Alþýðublaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 1
Tilraunin tókst vel á Reykhólum — Þaramjölsvinnsla til manneldis í undirbúningi NU um slöustu mánaöamtít lauk þriggja mánaöa tilrauna- skeiöi I rekstri Þörungavinnsl- unnar á Reykhólum. Heima- menn fengu tækifæri til aö spreyta sig á rekstrinum, sem fram til þess tima haföi gengiö hálf brösulega. Rikiö tók aö sér aö vera fjárhagslegur bakhjarl þessarar tilraunar, greiöa skuldir ef einhverjar yröu, en deila hagnaöinum með rekstr- araöilum. — Þaö er ekki aö fullu ljóst hver útkoman úr þessu verður, sagöi Omar Haraldsson, fram- kvæmdastjóri verksmiöjunnar, er blaöiö haföi samband viö hann 1 gær. Þaö er þó vitaö aö einhver rekstrarafgangur verö- ur. Þykir okkur þvi næsta aug- ljóst aö rekstrinum verði haldiö áfram, en annars fæst ekki end- anlega úr þvi skoriö fyrr en á aðalfundi verksmiöjunnar, sem haldin verður seint I nóvember. Omar gat þess aö þegar væri hafin undirbúningur aö viöræö- um núverandi rekstraraöila og rikisins, sem á um þaö bil 90% hlutafjár i fyrirtækinu. Að sögn ómars hefur mikið veriö rættum aö breikka rekstr- argrundvöll verksmiöjunnar og mun veröa unniö aö Utfærslu þeirra hugmynda sem fram hafa komið i haust og vetur. Starfsfólk fyrirtækisins er ráöiö fram til áramóta, en útkoman á aöalfundinum I nóvember mun eins og fyrr segir skera úr um framhaldið. í gær var unniö aö útskipun á um 700 lestum af þörungamjöli frá verksmiöjunni, en fram- leiösluverömæti þess nemur um 44 milljónum króna. Auk þess munu um 70 tonn veröa seld á innanlandsmarkaö og er verö- mæti þeirrar framleiöslu um 4 milljónir króna. Framleiðslu- verömæti Þörungavinnslunnar á umræddu þriggja mánaða timabili er þvi um 45 milljónir Þaravinnsla til mann- eldis. Eins og fyrr segir veröur nú á næstunm unnið aö útfærslu á ýmsum hugmyndum sem miöa aö því aö breikka rekstrar- grundvöll fyrirtækisins. I þvi sambandi má nefna aö á döfinni er vinnsla á þara til manneldis. Þarinn vex á stórum svæöum í Breiöafiröi og aö sögn ómars er ætlunin aö ná honum upp meö trolli. Þegar hefur verið geröur samningur um sölu á 5 tonnum af þaramjöli á Bandaríkja- markaö. Hingaö til hefur það valdið mönnum nokkrum erfiöleikum aö mikiö af grjóti fylgir þaran- um og hefur reynst erfittaö ná þvi úr. En i næstu viku hefjast að öllum líkindum tilraunir með nýtt tæki vestur á Reykhól- um og hefur það veriö smiöað sérstaklega með þetta vanda- mál i huga. Ómar Haraldsson sagði að vonir stæöu til aö unnt yröi aö gera stærri samninga við Bandarlkjamenn um sölu á þaramjöli i framtiöinni. Kolmunni Svo sem menn muna var gerö tilraun meö loönuþurrkun I Þör- ungaverksmiöjunni á siöustu vetrarloönuvertiö. Þaö olli nokkrum vandræðum aö loðna búin þeim eiginleikum aö unnt séaöþurrka hana veiöist aöeins i takmarkaöan tima á hverri vertið. NU er aftur á móti I undirbún- ingi tilraun meö þurrkun á um þaö bil 200tonnum af kolmunna. tJrbætur á þörunga- vinnslunni. Aöspuröir sagði Ómar að i sumar heföi veriö unnið aö frek- ari þróun aöferöa viö þörunga- tökuna, sem hefur veriö eitt meginvandamáliö i sambandi viö rekstur verksmiðjunnar frá upphafi. Hingaö til hafa.sláttu- menn oröið aö tefja sig á aö setja „aflann” í þar til geröa tveggja tonna poka. Nú væri hins vegar i athugun aö hætta notkun þessara poka og þess i staö aö safna aflanum I nring- nót. Þetta veröur til þess aö af- köst sláttumannanna veröa mun meiri en nú er. ES Þessi mynd var tekin í Hátiðasal Háskóla Islands í gær- dag< en þá var að hefjast fundur samninganefndar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og ríkisvaldsins vegna kjaradeilu opinberra starfsmanna. Að sögn for- svarsmanna BSRB voru sjónarmið aðila kynnt á þessum fundi. i gær var fram haldið munnlegum málflutningi i Guðmundar og Geir- finnsmálum við sakadóm Reykjavíkur. Var áætlað að Ijúka málflutningi þá um daginn sem og tókst, þótt seint væri. Fyrir hádegiö i gær lauk verj- andi Sævars M. Ciesielskis, Jón Oddsson hrl., varnarræöu sinni, en fyrstur eftir hádegið tók til máls Benedikt Blöndal hrl. verjandi Guðjóns Skarphéð- inssonar. Þá tók viö verjandi Framhald á bls. 10 Málflutningi lauk í gær Þessi mynd var tekin i dómssalnum i Sakadómi I gærdag. Geirfinns- og Gudmundarmálið: myndGEK Sala á ölkelduvatni frá Lýsuhóli bönnud ,,1 þessu ölkelduvatni frá Lýsu- hóli er flúormagn, eins og fram kemur á innihaldslýsingu utan flöskunum sem þaö er selt f, 3.96 miliigrömm i hverjum ltter. Sam- kvæmt Alþjóða heilbrigöisstofn- uninni er ekki æskilegt aö flúor- magn fariupp yfir 1 milligramm f hverjum liter neyzluvatns. Þar semekkier fyrirhendi leyfi réttra yfirvalda fyrir framleiöslu, dreif- ingu og sölu á þessu ölkelduvatni, meö þessu flúorinnihaldi, þykir rétt aö stööva þegar i staö dreif- ingu þess og sölu, þar til annaö veröur ákveöiö, sagöi Hrafn Friö- riksson, hjá heilbrigöiseftirliti rikisins, i viötali viö Alþýöublaöiö i gær, en þá barst svohljóöandi tilkynning frá heilbrigöiseftirlit- inu til fjölmiöla: „Meö hliösjón af 13. gr.laga nr. 12/1969 um hollustuhætti og heil- brigöiseftirlit, sbr. 4. gr. reglu- geröar nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyzlu- og nauösynjavara, leggur Heilbrigöiseftirlit ríkisins hér meö bann viö dreifingu og sölu á ölkelduvatni frá Lýsuhóli I Staö- arsveit. Er þetta gert þar sem inni- haldslýsing ölkelduvatnsins sýnir meira magn flúors heldur en talið er hæft til neyzlu. Er heilbrigöisnefndum hér meö bentá aö framfylgja ofangreindri ákvöröun.” ,,1 þessu tilviki er ekki um þaö aö ræöa aö hætta sé á bráöri eitr- un, sagöi Hrafn ennfremur I gær, en langvarandi neyzla flúor i óeölilega háum skömmtum getur truflaö eðlilega gerð stoövef s, þar meö orsakaö breytingar á beinum og liðum. Auk þess getur hún skemmt nýrun og jafnvel önnur liffæri. Meö þessu banni er okkur þó ef til vill efst i hug aö vernda gamla ogsjúka, sem eftilvillhelzt neyta ölkelduvatns, sér til heilsu- bótar. Ef nýrnastarfsemi þessa fólks er skert. sem er I mörgum Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.