Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Alžżšublašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 124. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Alžżšublašiš

						Föstudagur 30. júní 1978

Að fasta

Nú er það farið að

tiðkast i útlöndum að

menn fasti sér til

heilsubótar. Fastan er

að visu engin ný bóla en

hefur orðið mjög vinsæl

á undanförnum árum.

Þetta er ákaflega

umdeild aðferð og

læknum ber alls ekki

saman um ágæti henn-

ar. Sumir halda þvi

fram að það sé afskap-

lega gott fyrir liffærin

að hvila sig og fastan

losi menn einnig við

ýmis skaðleg úrgangs-

efni sem annars safn-

ast fyrir i likamanum

og valdi alls kyns van-

liðan. Aðrir halda þvi

fram að þetta sé algjör

della og hafi ekkert að

segja, en menn geti svo

sem svelt sig ef þeir

hafa áhuga á þvi.

Aköfustu fylgismenn föstunn-

ar vilja jafnvel halda því fram

að menn geti á þennan hátt

læknaö sig af alls kyns sjúk-

dómum, jafnvel krabbameininu

illræmda. Að nota föstuna sem

megrunaraðferð sé einnig hægt,

ef menn snúa til hollara og betra

fæðis að henni lokinni. Ef menn

hafa áhuga á að gerast grasætur

þá sé lika ákaflega gott að fasta

fyrst en breyta slöan um matar-

æði að lokinni föstu. Þá hefur

einnig verið mælt með föstunni

fyrir þá sem vilja

reykja.

Gömul og ný heilsubótaraðferð!

allra meina bót og örugg leið tíl

nýrra og betra lifs.

Þegar menn fasta nærast þeir

yfirleitt eingöngu á vökva. I

einndag, eina viku eða tvær eða

eins lengi og þeir vilja. Þess eru

jafnvel dæmi að menn hafi fast-

að 1 tvo mánuði án þess að biða

af þvi sjáanlegt tjón á heilsu

sinni.

En aðferðirnar eru margar,

sem  viija  hætta  að

Fastan á sum sé að vera

hrísgrjónafasta er einnig til^svo

eitthvað sé nefnt.

1 Náttúrulækningabuðum I

Svlþjóð er hægt að fá bækling

með leiðbeiningum um það

hvernig menn skuli fasta. Þar

er brýnt fyrir fólki að fara var-

lega i sakirnar.

Mikilvægt er að menn séu

friskir og er þeim ráðlagt að

hafa samband við lækni áður en

þeir byrja föstuna til þess að

ganga úr skugga um að heilsu-

farið sé eðlilegt. Ef svo er geta

menn farið að undirbúa sig og

það er talið heppilegt að hafa ró

og næði á meðan á föstunni

stendur, dveljast jafnvel &

heilsuhæli ef þess er kostur og

fjármagn fyrir hendi. En ekkert

er þvi til fyrirstööu að fólk fasti

heima hjá sér i rólegheitum ef

það er ekki að vinna, t.d. að

fórna einni viku af sumarfriinu

sinu i það. Sjúkt fólk á hins veg-

ar ekki að fasta nema undir

læknishendi.

Það er misjafnt hversu lengi

menn fasta, en i bæklingnum er

mælt með einni viku að haustinu

og annarri að vorinu. Sumir

hafa það Hka fyrir sið að fasta

dag og dag ef þeim þykir þeir

þurfa þess með. Ef fólk er

þreytt og stressað þa finnur það

sjálft hvenær þörf er á að gera

smá hlé, draga sig út úr skark-

ala  heimsins og fasta. Það er

jafnvel ekki fráleitt að nota

þennan tima að einhverju leyti

til hugleiðslu fyrir þá sem

áhuga hafa og kunna eitthvað til

slikra hluta. Og kannski er

pakksöddum velferðarþjóðum

það nauðsyn að tæma magann

við og við en nota heilann pinu-

litiöl staöinn. .'-...       .   .

Sá sem ætlar að fasta fer var-

lega af stað, minnkar við sig

mat smám saman vikuna áöur

en fastan hefst og boröar t.d.

eingöngu grænmeti og ávexti

seinustu dagana áður en f astan

byrjar i alvöru.

1 föstunni nærast menn siðan

eingönguá vökva, i þessu tilfelli

ávaxta- og grænmetissafa,

jurtatei og ókrydduöu græn-

metisseyði.

Þetta er svolitið undarleg lið-

an fyrir menn sem eru vanir þvi

að kýla vömbina upp á hvern

einastadag og menn finna fyrir

alls kyns ónotum. Þaö er pó svo-

litiö mismunandi en þeim sem

liöur verst á meðan á föstunni

stendur geta huggað sig við það

að þeir hafi mikla þörf fyrir

hana.

Algeng óþægindi af völdum

föstunnar eru höfuðverkur,

ógleði, svimi, þreyta og kulda-

hrollur. En á meðan að á föst-

unni stendur lækkar blóöþrýst-

ingurinn og öll likamsstarfsemi

verður hægari. Það er samt

nauðsynlegt að menn hreyfi sig

og fái friskt loft i lungun þennan

tima og margir finna það litið

fyrir föstunni að þeir geta sinnt

sinu daglega lifi alveg eins og

venjulega.

=1

Það er eftir föstuna sem sú

velliðan gerir vart viö sig sem

menn eru aö sækjast eftir. Fólk

er létt á sér, búið að losa sig við

alls kyns úrgang og fastan er

mönnumoftasthvatning til þess

að lifa heilbrigðara og væntan-

lega betra Hfi, borða hollan mat

o.s.frv. Fólki finnst það nýrri og

betri manneskjur og flestum

sem fasta ber saman um það að

fastan sé m jög jákvæð bæði fyr-

ir andlega og likamlega heilsu

manna þrátt fyrir misjafnar

skoðanir lækna á málinu.

EI

Árni Björnsson skrifar:

Um milljónafélag stúdenta

t greÍR Margrétar Hermanns-

dóttur i Þjóöviljanum 22. júni sl.

standa m.a. þessi orð:

„Aftu-r á móti hefur Þjóðminja-

safn stutt fjálglega „Þjóðhátta-

söfnun stúdenta" þrátt fyrir þá

stafireynd, að flestir þeir er að

söfnunni hafa staðið hafa enga

fræðilega kunnáttu til að bera.

Hér gildir enn sem fyrr I afstöðu

Þjóðminjasafns, að þeim mun

minni kunnátta, þvi dyggari er

stuðningur þjóðminjavarðar.

Eins og fram hefur komið I

þessum skrifum hér hefur þjóð-

minjavörður beint, sem óbeint

unnið gegn mér við fornleifarann-

sóknina I Herjólfsdal. Sömu sögu

er að segja um þátttöku mina og

annarra við könnun á byggðasögu

sveita sunnan Skarðsheiðar. Þar

hefur þjóðminjavörður hreinlega

reynt að hindra fjármögnun

rannsóknarinnar og borið við

fjárskorti á sama tima og mill-

jónum hefur verið ausiö I „Þjóð-

háttasöfnun stúdenta".

t grein Margrétar allri er eink-

um veist að þjóöminjaveröi og

mun hann sjálfsagt svara þvi. En

vegna tilvitnaörar klausu hafa

ýmsir hlutaðeigendur komið að

máli viö mig, og varö niðurstaðan

sú, að ég skyldi gera ofurlitla

grein  fyrir  fjármálum  „Þjóð-

háttasöfnunar stúdenta" árib

1976.

Sú greinargerð hefur reyndar

þegar birst i Arbók hins islenzka

fornleifafélags 1977, en var auk

þess send öllum alþingismönnum

vegna þingsályktunar, sem sam-

þykkt var mótatkvæöalaust i mai

1977. En meginatriði hennar eru

þau, að „fyrirtækið" kostaði um 9

milljónir isl. króna. Það fjár-

magn fékkst með styrkjum og

framlögum frá hundruðum aðila

um land allt, hreppsnefnda,

sýslunefnda, sparisjóöa, ung-

mennafélaga, kvenfélaga, og öðr-

um, sem vart tjáir að nefna i svo

stuttri athugasemd. Eru þessum

aðilum hér meö færöar bestu

þakkir. Hitann og þungann af

þessari fjársöfnun báru student-

arnir sjálfir. Og það var jafnvel

átakanlegt, hversu mikill hluti af

vinnutima sumra fór i þá inn-

heimtu. Reikningar fyrir öllu

þessu liggja hér á safninu öllum

opnir.

Beint framlag Þjóðminjasafns-

ins til þessarar söfnunar var þvi

miöur mjög litið, eða 200.000

krónur.

Safnið greiddi starfsmanni á

þjóðháttadeild hálf laun þetta

sumar, i tvo mánuði, en hann

annaðist m.a. fyrirgreiöslu fyrir

Innanlandsf lug með afslætti

Fljúgir þú i hópi áttu rétt á afslætti. Einnig I

hópi fjölskyldu þinnar. Lágur aldur þinn, eða

hár veitir þér sama rétt.

Athugaðu afsláttarmöguleika þína

FLUCFÉLAC /SLAJVÐS

INNANIANDSFLUG

umrædda safnendur. Hinn helm-

inginn greiddi sjóður söfnunar-

innar. Illreiknanleg er hins vegar

sú aðstaða, sem Þjóðminjasafnið

veitti varðandi sima, póstþjón-

ustu og „prestige" o.s.frv. En

slikum athófnun er þvi lögum

samkvæmt skylt að gegna.

Þess má ennfremur geta, að

áðurnefnd fjárupphæð var veitt,

þegar ljóst var, að gróskumikið

undirbúningsstarf var hafið að

söfnuninni. I „könnun á byggða-

sögu sunnan Skarðsheiðar" hefur

Þjóöminjasafniðveittþessa sömu

upphæð og rúmlega það. Einnig

ákváðu aðstandendur „Þjóð-

háttasöfnunar stúdenta" að leita

ekki til aöila á þessu svæði um

fjárstyrk, þar sem vænta mætti,

að Margrét og hennar samverka-

menn geröu það. Ekki þarf lengur

að fara i grafgötur með það, að

tal Margrétar um milljónaaustur

i „Þjóðháttasöfnun stúdenta" úr

sjóðum Þjóöminjasafnsins, er á

engum rökum byggt.

Um kunnáttuleysi nenni ég vart

að ræða hér og nú. Samkvæmt

prófhroka Margrétar heföi Jónas

gamli frá Hrafnagili ekki haft

hundsvit á islenskum þjóðhátt-

um, hvað þá vesalingur minn.

Það gæti orðið skemmtileg end-

urminningabók að segja frá

kynnum sinum af skandinavisk-

um og öðrum evrópskum og jafn-

vel norðuramwriskum „þjóð-

háttafræðingur" og þeirra vits-

munum gegnum árin. En það

verður vist að biða.

Það gæti verið full ástæða til að

gagnrýna bæði núverandi og fyrr-

verandi þjóðminjavörð, ekki fyrir

kunnáttuleysi, heldur fyrir skort

á frekju. Þeir hafa ekki farið illa

með fé. Aftur á móti hafa þeir

ekki verið nógu ýtnir og krófu-

harðir á peninga frá yfirvöldum,

til þess að hafa úr meiru að spila.

28.júnl 1978

Árni Björnsson.

UR LEIKHUSINU

Hressandi gustur

Nemendur 4. S frumsýndu s.l.

mánudag leikritið Pilsaþytur

eftir Carlo Goldoni og gerist i

Chiozza i lok 18. aldar, þeim

tima þegar staöa konunnar var

sú að hún var i öllu háð vilja

karlmannsins, enda allt of mik-

ið af konum i Evrópu þá, karl-

menn i önnum að láta drepa sig i

striöum. Leikendur eru tólf, en

leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-

dóttir, þýðandi Stefán Baldurs-

son og leikmyndir og búningar

eftir Messiönu Tómasdóttur.

Tæknimaður er ölafur örn

Thoroddsen. Allt ágætt starfs-

fólk og hafa áður unnið með

nemendunum. Leikendur eru:

Björn Karlsson, Gerður Gunn-

arsdóttir, Tinna Gunnlaugs-

dðttir, Gunnar Rafn Guðmunds-

son, Emil Gunnar Guðmunds-

son, Sigfús Már Pétursson,

Ragnheiður Elfa Arnardóttir,

Margrét Olafsdóttir, Hanna

María Karlsdóttir, Þröstur

Guðb jar tsson, Kristin

Kristjánsdóttir og Andrés

Sigurvinsson.

Yfir þessari sýningu er ágæt-

ur þokki, það er kraftur i þessu

góða fólki, það býr yfir góöri

tækni og er lfkamlega i góðri

þjálfun, og til alls liklegt.

1 leikskrá hugleiðir 4. S fram-

tiðina, spyr margs m.a. um

vettvang. Þaö er von. Þau hafa

lagt hart að sér við nám, en

markaður fyrir nýja leikara

þrðngur. Þó er vist að úr þess-

um hópi mun einhver komast

áfram eins og það heitir. t þess-

um leik, hefur mikil áhersla

verið lögð á að ná skapgerð

suðurlandabúa, heitt blóð renn-

ur f æðum og alltaf við suðu,

bæði i bliðu og strfðu. Ég er ekki

frá þvi aö nokkuð vel hafi tekist,

og þau njóta lika vel tækni sinn-

ar og svo er þeim Ifka heitt i

hamsi, þessum nýgerðu leikur-

um. Ég óska þeim góðs um leið

ogég þakka pláss undanfarin ár

á sfðum þessa blaðs. Það hefur

verið ánægjulegt að fylgjast

meö leiklist hér I Reykjavík, og

lata sannfærast um það að Is-

lendingar eig það sem kallað er

— gott leikhús.

27.júnI1978

Jónas Jónasson

Lokað

verður vegna sumarleyfa

17. júlí — 8. ágúst

Blikksmidjan Grettir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8