Alþýðublaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.10.1977, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 29. október 228. TbP— 1977 — 58. ÁRG. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 — Sfmi (91)81866 Gengissigið brúar ekki misræmi í verðlagsþróun hér og annars staðar: Hátt útf Iutningsvöruverd veitir okkur gálgafrest „Ákvörðun gengis- skráningar er þannig háttað hér á landi/ að hún er ákvörðuð af Seðla- bankanum, innan ákveð- inna marka, sem við- skiptaráðherra setur. Gengi krónunnar er f Ijót- andi/ sem kallað er, og ræðst af -því hvernig gengisbreytingar verða á erlendum mörkuðum milli helztu viðskipta- mynta. Auk þess ræðst hún af mati íslenzkra stjórnvalda á þróun við- skipta jaf naðar og greiðslujafnaðar, svo og samkeppnisstöðu islenzkra atvinnuvega, en hún ræðst auðvitað fyrst og fremst af því hvort verðbreytingar eru hér örari en annars staðar, sagði Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhags- stofnunar, i viðtali við Alþýðublaðið í gær. „Það hefur varla farið fram hjá neinum, sagði Jón ennfrem- ur, að verðlagsbreytingar hafa verið miklu örari hér en i lönd- unum umhverfis okkur og það gengissig, sem orðið hefur á ár- inu, brúar ekki það bil. Astæðan til þess, að þetta hefur ekki valdið óþolandi viðskiptahalla er sú, að útflutningsverðlag á okkar vörum hefur hækkað meira en almennt verðlag i helztu viðskiptalöndum okkar um sinn. Þegar dregur úr hækk- Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar un útflutningsverðlags, harðnar á dalnum, eins og raunar er þegar komið fram i stöðu fisk- vinnslufyrirtækjanna og reynd- ar annarra útflutningsfyrir- tækja. Þetta eru, efnislega, þau at- riði sem skipta máli. Auðvitað getum við aldrei til lengdar haldið óbreyttu gengi og þar með verði á erlendri mynt, ef verðbólgan er mun meiri hér en annars staðar. Gengissig er i Sjálfu sér ekki frábrugðið gengisfellingu, að öðru en þvi, að þetta gerist hægt og sigandi. Ég held að timi snöggra, stórra gengis- breytinga sé liðinn, að minnsta kosti um sinn. Með gengissigi komumst við á ýmsan hátt hjá þeim kollsteyp- um, sem fylgdu þvi að bregðast allt of seint við misræmi i verð- lagsþróun hér og annars staðar. Menn söfnuðu þá oft glæðum elds að höfði sér, með þvi að hafast ekkert að til að Ieysa slikan vanda, fyrr en hann var orðinn mjög stór og búið var að setja uppbóta- og styrkjakerfi, sem ekki fengu staðizt til lengd- ar. Þetta held ég sé helzti kost- Nýlega óku Alþýðu- blaðsmenn um Vatns- leysuströnd og mynd- uðu það sem fyrir augu bar en byggð á Strönd- inni virðist sem óðast vera aðleggjast i eyði. í opnu blaðsins eru urinn, en þetta leysir náttúrlega ekki efnahagsvanda okkar end- anlega, enda býst ég ekki við að sú lausn sé til. Hins vegar felur fljótandi gengi einnig i sér hættur. Segja má að fasta gengið hafi staðið sem fulltrúi þess, að ekki væri hægt að keyra kostnaðar- verð- lags- og kauphækkanir, né heldur framkvæmdaáform, hér á landi hversu langt sem verða skyldi. Að þvi hlýtur að koma að framleiösluatvinnuvegirnir standast ekki slika þróun.” —HV Ríkisstjórnin setur gengissigi mörk En þau koma almenningi ekki við Af Vatnsleysuströnd nokkrar myndir frá Str öndinni. (AB- mynd:-ATA) Að þeim upplýsing- um fengnum, hjá Jóni Sigurðssyni, forstöðu- manni Þjóðhagsstofn- unar, að Seðlabankinn ákvarðaði gengis- skráningu, innan ákveðins ramma, sem gefinn er af banka- málaráðherra, og eftir að hafa fengið staðfest hjá Seðlabankanum að rammi þessi er fyrir hendi, ákvað blaða- maður Alþýðublaðs að forvitnast ofurlitið um þennan ramma. Þvi var hringt til viðskiptaráðuneytis og spurt þar hvar mörkin væru sett núna, það er, hve mikið gengissig ríkisstjórnin teldi sig geta heimilað eins og er. Svar fyrsta starfsmanns ráðuneytis, sem spurður var, var á þá lund að þessi mörk heföu veriö sex af hundraöi, þá væntanlega áttviö vegið meðal- talsgengissig, en hins vegar taldi hann sig ekki geta upplýst þetta atriði nánar og visaði á ráöuney tisstjóra, Þórhall Asgeirsson. Þórhallur hafði þetta um mál- ið að segja: „Seðlabankinnákveöur þetta, i samráði við rikisstjórnina, en það er ekkert gefið upp um það hvort nokkur rammi er gefinn, né heldur hver hann er.” Blm: Nú hefur mér skilizt á þeim sem ég hef rætt viö um þetta, að gefinn sé ákveðinn rammi á hverjum tima. Þórhallur: „Þá er gottþú fáir það gefið upp hjá þeim sem vilja gefa það upp. Þetta er ekki mál sem rætt er um opinberlega. Seðlabankinn fjallar um þetta og bezt aö tala við hann um þaö eftir hvaða reglum þeir starfa. Við gefum ekkert út um þetta.” Aö þessum svörum fengnum hjá Þórhalli, sneri blaðamaður sértil Sigurgeirs Jónssonar, að- stoöarbankastjóra viö Seöla- bankann. Sigurgeir kvaöst ekki geta rætt þessi mál bið blaöa- mann og visaði þvi beint til Daviðs Ólafssonar, banka- stjóra. „Seölabankinn ákveður þær gengisbreytingar sem geröar eru, i samráði við rikisstjórn- ina. Þaö rikir ákveðinn skiln- ingur milli rikisstjórnar og bankans um þessi mál og um það er ekki meira að segja, sagði Davið. Davið sagði ennfremur að þaö hversu mikð gengissig mætti verðaværi rikisleyndarmál. Sá maöursem heföirætt við blaða- mann um ramma frá rikis- stjórninni og sex af hundraöi i þvi sambandi, vissi ekki hvað hann væri aö segja. Sumsé: Það kemur okkur ekki við hvaö stjórnin telur að gengi krónunnar megi rýma á næstunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.