Alþýðublaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 1
alþýðu blaðið Iéin* «11» m Þriðjudagur 1. apríl 1980 — 49. tbl. 61. árgangur. • 4% hækkun fiskverðs til sjómanna • 1,5% hækkun til útgerðar t olíugjald lækki úr 5 í 2,5% 3% Gengislækkun — síðan áframhaldandi gengissig 1 viöræðum SeBlabankans viB rikisstjórnina um gengismál aB undanförnu hefur veriö fjallaB um þessa þróun, svo og sam- keppnisstöBu útflutningsatvinnu- veganna meB tilliti til áfwmhald- andi hækkana á innlendum fram- leiBslukostnaBi. I framhaldi af þeim hefur bankastjórn SeBla- bankans meB samþykki rikis- stjórnarinnar ákveBiB aB breyta nú meBalgengi islenzku krón- unnar gagnvart erlendum gjald- miBlum til lækkunar i einu skrefi um 3% til þess aB jafna aB nokkru þaB misræmi, sem aB undanförnu hefur skapazt I gengisskráningu gagnvart Evrópumyntum vegna hækkana á gengi dollarans. t framhaldi af þvi er ætlunin aö fylgja svipaBri stefnu i gengis- málum og undanfarin ár, þannig aB stefnt veröi aö þvi aB jafna mismun i þróun framleiöslu- kostnaöar innan lands og utan meö hægfara gengissigi, sem jafnframt taki miö af þeirri stefnu aö draga smám saman úr innlendum kostnaBarhækkunum. Þaö sem af er þessu ári hefur veriö haldiö áfram þeirri stefnu aB láta gengi islenzku krónunnar FYRIR kaup Dollar 414,20 Pund 900,80 (100) Dkr 6915,15 siga smám saman gagnvart Bandarikjadollar i þvi skyni aö jafna mismuninn á kostnaBar- hækkunum hér innanlands og i helztu markaöslöndum lslendinga. Hefur gengi Banda- rikjadollar hækkaö gagnvart is- lenzkri krónu á þessu timabili um 5,0%. Jafnframt hefur sú þróun átt sér staö á alþjóöagjaldeyris- markaöi, aö gengi dollars hefur fariö ört hækkandi gagnvart flestum Evrópumyntum, en þaö hefur valdiö þvi, aö þrátt fyrir hækkun dollars gagnvart islenzkri krónu, hefur vegiö meöalgengi krónunnar gagnvart öllum gjaldmiölum haldizt óbreytt frá áramótum. Hins vegar hefur gengi ýmissa þeirra Evrópumynta, sem mestu máli skipta i innflutningsverzlun Islendinga og I samkeppni viö innlenda iönaöarframleiBslu lækkaö verulega gagnvart islenzkri krónu. Þannig hefur danska krónan lækkaö um 6,6%, sænska krónan um 2,7% og þýzk mörk um 7%. Til glöggvunar lesendum, er hér gerBur samanburöur viö þrjár erlendar myntir, fyrir og eftir breytingu. eftir kaup sala 428.60 429,70 928,70 931,10 7104,00 7122.20 sala 415,20 903,00 6931,85 Fiskverðsákvörðun: Útgerðin á móti — fulltrúar fiskvinnslu og sjómanna sitja hjá Á fundi yfirnefndar Verölags- ráös sjávarútvegsins i dag 31. marz 1980, var ákveöiö nýtt fisk- verö, sem gildir frá 1. marz til 31. mai 1980. Veröákvöröun þessi felur I sér 4% hækkun á skipta- veröi frá þvf veröi, er gilt hefur frá áramótum skv. tilkynningu Verölagsráös sjávarútvegsins nr. 1/1980, verö á blálöngu hækkar þó um tæp 20%. Þaö er forsenda þessarar ákvöröunar, aö lögum nr. 3/1980 um timabundiö oliugjald til fiski- skipa veröi breytt, þannig aö oliu- gjaldiö lækki úr 5% i 2.5% af skiptaveröi frá og meö 1. marz 1980. Rikisstjórnin hefur lýst þvi yfir, aö frumvarp þessa efnis veröi lagt fram á Alþingi i dag. Þegar tillit hefur veriö .tekiö til þessarar væntanlegu lagabreyt- ingar, má lýsa niðurstööu fisk- verösmálsins aö þessu sinni I meginatriðum á eftirfarandi hátt: 1. Skiptaverð til sjómanna hækk- ar um 4%. 2. Hlutur útgeröar i fiskveröi hækkar um 0,6%. 3. Hráefniskostnaöur fiskvinnsl- unnar hækkar um 1.7%. Verðið var ákveöiö meö tveim- ur atkvæðum gegn einu, tveir nefndarmenn sátu hjá. Meö ákvöröun þessari greiddi atkvæði annar fulltrúi fiskkaup- enda, Arni Benediktsson, auk oddamanns nefndarinnar, Jóns Sigurössonar, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. Kristján Ragn- arsson, fulltrúi útvegsmanna greiddi atkvæöi gegn ákvöröun- inni, en þeir Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson fulltrúi fiskkaupenda, og Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjómanna, greiddu ekki atkvæöi. Kristján Ragnarsson lét bóka: „Meö þessari fiskverðsákvörð- un er vandi fiskvinnslunnar flutttur yfir á útgeröina. Vegna launahækkana 1. mars og vegna áhrifa gengissigs á abföng út- gerðarinnar, sem nú er ráögert 8% á næstu dögum, breytist af- koma útgeröarinnar frá þvi aö vera 1% hagnaður I 4% tap. Þegar fiskverð var ákveöiö 24. janúar s.l., varö samkomulag um aðoliugjald yröi5% allt áriö 1980 og þaö staöfest meö lagasetningu á Alþingi með samhljóöa atkvæö- um. Meö þessari ákvörðun er þvi samkomulagi rift af oddamanni yfirnefndarinnar að kröfu rikis- stjórnarinnar. Viröast nú ekki halda samningar viö rikisstjórn þótt bundnir séu með lögum. Lækkun á oliugjaldi úr 5% i 2.5% lækkar tekjur útgerðarinnar um 3.000 milljónir á ári.” Eyjólfur ís- feld Eyjólfsson lét bóka: ,,Ég efast ekki um lagalegt gildi þessarar fiskverösákvörö- unar, en tel þó þessa afgreiöslu neyöarúrræöi. Meö tilliti til þess aö ekki liggja fyrir ákveöin fyrirheit um ráð- stafanir tilað tryggja hallalausan rekstur fiskvinnslunnar, þá get ég ekki samþykkt þessa tillögu. A hinn bóginn er einn þriðji verö- timabilsins liöinn, og þvi óhjá- kvæmilegt aö ákveöa fiskverð, þessvegna sit ég h já við þessa at- kvæðagreiðslu. FLOKKSSTARFIÐ: Kópavogsbúar: Fundur, verður haldinn hjá Alþýðuflokksfélagi Kópavogs, íkvöld kl. 20.30, að Hamraborg 1. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin Lánasjódur ísl. námsmanna: Jafnréttid kostar, peninga - eru stjórn- völd tilbúin til að tryggja það fjárhags • Er jafnrétti til náms óraunveruleg krafa? Málefni Lánasjóös isl. náms- manna hafa verið mjög til umræöu siðustu daga. Tilefniö er það, aö mörgum þykir sem aö sjóöurinn hafi fengiö hækkanir á framlögum umfram þaö, sem annars einkennir fjárlagafrum- varp nýju stjórnarinnar. Fram- lög til sjóösins skv. fjárlaga- frumvarpi Ragnars Arnalds, hækka um tæpa 3,1 milljarða og verðai heiid tæpir 5,4 milljarðar. Hér á eftir veröur leitast við aö gefa nokkra mynd af þróun og vexti Lánasjóös isl. námsmanna siöustu árin. Frumkvöðull að stofnun Lána- sjóös isl. námsmanna var Alþýöuflokkurinn. Markmiö flokksins meö stofnuninni var, aö tryggja efnaminna fólki greiöari aðgang aö framhaldsmenntun. Þegar sjóöurinn varö til hafa menn e.t.v. ekki gert sér grein fyrir, hver þróun I framhalds- námi yrði. Menn hafa eflaust haldiö, þrátt fyrir slagoröiö mennt er máttur, aö fjöldi á framhaldsmenntunarstigi yröi minni, ef menn hafa yfirleitt spekúleraö i þvi, hvernig málum sjóösins yröi komiö aö áratug liönum. Þaö var sagt hér áöan, aö markmiðiö meö Lánasjóöi isl. námsmanna væri aö tryggja efnaminna fólki greiöari aögang aö framhaldsmenntun. Þessi staöhæfing segir náttúrlega bara hálfan sannleikann. Hinn helm- ingurinn er auövitaö sá, aö islenzka þjóöfélagiö þurfti á menntuöu fólki aö halda til þess aö geta staðið sig i samkeppni við þær þjóöir, sem tilheyra þvi menningarsvæöi, sem viö telj- umst sjálfir til. Mennt er máttur — eða hvað? Þetta er ekkert sérislenzkt fyrirbæri. Menntunarsprengingin svokallaöa er þekkt fyrirbrigöi I — öllum Vestur-Evrópu rikjum. Vaxandi fjöldi námsfólks, á framhaldsstigi, hefur veriö mikill höfuöverkur flestra, ef ekki allra, mennta- og fjármálaráöherra i Vestur-Evrópu siöan 1974-’75. Þá kom einfaldlega i ljós, aö menntakerfiö var of dýrt I þvi kreppuastandi sem þá hófst og stendur enn. Viðbrögðin erlendis hafa venju- lega veriö þau, aö takmarka aðgang aö háskólum og öörum álíka stofnunum stórlega. Þetta er t.d. staöreynd i nágranna- löndum okkar, á Norður- löndunum(og i 'Englandi hefur veriö reynt aö fækka nemendum meö stórhækkuöum skóla- gjöldum. Vandamáliö er einfalt. Þjóö- félagiö telur sig ekki hafa efni á, aömennta alla þá sem óska þess. Til að koma i veg fyrir aö of stór hluti hvers áragangs fari til framhaldsnáms hefur rikisvaldiö nokkrar aBferöir(sem beitt hefur veriö. Þaö getur stórdregiö úr styrkjum og lánum. Þaö getur sett beinar fjöldatakmarkanir. Þetta er reynslan annars staöar frá og þaö er aö stinga hausnum i sandinn, ef menn trúa og halda að þessu sé ööru visi fariö hér á landi. Er menntun forréttindi? Menntun hefur veriö og er, þegar tekiö er lengra timabil, for- réttindi þeirra, sem meira mega sin og kemur þar margt til. Astæöumar eru ekki einungis fjárhagslegs eölis. Þaö aö halda þvi fram aö svo sé ekki, aö halda þvi fram aö jafnrétti til náms sé mögulegt aö raungera i okkar þjóöfélagi, þaö er aö taka skakk- an pól i haeöina. Skólinn veröur aldrei annaö en eins konar spegil- mynd þess sem er og þaö ein- kennist ekki beint af jafnrétti eöa bræðralagi. Skóli og menntun eru tæki sem menn notfæra sér og fyrirbæri ,sem notuö eru til aö viöhalda ákveönu skipulagi. Haldi menn aö skólinn sé hlutlaus aöili, haldi menn aö menntun sé hlutlaust fyrirbæri, verða menn aö skoöa hug sinn betur og reyna aö komast aö þvi hvaö þessi fyrir- bæri eru i raun og veru. Siöan er Framhald á bls. 2 Opið bréf til þingflokks Alþýðuflokksins: Frá Stúdentafélagi jafnadarmanna Stúdentafélag jafnaðarmanna átelur harölega tillöguflutning þingflokks Alþýöuflokksins um stórfelldan niðurskurð á fram- lögum til Lánasjóös islenskra námsmanna frá fjárlagafrum- varpi 1980. Kemur þaö nokkuö spánskt fyrir sjónir, aö þegar þörf er talin á niðurskurði rikis- útgjalda, skuli þingmenn jafn- aöarmannaflokks hafa þá einu tillögu fram aö færa um niður- skurö, aö undanskildum tillög- um um aö dregið veröi úr fjár- austri I landbúnað, aö skorin skuli störlega niður framlög tii framfærslulána námsmanna. Þetta gengur þvert á hugsjdn jafnaöarstefnunnar, meö þvi að námslánin eru undirstaöa efna- hagslegs jafnréttis til náms. Nyti þeirra ekki við, er hætt við þvi, að fáir aðrir en efnamenn gætu sett börn sin til mennta. Það er þviengin tilviljun, að þaö var menntamálaráðherra úr röðum jafnaðarmanna, sem stóð fyrir þvi’ að Lánasjóður var i öndverðu stofnaður — en af viröist nú það sem áður var. Þessi niðurskuröur gengur líka þvert á þá yfirlýstu stefnu Al- þýðuflokksins, að ekki megi skerða kjör þeirra, sem lakast eru settir, þvl allur þorri náms- manna er meðal þeirra lakast settu I þjóöfélaginu. Lánasjóö- urinn reiknar með því að fram- færslukostnaöur námsmanns sé 2.436.000 á ári, og veitir nú vísi- tölutryggö lán fyrir 85% af því sem vantar á að tekjur náms- manns nái þvl. Þannig er fram- færslueyrir stúdenta um eöa innan viö 200 þúsund krónur á mánuði. Stúdentafélag jafnaöarmanna telur tillögur þingflokks Alþýöu- flokksins vanhugsaðar i ýmsum atriöum. Þær gera t.d. ráö fyrir þvi, aö bein framlög úr rikis- sjóöi til sjóðsins vaxi i hlutfalli viö veröbólguna, en ganga ekki útfrá ráöstöfunarfé hans i heild, en þaö hefur veriö aö verulegu leyti lánsfé. Þannig var ráöstöf- unarfé sjóösins á siöasta ári, skv. upplýsingum frá fram- kvæmdastjóra sjóösins, 3 mill- jaröar 762 milljónir, sem skipt- ist þannig, aö 2 milljaröar 237 milljónir eru framlög úr rikis- sjóöi, en 1 milljaröur 528 mill- jónir eru lánsfé. Meö öðrum oröum var yfir 40% af ráöstöf- unarfé sjóösins á siöasta ári lánsfé. Skv. fyrirliggjandi fjár- lagafrumvarpi er gert ráö fyrir þvi, aö lánsfé veröi innan viö 20% af ráöstöfunarfé sjóösins i ár, eöa 1.200 milljónir af heild- ar-ráöstöfunarfé upp á 6 mill- jaröa 594 milljónir. Aö uppfyilt- um vissum skilyrðum er svo heimild fyrir viðbótarlánsfé upp á 500 milljónir. Þannig vex ráö- Framhald á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.