Alþýðublaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.03.1980, Blaðsíða 1
alþýöu Laugardagur 29. marz 1980 — 48. tbl. 61. árgangur FLOKKSSTARFIÐ: FUJ Reykjavík heldur almennan félagsfund um SÖGU JAFNAÐARMANNA Á fSLANDI. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 31. mars kl. 20.30 í IÐNÓ uppi. FRUMMÆLANDI: GYLFI Þ. GfSLASON Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Fjárlagafrumvarpid fyrir 1980: Kostnadarsömum útgjöldum sleppt úr fjár lagaf r u m varpi n u Fjárlagafrumvarpid skekkir þá heildarmynd sem fjárlög eiga aö gefa Fjárlagafrumvarp rikisstjórnarinnar hefur veriö mjög til um ræðu i þessari viku. Á fimmtudaginn fór fram þriðja umræða og atkvæðagreiöslur um frumvarpið. Stöku stjórnarþingmenn gerðu I einstökum málum grein fyrir at- kvæðum sinum, og vitnuöu þeir yfirleitt i stjórnarsáttmálann, þegar tillögur voru samþykktar og felldar. Var svo komið þegar liða tók á daginn, að þingheimur hló að þessum sifelldu tiivitnunum og skir- skotunum tii stjórnarsáttmálans. Alþýðuflokkurinn er sem kunnugt er algerlega ósammála frumvarpi þvi til fjárlaga, sem nú tekur gildi, Alþýðu- flokkurinn lagöi i minnihlutastjórnartið sinni fram fjárlagafrumvarp þar sem gert var ráö fyrir verulegri lækkun tekju- skatts á almenn laun, en i núverandi frumvarpier gertráð fyrir, að tekjuskatt- ur hækki yfir alla linuna. Breytingatillögur Alþýðuflokksins við frumvarp núverandi rikisstjórnar eru settar fram til þess að sniða af þvi frum- varpi verstu vankantana. Eiður Guðnason, formaður fjárveit- ingarnefndar, gerði grein fyrir breyt- ingartillögum Alþýðuflokksins við aðra umræðu fjárlaganna. Hann sagði m.a.: „Eðlilegast hefði verið viö fjárlaga- geröina nú að byggja á f járlagafrumvarpi rikisstjórnar Alþýðuflokksins. Núverandi rikisstjórn valdi hins vegar þann kost aö vikja i veigamiklum atriðum frá þvi frumvarpi, en það geröi ráð fyrir veru- legri lækkun tekjuskatts á almennum launum, svo og framlagi til jöfnunar hita- kostnaöar. Tillögur Alþýöuflokksins, sem ég mæli hér fyrir til breytinga á fyrirliggjandi fjárlagafrv. miða einungis að þvi, að sniða af frumvarpinu verstu agnúana. Tillögur Alþýðuflokksins fela það I sér aö leitast sé við að gæta aðhalds af hálfu rikisins, bæði að þvi er varðar rekstrargjöld og framlög til einstakra sjóða og skyldra verkefna. Jafnframt miða þær tillögur aö þvl, að fjárlög taki til allra meginþátta I rikisbúskapnum, en ekki séu undanskildar viðbótarálögur af ýmsu tagi, svo sem vegna jöfnunar hita- kostnaðar og félagslegra aðgerða á sviði húsnæöismála eins og fjármálaráðherra hefur boðað. Þessi vinnubrögð fjármála- ráöherra, tel ég ekki til fyrirmyndar og einungis til þess fallin að skekkja þá heildarmynd, sem fjárlög eiga að gefa. Þær tillögur sem Alþýðuflokkurinn gerir til breytinga á fyrirliggjandi frv. til f jár- laga fyrir árið 1980 eru þessar: 1. Ríkiö dragi úr skattheimtu Alagður tekjuskattur einstaklinga lækki, sem nemur 7.2 milljörðum kr. Nauðsynlegt er að rikiö dragi úr skatt- heimtu ef vænta á aöhalds af öðrum aðil- um til viðnáms gegn veröbólgu. Fjrtirh. hefur látið svo ummælt að á þessu ári sé ekki svigrúm til grunnkaupshækkana og samkv. forsendum fjárlagafrv. er kaup- máttarskerðing 4.5%. Fjárlagafrv. boðar i raun stórhækkun fekjuskatts. Vegna kaupmáttarskeröingarinnar er þvi brýnt að draga úr skattbyrði eftir þvi sem svig- rúm er til, einkanlega á lægstu tekjur og vernda með þvi lifskjör launafólks i land- inu. Þá gera tillögur Alþðuflokksins ráð fyrir þvi aö 4 milljörðum kr. verði varið til jöfnunar á hitakostnaði. í fjárlagafrv. rikisstj. Alþfl. var gert ráð fyrir 2.3 milljörðum kr. til þessa viðfangsefnis, en jafnframt var bent á, að afla þyrfti við- bótarfjármagns til að hækka þá upphæð. Þessa 2.3 milljarða er hins vegar hvergi aö finna i frv. núv. rikisstj. og hefur fjmrh. notaö þá upphæö til annars. En til að standa viö þau loforö, sem gefin voru við olíuverðhækkunina á siðastliðnu ári mun alls þurfa um 4 milljarða kr. Til umræðu hafa veriö hugmyndir um sérstakan orkuskatt til að greiða fyrir jöfnun hitakostnaöar. Við nánari athugun þess máls hygg ég, að æ fleirum hafi oröiö það ljóst, að hér er I senn um mjög flókið og vandasamt mál að ræða, ef tryggja á það, að hugsanleg skattheimta af þessu tagi skili þeim árangri, sem til er ætlast, án þess að hafa óæskileg hliöaráhrif. Sllk umf jöllum og athugun hlýtur óhjákvæmi- lega að taka verulegan tima og alla vega er alveg ljóst, að henni getur ekki lokið fyrir afgreiðslu fjárlaga. Þetta mál er hins vegar brýnt og þolir ekki bið. Þvl er I tillögum Alþýðuflokks gert ráð fyrir, að málið verði þegar leyst með þessum hætti, það verði gert innan ramma f jár- laga en rnálinu ekki visað út 1 óvissuna eins og nú viröist ætlun rikisstjórnar að gera. 2. Aukum framlög til húsnæöis- og dagvistunarmála I fjárlagafrumvarpi rlkisstjórnarinnar er gert ráö fyrir verulegum niðurskurði á framlögum til Byggingarsjóðs rlkisins. Vitaskuld er ljóst, að fjárhagsvanda þess sjóðs verður að leysa svo að hann geti undanbragðalaust staðið við sinar skuld- bindingar og verður þvi að vænta þess, að rlkisstj. beiti sér fyrir því. Hins vegar er ljóst, að Ibúðabyggjendur búa viö sér- stakan vanda vegna hinnar öru verð- bólguþróunar. Einkum á þetta við það unga fólk, sem er aö eignast sina fyrstu Ibúð. Til aö mæta þeim vanda þarf sér- stakt átak, sem ekki má dragast og i þvi skyni gera tillögur Alþýðuflokksins ráö fyrir, að einum milljarði kr. veröi variö til félagslegra aðgerða á sviði húsnæðis- og dagvistunarmála. Til þess að mæta þess- um útgjöldum, sem ég hef nú gert grein fyrir og sem samtals nema 12.2 milljörð- um kr., eru gerðar tillögur um ýmsar breytingar, án þess að til nýrrar skatt- lagningar komi á launafólk. Þær breyt- ingar eru helstar sem hér segir. Framiög til Byggðasjóðs, jarðræktar og framræslu eru lækkuö um 20% til sam- ræmis við lækkun fjárfestingarsjóöa. Nemur lækkun útgjalda af þessum sökum samtals 976 millj.kr. Þá er gerö tillaga um aö niðurgreiðslur á landbúnaðarvör- um og bætur vegna útflutnings land- búnaðarafurða lækki og verði i samræmi við þær tillögur sem gerðar voru I fjár- lagafrumvarpi rikisstjórnar Alþýðu- flokks, en lækkun þessara tveggja liöa nemur samtals 4.2 milljörðum kr. og er þar stærri hlutinn niðurgreiðslur. 3. Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna Fjárlagafrv. rlkisstj. gerir ráð fyrir hækkun til Lánasjóðs fsl. námsmanna, er nemur 3.1 milljarði kr. miðaö við siðustu fjárlög, Ljóst er, aö hækkun framlagsins til Lánasjóös isl. námsmanna er ekki i neinu samræmivið aðrar breytingar milli ára og aö endurgreiðslur lána til sjóðsins hafi skilað sér seint og illa og ég held aö ef þingmenn skoða fjárlagafrumvarpiö, og hvað þar er gert ráö fyrir að greiðist af eldri lánum til sjóösins, þá muni þeir horfa a.m.k. tvisvar, þrisvar ef ekki fjór- um sinnum á þá tölu, sem þar stendur til þess að trúa henni, en hún er vlst engu aö siður rétt. Hér ber brýna nauðsyn til að framfylgja reglum um eðlilega endur- greiðslu þessara lána á raunvirði og með hliðsjón af þvi er lagt til, að framlag til Lánasjóðsins lækki, en hækki ekki meir en nemur verðhækkunum milli áranna 1979 og 1980 eða 46.5% en lækkun á fram- lagi til Lánasjóðs isl námsmanna verður þvi rúmlega 2.1 milljarður kr. Mér er ljóst að hér er áreiöanlega ekki um vinsælt mál að ræða, en ég held að hér se um að ræöa mál sem þingmenn verði að tala um og verði að taka afstöðu til. Ef menn skoöa þá gifurlegu hækkun, sem veröa á fram- lögum til Lánasjóðs isl. námsmanna, þá hygg ég, að menn muni sjá, að sú hækkun er út úr hlutföllum við allar aðrar breyt- ingar, sem á þessu frumvarpi veröa. Ég er ekki að draga úr þvi að veita beri námsfólki aðstoð. Margt námsfólk þarf á slikri aðstoð að halda, en ég hygg hins vegar , að ekki þurfi allt námsfólk á allri þeirri aðstoð að halda, sem hér er gert ráð fyrir og ég held að ef menn skoða þetta frumvarp og þær breytingar, sem hér eru gerðar, þá hljóti þessi breyting að stinga töluvert i augum. Þetta mál er komiö úr böndum. Það hlýtur aö verða aö endur- skoða allar reglur um endurgreiöslu og fylgja þessu eftir þannig að hér verði um lán að ræða, sem veröi endurgreitt þegar námsmenn hefja vinnu að námi loknu. Það hefur jafnvel orðið svo, að þessi sjóð- ur væri oröinn eins konar skrimsli i kerfinu, sem enginn réöi viö. Vist er það að þaö er ekki þrautalaust að ná sam- bandi við þennan sjóð til aö ná I upplýs- ingar, þvi að það virðist vera alveg sama hvenær dagsins er hringt þangað eöa hve oft það næst aldrei samband. Hér held ég að hljóti að þurfa að koma til breytingar og bið menn um að taka þaö til alvar- legrar athugunar. 4. Fjármálaráðherra hafi minna fjármagn til frjálsra afnota Þá er i tillögum Alþýðuflokksins um nokkra lækkun að ræða á framlagi til heimildargreiðslna samkv. 6. gr. fjárlaga og vegna óvissra útgjalda fjármálaráðu- neytisins samtals 800 millj. kr., sem þýðir i raun, aö fjarmálaráðherra hefur nokkru minna ráðstöfunarfé til frjálsra nota. í til- lögum Alþfl. er enn fremur gert ráð fyrir nokkurri tekjuhækkun hjá Afengis- og tóbaksverslun rikisins. Verði hagnaöar- aukning fyrirtækisins i samræmi við launahækkanir á árinu samkvæmt for- sendum fjárlagafrumvarps, má gera ráð fyrir, að hagnaðurinn verði 26 milljarðar kr., en ekki 24 milljarðar, eins og frum- varpið gerir ráð fyrir. Lagt er til I sam- ræmi viö þá aðhalds- og sparnaöarstefnu sem skylt er að fylgja i rekstri og umsvifum rikisins, að útgjöld vegna launa og almennra rekstrargjalda lækki, sem svarar 1% frá frumvarpi rlkisstjórn- ar, eða um 1130 millj. kr og er þar, að ég hygg, ekki til mjög mikils mælst. Þá er gerð tillaga um að fjárveitingar til Hóla- skóla verði lækkaöar nokkuð, en þar fer nú engin kennsla fram, sem kunnugt er. Hins vegar er gert ráö fyrir, að þar veröi áfram að sjálfsögðu fjármagn til vörslu mannvirkja og eðlilegs viðhalds. 5. Skattar fyrirtækja lækkaðir — Ný stefna Alþýðubandalagsins? Þá er þess að geta, að I frumvarpi nú- verandi rikisstjórnar er gert ráð fyrir, að tekjuskattur félaga nemi 10 milljörðum kr. I frumvarpi rlkisstjórnar Alþýöu- flokksins var hins vegar gert ráö fyrir þvl að tekjuskattur félaga næmi 10 milljöröum 850 millj. kr. Engin rök sýnast hnfga að þvi að draga úr skattbyröi félaga og er þvi þessi upphæð lækkuð til fyrra forms nema þvi aöeins að hér sé um að ræða nýja stefnu Alþýöúbandalags, að lækka skatta á fyrirtækjum I landinu. Ti till. Alþýöu- flokks er enn fremur lagt til að 1700 millj. kr. veröi varið til að lækka skuld rikis- sjóðs við Seðlabanka Islands og að greiösluafgangur lækki sem þvl nemur. Þessar tillögur sem ég hef nú I þessum siöasta hluta ræðu minnar gert grein fyrir, fela i sér margkvissa stefnumótun til þess að draga úr veröbólgu og vernda kjör láglaunafólks jafnframt þvi sem rlk- ið gæti aöhalds hjá sér svo sem það ætlast til af öðrum. ff^ðlileaast hefði verið við f jár- Tagagerðina nú, að byggja á f jár- lagaf rumvarpi ríkisstjórnar Alþýðuf lokksins. Núverandi ríkisstjórn valdi hins vegar þann kost, að víkja í veigamiklum at- riðum frá því frumvarpi. IgggAlþýðuflokkurinn leggur til að rekjuskattur einstaklinga lækki, sem nemur 7.2 milljörðum, en núverandi f járlagaf rumvarp boðar í raun stórhækkun tekju- skatts auk kaupmáttarskerðing- ar, því er brýnt að vernda lífs- kjör launafólksins í landinu. tsaaNiðurskurður á framlögum til Byggingarsjóðs ríkisins bitnar einkum á því unga fólki, sem er aðeignastsína fyrstu íbúð. Til að koma til móts við þarfir þessa fólks gerir Alþýðuflokkurinn til- lögu um að f jármagn til félags- legra aðgerða á sviði húsnæðis- og dagvistunarmála verði aukið verulega. '. Engin rök sýnast hníga að því ao draga úr skattbyrði félaga og er því þessi upphæð lækkuð til fyrra forms nema því aðeins að hér sé um að ræða nýja stefnu Alþýðubandalagsins, að lækka skatta á fyrirtækjum i landinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.