Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.03.1977, Blaðsíða 1
"Eiim blaöið Miklar umræður vegna fyrirspurnar Jóns Armanns Héðinssonar á Alþingi. Þar kom fram að ... MIÐVIKUDAGUR 2. MARZ 49. tbl. — 1977 — 58. árg. t framhaldi af tillögu til þingsályktunar sem þingmenn Alþýðu- flokksins fiuttu fyrir skömmu, um vinnuvernd og starfsumhverfi, bar Jón Armann Héðinsson i gær, fram fyrirspurn lil heilbrigðis- ráðherra um mengun innan húss i álverinu i Straumsvik. Fyrirspurnin var í tveim liðum, og hljóðaði svo: I. Hefur farið fram rannsókn á mengun innan veggja álversins I Straumsvik, eð'a öðrum útbúiiaði sem kann að vera hættuleg heilsu starfsmanna? II. Hefur heilbrigðiseftirlit rikisins látið i ljós álit sitt á starfsum- liverfi innan veggja álversins og heilsugæzlu þar? ||§g||| I álverinu er mengun og miklir atvinnusjúkdómar Forráðamenn viðræðugóðir en efndir litlar I svari slnu vitnaði ráðherra I heilbrigðisreglugerð fyrir ís- land frá jjvi i febrúar 1972 og aðra reglugerð, um varnir gegn mengun af völdum eiturefna og hættulegra efna, sem sett var i júni sama ár. Benti ráðherra á, að skv. siðari reglugerðinni hefði Heil- brigðiseftirlit rikisfns verið falið að fjalla um allar umsóknir um starfsleyfi frá þeim, sem reisa vildu verksmiðjur og iðjuver. Siðan átti Heilbrigðiseftirlitið að gera rökstuddar tillögur um skilyrði sliks rekstrar og þar á meðal ákvæði um mengunar- mörk. Málið átti siðan að leggja fyrir heilbrigðisráðherra, sem úrskurðaði málið endanlega. Ráðuneytið staðfesti kröfur um fullnægjandi hreinsitæki 1973 I janúar 1973 barst svo heil- brigðis- og iðnaðarráöherra umsögn Heilbrigðiseftirlit rikis- ins um mengunarhættu við ál- verið I Straumsvik. I umsögn- inni kom fram, að Heilbrigðis- eftirlitið taldi óhjákvæmilegt, aö setja upp hreinsunartæki við álverið, er taka ættu megniö af fluorsamböndum úr ræstilofti verksmiðjunnar, þannig að komiö yrði i veg fyrir frekari fluormengun umhverfisins og þat með skemmdir á gróðri og hugsanlegu heilsutjóni á mönn- um og dýrum. Sagði ráðherra, að þessi ályktun Heilbrigðiseftirlitsins héfði verið i fullu samræmi við samþykktir Heilbrigðisráðs Hafnarfjarðar og álit borgar- læknis Reykjavikur, enda i samræmi við reynslu annara þjöða þar sem álframleiðsla fer fram. Þá benti heilbrigðisráð- herra á, að ráðuneytið hefði með bréfi til íslenzka Alfélags- ins dags. 31. janúar 1973 staðfest þessa kröfu um fullkomin hreinsunartæki við verksmiðj- una. Siðan sagði heilbrigðisráð- herra: „Það er skoðun Heil- brigðiseftirlitsins að viðunandi andrúmsloft á vinnustað við ál- verið I Straumsvik verði ekki til staðar fyrr en uppsetningu og starfræksla fullkomins hreinsi- búnaðar til hreinsunar á ræsti- lofti verksmiðjunnar er komið i gang.” Grundvallarrann- sóknir á mengun hafa ekki verið framkvæmdar Siðan las ráðherra kafla úr skýrslu Heilbrigðiseftirlits rikisins um heilbrigðis- og öryggiseftirlit, og má segja að I þeirri skyrslu hafi komið fram svörin við þeim spurningum sem Jón Armann Héðinsson bar fram við ráðherra. Eftir að heilbrigðisráðherra hafði lokið við lestur skýrslunn- ar sagði hann, að heilbrigðis- ráðuneytið hefði gert ákveðnar kröfur um hollustuhætti og mengunarvarnir við áiverið i Straumsvik. Hinsvegar væri ljóst að ekki hefði verið hægt að verða við þessum kröfum og hefðu ýmsar ástæöur verið til- færðar „Grundvallarrannsóknir á mengun i álverinu hafa ekki verið framkvæmdar enn,” sagði ráðherrann. „Þó er ástandið i Straumsvik þannig nú, að hætta er á atvinnusjúkdómum.” Ráðherrann vék siöan að ein- stökum atriðum, svo sem mælingum á hávaða sem leitt hefðu i ljós að 97 starfsmenn við álverið hefðu verið með skerta heyrn og allmargir aðrir með verulegt heyrnartap. Að visu hefðu rannsóknir leitt i ljós, að hávaðinn væri fyrir neðan hæfi- leg mörk, sem fæli þó ekki i sér viðunandi ástand, eins og /ram hefði komið. Matthias Bjarnason sagði að forsvarsmenn álversins hefðu verið viðræðugóðir enda þótt þeir hefðu ekki fylgt þeim kröf- um, sem gerðar hefðu verið. Grundvallarrannsóknir á mengun hefðu ekki verið gerðar enn, en þegar þær lægju fyrir yrði hafizt handa. Viðræðugóðir, en fara ekki að lögum Jónas Arnason sagði að skýrslan sem ráðherra hefði lesið upp úr væri alvarlegt hneyksli. Rannsóknir sýndu ekki aðeins að atvinnusjúkdóm- ar væru hættulegir heldur að þeir væru staðreynd við álverið i Straumsvik. Benti hann sér- staklega á niðurstöður skýrslunnar um heyrnar- skerðingu. Jónas fór mjög hörðum orðum um „glópsku” þeirra manna sem samið hefðu viö „eigendur verksmiðjunnar.” „Það er ekki skýrslan sjálf sem er hneyksli,” sagði Jónas, ,heldur það að ráðuneytið hafði engin afskipti af þessu máli fyrr en 1973. Jónas sagði að þaö væri litið gagn i þvi þótt forráðamenn ál- versins væru viðræðugóðir ef þeir færu ekki að lögum. Jón Armann Héðinsson þakkaði greinargóð svör heilbrigðisráðherra. Siðan vék hann að málinu sjálfu og gagn- rýndi harðlega þaö sleifarlag sem orðið hefði á allri framkvæmd á mengunarvörn- um við álverið. „Þetta er dapurleg skýrsla,” sagði Jón Armann. „Það er ekki nóg aö setja reglur um hollustuhætti við álverið. Það þarf að fylgja þeim eftir.” Einhver vakning i mál- inu. BcnediktGröndal sagðiaðhér hefði verið flutt sorgarsaga og hneykslissaga, sem sýndi svo ekki færi á milli mála, hvernig menn heföu algerlega brugðist i þessu máli. „Ljósi punkturinn i þessu öllu er þó sá, að það virðist vera komin einhver vakning i mál- inu. „Benedikt lagði áherzlu á, að umræðurnar um mengun væru algert sérmál, sem ekki mætti blanda saman við sam- ninga við útlendinga. í þessu máli gilda islenzk lög og þeim ber að framfylgja strax,” sagði Benedikt Gröndal. Lagði hann mikla áherzlu á nauðsyn fullkomins eftirlits með heilbrigöisháttum á vinnu- stöðum. Þær upplýsingar sem hér hefðu komið fram gæfu svo sannarlega tilefni til þess hvetja þingmenn og ráöherra til að halda vöku sinni. Að öðrum kosti mundi verkalýðshreyfing- in sjálf gripa til sinna ráða og krefjast lagfæringa. Framh.á bls.8 ísland sigraði Spán með 21 marki gegn 17 í leik liðanna í forkeppni heimsmeistarakeppninnar f handknattleik í gær mm Ritstjórn Sfðumúla II - Sfmi 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.