Alþýðublaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 16. ágúst 1978 —157. tbl. 59. árg. Til áskrifenda Alþýðublaðsins! Vegna breytts reksturs, hefur dreifing blaðsins farið að einhverju leyti úr skorðum. Er hér um timabundið ástand að ræða sem innan tiðar lagast. Biðst Alþýðublaðið velvirðingar á þessari röskun og vonar að fólk sýni þolinmæði á meðan verið er að koma hlutunum i lag. ^^mmam^a—^^ma^i^mmammaam^^^^^mmmi^maai^mm^ma^mmmaam^mmmma* Alþýðuflokkurínn slrtur viðræðum við gömlu stjórnarflokkana Bragi Sigurjónsson skrifar: Urbælur án Sú skoðun er út- breidd, að stjórnar- myndun nú gangi svo illa, sem raun ber vitni, vegna þess að flokkar SjálfstæiSs, Framsókn- ar og Alþýðubandalags séu fullir afbrýði sök- um kosningasigurs Alþýðuflokksins. Þeir óski þess raunar heit- ast, að engin stjórnar- myndun innanþings takist, heldur verði skipað utanþings- stjórn, er sitji i vetur komandi, en siðan verði kosið upp að vori, ogþá nái þessir flokkar betri vigstöðu. Ekkiveröur hérlagöur dómur á likurnar fyrir, aö slik ósk- hyggja rættist, en minnt á, aö utanþingsstjórn hlýtur aö vera óæskileg frá sjónarhóh þeirra, erviljaveg Alþingis mikinn, þvi aö alþingismenn eru kosnir til aöstjórna málefnum þjóöarinn- ar, og þeim hlýtur aö veröa þaö álitshnekkir að skorta lag og færni til að koma á fót starf- hæfri rikisstjórn, svo aö kalla verði aöra til. Þorri kjósenda kærir sig ekki um árlegar kosningar. Þeir æskja festu og stjórnsemi af hálfu þings og rikisstjórnar. Tap rikisstjórnar þeirrar, sem enn situr, stafaöi vafalitiö aö verulegu leyti af vanstjórn hennarog sambandsleysi viö al- menning i landinu. Fullyröa má, að kjósendur eru ekki hrifn- ir af þvi, aö flokkar taki óábyrgt á hlutunum. Þeir óska sér styrkrar,samhentrarstjórnar á landsmálum og ætlast til, aö al- þingismenn veiti sér hana, til þess séu þeir kosnir. Þetta mega stjórnmálaflokkarnir ekki láta sér gleymast. Refskák um það, hvort þessi eöa hinn flokkurinn vinni á þessu eöa hinu bragöinu, á ekki upp á pall- borö hjá kjósendum almennt. „Hvaö varöar mig um þjóöar- hag”, á einn stjórnmálamaöur islenskur aö hafa sagt fyrir mörgum árum, og eru þau orð hney kslunarhella alþýðu manna enn i dag. Sú speki Hávamála, aö hver hygginn maöur skuli' fara meö vald sitt af hófsemd og varast aö halda sig alltaf öðrum snjallari, mætti ugglaust vera mörgum stjórn- málaforingja hugtamari en er eöa virðist a.m.k. vera. Hitt er svo annað mál, að stefnumiö stjórnmálaflokkanna eru um margt ólik, og enginn má fyllast óþolinmæöi, þótt ein- hvern tfma taki aö finna sam- komulagsgrundvöll, sjáist aö i átt miði. Þaö er bara þetta, aö nú um sinn viröist hvorki hafa gengiðeða rekiö, og þaö veldur undrun almennings: Hvaö eru öfga mennirnir aö hugsa? spyr maö- ur mann. Ands tööuflokkar Alþýöu- flokksins vilja nd halda þvi fram, aö hann hafi þóttst kunna ráö viö hverjum vanda fyrir kosningar, en kunni fá að þeim loknum. Ekki samþykkjum viö Alþýöuflokksmenn þessár full- yröingar. I kosningabaráttunni lagöi flokkurinn sérstaka áherslu á þrennt: Hvaö aö væri, hvernig úr mætti bæta í bráö og lengd og — og á þaö lagði flokk- urinn einmitt þunga áherslu — að þær úrbætur mundu kosta þjóöina fórnir og margs konar sjálfsafneitun. En jafnframt þessu var æ og aftur lögö áhersla á, aö þessar Urbætur skyldugeröar án öfga.þæryröu aö koma eftir samkomulags- leiðum viö launþega og atvinnu- rekendur i landinu, þær yröu að vinnasteftir kjarasattmála.þar sem hendur yrðu réttar fram til samvinnu. Samkomulag og samvinna ólikra hópa og flokka byggist á þvi, aö allir slái nokkuö af hörö- ustu kröfum og stefnumiöum. Alþýöuflokkurinn hefir undan- farnar vikurog daga bæði sjálf- ur reynt aö laöa aöra flokka til samkomulags um stjórn lands- mála og tekiö þátt i tilraumum annarra til sliks. Hann hefir ekki farið dult meö samkomu- lagsvilja sinn, en enginn má ætlast til, að hann einn sýni vilj- ann. Sé það í raun svo, að hinir flokkarnir stefni aö skammtima stjórn og kosningum aö vori, mun Alþýöuflokkurinn óhrædd- ur ganga til þess leiks. Hinu leynir hann ekki, aö hann telur þau vinnubrögð röng aö þora ekki aö takast á viö vandann. Hann vill verða viö óskum kjós- enda að skapa landinu styrka, samhenta og farsæla stjórn, og hann væntir þess enn, aö þessi vilji hans nái fram aö ganga i samvinnu viö góööfl innan ann- arra flokka. Br.S. • Hugmyndir um lausn efnahagsvandans, sem hefðu ekki tryggt kjarasáttmála og vinnufrið • Al þýðuflo kkurinn neitar að taka þátt í endurreisn gömlu stjórnarinnar Alþýðuflokkurinn gaf i gærmorgun út eftirfarandi fréttatilkynningu: 15.8.1978 Fréttatilkynning frá Alþýðuflokknum. „Fulltrúar Alþýðuflokksins i viðræðum við Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um hugsan- lega stjórn þessara þriggja flokka hafa tilkynnt Geir Hallgrimssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, að þeir telji ekki grundvöll fyrir sliku samstarfi og sé þvi ekki rétt að halda viðræðunum áfram. Að mati Alþýðuflokksins geta þær hugmyndir um lausn efnahagsvandans, sem fram hafa verið lagðar i viðræðunum, ekki leitt til nauðsynlegs sam- starfs við launþegahreyfinguna eða tryggt kjara- sáttmála og vinnufrið. Hér mundi aðeins verða um endurreisn fráfarandi rikisstjórnar að ræða, að viðbættum Alþýðuflokknum. Flokkurinn er ekki reiðubúinn til að standa að slikri stjórnarmyndun, enda væri það i ósamræmi við stefnu hans og baráttu fyrir kosningarnar. Alþýðuflokkurinn er enn fús til að stuðla að myndun starfhæfrar rikisstjórnar i sem mestu samræmi við úrslit alþingiskosninganna og minnir á þá tvo stjórnarkosti, sem formaður flokksins reyndi, svonefnda nýsköpunarstjórn eða vinstri stjórn. Ef þeir hefðu fengið hljómgrunn, hefði landið þegar haft meirihlutastjórn i nálega mánuð.” Hvað tekur næst við Nú hefur fjórða stjórn- armyndunartilraunin mis- tekist. Hafa þá fjórar til- raunir til myndunar rikis- stjórnar mistekist. En þær eru Nýsköpunarstjórn, Vinstristjórn, Þjóðstjórn og nú síðast svokölluð Stefanía en það hefði orðið samstjórn Sjáifstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Má segja aö reynt hafi veriö aö mynda liklegustu rikisstjórnirnar sem haft heföu sterkan meiri- hluta á Alþingi og þá i þeirri von aö um grundvöll yröi aö ræöa fyrir starfhæfa rikisstjórn. Þar sem allir þessir möguleik- ar hafa veriö útilokaöir fram aö þessu, er aöeins um einn meiri- hlutamöguleika að ræöa fyrir ut- an gömlu Viöreisnarstjórnina, en þeirri hugmynd hefur Alþýöu- flokkurinn algerlega hafnaö vegna málefnalegs ágreinings svo og vegna fyrri reynslu. Er þá eins og fyrr sagöi aöeins um einn stjórnarmyndunarmöguleika að Framhald á bls. 3 ' Að mati Alþýðuflokksins geta þær hugmyndir um lausn efnahagsvandans, sem fram hafa verið lagðar i viðræðunum, ekki leitt til nauðsynlegs samstarfs við launþegahreyfinguna eða tryggt kjarasáttmála og vinnufrið Sjá leiðara bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.