Alþýðublaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.04.1981, Blaðsíða 1
Fimmtudaqur 9. apríl 1981 A2. árg. Blandað hagkerfi eða pólitískt lénsveldi — sjá leiðara bls. 2 Afganistan: Sovéskt arðrán eykur vandann sjá grein bls. 3 Ragnar Arnalds skattameistari ríkisins vill:__________ „Vinnukonuútsvar” lyr- ir atvinnurekendur — Alþýðubandalagið snýr enn við blaðinu UmrsAur um breytingar á lögum um tekjuskatt og eigna- skatt stóöu langt fram eftir kvöldi i fyrradag. Fjármálaráðherra, Ragnar Arnalds, geröi þá grein fyrir helztu breytingum, en siöan tóku til máls þeir Sighvatur Björgvinsson, formaöur þing- flokks Alþýöuflokksins og ólafur G. Einarsson fyrir Sjálfstæöis- flokk. Báöir gagnrýndu þeir breytingarnar harölega, á mis- munandi forsendum þó. Þannig fagnaöi Ólafur t.d. niðurfellingu 59. greinar skattalaganna, en Sig- hvatur gagnrýndi þá ráöstöfun haröiega. Sighvatur ' tók breytingartillögurnar fyrir át frá vaxandi skattbyröi i landinu og niöurfellingu nefndrar 59. greinar skattalaganna. i upphafi máls sins geröi Sig- hvatur Björgvinsson skatt- byröina og aukningu beinna skatta aö umræöuefni. Hann sagöist vitaskuld ekki geta sagt fyrir nákvæmlega um skatt- byröina eins og hiin yröi eftir þær breytingatillögur, sem sam- þykktar yröu á lögunum, en miöaö dæmin viö áætlanir sem geröar voru i febr. s.l. Sighvatur Björgvinsson skipti skattbyröis- reikningum sinum i tvennt. Annars vegar skattbyröi sem beinir skattar i prósentum af tekjum þess árs, sem þeir eru lagöir á. Hins vegar greiöslu- byröi, en hér er átt viö hlutfall beinna skatta af tekjum á þvi ári, sem skattarnir eru greiddir á. Sighvatur upplýsti aö skatt- byröinfyrir 1981 yröi skv. þessum forsendum 22,6% af heildar- tekjum einstaklinga, eins og þær voru á sl. ári. „Þetta hlutfall hefur aldrei veriö hærra”, sagöi Sighvatur, „áriö 1965 var hlut- falliö 14,0, áriö 1970 17,1%, áriö 1975 15,8%, áriö 1979 21,0% og nú áætlaö 22.6% eins og áöur er sagt.” Greiöslubyröi, i prósentum, segir ekki sömu sögu, þar sem tekjur geta rokkaö mikiö milli ára og ef þær hækka verulega veröur mun léttara aö bera skatt- byröina en ella heföi oröiö. Sighvatur sagöi: „Greiöslubyröin fyrir áriö 1981 er áætluö 15,1%. Þessi tala hefur heldur aldrei veriö hærri. Ariö 1965 var hlut- falliö 11,4%, áriö 1970 13,3%, 1975 11,8% 1979 13,8% og nú, eins og áður sagöi 15,1%. Skattbyröin gengur vitaskuld alltaf i sveiflum ár frá ári og þaö gerir greiöslubyröin einnig. Hins vegar er þaö athyglisvert, póli- tiskt, aö ávallt þegar Alþýöu- bandalagiö hefur náö þvi aö komast i rikisstjórn þá hafa báöar tölurnar tekiö stökk uppá viö. Skattheimtan hefur m.ö.o. ávallt aukist þegar Alþýðubanda- lagiö hefur komið nálægt stjórn skattamála. Um þetta sagöi Sig- hvatur Björgvinsson m.a. i ræöu sinni: „Þaö er athyglisvert aö gera sér grein fyrir þvi, aö skatt- byröin veröur ávallt meiri þegar Alþýöubandaiagiö fær einhverju ráöiö um skattheimtuna i landinu.Sérstaklega þegar þaö er haft i huga, að þaö er venjulegt launafólk meö meðaltekjur sem er látið bera þessa auknu skatt- heimtu. Engar sérstakar skatt- þyngingar hafa veriö ákveönar á „breiðu bökin”, sem Alþýðu- bandalaginu eru svo töm f munni fyrir kosningar.” Þá vék Sighvatur Björgvinsson að þeirri breytingu á skatta- lögunum, sem er eina megin stefnubreytingin i skatta- lögunum, en það er ákvörðun fjármálaráöherra Alþýöubanda- lagsins, aö fella niöur 59. grein skattalaganna, sem kveöur á um aö skattstjórar skuli áætla þeim aöilum sem stunda sjálfstæöan atvinnurekstur tekjur, eins og þessir aöilar störfuöu sem launa- menn hjá atvinnurekendum. Aður var þetta þannig, aö ef skattstjórum þóttu framtöl at- vinnurekenda grunsamlega lág þá gátu þeir hækkaö framtölin, enda rökstyddu þeir hækkunina. Allir vita, aö ekki hefur veriö fariö eftir þessum ákvæöum, sér- staklega vegna þess aö þaö getur veriö erfitt fyrir einstaka skatt- stjóra aö rökstyöja hækkun i eins- tökum tilfellum. Krafan um þab, aö allir greiddu tekju- eöa eignaskatt, eða m.ö.o., aö allir væru jafnir fyrir skatta- V Flugstöðvarmálið: Ólafur Jóhannesson fylgjandi lántökuheimild Engar framkvæmdir nema með sam- þykki allra ráðherra stjórnarinnar Til haröra oröaskipta kom á Al- þingi I gær milli utanrikisráö- herra og fjármálaráöherra um byggingu flugstöövar á Kefla- víkurflugvelli vegna breytingar- tillögu frá Lárusi Jónssyni og Karli Steinari Guðnasyni viö frumvarp til lánsfjárlaga, þar sem rikisstjórninni er veitt heimild til að taka lán aö upphæö allt að 20 milljónum króna til greiöslu byrjunarkostnaðar viö flugstöðina. Sagöi Ragnar Arn- alds, fjármálaráöherra, aö hin nýja flugstöðvarbygging væri allt of dýr framkvæmd og væri nær aö verja fénu til þarfari verkefna. Hann hneykslaðist á þeirri stefnu sem hann taldi felast i tillögunni, aö taka við fé frá Bandarikja- mönnum til framkvæmda hér á landi og sagöi aö engri átt næöi aö Ólafur Jóhannesson, utanrikis- ráþherra á þingi i gær:.ég tek ekki viö neinum fyrirmælum frá Óljifi Ragnari Grímssyni og ég helði óskaö aö hann tæki skyn- sajnlegar á málum. ætla aö blanda saman hernaöar- byggingum Bandarikjahers á Kefla vikurflugvelli og flug- stöövarbyggingu. Utanrikisráö- herra sagöist ekki geta tekið undir þessa hneykslun, enda hefðu Bandarikjamenn lagt fé til miklu stærri framkvæmda hér á landi en flugstöövarinnar, hann lagði áherslu á þá nauösyn aö aö- skilja bæri herinn og þjóölif okkar islendinga eins og kostur væri og meö hinni nýju flugstöö væri stigið spor I þá átt. Ragnar Arnalds sagöi i upphafi umræðunnar að hann væri and- vigur framkomnum breytingar- lið, enda væri þetta dýr og að sinu mati ekki timabær framkvæmd. Flugstöðin myndi kosta okkur ís- lendinga minnst 15—20 milljarða gkróna og sagöi hann að vextir af þeirri upphæö næmu um 2 milljörðum á hagstæöustu vöxt- um sem fáanlegir væru. Þessu fé væri skynsamlegra aö ráöstafa i nauðsynlegar framkvæmdir ef á annað borð ætti aö eyða þeim, en hann taldi aö fjárlög og lánsfjár- áætlun væru komin á þau mörk að ekki yrði gengið lengra. Hann gagnrýndi i ræðu sinni Hagsýslu- stofnun, sem gert hefur rekstrar- áætlun fyrir nýju flugstööina, og sagöi ráðherra, að sú rekstrar- könnun heföi ekki veriö gerð ab tilhlutan ráöuneytisins, enda heföi utanrikisráðuneytiö lagt stofnuninni til ýmsar vafasamar forsendur, svo sem þá að taka fjármagns kostnað af bygging- unni ekki meö i matið. Ólafur Jóhannesson lagði i upp- hafi ræðu sinnar áherslu á að hér væri aðeins um að ræða heimild til rikisstjórnar, en þó að hún yrði samþykkt, giltu eftir rb, sem áður Starfsemi Gæslunnar í klessu? Eih smærri þyrlna Gæsiunnar, sem gat athafnaö sig um boröf varðskipunum. Sumir halda þvifram aö nýja þyrlan sé ekki þeim kostum búin! — starfsmenn telja að Gæslan geti ekki með núverandi skipa og flugvélakosti sinnt hlutverki sínu „Það er tæplega aö Landhelgis- gæslan risi undir nafni”, sagöi Arni Gunnarsson um daginn i út- varpsviðtali, en hann haföi fyrr um daginn reifað mál Land- helgisgæslunnar i þingræöu. Arni hélt þvi m.a. fram aö tækjakostur Gæslunnar væri ekki fullnægjandi miðað viö þær kröfur sem nú eru gerðar og væru t.d. staðsetn- ingartæki varðskipanna ekki eins góð og tæki heirra skipa, sem þau eiga að fylgjast meö. Þá væri skipakostur Gæsiunnar úr sér genginn, sem sæist best af þvi, aö elsta skip Gæslunnar, Þór, væri nú 30 ára gamall. Hann sagöi aö stjórnvöld heföu um langa hriö rekið mikla aðhalds- og sparnað- arstefnu i málefnum Landhelgis- gæslunnar og væri nú svo komið, að margir starfsmanna stofn- unarinnar væru mjög óánægöir með það ástand sem rikti I stofn- uninni. Nefndi hann einnig. sem dæmi, aö skip Gæslunnar fengju jafnvel takmarkaðar olfubirgðir til útivistar og einn heimildar- maður AþbL, tók undir þessar fullyrðingar i gær. A siðastliðnu hausti seldi Landhelgisgæslan aðra Fokker vél sina Flugleiöum og telja allflestir starfsmenn stofnunarinnar, að þaö hafi veriö röng ákvörðun, enda fékkst til- tölulega lágt verð fyrir hana miö- að við verð slikra véla á frjálsum markaöi. Niöurskurðar- og sparnaðar- stefnu þeirri sem hér er lýst mun hafa farið aö gæta fljótlega eftir aö 200 milurnar voru endanlega i höfn, en þó hefur þessa gætt áérstaklega á siðustu tveim árum. Bent hefur verið á það að sala annarrar Fokkervél- arinnar hafi leitt til þess, að á vissum timabilum verði ekkert gæsluflug á komandi misserum. Er minnt á siðustu skoðun Fokker vélar Gæslunnar, i þessu sam- bandi, en meðan hún var i skoðun siðast var ekkert gæsluflug i hálf- an ma'nuð. Það er almenn skoðun meðal þeirra sem sjá um gæslu- flugiö, að það þurfi minnst 2 vélar til að sinna þvi og nefna sumir jafnvel fleiri vélar, ef vel á að vera. Nefna má, að vegna ástandsins i flugkosti og skipa- kosti Gæslunnar verður i framtiö- inni aö leita oftar til björgunar- sveitar Bandarikjamanna á Keflavikurflugvelli I neyðar- og björgunartilfellum og finnst mörgum aö sú þjónusta standi okkur íslendingum nær, þó aö flugsveitin á Vellinum sé öll af vilja gerð til aö veita umbeðna aðstoð. En ástandiö er ekki einungis slæmt hvað varðar flugkost. Eins og kunnugt er hefur lengi staöið til að selja Arvakur, en hann er eina skip Gæslunnar, sem sinnt getur með góðu móti viðhaldi og endurnýjun á baujum. Einnig er meðalaldur skipa stofnunarinnar all-hár og munar þar mest um elsta skip Gæslunnar Þór, en hann er eins og áður segir 30 ára gamall og finnst mörgum starfs- mönnum stofnunarinnar hart, aö rikisstofnun, sem sinnir svo veigamiklu hlutverki sem Lang- helgisgæslan skuli þurfa að notast viö gamalt og úrelt skip sem ekki nokkrum útgerðarmanni i landinu dytti i huga rN aö gera út. Þvi má

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.