Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.04.1975, Blaðsíða 8
Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til árs- dvalar, sem væntanlega hefst fyrri hluta ágústmánaðar 1975. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraust- ir, og æskilegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð dieselvéla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samvisku- semi. Umsóknir ásamt upplýsingum um ald- ur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 20 april n.k. Allar nánari upplýsingar gefur deildar- stjóri áhaldadeildaV Veðurstofunnar, Bústaðavegi 9, Reykj^vik. Verkamannafélagið Dagsbrún Félagsfundur verður i dag fimmtudaginn'3. april kl. 9 e.h. i Lindarbæ. Dagskrá: Samningarnir. Stjórnin. Staða sveitarstjóra í Stokkseyrarhreppi er hér með auglýst laus til umsóknar frá og með 1. júni 1975. Umsóknir um stöðuna skulu hafa borizt til skrifstofu Stokkseyr- arhrepps fyrir 15. april n.k. þar sem greint sé frá um menntun og fyrri störf. Æskilegt er að launakröfur fylgi umsókn- inni. Hreppsnefnd Stokkseyrarhrepps. Símavarsla Óskum eftir að ráða stúlku til simavörslu á skrifstofu vorri. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, Drápuhlið 14. Hitaveita Reykjavikur Rýmingarsala aðeins fram að helgi. Mikil verðlækkun. Glugginn, Laugavegi 49. ^r ^r ihitrmi! 1R tslandsmeistari i körfuknattleik 1975. Aftari röö frá vinstri: Asgeir Guömundsson formaöur tR, Hóimsteinn Sigurösson liösstjóri, Agnar Friöriksson, Þorsteinn Guönason, Siguröur Gislason, Jón Jör- undsson, Siguröur Halldórsson, Sigurbergur Bjarnason, Einar ólafsson þjálfari og Asgeir Guömunds- son. Fremri röö: Sigurjón ólafsson, Finnur Geirsson, Kristinn Jörundsson fyrirliöi, Kolbeinn Kristins- son, Jón Jónasson og Óskar J. Óskarsson. A myndina vantar einn ieikmann Erlend Markússon. r r IR-ingar urðu Islands- meistarar í körfubolta Sigruðu mótið örugglega - HSK féll í 2. deild A þriöjudagskvöldiö voru leikn- ir siöustu leikirnir I tslandsmót- inu i körfubolta og sigruöu þá ÍR-ingar Val I ágætum leik meö 105:89 og töpuðu þeir aðeins ein- um leik I mótinu, fyrir KR. Þó er hafður fyrirvari á leik Armanns og IR sem Ármann kærði vegna ranglega útfærörar leikskýrslu en að öllum likindum veröa úrslit leiksins látin standa. Þá léku KR og Ármann og lauk þeirri viöureign meö sigri Ár- Eins og flestir muna, jj þá var danska landsliðið jjji i handknattleik hér fyrir jjjj páska og lék hér tvo jjjj landsleiki. Héðan héldu |j|| Danirnir svo til Færeyja jjjj þar sem þeir léku einn jjjj landsleik við heima- jjjj menn. í lið Færeyinga vant- jjjj aði tvo af þeirra bestu [{:! mönnum, Kaare Mort- jjjj ensen sem er i Dan- j mörku við nám og Ahnn- manns 80:72. 1 liö KR vantaöi marga af bestu mönnum liðsins og má þar nefna Kolbein Pálsson sem þar með missti af þeim möguleika aö verða stigahæstur i mótinu og ná bestu vltahittninni. Stigahæsti leikmaöur mótsins varð Jón Sigurösson Ármanni 306 stig. Kolbeinn var með 299 stig og Þórir Magnússon Val 294 stig. Bestu vitahittnina var Simon Ólafsson Ármanni meö, 72,9%, en Kolbeinn var meö 72,8%. us Joensen sem er á skaki við strendur ís- lands. Það þurfti þvi ekki aö spyrja aö leikslokum, Danirnir sigruöu stórt 13—28 eftir að staöan I hálf- leik haföi veriö 9—14. Flest mörk Færeyinganna gerði Eydfinn Egholm 6, en flest mörk Dana geröi Sören Andersen 7. I seinni hálfleik varöi Kay Jörgensen i marki Dananna mjög vel m.a. tvö vitaköst sem sést best á þvi að þá skoruðu Færey- ingarnir ekki nema 4 mörk. Auk þessara tveggja leikja léku 1S og Snæfell um páskana og unnu IS-menn þar öruggan sigur 120:71. Lokastaöan i mótinu varð þessi ef kæra Armanns verður ekki tek- in gild. ÍR 14 13 1 1212:1096 26 KR 14 10 4 1260:1160 20 Ármann 14 9 5 1185:1095 18 ts 14 8 6 1129:1076 16 UMFN 14 8 6 1125:1100 16 Valur 14 5 7 1176:1175 10 Snæfell 14 2 12 933:1153 4 HSK 14 1 13 996:1161 2 METSTÖKK ROBERTS Dave Roberts frá Banda- rikjunum setti fyrir stuttu nýtt heimsmet i stangarstökki á móti sem fram fór i Gaines- ville I Florida. Þá stökk Roberts 5,65 m i þriðju og siö- ustu tilraun sinni viö hæðina. Gamla metið sem var 5,63 m átti lika Bandarikjamaður Bob Seagren sett I Alem i Ore- gon 1972. Svavar fékk hörkukeppni í júdéinu SvavarCarlsen sigraði I opna flokknum i tslandsmótinu i Judo sem hófst á þriðjudagskvöldið. Svavar sigraði Viðar Guðjohnsen i úrslitaglimunni. t þriðja sæti varð Sigurjón Kristjánsson. Keppni þeirra Svavars og Viöars var hin skemmtileg- asta og veitti Viðar sem er mjög ungur að árum, 17 ára, Svavari mjög harða keppni. Var í skaktúr við strendur íslands .. og þá unnu Danir stórt í handboltalandsleiknum o Fimmtudagur 3. april 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.