Alþýðublaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.09.1979, Blaðsíða 1
Utanríkisráðherra á þing S.Þ. Benedikt Gröndal, utanrikis- ráðherra, hélt vestur um haf s.l. föstudag til þess að sækja 34. alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna og mun hann sitja þingið til 28. þ.m. Rdðherra mun taka þátt i hinni almennu umræðu þingsins og er ráðgert að hann ftytji ræðu sfna þriðjudaginn 25. þ.m. Jan Mayen-viðræður 22 og 23 okt. Akveöiö hefur veriö aö fram- fari fram dagana 22. og 23. októ- haldsviöræður tslendinga og ber n.k. f Reykjavflc. Norðmanna varðandi Jan Mayen Danskurinn segir frá galdrabragði herstöðvaandstæðinga Níðstöng herstöðvaandstæö- inga er viða umtöluð. Danska blaðið Aktuelt skýrir frá þessu galdrabragði þann 20. september s.l. Segir þar að íslenskir NATO-andstæðingar hafi rist rúnir á prik og sett afhöggvinn hesthaus á toppinn. Þetta sé gömul galdrakúnst og tQ þess ætl- uð að koma dauða og djöfuldóm yfir fjandmenn með yfirnáttúru- Vladimir Bukovsky skýrir frá ofsóknum sovéskra yfirvalda Samtök um vestræna samvinnu (SVS) hafa boðið Vladimir Bu- kovsky, hinum heimskunna, so- vézka andófsmanni, hingað til lands, og mun hann tala á al- mennum fundi i Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 7. október næstkomandi kl. 2. . Bukovsky mun m.a. fjalla um lífsreynslu sína og um þaö hvern lærdóm fólk á Vesturlöndum geti dregið af ástandinu I Sovétrlkjun- um. Hann flytur mál sitt á ensku. Að ræöunni lokinni svarar hann fyrir spurnum. Samtök um vestræna sam- vinnu, sem bjóða Bukovsky til Is- lands, halda fundinn ásamt Varö- legum kröftum. Þá segir Aktuelt frá klögumálum hesteigandans á svæðinu, og að lögreglan hafi fjarlægt niöstöngina vegna hræðslu hestastóösins I nágrenn- inu. Lesendum slnum til augna- yndis lætur Alþýðublaðið dönsku fréttaskýringamyndina fylgja. —G.SV. bergi, en fundurinn er öllum op- inn. Fullan þriðjung ævi sinnar hef- ur Bukovsky, sem nú er 36 ára gamall, verið lokaður inni I fang- elsum, þrælkunarbúðum og geð- Framhald á 3. slðu. Félagsmálaráðherra vinnur nú að samkomulagi um: NÝ LÖG UM LÁN TIL HÚSBYGGJENDA greiðslubyrði lána takmörkuð við hóflegt hlutfall ráðstöfunartekna Rlkisstjórnin stefnir nú að lengri lánum og vaxtahækkun. Þessa dagana standa yflr samráösfundir rikisstjórnar- innar með ASl og BSRB, um nýja stefnumörkun i hdsnæðis- málum. Rætter um þaudrögað nýrri hiisnæðismálaiöggjöf sem lögö var fyrir rikisstjórina fyrr I þessum mánuði. Þetta eru til- lögur sem samstarfsnefnd frá rikisst jórnarflokkunum hefur unnið að uppá siðkastið. 1 samstarfsnefndinni áttu sæti Guömundur Vigfússon, deildar- stjóri í Húsnæðismálastofnun, Georg H. Tryggvason aðstm. félagsmrh. og Þráinn Valdi- marsson, framkvstj. Fram- sóknarflokksins. Tillögur nefndarinnar eru að verulegu leyti reistar á greinargerð og út reikningum starfshóps, sem vann að athugun þessaramála á vegum félagsmálaráöuneytis- ins s.l. vetur, og send hefur verið ráöherrum. Sem fyrr greinir eru stjórn- völd nú að leita álits launþega- samtakanna á þessum hug- myndum. Aö þvi loknu er vonast til að stjórnarfrumvarpum nýja húsnæðismálalöggjöf verði lagt fyrir alþingi nú á fyrstu dögum þess, og stefnt er að þvi að þaö verði afgreitt fyrir þinghlé. Lánsfé háð húsnæðis- þörf I tillögum samstarfsnefndar er lagt til að falliö verði frá þeirri skipan að fjárhæð nýbygginga- lána sé hin sama til ailra lán- takenda. I staðinn veröi sú til- högun tekin upp að tengja láns- fjárhæö hverju sinni raunveru- legri húsnæðisþörf umsækj- anda. Stefnt er að þvi að lánshlutfall nýbyggingarlána, veröi a.m.k. 30% af byggingarkostnaði áriö 1980. Slöan hækki þaö um 5% á ári, uns það hefur náð 80% byggingarkostnaöar árið 1991. Vaxtalaus lán vegna sérþarfa Hugmyndin er að útlánaflokk- ar Byggingarsjóös rikisins veröi 9 talsins: Almenn nýbyggingar- lán til einstaklinga, lán tfl bygg- ingar stofnana eða heimila, sér- stök viöbótarlán til einstaklinga meö sérþarfir, lán til kaupa á eldra húsnæöi, lán til meiri háttar viöhalds eða stækkunar á eldra húsnæði, lán til orkuspar- andibreytinga á húsnæði, lán til útrýmingar heilsuspillandi hús-/ næðis, lán til tækninýjunga I> byggingariðnaöi og lán til fram-1 kvæmdaaöila I byggingariðn- aöi. ldrögunurn er lagt til að árs- vextir af öllum lánum úr Byggingarsjóði rikisins skuli vera 3,5%, nema af viöbótarlán- um vegna sérþarfa, sem veröi vaxtalaus. Auk þess er gert ráð fyrir aö vextir af skammtlma- lánum til framkvæmdaaöila I byggingariönaöi, verði ákveðnir hverju sinni I samræmi viö al- menna vexti af sambærilegum lánum. t drögunum er gert ráð fyrir að lánstlmi hinna ýmsu lána verði mismunandi. Lánsömi á nýbyggingarlánum og lánum til útrýmingar heilsuspillandi hús- næðiseráætlaður21ár. Slðaner gert ráö fyrir 16 árum á lánum til sveitarfélaga og félagasam- taka vegna stofnana eöa heim- ila, svo og á lánum til kaupa á eldra húsnæði. Lagöur er til 11 ára lánstlmi á lánum til við- halds og endurnýjunar húsnæðis og til orkusparandi breytinga, einnig á viöbótarlánum til ein- staklmga meö sérþarfir. Aætl- að er aö lán til tækninýjunga verði til 5 ára og framkvæmda- lán til 2ja ára. Hvað langtlmalánunum við- vlkur er áætlað aö þau verði full verðtryggð m.v. lánskjaravisi- tölu, afborgunarlaus fýrsta ár- iö, en endurgreiðist sffian með jöfnum greiöslum vaxta og af- borgunar auk veröbóta. Viöþað er miðað að greiðslubyröi af- borgana og vaxta samsvari nokkurn veginn eölilegri húsa- leigu á leiguhúsnæði. 90% lánað til 33 ára Einna athyglisverðast i þess- um drögum samstarfsnefndar eru hugmyndirnar um íbúöa- byggingar á félagslegum grundvelli. En þar kemur fram aö að þvi skuli stefnt aö unnt verði að fullnægja þriðjungi ár- legrar Ibúðarþarfar lands- manna með húsnæði byggöu á félagslegum grundvelli. Enn- fremur að lán verði 90% af byggingarkostnaöi til 33 ára, fullverðtryggð en með aðeins 0,5% ársvöxtum. Þrátt fyrir ofangreint er teki& mið af ráðstöfunartekjum lág- launafólks. Þaö er gert 1 þeim tilgangi aö tryggja sem best að greiöslubyröi lánanna veröi aldrei umfram hóflegt hlutfall af ráöstöfunartekjunum. 1 drögunum er stefnt að þvl að allt láglaunafólk skuli hafa jafn- an rétt til aö eignast lbúö I verkamannabústaö, óháð aðild að tilteknum verkalýösfélögum. Þetta gildir einvörðungu um þá sem ekki eiga Ibúö fyrir eða samsvarandi eign I ööru formi. Um leigulbúðir sveitarfélaga kemur fram aö þær skuli aöeins ætlaöar til útleigu fyrir lág- launafólk, einstæöar mæður eða aðra þjóöfélagshópa sem þarfn- ist, vegnafélagslegra aöstæöna, sérstakrar húsnæöisfyrir- greiðsluaf hálfu hins opinbera. Sem fyrr segir hefur rflús- stjórnin I hyggju aö koma drög- um samstarfsnefndar I frum- varpsform og leggja fyrir alþingi nú á fyrstu dögum þess. Verði frumvarpiö samþykkt ó- breytt I meginatriöum, má ljóst vera að hér veröur um gifur- lega hagsbót að ræða. Talsmenn lágvaxtastefnunn- ar hafa öðru fremur bent á hús- byggjendur máli slnu til fram- dráttar. Svo mun hinsvegar ekki veröa, ef nefndar hug- myndir verða aö lögum. Veröi tillögurnar um ibúöir á félags- legum grundvelli að lögum, yröi það viðurkenning á þvlaðu.þ.b. þriðjungur húsbyggjenda þarf á félagslegri fyrirgreiöslu að halda I húsnæðismálum. —G.Sv. Um kosningarnar i Sviþjóð: Urslitin nokkur vonbrigði fyrir sósíaldemókrata - þrátt fyrir fylgisaukningu Kosningaúrslitin i Sviþjóð hljóta að vera sóslaldemókrötum þar I landi og raunar jafnaðar- mönnum um allan heim, talsverð vonbrigði. Að visu vann flokkur- inn nokkuð á og er enn langstærsti flokkurinn i Sviþjóð — rúmlega helmingi stærri en sá er næst kemur þ.e. hægri flokkur Gösta Bohmans. En eitt prósent at- kvæðaaukning er mun minni fylgisaukning en sósialdemókrat- ar höfðu gert sér vonir um og möguleikar á rikisstjórnarmynd- un ekki fyrir hendi, þvi borgara- flokkarnir héldu meirihluta sin- um — með naumindum. þó. Sjaldan eða aldrei fyrr hafa sænskir jafnaðarmenn lagt jafn hart að sér og fyrir þessar kosningar. Svlþjóö hefurum ára- tuga skeið verið Mekka jafnaöar- stefnunnar og sósíaldemókratar farið þar meö völd I fjölda ára- tuga. Siöustu þrjú árin hefur hins vegar setið borgaraleg stjórn, en sósfaldemókratar veriö utan stjórnar. Sllkri stöðu eiga þeir ekki að venjast og þvi var lagt ofurkapp á aö leggja borgara- flokkana að velli og ná valdaað- stöðu á nýjan leik. Kosninga- maskina flokksins er geysiöflug og hún var sett á fulla ferö nokkr- Olaf Palme leiðtogi sænskra jafn- aðarmanna. um mánuðum fyrir kosningar. Skilyröi fyrir hagstæðum kosningaúrslitum þöttu góð I her- búðum sóslaldemókrata. Þessi þrjú ár sem borgaraflokkarnir hafa stjórnaö I Svlþjóð hafa ekki verið uppgangsár I sænsku þjóð- lifi. Þvert á móti. Mikið atvinnuleysi Atvinnuleysi er nú meö mesta móti. Um þaö bil 100 þúsund manns ganga atvinnulausir og helmingur þeirra er ungt fólk, sem er aö stlga sln fyrstu skref inn á vinnumarkaðinn. Skuldir viö útlönd hafa hrannast upp, auk þess sem veröbólgan er á fljúg- andi ferð upp á viö. Vandamál innflytjenda I Svlþjóð, sem slfellt fer fjölgandi og eru hvaö helst frá Finnlandi, Tyrklandi og Júgó- slavlu eru meiri en nokkru sinni fyrr og eru tungumálaerfiðleikar og aölögunar vandamál yfirleitt mjög mikil. Frá 1976 hafa tvær rikisstjórnir borgaraflokkanna verið viö völd. Tvö fyrstu árin var Thorbjörn Fálldin foringi miðflokksins for- sætisráöherra, en slöastliöiö ár hefur Ola Ullstein (frá frjálslynd- um) haldið um stjórnartaumana. Rtkisstjórn Ullsten er minni- hlutastjórn og byggir á hlutleysi hægri flokksins og miðfloldcsins, auk sóslaldemókrata. Það hefur þvl ekki rikt nein eindrægni eða stefnufesta hjá borgaraflokk- unum þessi þrjú valdaár. Oftsinnis áður fyrr voru sósial- demókratar gagnrýndir fyrir það frá hægri, að rlkisumsvif væru of mikil i Sviþjóð. Sögðu borgara- flokkarnir að miðstýrmgin og skrifræðið hefði verið á þann hátt I stjórnartiö krata að enginn ein- staklingur hefði með góðu móti getaö um frjálst höfuð storkið vegna hramma rlkisapparatsins. 1 valdatið borgaraflokkanna hef- ur rlkisbáknið þó þanist út meira en nokkru sinni fyrr. Klofinn borgaraarmur Fyrir þessar kosningar gátu borgaraflokkarnir ekki komið sér niður á sameiginlega stefnuskrá. Þeir voru þverklofnir um mörg mikilvæg málefni. Hægri flokkur- Framhald á 3. siöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.