita. Einnig verður starfrækt i húsinu venjuleg félagsstarfsemi. Fá loks hækkunina Nú fer senn að liða að þvi að borgarstarfsmenn fái greidda þá kauphækkun sem þeim ber samkvæmt þeim kjarasamn- ingum sem tókust i vor. Flest- ir starfsmenn hins opinbera eiga inni laun frá áramótum. Starfsmenn Reykjavikur- borgar munu fá laun sin i kringum 20 þessa mánaðar. Alls munu hátt i tvö.þúsund starfsmenn fá launauppbót þá. AAilljóna tjón og eitt fegursta innbú ó landinu skemmdist Stórbruni varð í Reykjavík í gær, þegar hús Ludvig Storr, aðal- ræðismanns, á Laugavegi 15 brann að miklu leyti og skemmdist af reyk og vatni. Tvær efstu hæðir hússins eru gersamlega ónýtar og varð ein feg- ursta og jafnframt ein- hver dýrasta búslóð á landinu eldinum að bráð. Talsverðu varð bjargað af innanstokksmunum. Manntjón varð ekki. Brunabótamat hússins alls er 40 milljónir króna, en það er talið 3.561 rúm- metri, fjórar hæðir auk kjallara. Eldsins varð vart um kl. 15.20 og kom slökkviliðið á vettvang skömmu siðar. Var fyrst og f remst unnið að því að hefta útbreiðslu eldsins og var slökkvistarf i lokið um kl. 17.30, og voru þá settar öryggisvaktir. Húsið nr. 15 við Lauga- veg var byggt árið 1930, en samþykkt fyrir bygg- ingunni var gefin 18. maí . 1929. Húsiðersteinhús, og gólf þess bæði úr timbri og steinsteypu. Einangr- un og skilrúm voru úr timbri. Er þetta því eitt elsta og myndarlegasta verslunar- og skrifstofu- hús borgarinnar frá þess- um tíma. Hef ur fyrirtæki Lúdvigs Storr rekið þarna byggingarvöruverslun ásamt glerslipun og speglagerð. Sjálfur hefur Storr búið á efstu hæðum hússins og hefur löngum verið til þess tekið, hversu heimilið hefur borið vitni góðum efnum og frábærri smekkvísi. Auk alvarlegs tjóns, sem orðið hefur af eldsvoða þessum á húseigninni, hefur einnig orðið nokk- urt tjón, sem f jármunir eða tryggingar fá ekki bætt. 1 K mmœ* \ ■ /m^y- Mannleg ógæfa gerir ekki alltaf boð á undan sér. í stórbrunanum i gær brugðust ekki fús- ar hendur við björg- unar- og hjálparstarf. Hér til hægri sést kunn- ur borgari og fjöl- skylduvinur, Ágúst Bjarnason, bjarga þvi, sem bjargað verður. Óþekktur lögreglu- maður gerir það, sem i hans valdi stendur.i í horninu hér til vinstri má vel greina orðlausa sorg ibúa þess hluta hússins, þar sem eldur- inn gýs út um brotna glugga. Æðruleysi full- orðinnar konu stingur i stúf við máttvana angist ungu stúlkunn- ar, en báðar eru þær likiega að missa aleig- una í hinum eyðandi eldi. Myndir af hinu brenn- andi húsi segja meira en nokkur orð. Fimmtudagur 11. júlí 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.