Alþýðublaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.06.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 30. JUNI Reykjavíkurborg og yfirvinna: Takmarkist vid 1 1/2 klst. á dag Yfirmönnum stofnana Reykjavikurborgar hafa veriö gefin þau fyrirmæli aö reyna aö komast hjá þvi aö vinna yfir- vinnu nema i undantekningar- tilfellum og ekki meira en 1 1/2 klst. á dag. Jón G. Tómasson, skrifstofustjóri borgarinnar, sagöi i gær, aö fyrirmæli eins og þessi séu ekki nýmæli, en ástæða þess að þau væru gefin út nú væri sú, aö veriö væri aö fara ofan i kjölinn á fjárhags- stöðu borgarinnar. Veriö væri aö reikna út kostnaöarauka borgarsjóös vegna nýafstaöinna kjarasamninga og myndi niöur- staða þess liggja fyrir bráðlega. Þá væri beöiö álagningar út- svara og aöstööugjalda, en álagningu gjaldanna yröi væntanlega lokið eftir 3 vikur. Þegar þannig væri búiö aö kanna allar helztu hliðar fjár- mála borgarinnar, fengist betri yfirsýn fjárhagsstööunnar. — Tilskipunin um aö minnka yfirvinnuna, eöa a.m.k. aö halda henni í skefjum, er þvi gerð til aö koma i veg fyrir aö hleypt verði á stað taumlausri yfirvinnu til aö vinna upp þaö sem kann aö hafa setið á hakan- um eða dregizt vegna yfirvinnu- bannsins.sagöi Jón. —ARH Vél finnsku flugkonunn- ar til sölu Leidtogar norrænu alþýdusamband- anna þinga hér Flugvél finnsku flugkonunnar Kuortti Orvokki sem nauölenti á hafinuút af Reykjanesi þann 15. mai siðast liöinn er nú til sölu. Þaö er fyrirtækiö Könnun h.f. sem hefur auglýst eftir tilboðum ivélina, en Könnun h.f. fer meö umboð fyrir finnska tryggingar- félagið Pohjola. 1 viötali viö framkvæmda- stjóra Könnunar h.f., Agnar Guömundsson kom fram, aö vélin sem er af geröinni Lake LA-4-200 Buccaneer/selst i þvi ástandi sem hún nú er, en sem kunnugt er laskaðist vélin nokkuö er hún var hifð um borö i hafrannsóknarskipiö Arna Friöriksson á sinum tima. Sagði Agnar aö fljótlega eftir aö vélin nauölenti hér viö land, heföi finnska tryggingarfélagiö borgað eiganda vélarinnar, sem var maöur finnsku flugkon- unnar, út bætur, en talsvert heföi dregizt aö taka ákvöröun um hvað gert skyldi viö vélina i framhaldi af þvi. Sagöi Agnar að gerö heföi veriö könnun á þvi hvort hægt væri að gera viö vélina hér á landi og heföi komið i ljos aö svo er, en engu að siður hefði endirinn orðið sá að auglýsa eftir tilboöum i flug- vélina i þvi ástandi sem hún nú er. Svo sem fram hefur komiö var brotizt inn i vélina fyrir stuttu siðan og stolið flestum mælum úr stjórnborðinu. Sagðist Agnar hafa trú á aö þessir mælar kæmu I leitirnar þvi þeir væru vitai gagnslausir þjófunum. Númer mælanna væri skráð hjá Flugmálastjórn svo að ekki þýddi að reyna aö setja þá i islenzkar flugvélar. Ennfremur væri vonlaust aö ætla sér að selja þá erlendis, þvi til þess að þaö væri hægt, þyrfti viðkomandi að hafa undir höndum tilskilda pappira. Finnska vélin var alveg ný þegar hún nauölenti hér viö land og var Kuortti Orvokki þá aö fljúga henni frá verksmiöjunni til heimalands sins, þar sem ætlunin var aö nota hana viö veiöar. —GEK Forystumenn norrænu alþýðu- sambandanna munu væntanlega hittast á Akureyri á morgun, en þá hefst fundur samtaka alþýðusam- bandanna og Norræna verkalýðssambands- ins. Búizt er við að fundur leiðtoganna standi fram á sunnu- dag, en af hálfu Alþýðusambands íslands sitja hann þeir Björn Jónsson, Snorri Jónsson, Ásmundur Stefánsson og óskar Hallgrimsson. Á dagskrá fundarins verður starfsemi Nor- ræna verkalýðs- sambandsins það sem af er árinu, fjárhags- mál þess, trygginga- mál/ Norræni lýðskólinn i Genf o.fl. Einnig verður væntan- lega rætt um alþjóða- mál og þá fyrst og fremst um ástandið i sunnanverðri Afriku. Alþýðublaðinu tókst ekki að verða sér út um upplýsingar um það hvaða fulltrúar skandenavisku alþýðu- sambandanna sitja fundinn, en vitað er að Richard Trælnes fram- kvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins mun koma hér. Alls koma 26 manns til tslands siðdegis i dag vegna fundarins, fundarmenn og makar þeirra, en hópurinn heldur til Akureyrar kl. 21 i kvöld. —ARH Borgarrád samþykkir ad: Ráða erlenda fiskisjúkdóma Borgarráö samþykkti á fundi sinum siöast liöinn þriöjudag aö heimila Veiöi- og fiskiræktarráöi Reykjavikurborgar aö ráöa erlenda sérfræöinga i fisksjúk- dómum hingaö tii lands til aö rannsaka sjúkdóma sem komiö hafa upp i fiskeldisstöövum hérlendis. Samþykkt borgarráös var gerö með öllum greiddum atkvæöum, en Adda Bára Sigfúsdóttir sat hjá við atkvæðagreiösluna. í viðtali við Jakob Hafstein fiskiræktarráöunaut Reykja- vikurborgar kom fram aö ekki hefur veriö gengiö frá ráöningu þessara erlendu sérfræöinga, en þessa dagana er unniö af fullum krafti aö þvi aö fá slika menn hingað til lands eins fljótt og auöið er. Sagöist Jakob taka undir þau ummæli sem höfö voru eftir Daviö Oddssyni i Alþýöublaöinu siöast liöinn þriðjudag þar sem hann segir aö leita beri allra mögulegra leiöa, áöur en gripiö sé til örþrifaráða svo sem stór- fellds niöurskuröar eldisfisks. —GEK Síðumúla II - Sfml 811

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.