Alþýðublaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.03.1980, Blaðsíða 1
alþýöu blaðiö I'W’' m Miðvikudagur5. mars 1980. —34. tbl. 61. árg. GÓUGLEÐI Kvenfélags Alþýðuflokks Reykjavíkur verður haldinn í Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu miðvikudaginn 12. mars, kl. 20:00. Þar verður matur, söngur og gamanmál. Stjórnin. Flokksstarf: FUJ I Reykjavik minnir á mál- Umræöueini: Afstaöa FUJ til fundinn fimmtudaginn 6. marz kl. NATO og hersetu á íslandi 20:00 i Ingólfscafé. Stjórnin Alþýðuflokksfélag Garðabæjar Aðalfundur Alþýðuflokks- félags Garðabæjar verður haldinn að Goðatúni 2 mánudaginn 10. marz og hefst kl. 20:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Onnur mál. Stjórnin. Samband fiskvinnslustöðva um stefnu stjórnvalda: Afleidingar óstjórnar ríkisfjármála látnar bitna á atvinnuvegunum Þrátt fyrir mesta aflaár í íslandssögunni er frystiiðnaðurinn rekinn með halla Þeir sem til þekkja eru sammála um aö fiskvinnslan I landinu stendur frammi fyrir miklum vandamálum. Veröi ekkert aöhafzt eru miklar lfkur á aðfjöldi frystihúsa veröi aö hætta rekstri. Gunnar Thoroddsen, forsætisráöherra, viröist ekki vera kunnugur fiskvinnslu. Hann hefur lýst þvi yfir aö vandamálin séu ekki þess eölis, aö frystihúsin geti ekki mætt timabundnum erfiöieikum af eigin rammleik. Steingrimur Hermanns- son hefur hins vegar lýst þeirri skoöun sinni aö auövitaö muni koma tii gengisfellingar innan tiöar. Móöurskipin i rikisstjórninni eru ósammála i þessu þýöingarmikla máli stuttu eftir aö stjórnarsáttmálinn hefur veriö geröur. Hvert veröur framhaldiö? Þetta er spurning, sem þeir ættu aö velta fyrir sér, sem halda, aö hér sé á feröinni óskastjórn allra stjórna. Vegna þeirrar umræöu um vanda fisk- vinnslunnar, sem fram hefur fariö siöust daga, telur Samband fiskvinnslustööv- anna óhjákvæmilegt aö gera nokkra grein fyrir stööunni um þessar mundir. Sá vandi, sem nú er staöiö frammi fyrir, er tviþættur: ANNARS VEGAR verulegir rekstrarerfiöleikar. HINS VEGAR sam- dráttur i endurkaupum afuröalána, sem áhrif hefur á greiöslugetu fyrirtækjanna. Fyrst skal þá vikiö aö rekstrarstööu fisk- vinnslunnar og þá SÉRSTAKLEGA FRYSTIIÐNAÐARINS, en telja má aö rekstur saltfiskverkunar standi nú betur, einkum vegna hagstæöari veröþróunar á erlendum mörkuöum. Áætlun Þjóðhagsstofnunar Þegar gerö er grein fyrir vanda fisk- vinnslunnar er eðlilegast aö taka miö af áætlunum Þjóöhagsstofnunar, enda er þaö jafnan gert viö fiskverösákvaröanir. Aö mati stofnunarinnar var halli i frysti- iönaði tæpir 4 milljaröar m.v. verölag i febrúar, og hefur þá veriö reiknaö meö tæplega tveggja milljarða króna greiöslu úr Veröjöfnunarsjóöi. Ennfremur er I þessari áætlun gert ráö fyrir aö loönu- frys(inggangi jafn vel og á siöasta ári. Nú er hins vegar sýnt aö svo veröur ekki og getur þaö rýrt afkomuna um 1.3milljarða aö mati Þjóöhagsstofnunar. Vegna launa- hækkunar 1. marz aukast útgjöld fryst- ingar um 2.4 milljarða og þegar tekiö hef- ur verið tillit til gengissigs i febrúar er hallinn orðinn 7.4 milljarðar. Hér hefur i engu veriö vikiö frá forsendum Þjóöhags- stofnunar, en viöurkennt er aö mat á vaxtakostnaöi i framangreindri áætlun orkar tvimælis, og af hálfu fiskvinnslunn- ar hefur veriö sýnt fram á aö þar skorti 3.5 milljaröa. Er hallinn þá kominn I 11 milljaröa króna og einnig má vekja athygli á þvi aö fiskveröi hefur veriö sagt upp frá og meö 1. marz, en hvert prósentustig I þvl þýöir um 700 m kr. Sé þessi staöa borin saman viö afkomu fyrriára má sjá.aöhún jafnast helst á viö erfiöleika áriö 1974, en þá varö eins og kunnugt er mikiö veröfall á Bandarikja- markaöi. Laun og hráefni — 60% hækkun — verð á Bandarikjadal 28% hækkun Þaö kann aö þykja ótrúlegt aö nú sé svona komiö eftir mesta aflaár I tslands- sögunni.Svo er þó alls ekki, þegar máliö er skoöaö nánar. Frá þvi i upphafi siöasta árs hafa laun i fiskvinnu hækkaö um tæp- lcga 62% og á sama tima hefur þaö verö sem greiöa þarf fyrir hráefni hækkaö um tæplega 60%. Þessir tveir þættir eru nú um 80% alls kostnaöar við fiskvinnslu. Tekjur fiskvinnslunnar ráöast aö mestu af gengi og hefur verö á Bandarikjadollar einungis hækkaö um tæp 28% frá ársbyrj- un 1979. Verö fyrir frystar afuröir á er- lendum mörkuöum er nú einungis litillega hærra en fyrir ári, þannig aö á þessu timabili hafa tekjur einungis aukist til hálfs viö kostnaö. Tregöa stjórnvalda til aö horfast I augu Yfirlit yfir nok3cra kostnaðarliði og afkcmu frystingar 1971-1980. Sem hlutfall af tekjum. Feb.áætlun 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1980 Hráefni 52.8 51.7 49.8 52.8 50.1 52.8 54.7 50.6 54.5 Laun 23.1 25.6 25.1 31.1 27.5 25.4 26.0 26.5 27.3 linbúóir 3.6 3.0 2.8 3.3 3.5 3.0 3.0 2.8 3.0 Framlegð 20.5 19.7 22.3 12.8 18.9 18.8 16.3 20.1 15.2 Hagnaóur 5.3 4.3 7.3 -6.5 -1.1 1.0 -1.3 1.2 -6.9 Nauósynleg framlegó1^ 15.2 15.4 15.0 19.3 20.0 17.8 17.6 18.9 22.1 Vextir Skýringar: 2.3 2.8 2.9 4.8 5.1 4.8 5.5 7.2 10.0 1) Hér er átt við þá framlegð sesri þarf til að ná hal lalausim rekstri. við þessar staöreyndir á sinn þátt í þvl hvernig komiö er. Þó aö gengisfellingar séu slöur en svo endanleg lausn á vanda útflutningsatvinnuveganna, veröur ekki hjá þvi komist aö beita gengisskráningu til aö jafna misvægi I innlendri og erlendri veröþórun. Frekari frestanir eru einungis til þess fallnar ;aö auka enn vandann. Þegar þessi mynd er höfö I huga er ó- neitanlega furðulegt aö sjá þvi haldiö fram, aö sérstakar aögeröir nú séu ekki bráðaökallandi. Ennfremur er ljóst aö af- koma siöustu ára er sllk, aö þar er ekki af miklu aö taka. Hefur raunar oft veriö á þaö bent, aö þegar búiö er viö svo nauma afkomu til lengdar, hafa fyrirtæki ekki þá getu, sem þarf til aö laga sig aö breyttum aðstæðum eöa mæta áföllum. „óstjórn rikisfjármála bitnar á atvinnuvegunum....” Fyrir nokkru ákvaö bankastjórn Seöla- bankans aö draga úr endurkaupum af- uröalána.án þess aö ljóst sé aö viöskipta- bankamir auki viöbótarlán sin á móti. Þessi aögerö segir aö sjálfsögöu strax til sin i verulegum greiösluerfiöleikum hjá fyrirtækjunum. Fram hefur komiö, aö til þessa ráös sé gripiö vegna minnkandi fjárráöa Seölabankans. Talsmenn bank- ans hafa sagt aö þar valdi mestu stórauk- in skuldasöfnun rlkissjóös á siöari árum. Afleiðingar óstjórnar rlkisfjármálanna eru nú látnar bitna á atvinnuvegunum meö þessum hættiHaröari dómur um rik- isfjármálastefnuna hefur varla i annan tima komiö fram hjá opinberum aöilum. Um þaö má svo spyrja, hvaöa nauösyn reki til aö gripa til slikra aögeröa til lausnar þeim vandamálum, sem Seöla- bankinn á viö aö etja. Er raunar vandséö þaö beina samband sem viröist eiga aö vera milli ráöstöfunarfjár Seölabankans og afurðalána i erlendum gjaldeyri. Ljóst er þó, aö viö breytingu afuröalánakjara á siöasta ári var ekki skapaöur sá stööug- leiki, sem ætla mátti aö tryggöur hafi ver- iö aö þessu leyti. Raunar viröist svo, aö Seölabankinn hafi tekið upp sjálfstæöa peningamálastefnu, sem ekki sé I fullu samræmi viö stefnu stjórnvalda á öörum sviöum. • Það kann að þykja ótrúlegt að nú sé svo komiðeftir mesta aflaár í Islandssögunni. Svo er þó ekki, þegar málið er skoðað nánar. Frá því i upphafi síðasta árs hafa laun f fiskvinnu hækkað um tæplega 62% og á sama tima hefur það verð, sem greiða þarf fyrir hráefnið hækkað um tæplega 60%. Þessir tveir þættir eru nú um 80% alls kostnaðar við fiskvinnslu. Tekjur fiskvinnslunnar ráðastað mestu af gengi og hef- ur verð á Bandaríkjadollar einungis hækkað um tæp 28% frá ársbyrj- un 1979. # Fram hefur komið að til þessa ráðs sé gripið vegna minnkandi f járráða Seðlabankans. Talsmenn bankans hafa sagt að þar valdi mestu stóraukin skuldasöfnun ríkissjóðs á síðari árum. Af leiðingar ó- stjórnar ríkisf jármálanna eru nú látnar bitna á atvinnuvegunum með þessum hætti. Harðari dómur um ríkisf jármálastefnuna hefur varla í annan tíma komið fram hjá opinberum aðilum. Sjá frétt frá Sedlabanka á sldu 2 A málaskrá Nordurlandaþings: Flugfargjöld milli Norðurlanda lækkuð A Noröurlandaþingi, sem haldiöer I Reykjavlk þessa dag- ana er fjallaö um mörg mál. Þau eru reyndar svo mörg, aö ekki er viölit aö nefna þau öll I einni grein, en hér veröur stikl- aö á nokkrum þeirra. A málaskrá eru t.d. tillögur um aö sett veröi á fót norræn rannsóknarmiöstöö I Iþrótta- lækningum. Annaö mál, sem kemur Islendingum reyndar lit- iö viö, er tillaga um öryggisráö- stafanir I áhugamannahnefa- leikum. Ein athyglisverö tillaga er sú aö erlendur stuöningur viö stjórnmálaflokka veröi bannaö- ur á Noröurlöndum Slik lög eru þegar i gildi á Islandi.'sett I tiö „hægri” stjórnarinnar sálugu. Meöal flutningsmanna er Ragn- hildur Helgadóttir, en aörir flutningsmenn eru sænskir og norskir hægrimenn allra flokka. Þaö vekur athygli aö enginn Framsóknarmaöur er meö- flytjandi þessarar tillögu, þaö er eins og þeir kannist ekki viö krógann. Ein tillaga fjallar um rann- sóknir á menningu og máli Kvena, sem eru smáþjóö I Norö- ur-Noregi. I greinargerö meö tillögunni segir, aö þar sem Noröurlandaráö hafi þegar samþykkt tillögu svipaös efnis, hvaö varöar þjóöflokk Sama og staöiö aö framkvæmd hennar, sé þetta I rökréttu framhaldi af þvi. Þá liggur fyrir þinginu tillaga um samnorrænt rannsóknar- verkefni á byggöaþróun og bæjarskipulagi. I greinargerö segir aö bæjarfélög hafi sem sjálfstæöar rekstrareiningar miklu fé úr aö spila til skipulags og sjálfræöi um fyrirkomulag þess. Þaö sé hinsvegar fram- faramál, aö komiö sé á stofn stofnun, sem deili upplýsingum um þessi mál og veröi ráögef- andi um þau. Þetta mál tengist siöan svipaöri áætlun hjá OECD. Aö lokum má svo nefna tillögu um aö Noröurlandaráö beiti sér fyrir lækkun flugfargjalda á leiöum innan Noröurlanda. I greinargeröinni segir aö aukin samkeppni á Noröur-Atlants- hafsleiöinni hafi komiö norrænu flugfélögunum i kröggur, bæöi vegna samkeppni sem þegar er hafin, sbr. Laker Airways, sem og vegna samkeppni sem fljót- lega má búast viö aö veröi á flugi frá Ameriku til Kaup- mannahafnar. Þessvegna er lagt til aö ráöiö beiti sér fyrir samstarfi milli norrænu flug- félaganna til aö mæta sam- keppninni og einnig aö rikis- stjórnirnar beiti sér fyrir lækkun fargjalda á þessum leiö- um.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.