Alþýðublaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 15.MARZ siminn er 14-900 ALÞÝÐUSAMBAND VEST- URLANDS STOFNAÐ Gunnar Már Kristófersson, Hellissandi, formaður Stofnþing Alþýöusambands Vesturlands var haldiö i Borgarnesi um siöustu helgi. Jón Agnar Eggertsson, formaöur Verkalýösfélags Borgarness og miöstjórnar- maður ASl, setti þingiö, en þaö sóttu fulltrúar 9 aöildarfélaga. Björn Jónsson forseti ASl flutti ávarp og lét i ljós ánægju með stofnun þessa nýja sam- bands innan verkalýöshreyf- ingarinnar. Forsetar þingsins voru kjörn- ir: Einar Karlsson, Stykkis- hólmi, og Sigurður Lárusson, Grundarfirði, en ritarar voru kjörnir Arndis F. Kristinsdóttir, Borgarnesi og Gisli Gunnlaugs- son, Búöardal. Hinrik Konráðsson, Ólafsvik, formaöur undirbúningsnefndar, rakti aödraganda aö stofnun sambandsins, sem segja má aö hafi verið i burðarliönum siðastliðin tvö ár. Siðan voru lög sambandsins rædd og samþykkt og aö lokum flutti Stefán Gunnarsson bankastjóri Alþýðubankans ávarp. I fyrstu stjórn Alþýöusam- bands Vesturlands voru kjörnir eftirfarandi menn: Gunnar Már Kristófersson, Hellissandi, formaður Hinrik Konráösson, Ólafsvik, varaformaður Guðrún Eggertsdó11 i r , Borgarnesi, ritari Harkaleg umbrot í vændum við Kröflu? „Þaö er ljóst, aö þaö sem er að gerast hér fellur ekki inn i þaö „hegðunarmynstur” sem við þóttumst hafa séö út i fyrri landrisum hér viö Kröflu,” sagöi Karl Grönvold jarö- fræöingur, isamtali viö Alþýöu- blaöiö siödegis I gær, en hann var þá staddur i Hótel Reyni- hlið. Ennfremur staöfesti Karl, aö búast mætti viö harkalegri um- brotum þar nyröra þeim mun lengur sem núverandi þróun á svæöinu héldi áfram. Landris á Kröflusvæöinu hélt áfram i gærdag, en fjöldi skjálfta á siðustu mæliönn þ.e. frá þvi klukkan 15á sunnudag til klukkan 15 i gær, var 100. Þannig hefur skjálftavirkni á svæbinu nokkurn veginn staöiö I stað siðustu sólarhringa. Flestir skjálftanna á mæliönninni voru vægir, en 12 þeirra mældust þó um eöa yfir 2 stig á richter og sá sterkasti 2,6stig. Upptök þeirra voru á svipuðum slóöum og und- anfarið, eöa á viö og dreif um Kröfluöskjuna. —GEK Vöruskiptajöfnuður íslendinga í janúar s.l.: ÓHAGSTÆÐUR UM 1,7 MILUARDA Hagstofa lslands hefur birt tölur um vöruskiptajöfnuö ls- lendinga I janúar-mánuöi s.l. Hann reyndist óhagstæður um 1 milljarð og 700 milljónir króna, sem er nokkru lægri tala en i janúar á siöasta ári, en þá var vöruskiptajöfnuöurinn óhag- stæður um 1 milljarð og 900 milljónir króna. Einna mesta athygli vekur hve mjög útflutningur á áli og álmelmi hefur aukizt frá þvi i fyrra. í janúar i ár var ál og ál- melmifluttútfyrir 1,3 milljaröa króna, en fyrir 411 milljónir i sama mánuöi I fyrra. Hins veg- ar flutti Alfélagiö inn fyrir 293 milljónir i janúar. Við samanburö á tölum um útanrikisverzlun 1976 verður aö hafa I huga, að meöalgengi er- lends gjaldeyris I janúar s.l. er talið vera 11,3% hærra en þaö var I sama mánuöi 1976. Einar Karlsson, Stykkishólmi, gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörnir: Gisli Gunnlaugsson, Búðardal, Jón Agnar Eggertsson, Borgarnesi og Sigurður Lárus- son, Grundarfiröi. í varastjórn voru kjörnir: Ingibjörg Magnúsdóttir, Borgarnesi, Kristin Nielsdóttir, Stykkishólmi, Jóhann Þóröar- son, Hvalfirði og Arndis Kristinsdóttir, Borgarnesi. Endurskoðendur voru kjörn- ir: Maria J. Einarsdóttir, Borgarnesi, og Ölafur Jóhannsson, Búðardal, Varaendurskoðandi var kjörinn Agnar Ólafsson, Borgarnesi. Á þinginu voru Hinrik Konráössyni færöar sérstakar þakkir fyrir störf að undir- búningi að stofnun sambands- ins. I lok þingsins flutti nýkjör- inn formaður, Gunnar Már Kristófersson ávarp og hvatti þingfulltrúa til góðra starfa fyr- ir verkalýðshreyfinguna bæöi innan hins nýstofnaða sam- bands og einnig fyrir verkalýös- hreyfinguna i heild. Alþýöublaöiö haföi samband við Gunnar Má i gær og spuröist fyrir um stofnun þessa nýja Alþýöusambands. Gunnar sagði aö stofnun Alþýðusambands Vesturlands væri mikið hags- munamál fyrir verkalýöshreyf- inguna og verkalýösfélögin á Vesturlandi. „Það eru fjölmörg mál, sem varða sameiginlega hagsmuni verkalýðsfélaganna á þessu svæði og þess vegna getur Alþýöusamband Vesturlands veitt betri og meiri stuöning i einstökum málum heldur en félögin hvert um sig,” sagöi Gunnar Már Kristófersson, ný- kjörinn formaöur Alþýðusam- bands Vesturlands. Gunnar sagöi að mikil eining heföi rikt á þinginu og sagöist hann vona, að þau félög á svæðinu, þ.e. i Vesturlandskjör- dæmi, sem ekki hefðu tekið þátt i stofnun sambandsins, gengju i það svo fljótt sem kostur væri. Þingiö samþykkti tillögu um kjaramál og birtist hún á öörum stað I blaðinu á bls. 16 — BJ. Reykháfur Fiskinijölsverksmiöjunnar spýr þessa dagana úr sér illa þefjandi fnyk — peningatyktinni — sem minnir borgarbúa á aö loönuvertiöin er I fullum gangi. Ab mynd — GEK L0ÐNUAFLINN NÁLGAST 500 ÞUSUND Heildaraflinn á loðnuvertíðinni nálgast nú óðfluga 500 þúsund tonn og var siðdegis i gær orðinn 490 þúsund tonn. Þá höfðu 14 skip tilkynnt um 5000 tonn tonna afla frá þvi á miðnætti á sunnudag, en sólarhringinn á undan höfðu veiðzt 13.890 tonn. Aflahæstu skipin I lok siöustu viku voru Siguröur RE 4 meö 16.979 tonn, Börkur NK 122 meö 16.367 tonn og Guðmundur RE 29 meö 16.030 tonn. Þá hafði loðnu verið landaö á 22 stööum á T0NN landinu og voru eftirtaldir þrir staðir hæstir: Vestmannaeyjar 70.802 tonn, Seyðisfjöröur 56.545 tonn og Neskaupstaöur meö 40.899 tonn. Agætis veöur var á veiðisvæð- unum vestur viö Jökul og viö Vestmannaeyjar i gær. Aö sögn dr. Björns Dagbjartssonar, for- stööumanns Rannsóknarstofn- unar fiskiönaöarins er loönan sem nú er verib að veiöa út af Snæfellsnesi þvi sem næst kom- in aö hrygningu, en ætla má aö loðnan viö Vestmannaeyjar eigi enn eftir um tvær vikur. Undanfarin ár hefur loönu- ganga komiö upp aö Vestfjörö- um um þetta leyti og gengið suður meö landinu — svokölluö Vestfjarðaganga — en ekkert hefur enn sézt til þeirrar göngu. —GEK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.