Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 10
10 IÞRÖTTIR UTBOÐ Stjórnarnefnd Fjölbrautaskólans i Breið- holti óskar eftir tilboðum i gerð hita- vatns- og hreinlætislagna, ásamt lögnum fyrir súrefni og acetylen, i verkstæðishúsi Fjöl- brautaskólans. Útboðsgögn verða afhent á teiknistofu Itaks h.f. Ingólfsstræti 1 A, Reykjavik, gegn kr. 10.000.00 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju- daginnl4. september 1976 kl. 11 f.h. Stjórnarnefnd Fjölbrautaskólans i Breiðholti. W Skólalæknar óskast til að annast heilsugæzlu i eftirtöldum skólum borgarinnar: Ármúlaskóla Vesturbæjarskóla Fósturskóla íslands Vogaskóla Landakotsskóla ölduselsskóla Réttarholtsskóla Laun samkvæmt samningi Læknafélags Islands og Menntamálaráðuneytisins. Upplýsingar hjá aðstoðarborgarlækni, Heilsuverndarstöðinni. Umsóknir berist borgarlækni fyrir 15. september n.k. Reykjavik, 1. september 1976 Borgarlæknir Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik og heimild i lögum nr. 10. 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér i umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt fyrir april, mai og júni 1976, og ný- álagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvað- ur, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn 1 Reykjavik, 31. ágúst 1976. Ég þakka af alhug vinum og vandamönn- um hlýjar kveðjur og góðar gjafir 24. ágúst s.l. Jón Kaldal. Föstudagur 3. september 1976 SSSST t Valsmenn og Skaga- menn í Það verða þá Valur og Akraness, sem mætast i úrslit- um bikarkeppni KSÍ. Valsmenn sigruðu Breiðablik úr Kópavogi með þremur mörkum gegn engu. Leikurinn fór fram i Kópavogi i gærkvöldi. Jafn fyrri hálfleikur. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, sérstaklega fyrsti hálf- timinn. Var leikurinn þá nokkuð keimlikur leiknum, sem liðin léku á Laugardalsvellinum tveimur dögum áður. Fyrsta mark Valsmanna skoraði Hermann Gunnarsson beint úr aukaspyrnu. Hann getur verið skotviss, gamli maðurinn. Er hálftimi var lið- inn af fyrri halfleik skoruðu Valsmenn annað mark. Skallaði AtU Eðvaldsson laglega i mark. öllum til mikiUar undrunar dæmdi Magnús Pétursson, annars ágætur dómarUeiksins, markið af. Ekki var auðvelt að sjá, af hvaða ástæðum það var. Valsmenn taka leikinn i sinar hendur. Eftir þetta tóku Valsmenn leikinn betur i sinar hendur, og sókn þeirra varð mun beittari en Blikasóknin, þrátt fyrir að markakóngurþeirra, Ingi Björn Albertsson væri ekki með. Sóttu þeir meira og var oft hætta við Blikamarkið. Var sem móður- inn rynni nokkuð af Kópavogs- mönnum eftir markið. » ..................... úrslit Siðari hálf- leikur. Seinni hálfleikinn byrjuðu Valsmenn með miklum krafti. Léku þeir oft á tiðum mjög vel saman, eða eins og þeir léku bezt i sumar. Mark númer tvö kom þó eftir einstaklingsframtak Guð- mundar Þorbjörnssonar. Guð- mundur brauzt i gegnum Blika- vörnina af miklu harðfylgi. Gaf hann svo á Kristinn Bjömsson, sem var I opnu færi. Skot Krist- ins var bæði laust og misheppn- að, en inn fór boltinn engu að siður. Tveimurminútum siðarskora Valsmenn sitt þriðja mark. Var mjög vel að þvi unnið. Hermann fékk boltann á eigin vallarhelm- ing, gaf gullfallega sendingu á Atla, sem lék upp að endamörk- um. Atli gaf þá á Kristinn, sem skaut þrumuskoti i þverslá, og þaðan fór boltinn til Hermanns, sem skoraði i bláhornið. Gull- fallegt mar. Valsmenn sterkir. Blikarnir áttu sárafá færi i siðari hálfleik. Valsmenn, aftur á móti, óðu I færum. Þeir náðu nú einum af sinum beztu leikj- um, lausir við taugaspennu og létt leikandi. Vallarskilyrði vom líka ágæt núna. Beztir Valsmanna i þessum leik vom Atli Eðvaldsson og Hermann Gunnarsson. Vörnin var sterk og Sigurður Dagsson öruggur. Hjá Blikunum var Þór Hreiðarsson beztur, sivinnandi. Blikarnir náðu nú ekki að sýna eins góðan leik né eins mikla baráttu og i leiknum á þriðj- daginn og þvi fór sem fór. —ATA *""". Hótel Akureyri V Bíður gestum upp á eins, tveggja og þriggja manna herbergi, ásamt morgunverði. Kaffi, brauð og kökur allan daginn. Hótet Akureyri verður opið allt árið. Hótel Akureyri Hafnarstræti 98 - Sfmi 96-2225 Opið til kl. 10 föstudaga lokað laugardag fyrst um sinn Sláturfélag Suðurlands Glæsibæ - Sláturfélag Suðurlands Austurveri Vörumarkaðurinn - Hagkaup

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.