Alþýðublaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.09.1978, Blaðsíða 1
Stjórnarskiptin fóru fram í gær Staðfest voru bráðabirgðaiög um fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum í gær klukkan 11 árdegis var haldinn að Bessastöð- um ríkisráðsf undur, þar sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, og ráðu- neyti hans lét formlega af störfum. Geir Hallgríms- son hafði, strax og úrslit Alþingiskosninganna lágu fyrir, eða þann 27. júni, farið á- fund forseta íslands, og beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, en forseti beðið hann að gegna störfum áfram til bráðabirgða, eða unz ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. Klukkan 3 síðdegis í gær var svo haldinn annar ríkisráðsfundur að Bessa- stöðum. Á þeim f undi skip- aði forseti islands Ölaf Jó- hannesson, formann Framsóknarf lokksins til þess að vera forsætisráð- herra og með honum þá 8 alþingismenn, sem ásamt honum skipa hið nýja ráðu- neyti. Jafnframt var gef- inn út úrskurður um skipun og skiptingu starfa ráð- herranna. Ráðherrar Alþýðuflokksins afsala sér bilafríðindinum í gær ákváöu nýskip- aðir ráðherrar Alþýðu- flokksins þeir Benedikt Gröndal, Magnús H. Magnússon og Kjartan Jóhannsson að afsala sér bilafriðindum þeim er ráðherrar hafa haft undanfarin ár. Er það fyrst og fremst yngri þingmönnum Alþýðuflokksins að þakka sem barist hafa fyrir þvi á undanförum árum að hin svokölluðu sérréttindi og ýmiss- konar önnur friðindi og hlunn- indi háttsetra manna verði lögö niður. Rökin fyrir þessari afstöðu voru að þeir töldu og telja að friðindi almennt eigi ekki að tiðkast og þau geti verið gróðrarstia spillingar. Þau friðindi sem hér um ræðir og ráðherrarAlþýðuflokksins hafa afsalað sér nema um þremur til fjórum milljónum. A • þriggja til fjögurra ára stjórn- artimabili geta ráðherrarnir nýtt sér þessi hlunnindi tvisvar sinnumog væri þvi um sex til átta milljónir að ræða. Bilafriðindin samkvæmt lögum um tollskrá eru fólgin i þvi að ráðherrarnir geta fengið undanþágu á aðflutningsgjöld- um. Alþýðuflokkurinn álitur að þetta ákvæði eigi ekki rétt á sér og skuli þvi fellt niður. Það er von Alþýöuflokksins að ráðherrar samstarfsflokkanna far.i aö dæmi þeirra Benedikts, Kjartans og Magnúsar og afsali sér bilafriðindum einnig. tlin nýja ríkisstjórn Ólags Jóhannessonar sem tók við völdum I gær Itóhert. Samstarfsyfirlýsingin Fyrri hluti Rikisstjórnin telur það höfuö- verkefni sitt á næstunni að ráða fram úr þeim mikla vanda, sem við blasir i atvinnu- og efna- hagsmálum þjóðarinnar. Hún mun þvi einbeita sér að þvi að koma efnahagsmálum á traust- an grundvöll og tryggja efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar, rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna, fulla atvinnu og treysta kaupmátt lægri launa. Rikisstjórnin mun leggja áherslu á að draga markvisst úr verðbólgunni með þvi að lækka verðlag og tilkostnað og draga úr vixlhækkunum verðlags og launa og halda heildarumsvif- um i þjóðarbúskapnum innan hæfilegra marka. Hún mun leit- ast við að koma i veg fyrir auð- söfnun i skjóli verðbólgu. Rikisstjórnin mun jafnframt vinna að hagræðingu i rikis- rekstri og á sviði atvinnuvega með sparnaði og hagkvæmri ráðstöfun fjármagns. Rikisstjórnin mun vinna að félagslegum umbótum. Hún mun leitast við að jafna h’fskjör auka félagslegt réttlæti og upp- ræta spillingu misrétti og for- réttindi. Þessum meginmarkmiðum hyggst rikisstjórnin einkum ná með eftirgreindum aðgerðum: l. Samstarf við aðila vinnu- markaðarins Rikisst jórnin leggur áherslu á að komið verði á traustu sam- starfi fulltrúa launþega at- vinnurekenda og rikisvalds sem miði m.a. að þvi aö treysta kaupmátt launatekna jafna lifs- kjör og tryggja vinnufrið. Unniö verði að gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlunar sem marki m.a. stefnu i atvinnuþró- un fjárfestingu tekjuskiptingu og kjaramálum. Jafnframt verði mörkuð stefna um hjöðn- un verðbólgu i áföngum og ráöstafanir ákveðnar sem nauðsynlegar eru i þvi skyni m. a. endurskoðun á visitölu- kerfinu, aðgerðir i skattamálum ognýjastefnui f járfestingar-og lánamálum. 2. Efnahagsmál 2.1. Fyrstu aðgerðir. Til þess að tryggja rekstur atvinnuveg- anna, atvinnuöryggi og frið á vinnumarkaði og veita svigrúm til þess að hrinda i framkvæmd nýrri stefnu i efnahagsmálum mun rikisstjórnin nú þegar gera eftirgreindar ráðstafanir: 1) Lög um ráðstafanir i efna- hagsmálum frá febrúar 1978 og bráðabirgðalög frá mai 1978 verði felld úr gildi. Laun verði greidd samkvæmt þeim kjarasamningum, sem siðast voru gerðir, þó þannig að verðbætur á hærri laun verði sama krónutalan og á laun sem eru 233.000 kr. á mánuði miðað við dagvinnu. 2) Verðlag verði lækkað frá þvi sem ella hefði orðið m.a. með niðurgreiðslum og afnámi söluskatts af matvælum sem samsvarar 10% i visitölu verðbóta 1. september og 1. desember 1978 og komið verði i veg fyrir hvers konar verðlagshækkanir eins og unnt reynist. Rikisstjórnin mun leggja skatta á atvinnu- rekstur, eyðslu, eignir, há- tekjur og draga úr útgjöldum rikissjóðs til þess að standa straum af kostnaði við niður- færsluna. 3) Til þess að koma i veg fyrir stöðvun atvinnuveganna verði þegar i stað fram- kvæmd 15% gengislækkun, enda verði áhrif hennar á verðlag greidd niður (sbr. lið 2). 4) Rekstrarafkoma atvinnu- vega verði bætt um 2-3% af heildartekjum með lækkun vaxta af afurða- og rekstrar- lánum og lækkun annars rekstrarkostnaðar. 5) Gengishagnaði af sjávar- afurðum verði ráðstafað að hluta i Verðjöfnunarsjóð að hluta til útgerðar vegna gengistaps og loks til hag- ræðingar i fiskiðnaði og til þess að leysa sérstök stað- bundin vandamál. 6) Verðjöfnunargjald það sem ákveðið hefur verið af sauö- fjárafurðum i ár verði greitt úr rikissjóöi. 2.2. Breytt efnahagsstefna. 1 þvi skyni að koma efnahagslifi þjóðarinnar á traustan grund- völl leggur rikisstjórnin áherslu ábreytta stefnu i efnahagsmál- um. Því mun hún beita sér fyrir eftirgreindum aðgerðum: 1) 1 samráði við aðila vinnu- markaðarins verði gerð áætlun um hjöönun verðbólg- unnar i ákveðnum áföngum. 2) Skipa skal nefnd fulltrúa launþega, atvinnurekenda og rikisvaldstil endurskoðunar á viðmiðun launa við visitölu. Lögð verði rik áhersla á að niöurstöður liggi sem fyrst fyrir. 3) Stefnt verði að jöfnun tekju- og eignaskiptingar m.a. með þvi aö draga úr hækkun hærri launa og með verðbólgu- skatti. 4) Stefnt verði að jöfnuði i viðskiptum við útlönd á árinu 1979 og dregið úr erlendum lántökum. 5) Mörkuð verði gjörbreytt fjár- festingarstefna. Með sam- ræmdum aðgerðum verði fjárfestingu beint i tækni- búnað endurskipulagningu og hagræðingu i þjóðfélagslega arðbærum atvinnurekstri. Fjárfesting i landinu verði sett undir stjórn, sem marki heildarstefnu i f járfestingu og setji samræmdar lánareglur fyrir fjárfestingasjóðina i samráöi við rikisstjórnina. 6) Dregiðverðiúr fjárfestingu á árinu 1979 og heildarfjár- munamyndun verði ákveðin takmörk sett. 7) Aðhald í rikisbúskap verði stóraukið og áhersla verði lögð á jafnvægi i rikisfjár- málum. 8) Rikisstjórnin mun leita eftir samkomulagi við samtök launafólks um skipan launa- mála fram til 1. desember 1979 á þeim grundvelli að samningarnir frá 1977 verði framlengdir til þess tima,,án breytinga á grunnkaupi. 1 þvi sambandi er rikisstjórnin reiðubúin til að taka samningsréttarmál opin- berra starfsmanna til endur- skoðunar, þannig að felld verði niður ákvæði um tfma- lengd samninga og kjara- nefnd. 9) Dregið verði úr verðþenslu meðþviað takmarka útlánog peningamagn i umferð. 10) Niðurgreiðslu og niður- fræslu verðlags verði áfram haldið 1979 með svipuðum hætti og áformað er i fyrstu aðgerðum 1978. 11) Lögð verði áhersla á að halda ströngu verðlagseftir- liti og að verðlagsyfirvöld fylgist með verðlagi nauðsynja i viðskiptalöndum tilsamanburðar. Leitað verði nýrra leiða til þess að lækka verðlag i landinu. Sérstaklega verði stranglega hamlað gegn verðhækkunum á opinberri þjónustu og slikum aðilum gert að endurskipuleggja rekstur sinn með tilliti til þess. Gildistöku 8. gr. nýrrar verðlagslöggjafar verði frestað. Skipulag og rekstur inn- flutningsverlunarinnar verði tekið til rækilegrar rannsókn- ar. Stefnt verði að sem hag- kvæmustum innflutningi á mikilvægum vörutegundum, m.a. með útboðum. Úttekt verði gerð á rekstri skipafélaga i þvi skyni að lækka flutningskostnað og þar með almennt vöruverð i land- inu. Fulltrúum neytendasamtaka og samtaka launafólks verði gert kleiftað hafa eftirlit meö framkvæmd verðlagsmála og veita upplýsingar um lægsta verð á helstu nauösynjavör- um á hverjum tima. 12) Veröjöfnunarsjóður fisk- iðnaðarins verði efldur til að vinna gegn sveiflum i sjávar- útvegi. 13) Skaitt aeftirlit verði hert og ströng viðurlög sett gegn skattsvikum. Eldri tekju- skattslögum verði breýtt með hliðsjónaf álagningu skatta á næsta ári og nýafgreidd tekjuskattslög tekin til endur- skoðunar. Sérstakar ráðstafanir veröi gerðar til að koma i veg fyrir að einkaneysla sé færð á reikning fyrirtækja. 3. Önnur mál 3.1. Landbúnaður.Stefnt verði að sem hagkvæmustu rekstrar- formi og rekstrarstærð búa og að framleiðsla landbúnaðar- vara miðist fyrst og fremst við innanlandsmarkað. Skipuð verði samstarfsnefnd bænda og neytenda sem stuðli að aukinni fjölbreytni i búvoru- framleiðslu og til samræmingar óskum neytenda með aukna innanlandsneyslu að marki. Endurskoðað veröi styrkja- og útflutningsbótakerfi land- búnaðarins með það að marki að greiðslur komi bændum að betri notum en nú er. Lögunum um Framleiösluráð landbúnaðarins verði breytt, m.a. á þann hátt að teknir verði upp beinir samningar fulltrúa bænda og rikisvaldsins um verðlags-, framleiðslu- og önnur hagsmunamál landbúnaðarins. Jafnframt verði Framleiðslu- ráði veitt heimild til að hafa með verðlagningu áhrif á bú- vöruframleiðslu í samræmi við ma rk a ðsa ðs tæður. Rekstrar- og afurðalánum verði breytt þannig að bændur geti fengið laun sin greidd og óhjákvæmilegan rekstrar- kostnað svipað og aðrir aðilar fá nú. 3:.2 Fiskveiðar og vinnsla. Stjórnun fiskveiða og fisk- vinnslu verði endurskoðuð og gerð áætlun um sjávarútveg og fiskiðnað. Miðist hún við hag- kvæma og arðsama nýtingu fiskistofna án þess að þeim verði stefnt i hættu. Staðbundin vandamál verði tekin til sér- stakrar meðferðar og leyst markvisst og skipulega. Út- flutningsverðmæti verði aukin með betri nýtingu, aukinni vinnslutækni, meiri f jölbreytni i afla, afurðum og öflugri sölu- starfsemi. Gerð verði úttekt á rekstri út- flutningssamtaka i fiskiönaði fyrirkomulagi hans og hag- kvæmni. 3.3 iðnaöur Unnið veröi að áætlun um islenska iðnþróun og skipulegri rannsókn nýrrar framleiðslu sem hentar hér- lendis. Samkeppnisaðstaöa is- lensks iðnaðar verði tekin til endurskoðunar og spornað með opinberum aögerðum gegn óeðlilegri samkeppni erlendjs Framhald á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.