Alþýðublaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1974, Blaðsíða 1
ANNAR SKIP- „FLÓA- STJÓRINN VAR BARDAGI Á UNDANÞÁGU HINN SEMBÚIÐERAÐ NYJI” AFTURKALLA V 3 SJÚMENN ÞURFA 30% HÆKKUN „Við erum að vinna i þvi að ganga frá kröfum bátasjómanna og strax, þegar þær eru tilbúnar, munum við óska eftir fundi með útgerðar- mönnum og fylgja kröf- unum úr hlaði. Hins vegar er ekki gott að segja, hvenær eiginleg- ar samningaviðræður um nýja bátakjara- samninga geta hafist”, sagði Jón Sigurðsson, formaður Sjómanna- sambands Islands, i samtali við Alþýðublað- ið i gærkvöldi. „Til þess að halda i horfinu verða bátasjó- menn að fá að minnsta kosti 30% hækkun á tryggingu og hlut. En aðeins vegna gjaldtök- unnar i stofnfjársjóð og oliusjóð þarf hækkunin að nema 9-11,5% sagði Jón. Aðspurður, hvort ÞRIÐJUDAGUR 10. des. 1974 - 251. tbl. 55. árg. HNÍFURINN í FÓRUM LÖGREGLUNNAR í GÆR hann teldi, að útgerðin, sem mjög hefur kvartað yfir erfiðum rekstri að undanförnu, gæti komið til móts við kröfur um a.m.k. 30% hækkun bátakjarasamninga, sagði Jón: „Sá söngur hefur alltaf dunið i eyr- um, að útgerðin væri að tapa. Ég tek ekkert mark á þessu taptali. Ekki veit ég, hvernig kjör sjómanna væru, ef mark hefði verið tekið á þessum eilifa söng um tap og aftur tap hjá út- geröinni”. A laugardaginn var haldin ráðstefna Sjó- mannasambands ís- lands um kjaramál bátasjómanna og sóttu ráöstefnuna fulltrúar úr öllum landshlutum. Jón Sigurðsson kvaðst ekki búast við, að sjó- menn muni hafa algert „samflot” með aðildar- félögum ASÍ i samning- um. „Við höfum alltaf verið sér um okkar samninga”, sagði Jón, ,,en þeir eru að mörgu leyti miklu flóknari en annarra félaga. Hins vegar mun Sjómanna- sambandið að sjálf- sögðu taka mið af þvi, sem aðildarfélögin inn- an Alþýðusambandsins gera”. — 30-35 milljónir Innflutningsverðmæti tiskufatnaðarins, sem af- hentur var án tollskjala úr vörugeymslu Flug- leiða hf., nam 30—35 milljónum króna. Tollstjóri og Flugeliðir hf. hafa kært málið til sakadóms, en við það eru riðnir fjórir innflytjendur og einn starfsmaður Flugleiða hf. Við könnun i vöru- geymslu Flugleiða hf. um helgina kom i ljós, að 32 sendingar hafa verið af- greiddar án tollskjala. Einn innflytjandinn er verslun, sem tveir hinna kærðu eiga að hluta. STAKK EINN TIL BANfl 00 SÆRÐI ANNAN FIÓRUM HNÍFSSTUNCUM í BRiOST FVRIR AÐ GARN- RVNA OG KREFJAST RANNSÓKNAR Á STARFS HÁTTUM I RÁDUNEVTINU 57 ára maður, Friðmar Sædal, var stunginn til bana i húsinu Þverholti 18 J i Reykjavik á sunnu- dagsmorgun og 51 árs maður, Björgvin óskars- son, særður fjórum hnifs- stungum. 35 ára maður, sem einnig býr við Þver- holt, Kristján Kristjáns- son, hefur gengist við verknaðinum. Atvik þessa máls eru þau, að þegar kona, sem eldað hefur mat og tekið til fyrir Björgvin Óskars- son, húsráðanda i Þver- holti 18 J, kemur þangað með hádegismat hans, um tiuleytið á sunnudags- morgun, finnur hún hann liggjandi særðan i legu- bekk i fremra herbergi ibúðarinnar. Ennfremur sér hún tvo menn, sem liggja á gólfi innra her- bergisins og virtust þeir sofandi. Annar þeirra, Kristján Kristjánsson, reis upp, skömmu eftir komu hennar og gekk fram. Konan hringdi þeg- ar á sjúkrabifreiö og um hana barst kvaöning til lögreglunnar klukkan 10.18 og til rannsóknar- lögreglunnar skömmu siðar. Þegar lögregla og sjúkralið komu á vett- vang var allt með sömu ummerkjum og þegar konan kom, nema hvaö Kristján sat i stól i fremra herberginu og virtist rólegur. Björgvin tjáði lögreglu þegar, að Kristján hefði veitt sér fjórar hnifstung- ur i brjóst, en hann hafði ekki gert sér grein fyrir þvi að Friðmar væri særður, hvað þá hann væri látinn. Kvaðst hann itrekað hafa reynt að kalla til Friðmars og fá hann til að fara i sima, en sjálfur komst hann ekki. Var Björgvin fluttur á slysavarðstofu og Kristján i fangageymslu, þar sem hann svo játaði á sig verknaðinn i gær. Hann hefur verið úr- skurðaður i 60 daga gæsluvarðhald. „Ég held þvi fram, að brottvikning min úr starfi deildarstjóra i mennta- málaráðuneytinu sé al- gerlega ólögmæt. Ég mun leita réttar mins hjá dómstól- unum og hef þiegar fengið lögfræðing mér til aðstoð- ar”, sagði Bragi Jóseps- son, en honum var til- kynnt með bréfi, undirrit- uðu af Vilhjálmi Hjálm- arssyni, menntamálaráð- herra, og Birgi Thorla- cius, ráðuneytisstjóra, s.l. föstudag, að honum hafi verið veitt lausn frá deildarstjórastarfi i fræðslumáladeild menntamálaráðuneytis- ins frá og með gærdegin- um að telja. „Ég tel, að brottvikning min úr starfi og krafa min um rannsókn á starfs- háttum menntamála- ráðuneytisins séu ná- tengdar, og þar af leið- andi sé ef til vill nauðsyn- legt að krefjast þess, að ráðuneytisstjórinn viki úr starfi, meðan sú rann- sókn færi fram á starfs- háttum ráðuneytisins, sem ég álit óhjákvæmi- legtað framkvæma verði. Annars verður ákvörðun i þessu efni af minni hálfu tekin i samráði við lög- fræðing minn”, sagði dr. Bragi i samtali við Al- þýðublaðið i gær. 1 bréfi ráðherrans og ráðuneytisstjórans segir m.a.: „Ákvörðun þessi er byggð á þvi, að ýmsar at- hafnir yðar og framkoma hafi verið óhæf og ósam- rýmanleg starfi yðar sem deildarstjóra i ráðuneyt- inu. Má i þvi sambandi nefna ritgerð yðar i tima- ritinu „Heimili og skóli”, 1. tbl. 1974, formála, fjöl- ritun og dreifingu skýrslu dr. Arnórs Hannibalsson- ar um hjálparkennslu i skyldunámsskólum, svo og ákærubréf yðar til menntamálaráðherra, dags 10. október s.l.” 1 bréfinu er tekið fram, að þess hafi verið beiðst, að fjármálaráðuneytið greiði dr. Braga mánað- arlega næstu sex mánuði fjárhæð, sem svarar til hinna föstu launa deildar- stjóra. 1 gær ritaði dr. Bragi Jósepsson menntamála- ráðherra bréf, þar sem segir m .a.: „Ég hefi i dag skrifað forsætisráöherra og óskað eftir, að brott- vikning min verði sér- staklega tekin fyrir innan rikisstjórnarinnar, enda tel ég, að hér sé farið inn á mjög alvarlega braut, að þvi er varðar réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. 1 framhaldi af þvi, sem hér hefur gerst, mun ég að sjálfsögðu flytja mál mitt á opinberum vett- vangi og áskil mér þvi fullan rétt til að birta þau bréf, sem snerta þetta mál, og skýra á annan hátt frá framgangi þess”. 1 samtali við Alþýðu- blaöið I gær, sagði dr. Bragi Jósepsson, að hann gæti sýnt fram á með ó- yggjandi rökum, að hann hafi haft fulla heimild til að senda skólastjórum skýrslu dr. Arnórs Hanni- balssonar. Ennfremur sagði dr. Bragi: Þetta mál er orðið afar flókið, en höfuðþættir þess eru tveir: Annars vegar er mér vikið úr starfi með ólöglegum hætti. Hér mun vera um einsdæmi að ræða, að opinberum starfsmanni, sem er skipaður i starf til lifstiðar, sé vikið svona fyrirvaralaustúr starfi. 1 dag, klukkan 9 f.h., mun dr. Bragi ræða við forsætisráðherra um þetta mál og er sýnt, að það er orðið að rikis- stjórnarmáli, en er ekki einkamai mennta- málaráðherra og ráðu- neytisstjórans i ráðuneyti hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.