Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.11.1975, Blaðsíða 1
228. tbl. - 1975 - 56. árg. ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER Ritstjórn Sfdumúla II - Sfmi 81866 Svipmyndir frá flokksþingi Alþýðu- flokksins Sjá bls. 5 Hótað að sprengja sendiráð r Islands í London Scndiráð islands i London tilkynnti i gær að borizt hefðu tvö nafnlaus bréf þar sem hót- að var að sendiráðsbyggingin yrði sprengd i loft upp ef islenzk varðskip hættu ekki aö skera aftanúr brezkum tog- urum á islandsmiöum. Að sögn talsmanns sendiráðsins voru bæði bréfin handskrifuð og augljóslcga frá samá aðilanum. Fyrra bréfið var viðvörun til sendiráðsins, og þaö seinna var sagt siðasta aðvörunin. Talsmaðurinn sagði ekki hvar bréfin voru póstlögð. i höfuðstöðvum Scotiand Yard var sagt að þeim hefði borizt vitneskja um hótanirn- ar og að viðeigandi ráðstafan- ir hefðu verið gerðar. - BREZKIR Á HEIMLEIÐ Að sögn talsmanns Landhelgis- gæzlunnar kom varðskip að tveimurbrezkum togurum á mið- unum fyrir miðju Austurlandi og drógu þeir upp veiðarfærin jafn- skjótt og sást til ferða varðskips- ins. Sama varðskip tilkynnti að 20 brezkir togarar hefðu tilkynnt eftirlitsskipum að þeir hefðu hætt veiðum og sigldu nú suður á bóg- innog héldu út fyrir 200 milurnar. Samningarnir við Vestur-Þjóðverja: Tvö veiðisvæði allt upp að 25 mílum? f«llí — Það er staðreynd, að samn- ingurinn við Vestur-Þjóðverja býður uppá tvö veiðisvæði, viö Suðvestur- og suðausturlandið og það á að leyfa þeim veiðar langt inn fyrir 50 milur, sagði Pétur Guðjónsson er Alþýðublaðið haföi samband við hanii seint i gær. Pétur fylgist manna mest og bezt með landhelgismálinu og afl- ar sér oft upplýsinga sem ómögu- legter að fá hjá stjórnmálamönn- um. Pétur sagði að veiðiheimildir til Þjóðverja uppá 60.000 tonn þýddi i raun og veru stórkostlega aflaaukningu fyrir þá. Þeir gætu alls ekki veitt neitt magn að ráði i baráttu við varðskipin.Þaö væri i raun og veru rangt að vera að tala um 200 milna fiskveiðilandhelgi þar sem veiðisvæðin væru yfir- leitt utast við 50 milna mörkin. Það væri þvi allsendis óþarfi að færa þeim á silfurfati heimild til að veiða 60.000 tonn þegar þar fyrir utan væri vitað að þeir gætu ekki nýtt nema 40.000 tonn af þessum afla. Þá sagði Pétur að lokum, að hann hefði vissu fyrir þvi, að samningarnir við Þjóðverja gerðu ráð fyrir að þýzkum togur- um yrði hleypt inn fyrir landhelg- ina allt að 25 eða 30 milur frá landi. Virðist nú svo komið að Bretar sjálfir séu að sanna þau ummæli i blaðinu um daginn að hetjulund heimsveldisins sé nú aðeins til á bókum. Kjarkleysi þeirra virðist vera einn sterkasti bandamaður okkar i þessu nýja þorskastriði. Álútir vegfarendur í slabbinu i g*r. Síbrotamaður látinn laus Oheiðarlegur áróður breta í brátt fyrir tveggja ára dóm A miðunum við landið i gær voru alls 39 brezkir togarar, en að eins 15 þeirra voru að veiðum, hinir ýmist lónuðu eða voru á flóttanum eins og áður gat. Tog- ararnir héldu sig á svæðinu frá Melrakkasléttu og að Hvalbak. Undir kvöld óskaði eftirlits- skipið Othello eftir þvi að fá að setja sjúkling á land i Neskaup- stað. Landhelgisgæzlan tilkynnti varðskipi þá að veita fyrir- greiðslu með þvi að hafa sam- band við Norðfjarðarradíó og undirbúa móttöku sjúklingsins. Um borð í Othello er læknir og að þvi er virðist hlýtur eitthvað al- varlegt að vera á seyði fyrst hann telurað leita þurfi aðstoðar lækna i landi. Sjúklingurinn er að likindum togarasjómaður. Lögbjóða hollt mataræði Norska rikisstjórnin hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að það sé stefna stjórnarinnar að hvetja landsmenn meö öllum til- tækum ráðum til að neyta ein- faldari fæðu og fitusnauðrar. Ein helzt orsökin er hinn gifurlegi vöxtur hjartasjúkdóma. í dag verður látinn laus af Litla- Hrauni sibrotamaður sem hefur verið dæmdur i tveggja ára fang- elsi, en hann hefur áfrýjað þeim dómi til Hæstaréttar. Þar er mál hans til meðferðar nú og getur niðurstaða hans vart orðið önnur en staðfesting á héraðsdómi. Vit- að er, aö lögreglan er mjög óá- nægð að manninum skuli sleppt lausum nú vegna fyrri reynslu hennar af manni þessum. Þessi einstaklingur hefur setið inni á Hrauninu af og til uppá sið- kastið, en var látinn laus i hálfan mánuð i júni s.l. Afköst hans þennan tima voru hvorki meira né minna en sjö innbrot. Beitti hann sér einkum að innbrotum af ýmsu tagi m.a. inn i ibúðir. Eng- in ástæða er til að ætla, að hann láti af uppteknum hætti nú þegar hann verður látinn laus og telur lögreglan þvi ekki forsvaranlegt að hann gangi laus. Alþýðublaðið hafði samband við Þórð Björnsson rikissaksókn- ara og spurði hvort þess væru ekki dæmi að menn væru hnepptir i gæzluvarðhald meðan beðið væri dóms Hæstaréttar. Þórður sagði það hafa komið fyrir en væri mjög fátitt. Yfirleitt hefði þá verið um að ræða menn sem hafa framið mjög alvarlegt afbrot. Það virðist þvi vera betra fyrir fólk að vera við öllu búið fyrst þekktum sibrotamanni hefur ver- ið sleppt lausum á borgarbúa og dómsmálayfirvöld virðast ekki vilja eða geta verndað ibúana fyrir honum þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur i tveggja ára fangelsi og eigi þvi að sitja inni. landhelgis- deilunni Landhelgisgæzlan hefur óskað eftir þvi að fram kom að i þeim togviraklippingum sem átt hafa sér stað allt frá í september árið 1972 hefur enginn sjómaður, hvorki brezkur né þýzkur, hlotiö svo mikið sem skrámu af þeirra völdum. Bent erá að þegar togvirar eru skornir með þeim hætti sem Landhelgisgæzlan gerir, það er virarnir eru skornir á ailmiklu dýpi, þá fylgir þvi ekki sú hætta að þeir sveiflist til baka og á tog- arann og ógni þar með mannslif- um. A hinn bóginn sökkva virarn- ir'til botns og hringa upp á sig og valda þvi engri hættu. Land- helgisgæzlan vill taka það fram, að ef mannslifum væri ógnað með þessari aðferð þá hefði islenzka Landhelgisgæzlan aldrei gripið til þessa ráðs. Þetta er tekið fram vegna þess að undanfarið hafa bæði blöð og aðrir fjölmiðlar i Bretlandi lagt áherzlu á þá hættu sem togvira- klippingum fylgir, en eins og áður sagði hefur enginn slasazt i tog- viraklippingunum, sem nú eru orðnar eitthvað á annað hundrað talsins. Bílar ekki lengur með erlendum greiðslufresti Eftir breytingu sem viðskipta- ráðuneytið hefur sett, verður er- lendur greiðslufrestur yfirleitt ekki heimilaður nema vegna inn- flutnings hráefna, rekstrarvara atvinnuveganna og iðnaðarvéla. Framvegis verður ekki heimiit að flytja inn eftirtaldar vörur með greiðslufresti: almennings- bifreiðar, fólksbifreiðar fyrir at- vinnubifreiðastjóra, sendiferða- bifreiðar fyrir atvinnubifreiða- stjóra, vörubifreiðar, dráttarvél- ar, vinnuvélar og tæki. I frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir, að ástæðan fyrir þessari breytingu sé sú að rikisstjórnin vilji minnka innflutning þessara vara og draga ur lántökum er- lendis vegna kaupa á þeim. Hefur innflutningur á •framantöldum vörum verið mikill undanfarin ár og þvi að skaðlausu óhætt að draga úr honum. Akvörðun þessi tók gildi i dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.