Alþýðublaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1976, Blaðsíða 1
Geir er enn þ_ögull sem gröfin ÁWIL- SON VON ÁSVARI FYRIR MIÐVIKU- DAG? Enn hafa engar áreiðanleg- ar fregnir borizt af niðurstöð- um viðræðna Geirs Hallgrimssonar og Wilsons i London, eða af þvl hvert er efni þeirra frásagna, sem Geir Hallgrimsson hefur haft að flytja á þeim fjölmörgu fund- um, sem haldnir hafa verið að undanförnu. Ýmsar lausa- fregnir ganga þó manna á milii, sem m.a. eru hafðar eft- ir ýmsum þeim, sem vel eru kunnugir á stjórnarheimilinu, m.a. iþá átt, aðsamkomuiag sé i bigerð þótt svo Geir hafi ekki komið með uppkast að samn- ingum heim frá London. Er sagt, að verkefni Geirs undan- farna daga hafi verið að kanna, hver viðbrögð ráða- manna væru við þeim tillög- um, sem hann viti, að Bretar gætu fallizt á, og ætli hann sér að senda Wilson orðsendingu þar'um, innan mjög skamms tima. Það hefur vakið talsverða athygli I þessu sambandi, að i fregnum REUTERS af þeirri ákvörðun brezku rikisstjórn- arinnar að greiða styrki til togara á tslandsmiðum, til þess að bæta þeim veiðatjón vegna „vopnahlésins” á ts- landsmiðum, er sérstaklega tekið fram, að sti ákvörðun gildi ekki lengur en til mið- vikudagsins 4. febrúar nk., en þá falli þessir styrkir niður. Þetta þykir benda til þess, að Wilson eigi von á þvl, að fá kall frá Geir fyrir þann tfma og ef svo er, þá mun helgin, sem nú fer I hönd, verða notuð af Geir Hallgrlmssyni til þess endanlega að komast að nið- urstöðu um, hvort unnt verði að fá stjórnarsinna til þess að fallast á samninga við Breta. Liggur hér mikið viö fyrir Geir Hallgrimsson, til hvorrar áttarinnar svo sem málið mun hniga, þvi að sögn brezkra blaða hefur forsætisráðherra lagt pólitiska framtið sina að veði. t gær gaf Geir Hallgrimsson skýrslu um viðræðurnar á sameiginlegum fundi Land- helgisnefndar og Utanrikis- málanefndar Alþingis. Ekkert hefur frétzt af þeim fundi fremur en öðrum annað en það, aö nýr fundur veröur haldinn nk. mánudag. Kemur sá timi einnig vel heim og saman við þær getgátur, sem hafðar voru uppi hér að fram- an, I sambandi viö, að Wilson ætti von á svari ekki siöar, en nk. miðvikudag. HELGARBLAD 21. TBL. - 1976 57. ÁRG. SUNNUDAGSLEIDARI Jafnaðarmenn Afstaða jafnaðarmanna til kommúnista er viðar til umræðu en á Islandi, en svo sem kunnugt er hafa átt sér stað nokkrar umræður um jafnaðarstefnu og kommúnisma i Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum að undanförnu, og hafa önnur blöð einnig látið sin sjónarmið i ljós um þetta mál. Á fundi forystumanna jafnaðarmanna i Vestur-Evrópu sem haldinn var i Helsingjaeyri fyr- ir skömmu, var þetta eitt umræðu- efnið. Skoðanir flokksleiðtoganna reyndust nokkuð skiptar um það, hvort samstarf við kommúnista- flokka i stjórnarandstöðu eða sam- eiginleg barátta fyrir stjórnaraðild væri æskileg eða ekki, þ.e. hvort lik- legt væri, að hún væri hagsmunum launþega og lýðræðissjónarmiðum til gagns eða ekki. Það er hins vegar athyglisvert, að i þeim umræðum, sem fram fóru, og öllum þeim miklu blaðafregnum, sem um þær hafa verið birtar, örlar hvergi á þeirri moðsuðu i hugsunarhætti, sem mót- að hefur sum skrif Þjóðviljans um þessi mál, þ.e. að kommúnismi sé i raun og veru ekki lengur umtals- verð stefna i stjórnmálum Vestur- Evrópu. Það, sem Þ jóðviljinn kallar „sósialisma”, sé það afl, sem máli skipti, og svo séu á hinn bóginn til „hægri kratar”, sem séu tækifæris- sinnar og reiðubúnir til samstarfs við „auðvaldið”. Dæmi um svona barnalega eða óheiðarlega umræðu finnast ekki i stjórnmálaskrifum i Vestur- Evrópu. Þar gera menn sér ljóst, að kommúnismi er stjórnmálastefna, sem haft hefur stórkostleg áhrif á þessari öld, og mótar starf og stefnu margra flokka i Vestur-Evrópu. Jafnframt gera menn sér auðvitað ljóst, að jafnaðarmenn, sem i Norð- vestur-Evrópu kalla sig sósialdemó- krata, en i Suður-Evrópu sósialista, aðhyllast annað hugmyndakerfi og fylgja öðrum baráttuaðferðum. Þessar staðreyndir hafa ekki komið i veg fyrir, að á siðustu árum hefur tekizt gott og náið samstarf milli þeirra rikja i vestri og austri, þar sem annars vegar hefur rikt lýðræði og markaðsbúskapur, og hins vegar einræði og rikisrekstur i atvinnulifi. Ekki hvað sizt jafnaðarmenn hafa átt frumkvæði að þvi, að samstarf og samvinna hafi verið hafin milli rikja, þar sem kommúnistar hafa verið við völd, og hinna, þar sem önnur sjónarmið hafa ráðið, ýmist sjónarmið jafnaðarmanna, sem eru sterkasta aflið i stjórnmálum Vest- ur-Evrópu, eða hægri sinnaðra flokka. í kjölfar þessa hafa síðan komiö umræður um hugsanlegt samstarf - Kommúnistar jafnaðarmanna og kommúnista i lýðræðisrikjum. Þar sem bæði öflin eru sterk og samvinna þeirra gæti augljóslega orðið hagsmunum laun- þega til styrktar, með sameiginlegri baráttu i stjórnarandstöðu eða með sameiginlegri aðild að rikisstjórn, er hún eðlileg og sjálfsögð. Þetta hefur aldrei vafizt fyrir jafnaðar- mönnum. Hins vegar hafa kommún- istaflokkar verið mjög tviátta i þessum efnum. Hin sigilda afstaða kommúnistaleiðtoga hefur verið sú, að stjórnarsamstarf við „borgara- lega flokka” komi ekki til greina, nema þá til þess að flýta fyrir valda- töku kommúnista, sem þá eigi að leiða til eins-flokks-stjórnkerfis, eins og rikir i Austur-Evrópu. Hins vegar hafa á siðari árum ýmsir kommúnistaforingjar lýst sig fylgj- andi fjölflokkakerfi og jafnvel reiðubúna til stjórnarsamstarfs við „borgaralega flokka”, og hefur italski kommúnistaflokkurinn verið forystuflokkur varðandi þessi sjónarmið. En reyndum og menntuðum kommúnistum getur varla komið það á óvart, þótt aðrir, og þá fyrst og fremst jafnaðarmenn, spyrji, hvort hér sé um raunveru- leg skoðanaskipti að ræða eða ein- vörðungu um breytta baráttuaðferð til þess að ná gamla markmiðinu, „alræði öreiganna”, þ.e. eins- flokks-stjórnkerfi. Þetta er eitt meginviðfangsefni stjórnmála i Vestur-Evrópu um þessar mundir. Og hér er vissulega um mikilvægt mál að ræða. Ef áhrifamiklir kommúnistaflokkar eru i alvöru farnir að gera sér ljóst, að boðskapur kommúnismans, eins og hann hefur verið túlkaður i ára- tugi og framkvæmdur i Austur- Evrópu, hefur verið rangur, ber þvi sannarlega að fagna. En orð um það efni nægja ekki. Stefnubreytingin verður að koma i ljós i reynd. Hitt er að sjálfsögðu utan við alla skynsam- lega stjórnmálaumræðu, að fjalla um þessi mál eins og sumir blaða- menn Þjóðviljans hafa gert, m.ö.o. að láta eins og enginn ágreiningur hafi verið né sé milli jafnaðar- manna og kommúnista um hugsjón- ir og starfsaðferðir. Greinar i Þjóð- viljanum sjálfum eru augljóst sönn- unargagn i þessum efnum. Þar birt- ast greinar, sem lýsa stuðningi við fjölflokkakerfi, þ.e. „borgaralegt lýðræði”. En þar birtast einnig greinar, þar sem t.d. er lýst stuðn- ingi við baráttu kommúnista i Portúgal, sem hafa einsflokkskerfi efst á stefnuskrá sinni og telja það eitt þjóna hagsmunum Portú- galskra launþega. Hvort er stefna Alþýðubandalagsins? GÞG Sunnudagur 1. febrúar 1976 Alþýðublaðið o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.